Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 12
12
MOR<;i:.MBLAÐIÐ LRIDJUDAGUR 14. MAÍ 1991
hún höfðar til skoðandans í ein-
faldleika sínum og fölskvalausri
tjágerð.
er líkt farið eins og svo mörgu
hér, að sérstaða þess felst ein-
ungis í forminu sjálfu, vísar inn
á við og tekur ekki afstöðu til
neinna sérstakra þátta. Jafn-
framt því að vera óháð öllu,
merkingarlaust, vekur það upp
innri ljóðrænar kenndir. Endur-
tekning á ljóðrænum^ ímyndum
er sérstaða okkar íslendinga.
Ekkert er, við finnum það ein-
hvers staðar í draumkenndum
veruleika okkar hvernig eitthvað
„veit“ á eitthvað, er tilvísun á
eitthvað sem er svo aftur tilvísun
á eitthvað.
Á þessari sýningu eru þijú
verk, sem öll eiga það sameigin-
legt að vera endurgerð af endur-
gerð þess sem ekki er til í eigin-
legri merkingu, hugarfóstur ís-
lenzkrar andlegrar framleiðslu
sem er alveg einstök tilfinning."
Þessar þijár myndir nefnast
allar „Nálægð" og tvær þeirra
eru myndaröð í tvívídd úr plasti,
lit og áli (ímyndir/litir) en hin
þriðja telst litað skúlptúrverk
(Form/litir) og öll eru verkin
gerð á þessu ári.
Þetta er hugmyndafræðilegt
ferli út í fingurgóma þar sem
rýmið sjálft er fullgildur þátttak-
andi eins og svo oft með svipaðar
sýningar og vafalítið mun sýn-
ingin höfða til þeirra sem aðhyll-
ast lík vinnubrögð, en fara fyrir
ofan garð og neðan hjá flestum
öðrum.
LJÓSMYNDIR
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Nokkrar sýningar smámynda
í Mokka-kaffí við Skólavörðustíg
undanfarið hafa rennt stoðum
undir þá fullyrðingu, að vafalítið
væru ekki til hentugri húsakynni
fyrir smámyndir í borginni.
Slíkar myndir þurfa alveg sér-
stakt andrúm og nánd enda í
flestum tilvikum næsta óraun-
hæft að sýna þær í mjög rýmis-
miklum og opnum húsakynnum.
Eg minnist sýninga á staðnum
eins og á einþrykkjum Magnúsar
Kjartanssonar, vatnslitamyndum
Tryggva Árnasonar, þar sem
hann sýndi á sér nýja hlið, og
nú sýnir þar Davíð Þorsteinsson
allmargar ljósmyndir, sem hann
hefur tekið á sl. tveim árum og
lýkur sýningunni miðvikudaginn
15. maí.
Satt að segja má það vera al-
veg klárt, að ofangreindar sýn-
ingar hafa ekki minna vægi en
margar í viðurkenndum listhús-
um borgarinnar og þær eru jafn-
vel um margt efnismeiri. Sum
listhús eru farin að sýna örfáar
myndir án nokkurra skýringa eða
útlistunar á tilganginum, og
kannski eiga þær frekar að sitja
á hakanum um umijöllun í fjöl-
miðlum en margt það sem hefur
sést á kaffihúsinu Mokka undan-
farið.
Miklar líkur eru fyrir því, að
jafn vanbúnar framkvæmdir eigi
nokkurn þátt í minnkandi aðsókn
á almennar sýningar, því að þær
eru iðulegar meira hvísl á milli
innvígðra frekar en að eiga er-
indi til almennings. íslenskur
myndlistarvettvangur hefur lengi
verið eitthvað alveg sérstakt og
hlotið aðdáun margra fyrir, einn-
ig nafnkenndra erlendra mynd-
listarmanna. Einmitt slík sér-
staða á að treysta vitundina um
gildi okkar í samfélagi þjóðanna
og eigin lýðveldis.
Þá er það kostur að sýningarn-
ar á Mokka eru óformlegar tæki-
færissýningar, þótt oft sé mjög
vandað til þeirra, komast því
greiðlegar til skila í því afslapp-
aða andrúmslofti sem ríkir þar
inni. Verði gestum tilefni til
ýmissa hugleiðinga um lífið og
tilvenina og orsaki því einmitt
viðbrögð, sem er einmitt höfuðtil-
gangur myndlistarverka.
Ljósmyndir Davíðs Þorsteins-
sonar taka sig mjög vel út á
veggjunum, eru einfaldar og
hnitmiðaðar og þurfa mikla nánd
í kringum sig til að njóta sín til
fulls.
Gerandinn hefur valið að
myndefni alls konar smáatriði
tilverunnar og hvunndagsins,
sem menn taka ekki of vel eftir
í önn dagsins, svo sem því sem
snýr baki að gesti og gangandi
eins og heimur baklóðanna. Hér
hefur hann óvenju gott auga fyr-
ir myndrænni uppbyggingu,
þannig að ljósmyndir hans virka
næsta eins og lítil myndlistarverk
frekar en ljósmyndir í sjálfu sér.
Skuggar eru mjúkir og heilir
og í þeim iðulega mikil lifandi
dýpt.
Hér tel ég komið dæmi um
forvitnilega sýningu sem hlýtur
að laða fólk að staðnum, því að
Island veit á gott
Myndlistarmaðurinn Birgir
Andrésson er ekki þekktur fyrir
að fara troðnar slóðir í list sinni,
þótt allt eins megi ætla núlistir
dagsins fari að falla undir hug-
takið. Fyrrum voru það örfáir
brautryðjendur er skáru sig úr
fjöldanum við iðkun þeirra, en
nú eru þær orðnar að fjölþjóða-
hreyfingu og sumir listaskólar
næsta algjörlega lagðir undir
þær, að maður nefni ekki listhús
sem halda þeim stíft fram og
útiloka allt annað.
Síðast sýndi Birgir í listhúsinu
einn einn á Skólavörðustíg, og
var það fýrsta sýningin í listhús-
inu, sem áður hét Gallerí gijót.
Birgir sýndi þá stækkuð frímerki
frá 1930, sem gefin voru út í
tilefni 1000 ára afmæli Alþingi
Islendinga, og mun sýningin hafa
vakið nokkra athygli enda festi
Listasafn íslands sér eitt verk
að ég best veit.
Þessi leikur að endurgera og
stækka frímerki og yfirfæra þau
í svart-hvítt virðist hafa orðið
Birgi hugstæður, því hann er nú
aftur kominn með eins konar
framhald af honum, en nú í hinu
huggulega listhomi verslunar
Sævars Karls Ólasonar í Banka-
stræti 9. Munurinn, eða skulum
við segja þróunin, er einungis sú
að frímerkin eru nú mun ljósari
og nær upplituð, þannig að form-
in eru illgreinanleg nema fyrir
hið þjálfaða auga. Má hér vera
komin eins konar skírskotun til
tímanna því gerandinn fylgir sýn-
ingunni úr hlaði með stuttum
svohljóðandi formála: ,;Merkasta
slagorð hér uppi á Islandi er
ugglaust „ísland veit á gott“. Því
BSRB um húsbréfin:
Affölljaðra
við eigiia-
upptöku
STJÓRN BSRB samþykkti eftir-
farandi ályktun á fundi sl. laug-
ardag:
Stjórn BSRB ítrekar fyrri sam-
þykktir bandalagsins þar sem
mótmælt er öllum áformum um
afturvirkar vaxtahækkanir í hús-
næðiskerfi.
Þá lýsir stjórn BSRB áhyggjum
yfir þeirri þróun sem nú á sér stað
í húsnæðiskerfinu. Afföll af hús-
bréfum eru orðin svo mikil, yfir
20%, að jaðrar við eignaupptöku.
Þá bendir stjórn BSRB á vaxta-
hækkanir á húsbréfum til að draga
úr eftirspurn hafa orðið til að
þyngja greiðslubyrði einstaklinga
sem hjá almennu launafólki er
ærin fyrir.
Stjórn BSRB bendir á að sam-
band er á milli vaxtahækkana í
húsnæðiskerfinu og framlags til
vaxtabóta úr opinberum sjóðum.
Fyrirlestur
um heilagra-
mannasögur
MARIANNE E. Kalinke, próf-
essor við Illinois-háskóla í Ur-
bana í Bandaríkjunum, flytur
opinberan fyrirlestur um heil-
agramannasögur frá síðmiðöld-
um í boði Stofnunar Sigurðar
Nordals á morgun, miðvikudag-
inn 15. maí, kl. 17.15 í Veitinga-
stofunni í Tæknigarði við Dun-
haga.
Fyrirlesturinn nefnist Reykja-
hólabók; An Icelandic hagiography
on eve of the reformation og verð-
ur fluttur á ensku.
Marianne E. Kalinke hefur
skrifað um riddarasögur, m.a.
bókina Bridal-Quest Romance in
Medieval Iceland, og gefið úr
Möttuls sögu. Hún vinnur nú að
rannsóknum á heilagi'amannasög-
um hér á Iandi, segir í frétt frá
Stofnun Sigurðar Nordals.
Þ.ÞORCBlMSSOH&CB
mm RUTLAND
MM þéttiefni
Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF
ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
LÁCTACYD
LEJTSAPA
jyrirhendumar
Lactacyd léttsápan styrkir náttúrulegar
varnir húðarinnar. Hún hentar vel til
daglegrar umhirðu og er sérstaklega
góð fyrir þurrar og
m m sprungnar vinnuhendur ■
Lactacyd léttsápan hefur
lágt pH-gildi (3,5) eins og
húðin sjálf og styrkir því
eðlilegar varnir hennar ■
öctacyd ö«acyd
* ■>!■»» ; *
, v*
|f|
Lactacyd léttsápan fæst í helstu
stórmörkuðum og að sjálfsögðu
í næsta apóteki ■
ORGELKVARTETT
Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Fjórir orgelleikarar fluttu tón-
verk eftir Cesar Franck á tónleik-
um í Bústaðakirkju sl. sunnudag.
Cesar Franck var undrabarn, eða
svo áleit faðir hans og skipulagði
tónleikaferðir um Frakkland er
Cesar var aðeins 11 ára. Sú þrá-
hyggja föðurins að drengurinn ætti
að feta í fótspor Frans Liszts hindr-
aði Cesar meira segja í námi, því
þegar hann átti stutt eftir að Ijúka
prófi í tónsmíðum og hafði í hyggju
að keppa um Rómarstyrkinn, var
hann tekinn úr skóla. Cesar hafði
þá vakið athygli fyrir tækni sína í
kontrapunkti og þótti efnilegt tón-
skáld. Tónsmíðar voru látnar víkja
fyrir þeirri ætlan föðurins að gera
nýjan Liszt úr Cesari og það var
ekki fyrr en mörgum árum seinna
að hann sneri sér aftur að tónsmíð-
um og náði á því sviði ekki neinum
árangri fyrr en hann hafði losað
sig undan þeirri ætlan að semja
tónverk í stíl Frans Liszts.
Orgelverkin eftir Cesar Franck
eru sérlega hljómfalleg og að því
leyti merkileg, að honum tekst að
sameina kontrapunktíska kunnáttu
. sína og rómantíska hljómbyggingu
á mjög persónulegan máta. Þetta
kom vel fram í viðfangsefnum tón-
leikanna, sem hófust á Forspili,
fúgu og tilbrigðum op. 18, er ung-
ur og efnilegur orgelleikari, Örn
Falkner, flutti af þokka. Pastorale
op. 19 sem Jón Ólafur Sigurðsson,
þegar til heildarinnar er litið, lék
ágætlega, er dæmigert fyrir fallega
rómantíska raddfleygun og sömu-
leiðis þriðja verkið á efnisskránni
Cantabile, sem Jakob Hallgrímsson
lék einnig ágætlega.
Árni Arinbjarnarson er reynd-
astur þeirra sem komu fram á þess-
um tónleikum og lék hann þijá
kórala í h-moll. Þar gætti nokkuð
að Cesar var ágætur píanóleikari
en ekki er alveg ljóst með sum
orgelverka hans, hvort þau voru
samin fyrir píanó eða orgel, eins
og t.d. á við um fyrsta verk tónleik-
anna. Árni lék kóralana af öryggi
og með fallegri raddskipan. Sú tón-
leikaröð, sem Bústaðakirkja hefur
staðið fyrir undanfarið, sumpart til
að prófa nýja orgelið, hefur tekist
vel og er Ijóst að Bústaðasókn hef-
ur eignast gott orgel, sem fellur
raddlega að ýmsum stíltegundum
og ætti að laða íslenska orgelleik-
ara til frekari átaka við það hafa
hendur á þeim mikla auð, sem org-
elbókmenntir frá ýmsum tímum eru.