Morgunblaðið - 14.05.1991, Síða 29

Morgunblaðið - 14.05.1991, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991 2 Morgunblaðið/RAX i frá Dómkirkjunni til setningarat- rþing- íginu að stýra fleyi okkar til farsældar og vera um leið aflgjafi þess að þegnar landsins tryðu á landið og skynjuðu að þeir væru ómissandi hluti heil- steyptrar þjóðar sem stefndi fram á bjarta tíma. Forseti bað þingheim að minnast ættjarðarinnar. Þingmenn hylltu forseta og fóstuijörð með ferföldu húrrahrópi. Að endingu bað forseti Islands aldursforseta þingmanna, Matthías Bjarnason, að stýra þing- fundi. Matthías bauð þingmenn og starfsmenn Alþingis velkomna til þingstarfa. Matthías árnaði einnig nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störf- um. Að svo búnu frestaði hann fundi til kl. 14. í dag. Sérnefndir Á fundi sameinaðs þings í dag verða kjörbréf rannsökuð og nýir þingmenn vinna drengskaparheit að stjórnarskránni. Forseti og varafor- setar og skrifarar deildarinnar verða kosnir og valið verður í kjörbréfa- nefnd. Einnig verður nú í síðasta sinn valið í þingdeildir, þ.e.a.s. efri og neðri deild. Morgunblaðið/Þorkell Matthías Bjarnason aldursforseti Alþingis stjórnar þingsetningar- fundi. Að loknum fundi í sameinuðu þingi verða fundir í þingdeildum, og verður dregið um sætaskipan og forsetar, varaforsetar og skrifarar kjörnir. Gert er ráð fyrir að Salome Þor- kelsdóttir (S-Rn) verði forseti sam- einaðs þings, Matthías Bjarnason (S-Vf) forseti neðri deildar og Karl Steinar Guðnason (A-Rn) forseti þeirrar efri. Stefnt er að því að frumvarp til laga um ný þingsköp verði lagt fram í dag og komi til umræðu á morg- un. Samhliða þessu frumvarpi verð- ur lagt fram frumvarp það um breyt- ingu á stjórnarskrá lýðveldisins sem gerir ráð fyrir því að Alþingi starfi framvegis í einni málstofu. Frum- varpið var samþykkt á síðasta þingi en þar sem um stjórnarskrárbreyt- ingu er að ræða verður að sam- þykkja frumvarpið á nýjan leik að loknum alþingiskosningum til þess að það öðlist lagagiidi. Kjörnar verða sérstakar þingnefndir til að fjalla um þessi frumvörp. I gær fundaði Davíð Oddsson for- sætisráðherra með formönnum flokkanna og þingflokkanna um hvernig starfi þingsins og afgreiðslu þingmála verði hagað. Margrét Frí- mannsdóttir formaður þingflokks Alþýðubandalags segir stjórnarand- stöðuna áskilja sér allan rétt til þess að vekja máls á málum eftir því sem ástæða þykir til. Stefnt er að því að ljúka störfum þessa vorþings eigi síðar en um næstu mánaðamót. Þingi verður þá slitið en nýtt þing sem starfi í einni þingdeild sett strax í kjölfarið en því þingi verði síðan frestað. Unnt verður að kaila það þing saman með stuttum fyrirvara ef ástæða þykir til en samkomudag- ur reglulegs Alþingis verður 1. októ- ber. sráðherra flytur eðu sína að viku flytur stefnuræðu sína í Alþingi á mun í trúnaði afhenda þingmönn- í stjórnarandstaðan setti fram þá ingheimi stefnuræðu og um hana hafði ætlað að sér að flytja stutt- um væri stutt aukaþing að ræða, afmarkaða þætti,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Forsætis- ráðherra sagði að hann myndi samt sem áður verða við þessari kröfu stjórnarandstöðunnar. “Ég mun af- henda þingheimi ræðuna í trúnaði nú á föstudag, flytja hana á þriðju- dag og svo verða umræður um stefn- uræðu forsætisráðherra á miðviku- dag,“ sagði Davíð. Margrét Frímannsdóttir formaður þingflokks Alþýðubandalagsins sagði að stjórnarandstaðan hefði sett fram óskir um að ræða forsæt- isráðherra yrði ekki í formi tilkynn- ingar, heldur yrði flutt stefnuræða, eins og þingskaparlögin kveða á um. „Við samþykktum að það nægði að fá stefnuræðu forsætisráðherra í hendur næsta föstudag, en hjá okk- ur réð sú grundvallarafstaða að fá að heyra forsætisráðherrann flytja stefnuræðu,“ sagði Margrét. Kvennalistinn: Anna Olafs- dóttir formað- ur þingflokks ANNA Ólafsdóttir Björnsson hef- ur tekið við formennsku í þing- flokki Kvennalistans, en því starfi gegndi Málmfríður Sigurðardótt- ir. Jafnframt var ákveðið að Kristín Ástgeirsdóttir gegni starfi vara- formanns þingflokksins. Gunnlaugur Stefánsson mættur til þings á nýjan leik. Gunnlaug’ur Stefánsson: Fátt virðist hafa breyst „VIÐ fystu sýn virðist mér að fátt hafi breyst í þingstörfunum en það kann að vera að afgerandi breyting fylgi þegar þingið tekur til starfa í einni málstofu," sagði Gunnlaugur Stefánsson, nýkjör- inn alþingismaður Álþýð- ugflokksins, en hann sat á alþingi 1978-1979. „Þingmennskan leggst vel í mig og ég vona að það verði góður ár- angur bæði af störfum ríkisstjórn- arinnar og einig vona ég að ég megi gera gagn,“ sagði Gunnlaug- ur. Hann var beðinn að bera stutt- lega saman stjórnarmyndunina nú og 1978, þegar Alþýðuflokkur tók sæti í ríkisstjórn með Alþýðubanda- lagi og Framsóknarflokki og sagði hann að helsti munurinn væri hve stjórnarmyndunin nú hefði tekið skamman tíma. „Ég er ekki frá því að hún hefði mátt taka lengri tíma ' ’ þannig að við hefðum getað bundið fastar ýmsa málaflokka,“ sagði ■ Gunnlaugur. Björn Bjarnason: Þriðji ættliður í beinan karl- 1 egg sem tekur sæti á þingi Arni M. Mathiesen: „VISSULEGA er það sérstök til- finning að koma hér til starfa á þinginu með þessa sögu úr minni fjölskyldu að baki og það hlýtur að hafa áhrif á það hvernig maður lítur á þetta starf að vita af þessum tveimur forfeðrum sínum í þingsögunni sem báðir létu mikið að sér kveða hvor með sínum hætti,“ sagði Björn Bjarn- ason, nýkjörinn 3. þingmaður Reykvíkinga, en hann er þriðji ættliður í beinan karllegg sem tekur sæti á alþingi. Faðir hans Bjarni Benediktsson, fyrrum for- sætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sat á alþingi frá 1942 til dauðadags, 1970, og faðir Bjarna, Benedikt Sveins- son, var þingmaður N-Þing- eyinga frá 1908-1931 og forseti Neðri deildar alþingis 1920-1930. „Vissulega hugsar maður til þeirra á þessum degi,“ sagði Björn. „Við komum hér núna á sögulegum timamótum þar sem verið er að fjalla um að sameina þingið í eina deild. Faðir minn skrifaði á sínum tíma mikla ritgerð um deildir al- þingis þar sem hann telur að tví- skipting alþingis í deildir muni smám saman hafa minni þýðingu en áður þótt hann leggi ekki bein- línis til að þingið verði sameinað í eina deild. Áfi minn var þingforseti hér og þótt ég muni ekki eftir hon- um á þingi hef ég lesið um hans framgöngu hér,“ sagði Björn Bjarn- ason. Eftir því sem Morgunblaðinu er best kunnugt er þetta í annað skipt- ið í þingsögunni, sem sama fjöl- skylda á þingmenn í þremur ættlið- um í beinan karllegg. í fyrra skip- tið var um að ræða Jónas Árnason, föður hans Árni Jónsson frá Múla og föður Árna, Jón Jónson í Mula. Morgunblaðið/Sverrir Alþingismennirnir Björn Bjarnason og Árni M. Mathiesen. Eini þingmaður Hafnfírðinga „ÞAÐ má segja að ég taki við sem þingmaður Hafnarfirðinga, sá eini á þessu kjörtímabili, og út frá því iná segja að ég taki ekki bara við af föður minum, heldur líka Geir Gunnarssyni og Kjartani Jóliannssyni, sem báðir voru kjörnir í síðustu kosninguin," sagði Árni M. Mathiesen, nýkjör- inn 3. þingmaður Reykjaneskjör- dæmis, sem tekur sæti á alþingi um leið og faðir hans, Matthias Mathiesen, lætur af þingmennsku eftir 32 ára setu á alþingi. Árni er jafnfraint yngstur þingmanna, 33 ára gamall. „Ég tel ekki að þetta leggi mér neinar sérstakar skyldur á herðar að taka við þegar faðir minn hætt- ir. Maður reynir alltaf að standa sig eins vel og maður mögulega getur og það eru allir möguleikar til að gera mjög góða hluti en það tekst ekki nema allir leggist á eitt og vinni vel saman,“ sagði Árni M. Mathie- sen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.