Morgunblaðið - 14.05.1991, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1991
Borgarstjóraefni valið á morgun:
Meiri líkur á tillögu
um borgarfulltrúa
MEIRI líkur eru á því að Davíð Oddsson forsætisráðherra og borgar-
stjóri geri á morgun tiilögu um að eftirmaður hans í embætti borgar-
stjóra verði úr borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisfiokksins en utan
hans.
„Línur eru að skýrast, en þetta
tafðist svolítið hjá mér, vegna sam-
Siglingamálastofnun:
Davíð Egil-
son ráðinn
deildarstjóri
DAVIÐ Egilson hefur verið ráð-
inn deildarstjóri mengunarvarna
Siglingamálastofnunar ríkisins,
en Þórir Hilmarsson afþakkaði
boð fyrrverandi umhverfismála-
ráðherra um stöðuna.
Siglingamálastjóri mælti á sínum
tíma með Davíð Egilsyni í starfið
hjá mengunarvörnum Siglingamála-
stofnunar. Júlíus Sólnes ákvað hins
vegar að bjóða Þóri Hilmarssyni
stöðuna. Hann hefur nú afþakkað
boðið og fékk siglingamálastjóri þá
umboð til að ráða Davíð í stöðuna.
Davíð er 41 árs gamall jarðfræð-
ingur og starfar hjá Náttúruvernd-
arráði.
♦ ♦ ♦
Aðstoðarfor-
stjóri Alumax
í heimsókn
BOND Evans, aðstoðarforstjóri
Alumax, kemur til landsins í dag *
í stutta heimsókn til viðræðna
vegna álvers Atlantsáls, sem ætl-
unin er að rísi á Keilisnesi.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun Evans ræða hér við
fulltrúa verktaka og einnig er ætl-
unin að hann ræði við forsætisráð-
herra og iðnaðarráðherra.
ráðsfundar með aðilum vinnumark-
aðarins í gær. Þeir Ásmundur Stef-
ánsson og Ögmundur Jónasson
þurftu að fara utan í dag, og því
varð sá fundur að vera í gær,“ sagði
Davíð í samtali við Morgunblaðið í
gær. Davíð hélt í gærkveldi áfram
að ræða við borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins og í dag hyggst
hann ljúka slíkum samtölum og taka
að því búnu ákvörðun um hvern
hann geri tillögu um sem eftirmann
sinn í sæti borgarstjórans í Reykja-
vík á fundi með borgarfulltrúum á
morgun.
„Það eru frekar líkur á því að ég
geri tillögu um borgarstjóra úr borg-
arstjómarflokki Sjálfstæðisflokks-
ins en utan hans,“ sagði Davíð.
Fulltrúar RKÍ gera upp söfnunina um helgina.
Rauði krossinn:
24,5 millj-
ónir safnast
RAUÐI kross íslands gekkst
fyrir landssöfnun á sunnudag-
inn til hjálpar stríðshrjáðum.
Ekki liggur enn fyrir live mik-
ið safnaðist, en í gær voru
komnar um það bil 24,5 millj-
ónir króna. Söfnunarfénu
verður annars vegar varið til
hjálpar kúrdískum flótta-
mönnum og hins vegar til að
koma á fót gervilimasmiðju í
Kabúl í Afganistan.
Skafti Jónsson hjá Rauða
krossinum nefndi sem dæmi um
hvernig féð nýttist að lauslega
áætlað myndi framlag íslendinga
til gervilimasmiðjunnar í Kabúl
duga til að veita um 400 manns
meðferð.
Skafti nefndi af einstökum
framlögum, að Rafiðnaðarsam-
band Islands hefði gefið hálfa
milljón króna í söfnunina í tilefni
af 20 ára afmæli sínu.
Formaður Félags íslenskra stórkaupmanna:
Enginn þrýstingnr á skipafélög-
in fyrr en þau ákveða verð sjálf
BIRGIR R. Jónsson, formaður Félags íslenskra stórkaupmanna, segir
nauðsynlegt að gefa frjálsar verðákvarðanir í fraktflutningum til og
frá landinu. Hafi félagið ritað Verðlagsráði bréf þar sem farið er fram
á þetta fyrr á árinu. Þau félög sem FÍS á aðild að og sitja í ráðinu,
Vinnuveitendasamband Islands og Verslunarráðið, hafi hins vegar ekk-
ert aðhafst í málinu. Hann segir Ijóst að enginn þrýstingur verði á
skipafélögin fyrr en þau verði að taka sínar verðákvarðanir sjálf og
standa síðan og falla með þeim.
Birgir ritaði grein í Morgunblaðið
sl. fimmtudag, þar sem m.a. kom
fram, að FÍS telur nauðsynlegt að
afnema ákvæði í lögum um há-
marksverð í fraktflutningum. Það
sé besta leiðin til uppskurðar á verð-
myndun í flutningakerfínu til og frá
landinu enda séu í dag aðstæður
til að ná fram aukinni samkeppni
og virkari markaðsöflum til lækk-
unar á frakt.
„Við höfum átt í viðræðum við
skipafélögin um breytingar á þess-
um málum en þær hafa hingað til
verið árangurslausar," segir Birgir
í samtali við Morgunblaðið. Alltaf
væri verið að reyna að hnika þess-
um málum áfram og væri það að
ná fram breytingu á fyrirkomulagi
flutningamála eitt af meginvið-
fangsefnum félagsins. „Það er eng-
inn þrýstingur á skipafélögin,
hvorki frá neytendum né skipafé-
lögum, meðan þessi mál eru frosin
inni í Verðlagsráði. Þau ættu auð-
vitað að taka sínar verðákvarðanir
sjálf og standa síðan og falla með
þeim. Ástandið getur ekki orðið
verra en það er í dag.“
Hann segir að í gjaldskrármálum
hafi verið við lýði ákveðið kerfí ára-
tugum saman sem byggist á því
að verð fari eftir því hvaða vöru
sé verið að flytja. Þetta væri úrelt
sjónarmið enda keyptu menn nú
gám undir vöruna og kæmi skipafé-
laginu ekkert við hvað sett væri í
hann. Hann segist ekki vita til að
kerfi af þessu tagi sé við lýði ann-
ars staðar en hér á landi. „Það er
líka einsdæmi að skipafélögin skuli
ekki vilja gefa flutningsmiðlurum
gámaverð eða safnsendingaverð.
Slíkt er nauðsynlegt til að virkja
samkeppnina.“
Fundir ráðherra og aðila vinnumarkaðarins:
Farið yfir stöðu ríkisfjármála
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, og Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, áttu á sunnudag og í
gær fundi með fulltrúum aðila vinnumarkaðarins.
Fyrsti fundur ráðherra með aðilum vinnumarkaðarins var á sunnu-
daginn með fulltrúum ASÍ og BSRB. Frá vinstri eru Ragnhildur
Guðmundsdóttir, varaformaður BSRB, Ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB, Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, Davíð Oddsson, forsæt-
isráðherra, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, Ásmundur Stefáns-
son, forseti ASÍ, og Ragna Bergmann, varaforseti ASÍ.
Ragnhildur Guðmundsdóttir,
varaformaður BSRB, sagði eftir
fundinn á sunnudag, að ríkisstjóm-
in hefði kynnt stöðu ríkisfjármála
og auk þess hefði verið rætt um
vanda í húsnæðismálum og vaxta-
hækkanir en ríkisstjórnin hefði eng-
ar tillögur kynnt á fundinum. „Við
gátum lftið sagt vegna þess að við
fengum engar upplýsingar um til
hvaða aðgerða verður gripið. Það
var rætt um að sérfræðingar ríkis-
stjómarinnar og launþegasamtak-
anna hittustf í vikunni og færu yfir
ýmsar hugmyndir, meðal annars í
verðlagsmálum. Það kom hins veg-
ar fram að ríkisstjórnin mun ekki
hafa tilbúnar neinar ákvarðanir fyrr
en í lok vikunnar," sagði Ari Skúla-
son, hagfræðingur ASÍ.
Einar Oddur Kristjánsson, for-
maður VSÍ, sagði eftir fundinn með
ráðherrum í gær, að farið hefði
verið yfir stöðuna, en um málið
væri ekkert frekar að segja á þessu
stigi.
Svanhildur Kaaber, formaður
Kennarasambands íslands, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, að á fundinum hefðu ráð-
herramir gert grein fyrir stöðu rík-
isfjármála og farið yfir atriði, sem
að nokkrum hluta hefðu verið kom-
in fram í launanefnd Kennarasam-
bandsins vegna kjarasamningsins.
Þá hefðu fulltrúar KÍ lýst skoðunum
sínum á þeim gögnum sem fyrir
liggja frá Þjóðhagsstofnun, m.a. um
viðskiptakjör og verðlag, en Svan-
hildur sagðist líta á þetta í beinum
tengslum við síðustu endurskoðun
á kjarasamningnum, sem aðilar inn-
an Kennarasambands íslands búa
við.
Ekki náðist í forystumenn BHMR
vegna þessa máls í gær.
Viðskiptakjarabati
Hagstofan vinnur nú að útreikn-
ingfum á viðskiptakjörum fyrir
launanefndir aðila vinnumarkaðar-
ins en launþegar krefjast hlutdeild-
ar í viðskiptakjarabata. Ari sagði
ljóst að Hagstofan myndi ekki skila
af sér fyrr en á föstudag og verða
þær niðurstöður þá sendar Þjóð-
hagsstofnun. Er búist við að launa-
nefndimar muni vinna yfír helgina
við að ná samkomulagi um launa-
breytingar 1. júní þegar mat Þjóð-
hagsstofnunar liggur fyrir.
„Þessi fundur með ríkisstjóminni
var hvorki upphaf né endir á neinu.
Við emm nú að fara af stað við
endurskoðun samninganna. Fram-
færsluvísitala er komin 0,56% fram
yfir rauða strikið og viðskiptakjara-
batinn er töluvert meiri en gert var
ráð fyrir. Er beðið eftir upplýsing-
um frá Þjóðhagsstofnun sem liggja
væntanlega fyrir í Iok vikunnar og
þá verður þessu líklega lokið um
helgina. Við munum sækja það fast
að launafólk fái hlutdeild í þeim
bata sem orðinn er. Ég vænti þess
að þegar upplýsingar Þjóðhags-
stofnunar liggja fyrir verði frekara
framhald á þessum viðræðum við
ríkisvaldið,“ sagði Ragnhildur.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASI, og Ögmundur Jónasson, for-
maður BSRB, eru staddir erlendis
þar sem þeir munu sitja þing Evr-
ópusambands verkalýðsfélaga í
Lúxemborg fram á föstudag.
Skýrsla um ríkisfjármál
á Alþingi
Talið er að halli ríkissjóðs á þessu
ári verði um 10 milljarðar króna
að öllu óbreyttu, en fjárlög þessa
árs gerðu ráð fyrir rúmlega 4 millj-
arða króna halla. Á ríkisstjórnar-
fundinum á laugardag var farið
yfir stöðu hvers ráðuneytis fyrir sig
með sérfræðingum fjármálaráðu-
neytis, Seðlabankaris og Þjóðhags-
stofnunar. Friðrik Sophusson, fjár-
málaráðherra, sagði að rætt hefði
verið um hugsanlegar aðgerðir, en
komið hefði í Ijós, að þegar ráðu-
neytin tíndu upp úr pokunum,
stækkaði vandinn með hveijum
degi. Friðrik sagðist myndu leggja
skýrslu fyrir Alþingi um þessi mál
innan tíðar.
Nú er talið að hrein lánsfjárþörf
ríkisins, þ.e. ríkissjóðs og opinberra
sjóða og stofnana, verði að óbreyttu
31-32 milljarðar króna á þessu ári,
en þegar fjárlög voru samþykkt í
desember vár áætlað að lánsfjár-
þörfin yrði 24 milljarðar. Með
hreinni lánsfjárþörf er átt við við-
bótarlán, eftir að greitt hefur verið
af eldri lánum. Hrein lánsfjárþörf
ríkissjóðs er talin verða um 12-13
milljarðar en afgangurinn er láns-
fjárþörf opinberra lánastofnana,
aðallega vegna húsnæðiskerfísins.
Fjármálaráðherra hefur áður
ságt að markmiðið væri að draga
þannig úr lánsfjárþörf ríkisins að
hún verði svipuð og fyrir lá þegar
fjárlög voru afgreidd. „Það er þó
alveg ljóst, að eftir því sem lánsfjár-
þörf ríkisins eykst verður möguleik-
inn minni á að það takist að ná
henni niður í fjárlagatöluna,“ sagði
Friðrik Sophusson í gær.