Morgunblaðið - 16.04.1991, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 16.04.1991, Qupperneq 47
jcc JBPJPaí nuoAauLGiJW aiaAjavíuonoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1991 47 Guðmunda J. Péturs- dóttir - Afmæliskveðja Amma mín, Guðmunda Jóna Pét- ursdóttir matráðskona, er níræð í dag 5. apríl. Þegar slíks stórafmæl- is er minnst eru ættir fólks oft rakt- ar í löngum runum, en það verður ekki gert hér. Ein aðalástæða þess er að amma mín er svo ættfróð sjálf, að ég hætti mér ekki út á þann hála ís þegar hún sjálf á í hlut. Þess í stað sendi ég henni kveðju mína, vegna þess að ég get ekki verið viðstaddur afmælisfagnaðinn á Hrafnistu í Reykjavík. Amma fæddist árið 1901 og til- heyrir því aldamótakynslóðinni sem reif ísland með dugnaði sínum inn í nútímann. Þrautseigja þessarar kynslóðar, hógværð og óbilandi sig- urvissa lagði grunninn að því vel- ferðarþjóðfélagi sem fólk af minni kynslóð tekur sem sjálfsagðan hlut. Dugnaður þessarar kynslóðar á líka stóran þátt í því að íslendingar endurheimtu sjálfstæði sitt. Allt frá barnæsku og fram yfir sextugt vann amma erfiðan og langan vinnudag. Enginn sem þekkir hana heyrði hana þó nokkurn tíma kvarta og hún var aldrei fátæk þó efnin væru ekki mikil. Amma kann nefni- lega þá kúnst að gera veislu og vönduð klæði úr litlum efnum. Það að henda mat þekkist ekki hjá Mundu Péturs, og raunar held ég að hún flokki það með verstu glæp- um. Á minni stuttu æfi hef ég hitt fólk á öllum aldri sem amma hefur gefið að borða. Hún var matráðs- kona í áratugi og rak meðal annars eigin matstofu á ísafirði sem hét Póllinn. Ég held að sú ætt sé varla til í landinu, sem ekki á meðlim sem Munda Péturs hefur gefið að borða. Hún eldaði fyrir nemendur í Reykja- nesskóla þegar pabbi minn, Pétur Geir Helgason, var bam að aldri og hún eldaði í mörg ár á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði og fyrir byggingaverkamenn svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég er spurður að því hverra manna ég sé og ég svara því að ég sé afabarn hennar Mundu Pét- urs, kemur oft fyrir að mér er svar- að með hlýju í rómnum: „Já, já, hún gaf mér að borða.“ Betri vitnisburð er varla hægt að óska sér. Amma er skapmikil kona, þó ekki í þeim skilningi að hún sé skap- vond. Hún hlær innilega og mikið þegar henni er skemmt og hún finn- ur til með samborgurum sínum þeg- ar eitthvað bjátar á. Hún er líka mikill dýravinur og hefur sagt mér og öðrum afkomendum sínum margar skemmtilegar sögur af hrafnaþingum og öðrum uppákom- um í dýraríkinu. Einnig dýrunum gaf hún að borða, enda hændust þau að henni. Amma hefur líka gaman af kveðskap og kann urmul af vísum og Ijóðum utanbókar sem renna upp úr henni eins og hún sé að segja nafnið sitt. Minni hennar er reyndar svo mikið að það er með ólíkindum. Þess vegna er líka gam- an að heyra hana ri^'a upp sögur frá uppeldisárum pabba, því hún man hvert einasta prakkarastrik eins og það hefði gerst í gær. Þá man hún líka norskar vísur sem hún heyrði af vörum norskra sjómanna á heimili foreldra sinna þegar hún var nokkurra ára, og ekki var kannski ætlast til að börn heyrðu eða færu með. í dag hefur hún gaman að því að fara með þessar vafasömu vísur þegar maður heim- sækir hana á Hrafnistu. Ég heimsótti ömmu mína oft sem drengur þegar hún eldaði fyrir byggingaverkamenn sem voru að byggja íbúðarblokk í Túngötunni á ísafirði. Systkini mín heimsóttu hana í önnur eldhús, þannig vorum við kynslóð eftir kynslóð í eldhúsi Mundu Péturs og það var gott og vinalegt eldhús. Skemmtilegast þótti mér þó að heimsækja hana á bakkana, þar sem hún bjó, og skoða steinasafnið hennar. Fyrir mér voru steinamir gersemar. Þegar hún flutti frá Isafirði á Hrafnistu í Reykjavík, gaf hún mér steinana. Þar voru ekki bara gefnir steinar. Þeir voru tákn alls þess sem þessi mikla kona hefur gefið mér á h'fs- leiðinni og er enn að gefa mér af örlæti sínu. Elsku amma mín, ég óska þér innilega til hamingju með daginn. Þó fjöll og firðir skilji okkur að á afmælisdeginum þínum, dvel ég hjá þér í huganum eins og alla daga. Heimir Már Pétursson Vegna mistaka er urðu er þessi afmæliskveðja var birt í blaðinu, birtist hún hér aftur. T I L B 0 fl Á R S I N S VEGNA HAGSTÆÐRAINNKAUPA GETUM VIÐ BOÐIÐ UM 47.000,- KR. VERÐLÆKKUN Rubin ljós eik, 160 x 200 cm, með náttborðum og dýnum (spring- eða latexdýnur). Verð kr. 102.457,- stgr. og lánaverð kr. 109.457,- Áður kr. 146.355,- stgr. og lánaverð kr. 156.529,- _____________________Dætni urn greiðslumáta:_________ l)Visa/Euro raðgreiðslur í , 2) Munalán í 30 mánuði. 11 mánuði, ca. 10.888,- Utborgun 27.364,-, afborgun hvem mánuð. á mánuði ca. 3.500,- Utnboðsmettn: Austurland: Hólmar hf., Reyðarfirði. Norðurlatid: Vörubær, Akureyri. Vestfirðir: Húsgagnaloftið, ísafirði. SIEMENS-gæð/ STÓRGLÆSILEG NÝ ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS! Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun og hönnun heimilistækja. ( þetta skiptiö meö nýrri þvottavél, sem slegiö hefur í gegn og mun vafalaust veröa öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð tímamótavél í hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaadferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding í áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er í gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns- hripum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt gegnumstreymi á vatni um þvottinn. Þessi nýjung sér til þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar Itrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst stjórnborð. ítarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SIEMENS SMITH& NORLAND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.