Morgunblaðið - 14.05.1991, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991
Asparverkefni á Suðnrlandi
— Rannsóknarstöðin á Mógilsá
eftir Jóhann
*
Isleifsson
í grein minni, „Skógrækt á refil-
stigum", sem birtist í Morgunblað-
inu 20. febrúar sl. fullyrði ég að
verið sé að leggja niður tímamóta-
verkefni í skógrækt á Suðurlandi,
svokallað asparverkefni. Verkefni
þetta nýtur þeirrar „virðingar“ að
vera nr. 3 í röð stórverkefna í þess-
ari starfsemi, sem aldrei verða að
veruleika. Svargrein dr. Árna Brag-
asonar, forstöðumanns Skógrækt-
arinnar á Mógilsá, í Morgunblaðinu
2. mars breytir engu um þessa full-
vissu mína. Annars er ekki margt
um grein dr. Áma að segja. Hann
þjáist greinilega orðið af sömu
„veiru“ og yfirmenn hans; e.t.v. er
hér um smit að ræða. Ég get samt
ekki látið hjá líða að leiðrétta alvar-
legustu rangfærslurnar í grein
hans.
Hversu hár var kostnaður við
„asparverkefnið" árið 1990?
Dr. Árni hefur fullyrt að kostnað-
ur við verkefnið 1990 hafí farið
langt fram úr kostnaðaráætlun
fyrrum starfsmanna á Mógilsá.
Samt sem áður tókst ekki að hrinda
í framkvæmd nema broti af verk-
efninu á árinu 1990. Ég mótmæli
ekki þessari fullyrðingu dr. Árna.
En hversu hár var kostnaðurinn
á síðasta ári? Dr. Árni hefur látið
hafa eftir sér í útvarpsviðtali að
kostnaður við verkefnið á síðasta
ári hafi verið á bilinu 18-20 milljón-
ir kr. Á blaði sem var lagt fyrir
okkur plöntuframleiðendur á fundi
með landbúnaðarráðherra var talað
um rúmar sjö milljónir, fyrir utan
einhvern launakostnað. Síðan hefur
maður heyrt alls konar tölur; það
er reyndar dæmigert fyrir málflutn-
ing Árna.
Kostnaðaráætlun fyrrverandi
starfsmanna, ásamt raunar öllu
bókhaldi rannsóknarstöðvarinnar,
var tekin til mjög nákvæmrar at-
hugunar hjá Ríkisendurskoðun, eft-
ir að beiðni þess efnis kom fram
frá landbúnaðarráðuneyti. í niður-
stöðum Ríkisendurskoðunar kom
ekkert fram um að kostnaðaráætl-
un stæðist ekki. Sömuleiðis voru
allir ræktunarsamningar taldir vera
innan ramma heimilda. Fullyrðing-
ar dr. Árna um að yfirmenn Skóg-
ræktar ríkisins hafi ekki frétt af
gerð samninga við okkur ræktend-
ur, fyrr en löngu eftir að þeir voru
gerðir, eru rangar og ástæðulaust
að deila lengi um það, þar sem til
eru skjalfest gögn um að samning-
arnir hafi verið gerðir með vitund
æðstu yfirmanna Skógræktarinnar.
Allan síðari hluta ársins 1990, eða
í sjö mánuði, heyrðist heldur aldrei
nein rödd frá stjórnendum þar sem
kostnaðaráætlun væri dregin í efa.
Síðan gerist það í ársbyijun 1991
að öllum framleiðslusamningum við
okkur garðyrkjubændur er skyndi-
lega sagt upp og dr. Árni fer að
hrópa „úlfur, úlfur“ og fullyrðir að
kostnaðaráætlunin hafi verið kol-
röng og allt sé þetta fyrrverandi
starfsmönnum að kenna.
Staðreyndin er sú að allt þetta
sjónarspil er einn blekkingarvefur.
Það var aldrei ætlunin að halda
þessu verkefni áfram, í sinni upp-
haflegu mynd. Verkefnið átti að fá
hægt andlát og kenna síðan öðrum
um ófarimar.
Vegna þessa verkefnis eru nú til
ráðstöfunar u.þ.b. 500.000 plöntur.
Jafnframt er ætlunin að láta fram-
leiða ca. 150.000 plöntur til viðbót-
ar á þessu ári fyrir verkefnið.
Tveimur framleiðendum af fimm
hefur verið gefinn kostur á áfram-
haldandi þátttöku í verkefninu. Við
okkur sem eftir stöndum hefur ekk-
ert verið rætt. Dr. Árni hefur látið
hafa eftir sér opinberlega að við
höfum samþykkt þetta fyrirkomu-
lag að einhverju eða öllu leyti; eða
eins og hann segir; samþykkt að
taka þátt í þessu happadrætti. Þetta
eru rakin ósannindi. Riftun samn-
inga var strax mótmælt formlega
og aldrei hefur verið gerð nein
minnsta tilraun til þess að komast
að samkomulagi við okkur.
Og nú ætlar dr. Árni auk þess
að fara að dreifa þessum plöntum
á fjölmarga staði á landinu. Hvers
konar rannsóknir verða það með
tiltölulega fáar plöntur á hveijum
stað og þar að auki með asparteg-
undir (klóna) sem hafa verið valdar
„Það sem eftir stendur
af asparverkefninu er
mest lítið; málamynda-
framleiðsla á plöntum,
einungis í þeim tilgangi
að geta sagt að verk-
efnið sé ekki dautt;
rannsóknarþátturinn
er horfinn.“
með Suðurland í huga, þar sem til
stóð að hrinda þessu verkefni í
framkvæmd? Dr. Árni og „Æðsta
ráðið" við Rannsóknarstöðina verða
að svara þeirri spurningu.
Plöntuverð og
plöntusamningar
Það fer ekki á milli mála, að sú
veira sem ég nefndi í upphafi grein-
arinnar, hefur leikið lausum hala í
huga dr. Árna, þegar hann fór að
reikna út framleiðslukostnað á
plöntu. Dr. Árni fullyrðir að fram-
leiðslukostnaður hafi numið 18,58
kr. á plöntu, í stað þeirra 12 kr.
sem um var rætt í samningi. Það
er rétt hjá dr. Árna að við framleið-
endur komum inn í samninginn
endurskoðunarákvæði þess efnis að
ef raunkostnaður ykist verulega,
yrði tekið tillit til þess. Þetta var
gert vegna þess að hér var á ferð-
inni nýjung í ræktunartækni og
mikil óvissa um eiginleika hinna
ýmsu „klóna“ sem ekki höfðu verið
ræktaðir áður.
Einn „klóninn" sem gengur und-
ir nafninu „Salka", reyndist vera
dýrari í framleiðslu en aðrir „klón-
ar“ sem gerð var tilraun með í þessu
verkefni; afföll í ræktun vegna lé-
legrar rótunar reyndust vera á bil-
inu 25-30%, meðan aðrir „klónar“
reyndust vera með afföll á bilinu
3-7%. Tilviljun réð því að megin-
framleiðslan af þessum „klón“ var
í framleiðslu hjá mér en ekki ein-
hveijum öðrum; u.þ.b. 15% af heild-
arframleiðslu verkefnisins var þessi
„klónn“. — Hækkun á framleiðslu-
verði hjá mér vegna áðurgreinds,
reyndist vera kr. 2,52 á plöntu;
heildarframleiðslukostnaður hjá
mér var því kr. 14,52 á pjöntu en
ekki kr. 18,54 eins og dr. Árni full-
yrðir. Annars hefur „Salkan“ reynst
að mörgu leyti yfirburða vel hér á
Suðurlandi og menn verða að sætta
sig við að greiða aðeins hærra verð
fyrir hana, ef þeir óska eftir að fá
hana.
Við garðyrkjubændur höfum
staðið við okkar hlut í þeim samn-
ingum sem voru gerðir en það er
meira en dr. Árni getur sagt. Ann-
ar kostnaður sem Rannsóknarstöð-
in hefur orðið að greiða okkur, og
Árni vill bæta ofan á framleiðslu-
kostnað plantnanna, er tilkominn
vegna samningsbrota Rannsóknar-
stöðvarinnar. Sá kostnaður á eftir
að hækka og er hann einungis
vegna tjóns sem við höfum orðið
fyrir vegna þess að samningar hafa
verið brotnir á okkur.
Fullyrðingar dr. Áma, þess efnis
að framleiðslukostnaður hjá mér
hafi verið hærri en nemur fram-
leiðslukostnaði Skógiæktar ríkis-
ins, era rangar — og dr. Árna á
líka að vera fullkunnugt um það.
Ég verð að segja að málflutningur
dr. Árna er bæði ómerkilegur og
óheiðarlegur, en það kemur því
miður ekki lengur á óvart.
Galdraáætlanir -
galdraofsóknir
Dr. Árna verður tíðrætt í grein
sinni um stórhuga áætlanir í skóg-
rækt en þó sérstaklega áætlanir
fyrrum starfsmanna Rannsóknar-
stöðvarinnar á Mógilsá. Hann dreg-
ur þær ályktanir að hér hafi verið
á ferðinni einhvers konar galdra-
áætlanir. Ég efast ekki um að svo
sé í augum dr. Áma en á meðal
óhlutdrægra vísindamanna held ég
að almennt hafi verið viðurkennt
að þessar áætlanir séu með þeim
bestu sem hafi komið frá Skógrækt
ríkisins; þessar áætlanir komu fyrst
fram hjá fyrrum starfsmönnum
Rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá,
sem nú hafa — því miður — allir
hætt störfum. Nefna má í þessu
sambandi að virt erlend fagtímarit
á þessu sviði sáu ástæðu til þess
að birta greinar eftir þá félaga; hjá
þeim aðilum er gerð mjög ströng
krafa um vísindaleg vinnubrögð,
vinnubrögð sem Skógrækt ríkisins
hefur ekki getað státað mikið af
hingað til.
Dr. Árni vitnar m.a. í viðamikla
skýrslu eftir þá félaga um flutnings-
tæki og flutningsleiðir á trjákurli
til Járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga. Sú ályktun er hann
dregur af lestri skýrslunnar er stór-
undarleg og hlægileg. Mætti einna
helst líkja henni við fullyrðingu sem
væri eitthvað á þá leið að dr. Árni
þekkti ekki mun á furu og greni.
Ef orðið galdrar er einhvers stað-
ar viðeigandi í kringum þessa at-
burði, þá er það í sambandi við þær
ofsóknir sem fyrrverandi starfs-
menn Rannsóknarstöðvarinnar á
Mógilsá hafa orðið fyrir eftir að
þeir voru flæmdir burt fyrir þær
sakir einar að gagnrýna ríkjandi
starfshætti og fyrir það að reyna
að innleiða ný vinnubrögð í stein-
geldu og illa lyktandi ríkisfyrirtæki.
Lokaorð
í þessari grein hef ég leitt getum
að því að embættismenn sem hafa
umsjón með yfirstjórn Skógræktar
ríkisins, séu að leggja niður stórt
tímamóta-þróunarverkefni í skóg-
rækt á Suðurlandi. Ástæður þessa
era ekki byggðar á neinum fagleg-
um grunni né heldur kostnaðarleg-
um, eins og marg hefur verið hald-
ið fram. Ástæðan er sú að þetta
er einn þátturinn í skipulegri her-
ferð gegn fyrrverandi starfsmönn-
um á Rannsóknarstöðinni á Mó-
gilsá, þar sem megiritilgangurinn
er hefnd, og öll brögð eru notuð.
Það sem eftir stendur af aspar-
verkefninu er mest lítið; málamynd-
aframleiðsla á plöntum, einungis í
þeim tilgangi að geta sagt að verk-
efnið sé ekki dautt; rannsóknarþátt-
urinn er horfinn. Og síðan á að
halda áfram með „frímerkjaskóg-
ræktina", eins og undanfarin ár og
dreifa þessum fáu plöntum á allt
of marga staði. — Áð lpkum þetta
Árni Bragason; það er mesti mis-
skilningur að ég sé á villigötum.
Ég er á réttri leið en þú ættir að
athuga þinn gang nánar áður en
lengra er haldið.
Höfimdur er garðyrkjubóndi í
IJveragerði.
Aðalfundur
Vinnuveitendasambands íslands verður haldinn
í dag, þriðjudag 14. mai, í Súlnasal Hótels Sögu.
Dagskrá:
Kl. 10.15 Kjörfundur beinna meðlima.
Kl. 10.30 Fundarsetning.
Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liðið starfsár og önnur aðalfundarstörf.
Almenn dagskrá aðalfundar VSÍ 1991.
Kl. 11.30 Ræða formanns VSÍ, Einars Odds Kristjánssonar.
Ávarp forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar.
Kl. 12.15 Hádegisverður aðalfundarfulltrúa og gesta.
Kl. 13.30 EINKAVÆÐING.
1. The Privatization Revolution
-How Privatization and Deregulation improve performance.
Dr. Madsen Pirie, formaður Adam Smith Institute.
2. Einkavæðing - hvernig?
Dr. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB.
3. Úr viðjum reglugerða.
Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs.
4. Útboð framkvæmda og þjónustu hins opinbera - nýjar lausnir.
Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Iðntæknistofnunar.
Kl. 15.30 Kaffihlé
Kl. 15.45 Panelumræður með forystumönnum stjórnmálaflokka á Alþingi:
Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra.
Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra.
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins.
Kristín Einarsdóttir, Kvennalista.
Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins.
Stjórnandi umræðna: Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri B.M. Vallá.
Kl. 16.30 Ályktun aðalfundar.
Fundarslit.
|Fundurlnn er öllum opinn frá kl. 13.30.
PP
Ljóðabók barnanna var kynnt á sýningu í Listasafni ASÍ og þar
afhentiÁsmundur Stefánsson forseti ASI höfundum bókarinnar
verðlaun.
Ljóðabók barn-
anna komin út
LJOÐABOK barnanna með ljóðum eftir börn fyrir börn og full-
orðna er komin út í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli ASÍ.
Menntamálaráðuneytið hefur lagt málinu lið og bókaforlagið
Iðunn gefur bókina út.
Efni í bókina barst hvaðanæva
af landinu og færir ASI öllum
þeim börnum þakkir sem sendu
ljóð og myndir. Ljóðin sem bár-
ust voru um 6.000 svo og mikill
fjöldi mynda. I bókinni kemur
fram fjölbreytt mynd af þeim
hugarheimi sem birtist í ljóðum
barnanna.
I útgáfunefnd bókarinnar voru
Bergþóra Ingólfsdóttir, Hörður
Zóphaníasson, Kristín Mar, Olga
Guðrún Árnadóttir og Þórgunnur
Skúladóttir.