Morgunblaðið - 14.05.1991, Side 25

Morgunblaðið - 14.05.1991, Side 25
MÓRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991 25 Pjölmenni var við athöfnina. Hér standa gestir í rými því þar sein veitingastaðurinn Perlan verður. Gólfið snýst í heilhring á einni klukkustund svo gestir fá útsýni yfir alla höfuðborgina. Hornsteinn lagður að Perlunni Davíð Oddsson borgarstjóri lagði hornstein að útsýnishúsi Hitaveitu Reykjavíkur í Öskju- hlíð 8.1. laugardag að viðstöddu fjölmenni. Við það tækifæri upplýsti borgarstjóri að hann myndi gera það að tillögu sinni að húsið fengi nafnið Perlan í Öskjuhlíð, en húsið hefur geng- ið undir því nafni manna á meðal um nokkurt skeið. Vígsla hússins er áformuð um miðjan júní og um svipað leyti tekur til starfa veitinga- staður Bjarna Árnasonar veitingamanns, sem heita mun Perlan. Davíð Oddsson leggur hornstein að Perlunni. Þetta er eitt af síðustu embættisverkum Davíðs. Kristinn Sigmunds- son í Þjóðleikhúsinu Kristinn Sigmundsson söngvari starfar um þessar mundir við óperuna í Wiesbaden í Þýska- landi. Fyrir rúmri viku var óperan Rigoletto eftir Verdi frumsýnd í Wiesbaden, með Kristni í titilhlut- verki, og hlaut hann góða dóma fyrir. Kristinn hefur sungið fjölmörg óperuhlutverk erlendis, auk þess sem hann hefur sungið víða á tónleikum og sungið inn á hljómplötur. Kristinn Sigmundsson hefur ekki sungið á íslandi frá því hann hóf störf í Þýskalandi fyrir tveimur árum. Ur þessu verður bætt því hann mun ásamt Jónasi Ingimund- arsyni halda tónleika í Þjóðleikhús- inu fimmtudaginn 30. maí 1991 og munu tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Aðgöngumiðasala er hafin í Þjóðleik- húsinu. Efnisskrá þeirra félaga er fjöl- breytt; íslensk lög, söngvar eftir Fr. Schubert, alþekkt og sívinsæl, amer- ísk og ítölsk, svo og óperuaríur. Kristinn Sigmundsson, óperu- söngvari. Aðalfundur Frama: Þrír framboðslistar í stj órnarkosningu Formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs STJÓRNARKJÖR í Frama, stéttarfélagi leigubifreiðastjóra, fer fram á morgun en aðalfundur félagsins hefst í dag. Ingólfur Ingólfsson, formaður Frama, gefur ekki kosl komu fram þrír framboðslistar í Ekki hefur verið kosið um for- ystu í félaginu s.l. fimm ár og sagði Ingólfur í samtali við Morgunblaðið, að ekki hefðu komið fram svo marg- ir framboðslistar í stjórnarkosning- um í þrjátíu ár. Ingólfur sagði að þau mál sem hæst bæru snérust um fólksflutn- ; á sér til endurkjörs í félaginu og stjórnarkosningunni. inga greiðabíla, taxtamál og bar- áttu félagsins að fá sambærilegan afslátt á innflutningsgjöldum og gilda fyrir vörubifreiðar og sendi- bíla. „Þetta hefur orsakað að end- urnýjun á bílakosti leigubílstjóra hefur svo gott sem stöðvast,“ sagði hann. Keflavíkurflugvöllur: Smíði 248 íbúða að ljúka og smíði 244 hafin Vogum. Á Keflavíkurflugvelli er verið að leggja síðustu hönd á smíði 248 fjölskylduibúða og smiði 224 ibúða til viðbótar er hafin. Um mitt sumar afhenda íslenskir aðalverktakar varnarliðinu síðustu íbúðirnar í fyrri áfanga bygginga fjölskylduíbúða fyrir hermenn og fjölskyldur þeirra. í þessum áfanga eru 248 íbúðir í 15 þriggja hæða fjöl- býlishúsum í hverfi er nefnist Græna- hlíð. Framkvæmdir hófust árið 1988 og um mitt sumar verður hverfinu skilað fullfrágengnu. Þá eru hafnar framkværndir við Síðustu íbúðirnar í þessum áfanga verða afhentar varnarliðinu í des- ember 1992. Ný fjölbýlishús í Grænuhlíð. nýjan áfanga fjölskylduíbúða í hverfi er nefnist Asendi, en í þessum áfanga eru alls 224 íbúðir. Ingólfur sagði að þar sem ekki hefði verið kosið í félaginu í fimm ár væri talsverður hiti í kosninga- baráttunni en listarnir kynna fram- boðsmál sín á aðalfundinum í dag. Félagar í Frama eru 591. X-Jöfðar til Xl fólks í öllum starfsgreinum! Dagsferðir Einstakt tækifæri til að kynnast náttúrufegurð nteð Flugleiðum eyjanna og lífi og högum nágrannaþjóðar. Lagt tíl Ftereyja 28. mat, er af stað að morgni og komið heim aftur að 4.júnt og ll.júnt. kvöldi. Örstutt og ódýr utanlandsferð þar sem þú færð þjónustu um borð eins og hún gerist best í millilandaflugi og nýtur þess til fullnustu að bregða þér út fyrir landsteinana. EEREmRt’ Aðeins lý'OOO kr. Nánari upplýsingar og farpantanir í síma 690300, á söluskrifstofum okkar, hjá umboðsmönnum um land allt og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR ÞJÓNUSTA ALLA LEIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.