Morgunblaðið - 14.05.1991, Page 34
Auglýsendur
VORDAGAR — FYrirtækið Glit hf. tók að sér framleiðslu
á flugdrekum sem ætlaðir eru til kynningar fyrir Húsasmiðjuna.
Er þeim dreift. til barna á vordögum Húsasmiðjunnar sem hófust
sl. föstudag. Vegna framleiðslu flugdrekanna hefur þurft að fjölga
starfsmönnum tímabundið hjá Glit hf. Þetta hefur sérstaklega skap-
að aukna vinnu fyrir öryrkja. Þannig hefur öryrkjum við störf hjá
fyrirtækinu verið fjölgað tímabundið umfram þá 17 sem þar hafa
starfað.
MORGUNBLAÐIÐVlDSKIPn/iQVINNUlÍF ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991
/i . i /.—r—7-:-rr
Forseti Alþjóðasamtak-
anna með fyrirlestur
Skipana- og valmyndakerfi með
ýtarlegum skýringum gera AS/400
bæði þjála í notkun og ======
mmmmm mmmmmmmm mmmm m mmmm
FYRST Ög’fREMST
SKAFTAHLlÐ 24 REVKJAVlK SlMI 697700
aðgengilega.
FUNDAÐ — Ferðamálaráð og aðilar í ferðaþjónustu á Suðurlandi fyrir utan Hótel Selfoss að loknum
fundi. Síðar í mánuðinum er fyrirhugað að opna upplýsingamiðstöð fyrir Suðurland í Tryggvaskála.
Ferðaþjónusta
Ferðamálaráðstefna á
Suðurlandi íhaust
Upplýsingamiðstöð Suðurlands opnuð í maí
Selfossi.
AÐALFUNDUR Samstarfs aug-
lýsenda (SAU) verður haldinn í
Skála á Hótel Sögu á morgun,
miðvikudag, kl. 16.00. Gestur
fundarins verður Paul P. de Win,
Bílar
Nýttsölumet
hjá Toyota
í SÍÐASTA mánuði var slegið
nýtt met í sölu nýrra bíla hjá
Toyota þegar afhentir voru 380
bílar í einum mánuði. Það eru
að meðaltali 17,2 bílar hvern
virkan dag mánaðarins. Gamla
metið var frá því í desember
árið 1987, en þá seldust 287 nýir
Toyota bílar í einum mánuði.
í fréttatilkynningu frá Toyota
segir að sala á einstökum bílateg-
undum hafi verið jöfn, en þó hafi
rGorolla Special Series bflar verið
mjög vinsælir. Þessir bílar voru
sérstaklega pantaðir fyrir vorsöl-
una. Þá kemur fram að nýr sjálf-
skiptur 4Runner bíll, sem kynntur
var í mars sl., hafí hlotið mjög góð-
ar móttökur.
forseti Alþjóðasamtaka auglý-
senda (WFA), en hann kemur
hingað til lands gagngert til þess
að halda erindi á fundinum.
Alþjóðasamtök auglýsenda voru
stofnuð árið 1953 með það að leið-
arljósi að vernda hagsmuni auglý-
senda í alþjóðlegum viðskiptum.
Samtökin vinna þannig að því að
veija og útbreiða frelsi til þess að
auglýsa vöru og þjónustu í öllum
löndum heimsins. Innan samtak-
anna er m.a. barist gegn því að
auglýsendum sé gert erfitt fyrir
með ströngum reglugerðum, hvort
sem það er innan hverrar þjóðar,
eða á alþjóðlegan mælikvarða.
Samtökin eru öflug og í dag eru
23 þjóðir aðilar að þeim. Innan sam-
takanna eru einnig 25_ alþjóðlegar
fyrirtækjasamsteypur. Arlegar fjár-
festingar meðlima samtakanna í
auglýsingum eru taldar vera um
170 milljarðar dollara, eða um
10.000 milljarðar íslenskra króna.
Paul P. de Win er vel þekktur
maður á sviði auglýsinga og hefur
haldið erindi viðsvegar um heim.
Hann hefur einnig starfað sem ráð-
gjafi á þessu sviði fyrir mörg alþjóð-
leg samtök vegna reynslu sinnar
og menntunar. Á aðalfundi SAU
mun hann lýsa alheimssamtökun-
um, hvernig þau vinna og gagnsemi
þeirra.
Ferðamálaráðstefna verður
haldin á Suðurlandi næsta
haust. Ekki hefur endanlega
verið ákveðið hvort hún verður
í uppsveitum Arnessýslu, á
Flúðum, eða í Hveragerði. Þetta
kom meðal annars fram á fundi
Ferðamálaráðs íslands á Sel-
fossi 6. maí.
Fundurinn var haldinn á Sel-
fossi samkvæmt þeirri ákvörðun
Ferðamálaráðs að dreifa fundar-
stöðum um landið. Undir lok
venjulegs fundar var aðilum í
ferðaþjónustu á Suðurlandi boðið
til fundarins.
Tilefni þess að Ferðamálaráð
hélt þennan fund sinn á Selfossi
að þessu sinni er að fyrirhugað
er að opna upplýsingamiðstöð fyr-
ir Suðurland á Selfossi, í Tryggva-
skála, síðar í mánuðinum. Þá er
og í fullum gangi uppbygging
nýrrar aðstöðu, sumarhúsabyggð-
ar, á tjaldsvæði Selfoss. Það er
nýtt fyrirtæki, Gesthús hf., sem
stendur að þessari uppbyggingu
og hefur fengið úthlutað um íjög-
urra hektara svæði við tjaldsvæði
Selfoss til að byggja upp þjónustu
við ferðamenn. Fyrirtækið mun
starfrækja rekstur sumarhúsanna
og reka tjaldsvæðið.
Að loknum fundi ferðamálaráðs
var fundarmönnum boðið í skoðun-
arferð um Selfossbæ þar sem
meðal annars var komið við á sum-
arhúsasvæði Gesthúsa hf. ásamt
því að skoða aðstæður í Tryggva-
skála þar sem upplýsingamiðstöð
Suðurlands verður starfrækt.
Sig. Jóns
Stjórnunarfélag islands
Aðalfundur Stjórnunarfélags íslands
16.
Aðalfundur Stjórnunarfélags Islands verður haldinn í Hótel Sögu, Ársal,
maí kl. 16.00.
Fyrirlesari: Charles E. Cobb, sendiherra Bandaríkjanna
Fundarstjóri: Guðmundur Björnsson, aðst. póst- og símamálastjóri.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins
2. Kosning formanns og meðstjórnenda
3. Kosningí framkvæmdaráð
4. Kosningtveggja endurskoðenda
5. Tillaga um árgjöld einstaklinga
6. Lagabreytingar
7. Önnurmál
Charles E. Cobb
Erindi: Charles E. Cobb „Stategic planning is important to all leaders“.
í tilefni 30 ára afmælis Stjórnunarfélagsins verður boðið upp á léttar veitingar að loknum aðalfundi.
Stjórnin.
Vaskhugi
Vaskhugi er forrit sem nýtur mikilla vinsælda vegna einfald-
leika í notkun. Fjárh.bókhald, viðskm.bókhald, sölukerfi,
birgðir, uppgjör vsk., jafnvel einföld ritvinnsla... allt í einu
kerfi á mjög hagstæðu verði.
Fáðu frekari upplýsingar hjá okkur í síma 656510.
íslensk tæki, Garðatorgi 5, Garðabæ.