Morgunblaðið - 14.05.1991, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1991
IHALFA GATT
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
„The Doors.“ Sýnd í Stjörnu-
bíói. Leikstjóri: Oliver Stone.
Handrit: Oliver Stone og J.
Randal Johnson. Aðalhlutverk:
Val Kilmer, Meg Ryan, Frank
Whaley, Kevin Dillon, Kyle Mac-
Lachlan, Billy Idol, Kathleen
Quinlan. Bandaríkin. 1991.
Bandaríski leikstjórinn Oliver
Stone virðist gagntekinn af þjóð-
félagsbreytingum sjöunda áratug-
arins. í myndum eins og „Platoon"
og Fæddur 4. júlí hefur hann á
mjög áhrifamikinn hátt fjallað um
Víetnamstríðið; fyrst frá sjónarhóli
mannanna í fremstu víglínu síðan
þess sem sneri aftur úr stríðinu
og tók þátt í mótmælunum heima
fyrir. I þessari nýjustu mynd sinni,
„The Doors“, fer hann aftur með
okkur inní hinn róstusama áratug
en í þetta sinn er það eitt af átrún-
aðargoðum hippahreyfingarinnar
sem hann tekur fyrir, nefnilega
uppgang og fall eins rokkgoðsins,
Jim Morrisons.
Stone, sem ekki hefur enn skilið
við sjöunda áratuginn því hann
vinnur nú að mynd um morðið á
John F. Kennedy, hefur sannarlega
gert öfluga og athyglisverða mynd,
sem á auðvelt með að æra upp
skynfærin en Morrison, sérlega vel
leikinn af Va! Kilmer (líkindin eru
með ólíkindum), er sama ráðgátan
eftir sem áður, kannski sérstaklega
þeim sem ekki upplifðu umrædda
tíma.
Mynd Stones er kostuleg sýning
á köflum og tónlistin, sem aldrei
þagnar, auðvitað frábær en hún
opnar aðeins vissar dyr og líf Morr-
isons aðeins í hálfa gátt. Stone
tekur fyrir tímabilið 1965 þegar
Morrison kynnist sambýliskonu
sinni, Pam, leikin af Meg Ryan,
og stofnar „The Doors“, og þar til
hann deyr í íbúð sinni í París árið
1971. Hann rekur leiðina til frægð-
ar, veru hans í kvikmyndaskóla,
kvennamálin, róstusama sambúð-
ina með Pam, samvinnu hljóm-
sveitarinnar, æ meira dópruglið á
Morrison, tryllingslega tónleikana,
og réttarhöldin fyrir ósiðsama
hegðun Morrisons á sviði svo eitt-
hvað sé nefnt.
Það er sprengikraftur í frásögn-
inni og Stone fangar skemmtilega
tíðarandann og andrúmloft frjáls-
ræðisins en honum virðist meira í
mun að hrífa okkur með í æsandi
ferðalagið en veita innsæi og skiln-
ing á viðfangsefninu. Það er eins
og rofi sárasjaldan til í sýruruglinu
og þegar þú stígur út spyrðu:
Hver var hann eiginlega þessi Jim
Morrison og af hveiju var hann
svona? Var líf hans eitt sýrutripp?
I myndinni er Mórrison haldinn
magnaðri sjálfseyðingarhvöt og er
gagntekinn af dauðanum. Hann
hefur slitið öll tengsl við foreldra
sína og segir þá látna. Og hann er
í eilífri vímu af piliu og brennivíns-
áti. „The Doors“ er lýsing á taum-
lausum lifnaði Morrison í kynífi
og dópi og brennivíni, slarkið tekur
engan enda. Þetta er óneitanlega
mögnuð mynd af goðinu og Stone
er virkilega leikinn í að grípa
áhorfandann heljartaki með slá-
andi frásagnarstíl, hraða og ólgu
og frísklegri og mjög hreyfanlegri
kvikmyndatöku (stundum er eins
og myndavélin sjálf sé á sýru).
Hann skapar góða tilfinningu fyrir
tímabilinu og hippamenningunni
en hæst ber sviðsetningar á æ
tryllingslegri tónleikunum. Þær
eru ævintýralegar og ná hámarki
á Miami-tónleikunum 1969, atrið-
um sem eru með því öflugasta sem
maður hefur séð á þeim vettvangi.
Morrison sagði sjálfur frá því
að sálir eins eða tveggja indjána
hefðu sest að í sál hans þegar
hann var fjögurra ára. Þannig varð
til hin dularfulla ímynd Seiðmanns-
ins („Shaman") eða töfralæknisins.
Stone notar hana og setur Morri-
son í samband við dulúðugu krafta
indjánanna og lætur anda þeirra
fylgja honum hvert sem hann fer.
Það er heldur þungt yfirbragð
og alvörugefið yfir myndinni og
sárafáar kómískar stundir nema
lýsingin á hinum fræga Ed Sullivan
og svo stelur Crispin Glover sen-
unni í frábærlega skoplegri túlkun
sinni á Andy Warhoi. Sumstaðar
í byrjun vottar fyrir tilgerð í hippa-
talsmátanum (Síðasta víman var
algjör bömmer, maður).
Leikurinn er með mestum ágæt-
um. Kilmer vinnur leiksigur í aðal-
hlutverkinu. Sérstaklega er gaman
að fylgjst með honum endurskapa
í smáatriðum kraftmikla sviðs-
framkomu goðsins. Innlifunin er
fullkomin. Sú eina í leikhópnum
sem ekki virðist trúverðug er Meg
Ryan í hlutverki Pam en það má
að miklum hluta skrifa á hand-
ritið. Reyndar falla allar aðrar
persónur myndarinnar í skuggann
af Morrison en Kyle MacLachlan,
Kevin Dillon og Frank Whaley
(þeir leika hljómsveitarmeðlimina
Ray Manzarek, Robby Krieger og
John Densmore) krydda skemmti-
lega myndina.
Nefljótur hinn hugnmprúði
Að leiðarlokum. Anne Brochet sem Roxane og hinn hrifandi stór-
leikari Gérard Depardieu í minnisstæðri túlkun á heiðursmannin-
um nefljóta, Cyrano de Bergerac, í samnefndri stórmynd.
Kvikmyndir
Sæbjöm Valdimarsson
Regnboginn
Cyrano de Bergerac
Leikstjóri Jean Paul Rappeneau.
Handrit Rappenau og Jean-
Claude Carriere byggt á leikriti
Edmont Rostand. Kvikmynda-
tökustjóri Pierre L’Homme.
Tónlist Jean-Claude Petit. Aðal-
leikendur Gérard Depardieu,
Jacques Weber, Anne Brochet,
Vincent Perez, Roland Bertin.
Frakkland 1990.
Þessi dýrasta og stærsta mynd
Frakka um langa hríð er byggð á
kunnu leikriti um titilpersónuna,
leikinn af Depardieu, heimspeking,
rudda með gullhjarta, skáld og
vígamann — og ekki síst blóðheitan
og sannan gaskóna í Parísarborg
17. aldar. En það er eitt sem háir
þessum fjölhæfa manni, það er
nefið sem er með ólíkindum stórt
og setur því heldur meiri svip á
Bergerac en æskilegt getur talist.
Gerir það að verkum að hann ber
nokkra minnimáttarkennd fyrir
veikara kyninu, ekki síst Roxane
(Brochet) frænku sinni sem hann
elskar útaf lífinu. Þau eru þó trún-
aðarvinir og er hún verður hrifinn
af einum liðsmanna Begeracs, ein-
feldningnum Christian de Neuvil-
lette (Perez), verður hann milli-
göngumaður þeirra og semur í
nafni sauðarhaussins ægifögur ást-
arljóð og verður að auki að færa
henni þau sjálfur af vígstöðvunum.
Neuvillette fellur á vígvellinum
og árin líða en aldrei þorir Ber-
gerac hinn hugumprúði að segja
frænku sinni sannleikann, svipta
hana fegurðurljóma „skáldsins"
heldur kveist frekar í návist hennar
uns líður að lokum.
Mikilfengleg tragikómedía fær
hér stórmyndarmeðferð í höndum
kvikmyndargerðarmannanna og
farnast fiestum vel. Cyrano de
Bergerac er eitt kunnasta leikhús-
verk Frakka og hefur verið kvik-
myndað a.m.k. tvisvar áður. 1950
fór Jose Ferrer með hlutverk þess-
arar margslungnu persónu og hlaut
Óskarsverðlaun fyrir, að öðru leyti
er myndin sögð hafa fátt til síns
ágætis. En fjölmargir kannast við
útgáfu spaugarans Steve Martin
og Ástralíumannsins Fred Schepisi
Roxanne (’87), þar sem vitaskuld
var lögð mikil áhersla á rómantík-
ina en sorgleikurinn mátti hörfa
fyrir hamingjunni í lokin — að
hætti Holiywood. Útgáfa Rappene-
au er hinsvegar skelfing döpur,
eftir lang-sterkasta atriði myndar-
innar, í ieikhúsinu, verður hlut-
skipti hins ástarþjáða Bergerac æ
tragískara, þó svo að gaskóninn
fínni nokkra lífsfyllingu í eldheitum
ástaróðunum. Og þegar Frans-
menn fjalla um ástina getur orða-
flaumurinn orðið óskaplegur sem
kemur sér ekki of vel fyrir þann
mikla meirihluta sem lítið kann í
málinu og verður að hafa sig allan
við að rýna í textann á tjaldinu og
kemst lítið annað að á löngum
köflum.
Það hefur ekkert verið til sparað
og í flesta staði er Cyrano de Berg-
eraeheillandi stórmynd. Mörg atrið-
in eru vel gerð, einkum leiksviðss-
enan mikla sem áður er nefnd og
leiktjöld eru öll hin mikilfeng-
legustu. Textinn oftast safaríkur.
Hinsvegar stingur í auga veimil-
títan sem fer með hlutverk Neuvil-
lettes. Við hliðina á hinum storm-
andi og magnaða Depardieu er
hann svo ósköp lágkúrulegur að
enginn fær trúað því að hann eigi
nokkurt tækifæri á hjartanu henn-
ar Roxane. Sem er reyndar ósköp
heimiiisleg í meðförum Brochet.
Weber er hinsvegar sterkur í hlut-
verki hins slæga og undirförla De
Guiche, skapar þá virðingu sem
nauðsynleg er til að áhorfandinn
sé fullkomlega með á nótunum og
þau Brochet og einkum Perez
skortir tilfinnanlega.
Cyrano de Bergerac verður
minnst fyrir þátt aðalleikarans,
sagan frá 1950 endurtekur sig því
Dépardieu stelur henni einsog hún
leggur sig. Það er lífsreynsla að
fylgjast með þessum snjalla frans-
manni fara á kostum í hlutverki
sem ekki er á færi annarra en ör-
fárra stórleikara svo krefjandi sem
það er í öllum sínum blæbrigðum.
Hann er svo sannarlega þess virði
að myndin fái verðugar móttökur.
Pönnukökur o g
‘klattar í matinn
Heimilishorn
Bergljót Ingólfsdóttir
Fleira er matur en feitt kjöt var
einu sinni sagt fyrr á tíð og eiga þau
orð nú vel við þegar hugsað er til
þeirra breytinga sem orðið hafa á
matarvenjum landsmanna. Það hefði
einhvem tímann þótt saga til næsta
bæjar ef bornar hefðu verið fram
^máltíðir sem innihéldu hvorki fisk-
^né kjötmeti. Þegar menn unnu erfið-
isvinnu til sjávar og sveita þurftu
þeir líka kjarngóða fæðu.
En nú er komin önnur tíð, matar-
æði breytist eins og annað, ferskt
grænmeti þykir ómissandi með hverri
máltíð á fjölda heimila og er það
vei. Nú eru á borðum manna „pasta“,
,„pítur“ og „pizzur" sem virðast vera
uppáhaldsmatur ungs fólks eins og
sjá má í innkaupakörfum í stórmörk-
uðum. Sá hinn ítalski matur virðist
hafa slegið rækilega í gegn, hér sem
annars staðar.
En ef minnst er á léttari mat, fyr-
ir utan grænmetið, má benda á að
ósætar pönnukökur (oft þykkari
gerðin) og klattar, með kjöti, fiski
eða grænmeti koma vel til greina sem
uppistaða í máltíð.
Pönnukökur með grænmeti
2 egg
dál. salt
5 dl. mjólk
180 g hveiti
Egg, sait, mjólk og hveiti þeytt
saman, svo úr verði jöfn hræra. Kök-
urnar bakaðar á venjulegan máta og
ekki hafðar mjög þunnar.
Fylling:
1 púrra
Kiattar með skinku.
1 rauð paprika
1 græn paprika
150 g sneiddir sveppir
örlítill pipar
'h tsk. oregano
2 msk. olía
ca 60 g rifinn ostur
Púrran ér skorin í þunnar sneiðar,
paprikan í strimla og sett saman í
stóra ofnfasta skál, kryddi og olíu
bætt á. Sett í ofninn með álpappír
yfir og haft þa_r til grænmetið er
næstum meyrt. Á hveija köku er svo
sett í miðjuna skammtur af græn-
meti, rifnum osti stráð yfir, pönnu-
kakan vafin utan um, sett aftur í
ofninn og þetta látið hitna vel í gegn.
Klattar með skinku
2 di hveiti
salt
1 tsk. lyftiduft
1 peli mjólk
2 msk. bráðið smjör eða smjörlíki
1-2 dl smátt skorin skinka
Nota má annað kjötmeti, pylsur
eða annað.
Það sem fara á í deigið er sett
saman í skál og jafnað vel. Út í hrær-
una eru skinkubitarnir settir, klatt-
arnir bakaðir báðum megin og born-
ir fram með góðu hrásalati.
Eftirréttur
Deigið er þá annað.
\'h dl hveiti
'h msk. sykur
1 dl mjólk
1 dl kalt vatn
1 'h dl ijómi
3 egg