Morgunblaðið - 14.05.1991, Síða 22
-MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991
Dagvistun á einkaheim-
ilum og leikskólalögin
eftir Selmu
Júlíusdóttur
Kæru landar.
Alþingi íslendinga var að sam-
þykkja allmörg lög á síðustu dögum
fyrir þinglok. Þau vinnubrögð sem
íslenska þjóðin horfði upp á voru
ekki alþingi til sæmdar og ég vona
innilega að við eigum eftir að horfa
upp á meiri reisn í þingsölum en
við urðum vitni að nú.
Eitt af þeim lögum sem sam-
þykkt voru í flýti voru leikskólalög-
in svonefndu. Nú á að kalla alla
vistun á vegum ríkis og sveita leik-
skóla en áður hétu það leikskóiar
þegar miðað var við vistun barna
fjóra tíma á dag og í einstaka tilfell-
um upp í sex tíma á dag en dag-
heimli sú vistun sem var alit að níu
tímum á dag.
Leikskólalögin gera ráð fyrir að
leikskólar landsins tilheyri mennta-
málaráðuneytinu en dagvistun á
einkaheimilum, gæsluvellir og
skóladagheimili tilheyri félagsmála-
ráðuneytinu.
Það dugir ekkert minna en að
aðskilja dagvistun barna svo ræki-
Tímaritið Hulinn heimur gefið
út á nýjan Ieik.
Eg-ilsstaðir:
lega að sitt hvort ráðuneytið þarf
til að ijalla mál þeirra.
Næst eru kannski samþykkt lög
á alþingi íslendinga sem gera ráð
fyrir íjárveitingu til að byggja sér
vegi fyrir böm og fullorðna sem
tilheyra leikskólunum svo að þau
þurfi ekki að aka sömu vegi og
þeir sem notfæra sér annað form á
dagvistun.
Ég veit ekki betur en það sé al-
gjör sérstaða Islands að búa til
stéttarmismun í dagvistarmálum
svo rækilega að ekki dugir minna
en að tvö ráðuneyti þurfi til að sinna
þeim.
Ég vorkenni þeim fulltrúum ís-
iands sem eiga eftir að skýra frá
þessu á erlendum ráðstefnum sem
fjalla um vernd bama.
Við sem höfum fylgst með dag-
vistarmálum spyijum: „Hvað er það
sem kemur fólki til að framkvæma
svona vinnubrögð?"
Er það háleit hugsun um velferð
barna eða er það einungis hugsun
um að fá fóstmstéttina viðurkennda
sem yfirstétt dagvistarmála á ís-
landi í dag?
Hvað fá börnin meira í sinn hlut
vegna þessara laga og hvað fá
fóstmrnar?
Eins og ég sé þetta em öll börn
á íslandi jafn rétthá hvar sem þau
vistast. Hvort sem þau eru á eigin
heimilum eða í mismunandi dagvist-
unum.
Eins og málin em sett upp í leik-
skólalögunum eiga þau börn sem
komast að hjá dagvistunum sem
fóstrar stjórna á opinberum heimil-
um að fá milljarða úr ríkiskassanum
og helst að alast upp á þessum
heimilum frá sex mánaða aldri til
skólaskyldualdurs en þá eiga
gmnnskólarnir að taka við þeim.
Þau böm sem ekki fá inni á leikskól-
unum eru líklega óæðri vemr sem
eiga enga fjárveitingu skilda og
verða að vera blórabögglar samfé-
lagsins þar til búið er að byggja
upp fyrir milljarðana mörgu. Mér
sýnist að það eigi að vinna að ráð-
stjómarríkisskipulagi við uppeldi
bama á íslandi.
Selma Júlíusdóttir
„Það er sárt að þurfa
að setja á skýrslu til
samstarfslanda okkar
hvernig löggjafi Islands
mismunar þessum
börnum miðað við leik-
skólavistuð börn.“
Mér er þungt í huga vegna þess-
ara mála og finnst að við Islending-
ar séum komnir í miklar ógöngur.
Ef fóstmstéttin ætlar að láta for-
ustu sína halda áfram á þessari
braut er ég hrædd um að hún eigi
eftir að sitja upp með mjög slæman
orðstír. Upphafning sjálfrar sín á
kostnað annarra getur aldrei leitt
nema til armæðu og leiðinda.
Það sem er alvarlegast er að
börn landsins læra fyrst f leikskól-
um að virða stéttarmismun þegar
svona er á málum haldið.
Ég sótti tvær ráðstefnur á síð-
asta ári um dagvistun á einkaheim-
ilum. Önnur var haldin í Svíþjóð og
var það fyrsta Norðurlandaráð-
stefnan um þessa dagvistun og hin
var í Belgíu og var það fyrsta Evr-
ópuráðstefnan. Á þessum ráðstefn-
um kom fram að dagvistun á einka-
heimilum fer mjög vaxandi og er
hún vel viðurkennd víðast hvar. I
Svíþjóð er 35% dagvistunar hjá við-
urkenndum einkaheimilum en talan
hækkar ef einnig er tekin með vist-
un á óviðurkenndum heimilum en
það er þekkt því þörfín er mjög
mikil.
Þau börn sem vistast á viður-
kenndum heimilum eru alveg jafn-
rétthá hvað varðar niðurgreiðslu og
á dagheimilum ríkis og sveita. Það
er viðurkennt að börn innan tveggja
ára hafa það betra inn á einkaheim-
ilum svo framarlega sem heimilið
svarar þeim kröfum sem nauðsyn-
legt er að gera til þeirra. Fyrst og
fremst er það vegna þess að um-
hverfið er líkara þeirra eigin heimil-
um og færra fólk tengist því. Lítil
börn þurfa afar ástríkt samband
við_uppalendur sína.
Á þessum ráðstefnum kom fram
að ísland er í algjörri sérstöðu frá
hinum þjóðunum. Fyrst og fremst
er það vegna þess að engin lög
hafa verið um starfsemina og henni
hefur afar lítið verið sinnt af opin-
berri hálfu. í öðru lagi eru dagmæð-
ur á íslandi afar einar og allt veltur
á heimili þeirra hvernig til tekst.
Ég var samt afar glöð við að upp-
götva að samtök dagmæðra í
Reykjavík höfðu reglur og starfs-
hætti sem voru til fyrirmyndar fyr-
ir nágrannaþjóðir okkar, þrátt fyrir
að það hefði byggst eingöngu upp
af sjálfboðavinnu.
Reykjavíkurborg hefur léð okkur
húsnæði undir félagsstarf og leik-
fangasafn og hefur það gert okkur
kleift að byggja upp starfsemi okk-
ar. Einnig er aðstaða til námskeiða-
halds.
I Reykjavík einni er 341 dagmóð-
ir og þær hafa í vistun 856 börn
en gæta um Ieið eigin barna sem
eru 662 undir 6 ára aldri.
Nærri lætur að þetta sé helming-
ur þess fjölda sem landið allt telur.
Það er sárt að þurfa að setja á
skýrslu til samstarfslanda okkar
hvernig löggjafi íslands mismunar
þessum börnum miðað við leikskóla-
vistuð börn.
Kostnaður við vistun barna á
leikskólum sem vista börn níu tíma
á dag er að mínu mati ekki undir
50.000 þúsund krónum á mánuði
að meðaltali ef tekinn er allur kostn-
aður. Það er að segja byggingar-
kostnaður, rekstrarkostnaður og
fjármagnskostnaður. Hjá dýrustu
dagmóðurinni sem hefur tekið tvö
námskeið og unnið við börn í 7 ár
er taxtinn 27.700. Einnig fær upp-
eldismenntað fólk strax þennan
taxta.
Það kostar 7.900 krónur fyrir
einstæða foreldra að hafa börn sín
á dagheimili en skattborgarar borga
mismuninn en hjá dagmóður þarf
foreldrið að leggja út fyrir heildar-
dagvistuninni en fær um 20. hvers
mánaðar endurgreiðslu frá dagvist-
un barna sem nemur mismuninum
á 7.900 krónum og heildargreiðslu
til dagmóðurinnar. Þetta eiga mjög
margir foreldrar erfitt með að gera
og leita þessvegna oft eftir dag-
heimili þótt barninu líði mjög vel
hjá dagmóðurinni. Við eigum mjög
bágt með að skilja af hveiju ekki
má senda dagmóðurinni greiðsluna
svo að foreldrið sitji við sama borð
hjá þeim og á dagheimilunum. Þeir
spítalar sem hafa notfært sér vistun
hjá dagmóður fyrir börn starfs-
manna sinna eru í engum vandræð-
um með að senda greiðsluna til
dagmóðurinnar.
Verum bjartsýn og vonglöð með
að þrotlaus vinna síðustu sjö árin
að uppbyggingu dagvistunar á
einkaheimiium muni skila árangri
og að fólk sem nú er að taka við
stjórn þessara mála hafi að leiðar-
Ijósi vernd barnanna og vellíðan og
eflí traust samband milli foreldra
og dagmæðra-heimilanna.
Að lokum vil ég minna á að við
höfum mikinn og traustan stuðning
frá nágrannaþjóðum okkar. Það
mun væntanlega koma í heimsókn
til okkar í sumar starfsmaður frá
BUC, Barnaomsorgens utveckl-
ingsscentrum, í Luridi og ætlar að
hann að kynna sér alla starfsemi
íslands hvað varðar aðbúnað og
vernd barna á íslandi vegna ráð-
stefnu sem haldin verður á þeirra
vegum fljótlega.
Dagmæður, stöndum allar saman
hvar sem við emm á landinu og
sýnum þjóðinni hversu megnugar
við erum ef við aðeins fáum að
starfa á heilbrigðum grundvelli.
Höfundur er formaður Samtaka
dagmæðra í Reykjavík.
Tímaritið Hul-
inn heimur
endurvakið
Yið skulum sættast
PRENTVERK Austurlands hefur
hafið útgáfu á tímaritinu Hulinn
heimur á nýjan leik. Það kemur
nú með breyttu efnisinnihaldi,
meira er höfðað til þess hóps i
þjóðfélaginu sem áhuga hefur á
dulrænum og andlegum málum.
Á siðum Hulins heims er rúm
fyrir skoðanir allra sem áhuga
hafa á þessum málum.
Meðal efnis í þessu tbl. er til
dæmis Gangan langa eftir Úlf
Ragnarsson, Af kristnidómi og dul-
hyggju eftir sr. Vigfús Ingvarsson,
Vegur þekkingarinnar eftir Grétar
Fells.
Tímaritið Hulinn heimur er 40
síður að stærð og verður gefið út
á tveggja til þriggja mánaða fresti.
Ritstjóri er Guðmundur Fr. Kristj-
ánsson, ábyrgðarmaður er Ásgeir
M. Valdimarsson.
Prentverk Austurlands gefur
einnig út tímaritin Sannar sögur,
Eros og vikulegt auglýsingarit, Á
skjánum, sem dreift er ókeypis á
hvert heimili á Austurlandi.
Þ.Þ0R6BIMSSDN&CD
E30CJOOE30.
gólfflísar-kverklistar .
ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640
eftir séra Halldór S.
Gröndal
Ég vil þakka Jolson biskup kaþ-
ólsku kirkjunnar á íslandi fyrir
greinar hans um kristin málefni og
trú. Ég minnist sérstaklega greinar
er hann skrifaði á föstunni í vetur,
það var góð hugvekja og líka
áminning til allra sem vilja kenna
sig við kristna trú.
Og enn hefur Jolson biskup sent
frá sér grein og nú í tilefni af upp-
stigningardeginum (Morgunblaðið
7. maí). Þar útskýrir hann skilning
kaþólskra manna á leyndardómi
heilags altarissakramentis og gerir
síðan nokkum samanburð við skiln-
ing lúterskra manna, en þar er
meiningarmunur á eins og kunnugt
er og hefur hann valdið miklum
deilum.
Síðan kemur mjög merkilegur og
jákvæður kafli í grein biskupsins,
og við hljótum að lesa hann með
athygli. Jolson biskup segir: „Það
er því munur á skilningi kaþólskra
manna og lúterskra á því, hvernig,
á hvaða hátt, Kristur verður nær-
staddur. Og á þeim mismuni þarf
að finna lausn. Þessi mismunur er
mjög djúptækur og snertir einnig
eðli prestdómsins, og við þurfum á
miklum bænum, rannsókn og við-
ræðum að halda til þess að geta
„Við skulum taka í
þessa útréttu sáttar-
hönd og hefjast handa.
Við skulum biðja sam-
an, biðja að Guð láti
okkur jafna allan
ágreining, sættast og
vera eitt í honum. Og
við skulum trúa á
kraftaverkið. Guð mun
bænheyra."
jafpað hann. Hreinskilnar viðræður
okkar, aukið umburðarlyndi og
skilningur og gagnkvæmur kær-
leikur til Krists veita okkur miklar
vonir um að einingu verði komið til
leiðar." (Tilv. lýkur).
Ég fagna þessum orðum og vil
þakka Jolson biskup fyrir þau. Það
er löngu kominn tími til þess að
lúterskir og kaþólskir menn jafni
ágreining sinn og sættist fullum
sáttum. Og fyrsta skrefið er að
ræða saman, kynnast vel, og biðja
saman.
Sundmng kristinna safnaða hef-
ur verið og er ein mesta hindmn
fyrir útbreiðslu og áhrif kristinnar
trúar. Og sundrungin gerir það að
verkum að boðskapur kirkjunnar
Halldór S. Gröndal
um kærleika, sátt og samlyndi verð-
ur ekki trúverðugur og sannfærandi
á meðan menn sjá sundrung og
deilur á milli hinna ýmsu kirkju-
deilda.
Þessi sundrung er líka alveg and-
stæð vilja Guðs og því er hún synd.
Og það er syndin sem hindrar að
hinn góði vilji Guðs fyrir okkur
verði að raunveruleika í lífi okkar.
Vilji Guðs er, að allir kristnir
menn séu sáttir og að eining ríki á
milli þeirra. Jesús Kristur bað: „Að
allir séu þeir eitt, eins og þú faðir
ert í mér og ég í þér.“ (Jóhannes
17:12.)
Það er því mjög aðkallandi og
mikilvægt og ég vil segja heilög
skylda okkar að leysa allan ágrein-
ing og leita sátta og einingar. Og
eitt er víst, ekkert er Guði ómögu-
legt. Hann getur komið því til leið-
ar, að kaþólskir og lúterskir menn
sættist heilum sáttum og ekki að-
eins þeir, heldur og hvítasunnu-
menn, aðventistar, já allir kristnir
menn og konur.
Ég þakka Jolson biskup fyrir
góða grein. Hún er tímabær og á
erindi við alla kristna menn og kon-
ur, hvar í flokki sem þau eru. Við
skulum taka í þessa útréttu sáttar-
hönd og hefjast handa. Við skulum
biðja saman, biðja að Guð láti okk-
ur jafna allan ágreining, sættast
og vera'eitt í honum. Og við skulum
trúa á kraftaverkið. Guð mun bæn-
heyra.
Það er satt sem segir í ritning-
unni (Efesus 4:5): „Einn er Drott-
inn, ein trú, ein skírn, einn Guð og
faðir allra, sem er yfir öllum, með
öllum og í öllum.“
Höfundur er sóknarprestur í
Grcnsáskirkju.