Morgunblaðið - 14.05.1991, Side 21

Morgunblaðið - 14.05.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991 21 Samstöðu er þörf um húsaleigubætur eftir Jón Rúnar Sveinsson Líklega hefur fleirum en mér brugðið í brún, sem lásu eftirfar- andi klausu í forystugrein Morgun- blaðsins laugardaginn 13. apríl sl., þ.e.a.s. viku fyrir nýafstaðnar kosn- ingar: „Áætlun Alþýðubandalagsins um húsaleigustyrki mun hafa í för með sér nýtt ríkisbákn og sóun verðmæta, sem betur væri varið til þess að lyfta láglaunafólki upp til bættra lífskjara með öðrum hætti, auk þess sem það er niðurlægjandi fyrir vinnandi fólk að verða styrk- þegar með þessum hætti.“ Höfundur forystugreinarinnar virðist alls ekki vera ljós sú megin- staðreynd, að ef fullt samræmi á að vera í aðgerðum ríkisvaldsins til þess að lækka húsnæðiskostnað lágtekjufólks, þá verða húsnæðis- bætur einnig að ná til leigjenda, á sama hátt og húsnæðiskostnaður íbúðareigenda er nú þegar greiddur niður með víðtækum vaxtabótum. Þar sem ég hef átt nokkurn þátt í mótun tillagna um húsaleigubæt- ur, sem nefnd á vegum félagsmála- ráðuneytisins lagði fram fyrir um einu ári, þá tel ég mér skylt að benda á eftirfarandi atriði: Tillögur um húsaleigubætur er fráleitt að eigna Alþýðubandalaginu Sjúkrahúsið í Stykkishólmi: Lætur af störfum eft- irþrjátíuár Stykkishólmi. HJALMFRÍÐUR Hjálmarsdóttir hefur nú starfað samfleytt í 30 ár við sjúkrahúsið hér í Stykkis- hólmi við hreingerningar, þvotta og fleira. Nú lét hún af störfum seinasta apríl og í tilefni af því var henni haldið hóf þar sem starfsfólk sjúkrahússins mætti til að kveðja og þakka fyrir dygg störf og þá ekki síst gott viðmót öll þessi ár. Færði sjúkrahúsið henni gjöf og dýrindis veisla var haldin. Voru hlaðin borð af kökum og tertum. Hjálmfríður er Barðstrendingur frá Grænhóli á Barðaströnd, 78 ára að aldri, og seinustu árin hér hefur hún tekið þátt í starfi eldri borgara. - Árni. „Einnig er vandséð að húsaleigubætur til leigjenda krefjist til- urðar stórs ríkisbákns, eins og leiðarahöfund- ur Morgunblaðsins virðist óttast.“ öðrum flokkum fremur. Slíkar til- lögur eru upprunalega komnar frá samtökum leigjenda, en fengu stuðning frá öllum fyrrverandi stjórnarflokkum svo og Kvennalist- anum. Þetta er einnig eitt af stefnu- málum nýrrar ríkisstjórnar sem sérstaklega er tilgreint í málefna- samningi hennar. Það er alkunna, að nú eru í gildi ákvæði í skattalögum um vaxta- bætur til þeirra sem byggja eða kaupa eigið húsnæði. Hæstar geta þessar vaxtabætur orðið um 190 þús. á ári — eða sem svarar 16 þús. kr. á mánuði — til fjögurra manna fjölskyldu. Líklegt er, eftir tilkomu húsbréfakerfisins og þeirra vaxtahækkana sem því eru sam- fara, að mikill meirihluti þeirra sem eru að eignast sitt fyrsta húsnæði eigi rétt á fyrrnefndri hámarksfjár- hæð vaxtabóta, þ.e. um 16 þús. kr. á mánuði. Að mati flestra sem kynnt hafa sér þetta mál eru hús- næðisbætur til leigjenda nauðsyn- legar og sanngjarnar eftir að íbúð- areigendur eru orðnir aðnjótandi jafn víðtækra niðurgreiðslna hús- næðiskostnaðar í gegnum vaxta- bótakerfið og raun ber vitni. Því miður tókst ekki að lögfesta húsa- leigubæturnar á nýafstöðnu Alþingi og skal ég ekkert um það segja hvað fór þar úrskeiðis. Þess vegna verður 1991 líklega annað árið í röð, er íbúðareigendur njóta víð- tækra vaxtabóta, á meðan leigjend- ur, sem sannanlega eru einhver tekjulægsti hópur í þjóðfélaginu, verða óstuddir að mæta afarkjörum þeim sem oft bjóðast á vanþróuðum leigumarkaði okkar íslendinga. Einnig er vandséð að húsaleigu- bætur til leigjenda kreíjist tilurðar stórs ríkisbákns, eins og leiðarahöf- undur Morgunblaðsins virðist ótt- ast. Samkvæmt stjórnarfrumvarpi því um húsaleigubætur, sem lagt var fram á sl. þingi, er gert ráð fyrir því að húsaleigubætur verði einungis greiddar út tvisvar á ári og form þeirra og framkvæmdin við að greiða þær út verði hliðstæð því sem nú þegar á sér stað hvað snertir vaxtabætur til íbúðareig- SIEMENS rsn Nr. I Rafmagnsofnar frá Siemens í miklu úrvali SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 enda, þ.e. þær verði greiddar út í gegnum skattakerfið sem liður í tekjujöfnun þeirri sem þar á sér stað. Við þá framkvæmd hefur ekki átt sér stað uppbygging á neinskon- ar „ríkisbákni", þrátt fyrir að vaxta- bæturnar nái til miklu stærri hóps en húsaleigubætur kæmu til með að gera. Þá þykir mér það einna fráleitust staðhæfing hjá títtnefndum leiðara- höfundi að það sé á einhvern hátt niðurlægjandi fyrir. vinnandi fólk að taka við húsaleigubótum. Eða hefur tugþúsundum íbúðareigenda, Jón Rúnar Sveinsson sem fengið hafa greiddar út hús- næðisbætur og vaxtabætur í gegn- um skattkerfið á undanförnum árum, fundist það niðurlægjandi? Húsaleigubætur í einhverju formi hafa lengi tíðkast í flestum löndum í Vestur-Evrópu og Norður-Amer- íku. Alls^ staðar á Norðurlöndum, nema á Islandi, hafa þær verið til staðar áratugum saman. Hér á landi ríkir hins vegar greinilega sorgleg vanþekking um þessa aðferð til lækkunar á húsnæðiskostnaði leigj- enda. Húsnæðisbætur til leigjenda jafnt sem íbúðareigenda- eru slíkt augljóst réttlætismál, að ég trúi ekki öðru en að Morgunblaðið muni taka þátt í almennri samstöðu sem er að myndast meðal landsmanna um að koma þeim á sem allra fyrst. Höfundur er félagsfræðingur og starfar hjá rannsóknar- og áætlanadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins. Vitara 3ja dyra. ramleiðendur Suzuki bifreiðanna vilja þjóna hagsmunum þeirra sem láta sig umhverfið varða, með því að framleiða bíla sem valda hvað minnstri mengun í heiminum. Nú eru allir nýir Suzuki bílar, sem seldir eru á íslandi, búnir fullkomnasta Vitara 5 dyra. Samurai. Swift Sedan mengunarbúnaði sem völ WokL ^ er-á efnahvarfa (catalysator) &/o og beinni innspýtingu , ^ eldsneytis til að draga úr hættulegum útblæstri. En það er fleira en hreint loft sem skiptir Suzuki máli. Suzuki bílar eru sérlega liprir í akstri og beina innspýtingin gerir gangsetningu í kulda mjög auðvelda, innsogið er úr sögunni og fyrir vikið er bíllinn gangvissari, aflmeiri og eyðir minna. Þegar þú velur Suzuki, velur þú sparneytinn og aflmikinn bíl og umhverfið nýtur góðs af. $ SUZUKI ---.............. SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17- SÍMI 68 51 00 MMM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.