Morgunblaðið - 14.05.1991, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.05.1991, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991 VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhús- næðis er endurgreiddur. Endurgreiðsl- an nær til virðisaukaskatts af: • Vinnu manna við nýbyggingu íbúðar- húsnæðis. • Hluta söluverðs verksmiðjufram- leiddra íbúðarhúsa hér á landi. • Vinnu manna við endurbætur og við- hald á íbúðarhúsnæöi í eigu umsækj- anda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra t^pví umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: • RSK 10.17: Bygging íbúöarhúsnæðis til sölu eða leigu. • RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiðslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. m RÍKISSKATTSTJÓRI Sérstakt uppgjörstímabil vegna endurbóta og við- halds á árinu 1990 Beiðni um endurgreiðslu vegna við- halds og endurbóta ibúðarhúsnæðis sem unnið var 1990 skal skilað í einu lagi til skattstjóra í síðasta lagi 20. janúar 1991. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureikninga skal fylgja um- sókn um endurgreiðslu vegna vinnu við endurbætur og viðhald. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma fer endur- greiðslan fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viðhalds. Launamiðar og húsbyggingarskýrsla Athygli skal vakin á því að þeir sem sækjá eða hafa sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði á árinu 1990 skulu fylla út launamiða (RSK 2.01) fyrir 20. janúar 1991 vegna greiddra launa og verktaka- greiðslna. Launamiðann skal senda til skattstjóra. Þeir sem sótt hafa um endurgreiðslu vegna nýbyggingar skulu einnig senda skattstjóra þúsbyggingarskýrslu (RSK 3.03) með skattframtali sínu. i i ln>íp0ítTO M Góðan daginnl Að eiga rétt og bera skyldur eftir Jónas Haraldsson Þeir sem hafa fylgst með kjara- baráttu einstakra hópa launþega undanfarin misseri, hafa vafalaust tekið eftir þeim hlutverkaskiptum, sem eru að verða milli stéttarfélaga og sambanda þeirra annars vegar og hins vegar launþeganna sjálfra. í stað þess að verkalýðsforystan standi í fararbroddi í lögmætum sem ólögmætum aðgerðum, til framdráttar launabaráttu launþeg- anna, þá hafa þeir sjálfir oftar en ekki tekið við forystuhlutverkinu, en stéttarfélag viðkomandi vikið til hliðar og gerst hlutlaus aðili eða áhorfandi að eigin sögn, sérstak- lega í þeim tilvikum, þegar um ólögmætar aðgerðir launþegahóps er að ræða. Samkvæmt viðurkenndum regl- um vinnuréttarins alls staðar, er það skylda allra samtaka launþega og samtaka atvinnurekenda að beita sér að fullu hver fyrir sig að hindra að launþegar og atvinnu- rekendur beiti ólögmætum aðgerð- um í vinnudeilum sín í milli að við- lögðum þungum sektum. Stór hluti þeirra mála, sem skotið er til nor- rænna vinnudómstóla, fjallar um meint afskiptaleysi samtaka laun- þega eða atvinnurekenda og þá ákvörðun sektarfjárhæða, ef at- hafnaleysi þeirra telst sannað. Ég ætla hér á eftir að víkja nokkrum orðum að ólögmætum verkfallsaðgerðum launþegahópa, annars vegar ólögmætar verkfalls- aðgerðir landverkafólks og hins vegar ólögmætar verkfallsaðgerðir sjómanna. Eins og menn muna fóru fisk- verkakonur í mörgum frystihúsum landsins í eins dags verkfall þann 20. marz sl. til þess að þrýsta á stjómvöld um hækkun skattleysis- marka. Ekkert er við það að athuga og í raun sjálfsagður hlutur í kjara- baráttu launþega um hærri laun og betri kjör, að vakin sé athygli á lélegum kjörum félaga viðkom- andi launþegastéttar og hvaða kröfur þessir aðilar hafi varðandi kjör sín. Það er hins vegar eilífðar spurn- ing, hvort það sé ekki nokkuð leið að gera þetta með löglegum hætti, sem þó vissulega gerist stundum, hvort sem það er fyrir tilviljun eða af öðrum orsökum. Krafa kvennanna um lækkun skatta, þ.e. hækkun skattleysis- marka, beindist eingöngu gegn stjórnvöldum, en ekki gegn atvinn- urekendum, enda hafa þeir það ekki í valdi sínu eða geta leyst þetta mál. Þess vegna gat tilgang- urinn með þessum aðgerðum verið t.d. sá að mótmæla þeim óhæfilega drætti, sem orðið hefur á endur- komu frelsarans. Ekki er það frek- ar í valdi atvinnurekenda að vinna bráðan bug á því. í 17. gr. vinnulöggjafarinnar, laga nr. 80/1938, segir berum orð- um að óheimilt sé að hefja vinnu- stöðvun, ef tilgangur vinnustöðv- arinnar sé að þvinga stjórnvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ekki ber að framkvæma eða framkvæma ekki athafnir, sem þeim lögum sam- kvæmt er skylt að gera. Þá er þetta verkfall í annan stað ólöglegt af þeirri einföldu ástæðu, að kjarasamningar er í gildi til 15. september nk. og því brot á grund- vallarreglu vinnuréttarins um frið- arskylduna þ.e.a.s. skyldu aðila vinnumarkaðarins að halda vinnu- friðinn meðan samningar eru í gildi. Þá þarf að boða réttum aðil- um verkfall með réttum fyrirvara o.s.frv. séu samningar lausir. Það kann að vera, að því fólki, Jónas Haraldsson „Setja þarf þá aðilum vinnumarkaðarins skýrar reglur, hvað má og hvað ekki í vinnu- deilum, þar sem aðilar taki afleiðingunum sé útaf brugðið og þar sem mönnum sé gert full- ljóst, að þeir eiga rétt en bera líka skyldur.“ sem tók þátt í þessum ólöglegu aðgerðum, finnist þetta hið bezta mál, og sjálfsögð mannréttindi að brjóta lög og beita gertæki, mál- stað sínum til framdráttar, þar sem tilgangurinn helgar meðalið. Jafn- framt því sem boðað var að slíkar aðgerðir yrðu endurteknar. A sínum tíma var viðtal í sjón- varpinu við verkakonu á Þingeyri, sem stóð fyrir þessum aðgerðum. Henni var bent á ólögmæti aðgerð- anna, en hún svaraði því þá til, að hún færi þá bara í veikindafrí. Hvernig hægt er að fá frí til þess að verða veikur á morgun eða hinn, hef ég aldrei skilið, sem er aukaat- riði. Aðalatriðið er afstaða verka- konunnar. Gæti hún ekki farið í ólögmætt verkfall, þá gæti hún náð sama markmiði, þ.e. að mæta ekki í vinnu, með því að misnota veik- indaréttinn. Það er ekki samasem merki milli orlofsdaga og veikinda- daga. Menn taka út orlofsdaga, en menn taka ekki úr veikinda- daga, eins og sumir halda og taka sér þá frí af því þeir áttu eftir svo og svo marka óúttekna veikinda- daga. Það kunna að vera dæmi þess, að einstakir launþegar átti sig ekki á lagalegri stöðu sinni við ákvörð- un slíkra aðgerða. Það verður hins vegar ekki það sama sagt um for- ystumenn stéttarfélaganna, sem vita oftast nákvæmlega um ólög- mæti aðgerðanna. En hver eru yfirleitt viðbrögð þessara forystu- manna stéttarfélaganna? Annað hvort þykjast þeir ekkert koma nálægt þessu eða taka undir með þessum hópum gegn betri vitund. Um ólögmæti þessa verkfalls 20. marz sl. var flestu fiskvinnslu- fólki ljóst, enda neitaði stór hluti verkafólks í frystihúsunum að taka þátt í því. Hver voru viðbrögð for- ystumanna ASÍ? í sjónvarpsviðtali við Ásmund Stefánsson fram- kvæmdastjóra í tilefni 75 ára af- mælis ASI sagði Ásmundur að- spurður um þessar verkfallsað- gerðir, að það væri ánægjulegt að verkafólk skuli hafa frumkvæði og framtak til slíkra aðgerða. Taldi hann það ekki ólöglegt, að fólk tæki upp slíkar aðgerðir á einstök- um vinnustöðum, þ.e.a.s. þá teldist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.