Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 1991 ------------------—-----rl--------T-- Hugleiðing fremur en ritdómur Hafsteinn Hafliðason eftir Hafstein Iliiíiiðíison Gríeðum ísland Arbækur Landgræðslu ríkisins 1988 - 1989 - 1990 Ritstjórn: Andrés Arnalds. Gunnarsholt á Rangárvöllum er í hugum flestra íslendinga talandi dæmi um hvernig breyta má vörn í sókn gegn eyðingaröflunum. Land- græðsla ríkisins tók þar við örfoka landi árið 1928. Síðan hefur Gunn- arsholt verið miðstöð íslenskra „landvinninga“, það er að segja þeirrar baráttu að endurheimta hinn græna möttul ísafoldar. Þar sem áður rauk úr mógráum sandinum bugðast nú gróðurinn á iðagrænum völlum og úr einstaka skógarlundum berst kliður auðnutittlings og trillur skógarþrasta. ísland í dag, útivist- arlandið, væri efalaust ékki eins aðlaðandi ef Landgræðslunnar hefði ekki notið við. Starfa hennar gætir nefnilega miklu víðar en margur hyggur. Um þessar mundir er Landgræðsl- an að komast inn í níunda tug starfs- áranna. Áttatíu starfsár slíkrar stofnunar er ekki langur tími — en merkur samt. Á þessum árum hefur tekist nokk- uð að glæða þann skilning þjóðarinn- ar, að þrátt fyrir gjöful fiskimið er það samt sem áður ísland sjálft, þessi jarðarskiki sem við höfum und- ir fótum og köllum okkar, sem er okkar eina varanlega eign í völtum heimi. Þrek þjóðarinnar til að lifa af allar hremmingar heimsófarnaðar byggist á afkastagetu íslands ofan sjávarmáls. Eðli málsins samkvæmt má telja Landgræðsluha til landvættanna. Hlutverk hennar verður um aldir að halda í og magna gróðurmátt lands- ins. Áttatíu ár eru bara A-ið í upp- hafinu. En áttatíu ár er íjöldi á mælikvarða mannsævinnar. Margir menn hafa léð Landgræðslunni langa starfsævi, aðrir eru rétt að heija störf undir fána hennar. Fyrstu brautryðjendurnir eru gengnir af þessum heimi. Menn koma, menn fara en landgræðslustörf verða alltaf vettvangur brautryðjenda. Vitneskja samfara reynslu er þekking. Þekking og reynsla skapa kunnáttu. Þegar kunnátta miðlast frá einum manni til annars verður til menning. Menningu þarf að varð- veita í rás kynslóðanna. Bækur eru betur fallnar til þeirrar varðveislu en munnmælasagnir. Þess vegna eru árbækur Landgræðslunnar tíma- bært menningarfrumkvæði sem óskandi er að fái framhald og fastan sess í hinum bókfesta þjóðararfi. Fyrsta árbókin kom út í tilefni af áttatíu ára starfi Landgræðslunn- ar árið 1988. Hún hefst á aðfaraorð- um forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur. Sú kona kann öllum mönnum betur að boða fagnaðarer- indið með brosi á vör. Með hugvekj- um sínum stappar hún í okkur stál- inu og útskrifar okkur full af um- hugsun, eldmóði og ástúð til að ta- kast á við verkefnin, hversu þver sem þau sýnast. Henni bregst ekki hér fremur en endranær. Árbókin skiptist í 26 kafla. Eink- um er saman dregin saga íslenskrar landgræðslu og frumheijanna í nokkrum köflum. Sumt er gamalt, annað frumsamið. Eftir sögukaflana birtast greinar um hagnýt verkefni, störf líðandi stundar og framtíðarhorfur. í lok bókarinnar eru svo prentuð gildandi lög um landgræðslu. Þessi fyrsta árbók ber sterklega öll einkenni sem marka afmælisrit. Hún hefur til- vísunargildi og að lestri loknum er lesandinn sýnu fróðari um sögu, leið- ir og markmið Landgræðslunnar. Á eftir afmælisárbókinni fylgja fleiri. Árbókin 1989 ijallar um störfin árið á undan. Þar er líka að finna margar fróðlegar greinar um gróð- urverndarmál og gróðurverndarvið- horf. Höfundar eru margir en engan vil ég nafngreina til að mismuna ekki hinum. Heildarskynjun mín á þessari árbók er ferðalag um land og tíma þar sem staldrað er við á stöku stað og áhugaverð atriði skoð- uð og hugleidd. Efnisyfirferðin minnir mest á göngutúr í þægilegu þurrviðri þar sem einn leiðsögumað- urinn af öðrum áir við lund eða lyng- barð og kemur göngumönnum á óvart með því að draga tvöfalt súkk- ulaðistykki upp úr bijóstvasa sínum. Sama stemmning og að fara í hrann- ardúnsleit með Bjarna heitnum í Vigur eða að skoða skógarteig með Sigurði Blöndal! Árbókin 1990 er síst eftirbátur hinna fyrri Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, leiðir lesendur um gerðir fyrra árs og ritstjórinn, Andrés Arnalds, segir af landgræðsluháttum í öðrum löndum. Heimurinn er lítil heild; Jörðin er bara ein og víða er skarð fyrir skildi. Eftir greinar Sveins og Andrésar taka við greinar og hugleiðingar ýmissa höfunda. Hagnýtt, fróðlegt og til umhugsunar. Einkar hagnýtur biti hefst á bls. 137. Þar skrifa Jón Guðmundsson og Davíð Pálsson leið- beiningar um landgræðslu á ítarleg- an og einfaldan aðgengilegan hátt. Greinin sú arna ætti eiginlega að vera prentuð á fremstu síður síma- skrárinnar ár hvert! Yfírbragð allra bókanna er aðlað- andi. Fjöldi mynda, svart/hvítra og í lit, eykur gildi þeirra. Mannamynd- ir, yfírlitsmyndir og vettvangsmynd- ir ásamt fjölda skýringateikninga færa efnið nær lesandanum. „Glansandi harðbandið fer vel í hendi og stenst efalaust vel tímans tönn og þrálátar flettingar moldarhrjúfra fingra alls landgræðslufólks.“ Umbrot og prentun eru til fyrir- myndar. Glansandi harðbandið fer vel í hendi og stenst efalaust vel tímans tönn og þrálátar flettingar moldar- hijúfra fingra alls landgræðslufólks. Höfundur er garðyrkjumaður. Njóttu þess besta -útilokaðu regnið, rokið og kuldann LEXAN ylplast - velur það besta úr veðrinu. SINDRI BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22 GENERAL ELECTRIC PLASTICS LEXAN ylplastið er hægt að nota hvar sem hægt er að hugsa sér að Ijósið fái að skína, t.d. í garðstofur, yfir sundlaugar, yfirbyggingu gatna, yfir húsagarð, anddyri og húshluta. Möguleikamir eru óþrjótandi. LEXAN ylplast • Flytur ekki eld. Er viðurkennt af Brunamálastofnun. • Mjög hátt brotþol. DIN 52290. • Beygist kalt. • Meiri hitaeinangrun en gengur og gerist. • Hluti innrauðra geisla ná í gegn. íslensk veðrátta er ekkert lamb að leika við. Þess vegna nýtum við hverja þá tækni sem léttir okkur sambúðina við veðrið. LEXAN ylplastið er nýjung sem gjörbreytir möguleikum okkar til þess að njóta þess besta sem íslensk veðrátta hefur að bjóða - íslensku birtunnar. rtísNúAuav!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.