Morgunblaðið - 14.05.1991, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.05.1991, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1991 43 Kristín Einarsdótt- ir Syre — Minning Látin er í Reykjavík Kristín Ein- arsdóttir Syre söngkona. Þögnuð er nú þýða raustin. — Kristín syng- ur ekki framar fyrir okkur. Átján ára að aldri kom hún til Reykjavíkur og um tvítugt byrjaði hún að læra að syngja, fyrst hjá Sigurði Birkis og síðar fleirum, sem ég kann ekki að nefna, en síðast og lengst nam hún hjá Guðmundu Elíasdóttur söngkonu. Kristín hafði fallega alt-rödd, var gædd mjög góðum tónlistarhæfileikum, kunni ógrynni af lögum, íslenzkum, þýzk- um, dönskum og norskum. Vakti það furðu mína, hve vel hún var heima í þýzkum ljóðum, sem oft var erfitt að fá hér á íslandi, þegar hún var ung. Hún drakk í sig allt, sem hún heyrði sungið og söng mikið með kórum; Breiðfirðinga- kórnum, Dómkirkjukórnum undir stjórn dr. Páls ísólfssonar í ára- tugi, söng við jarðarfarir, var ein- söngvari í Jólaoratoríu Bachs, þegar hún var flutt hér í Reykjavík af Tónlistarkómum og hljómsveit Reykjavíkur undir stjórn dr. Victors Urbancic; söng í útvarpskórnum undir stjórn dr. Róberts A. Ottós- sonar, með Samkór Reykjavíkur og fór með honum til Norðurlanda. Dr. Róbert stjórnaði Samkórnum og síðar Söngsveitinni Fílharmoníu og söng Kristín þar með frá byijun og þar til Róbert lézt. Fyrr á árum söng Kristín mikið fyrir útvarpið og þá fyrstu árin í beinni útsendingu. Hún söng og söng, hér og þar og alls staðar, þar sem sungið var. Kristín var heiðurs- félagi í Félagi íslenzkra einsöngvara og á hún heiður skilinn- fyrir mikið og gott brautryðjendastarf í söng- lífi Islendinga. Fyrir hönd okkar félaga hennar í Söngsveitinni Fílharmoníu færi ég henni þakkir fyrir starf hennar og söng, gleði hennar og vináttu í full 40 ár. Hún var trygg vinum sínum, kát og skemmtileg í þeirra hópi, rausnarleg og höfðingleg heim að sækja. Hún stóð meðan stætt var en þegar hún komst ekki lengur á tónleika hafði líf hennar misst gildi sitt; hún lét þá smám saman af gleði sinni og beið eftir fari héðan. Hún óttaðist ekki dauðann en laut honum í auðmýkt. Það er stór stund að fæðast í þennan heim og tignar- leg, er sálin skilur við líkamann og heldur á vit ódauðleikans. Eftir langa lífdaga fagna flestir því að fá að fara. Kristín fæddist 14. september 1905 í Rúfeyjum við Breiðafjörð. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Þorláksdóttir og maður hennar Ein- ar Jóhannsson, skipstjóri frá Barða- strönd. Móðurfaðir Kristínar var Þorlákur Bergsveinsson, fæddur í Svefneyjum á Breiðafirði, og kona hans og amma Kristínar var Jó- hanna Ivarsdóttir. Margir ijölhæfir listamenn eru af þessari ætt, m.a. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld. Maður Kristínar var Gabriel Syre, af norskum ættum. Hann var gæfa hennar og gleði. Það var því þung- ur harmur fyrir Kristínu, er hann lézt 28. júlí 1983. Við vinir og félagar Kristínar úr Söngsveitinni Fílharmoníu kveðjum hana á vængjum söngsins. Aðalheiður Guðmundsdóttir „Hvenær, sem kallið kemur kaupir sér enginn frí.“ Margir þreyttir og þjáðir bíða lengi eftir að kallið komi og biðja þá fremur um lausn. Þannig var orðið ástatt um vinkonu mína Kristínu, en hún lést á Grund, sjúkradeild, 1. maí sl. á 86. aldursári. Kristín var ættuð úr Breiðafjarð- areyjum. Kornung missti hún föður sinn og þá, eins og gefur að skilja, hefur orðið mikil breyting á högum ungrar ekkju og fjögurra barna. Engar tryggingar eða styrkir til þess að framfleyta sér á. Oft komu þá ættingjar til hjálpar og mun svo hafa verið í þessu tilfelli. Kristín var alltaf með móður sinni, en hún vann fyrir þeim með saumaskap. Þegar ég kynntist Kristínu bjuggu þau þijú systkinin með móður sinni hér í Reykjavík og var svo meðan hún lifði og er mér minnisstætt hvað annt Kristín lét sér um móður sína. Lífið skapaði Kristínu ekki þær aðstæður að hún fengi að mennta sig fram yfir það, sem þá var talið nauðsynlegt, en hún varð sjálfmenntuð í góðu lagi, eins og svo títt var um íslenskt alþýðufólk. Kristín var grein af sterkum stofni, hún var stolt og skapmikil, heiðar- leg og hlý. Allir skyldu njóta sann- mælis og breytti það engu þótt um væri að ræða þann, sem Kristínu annars líkaði ekki við. Hún var ungum góð fyrirmynd á vinnustað, vann af kappi og var stundvís svo af bar. Ég var svo lánsöm að kynn- ast Kristínu þegar ég sem ungling- ur steig mín fyrstu spor utan vernd- andi veggja heimilisins. Við vorum daglega saman í 5 ár og notuðum frítíma til sameiginlegra ferðalaga. Aldrei fann ég að sá aldursmunur, sem var á okkur, skipti þar nokkru máli. Mér fannst eðlilegt að hún réði ferðinni að mestu og naut þess í staðinn að vera undir verndar- væng hennar. Það sem strax dró mig að Kristínu var, að í fari henn- ar fann ég þá eiginleika sem á mínu bernskuheimili voru taldir til dyggða og hallaði ég mér því örugg að henni. Stundum fannst mér, sem var feimin og óframfærin, Kristín mín svolítið ör, en ég held að með því hafi hún verið að dylja feimni, sem hún var alls ekki laus við. Aldrei man ég að okkur Kistínu yrði sundurorða, þótt stundum greindi okkur á. Hún sagði þá stundum: „Þetta er nú ekki rétt hjá þér G.G. mín.“ Kristín átti marga góða vini sem hún kynntist gegnum sönginn. Músíkin var hennar heimur, hennar líf og yndi og því var lífið orðið henni dapur- legt þegar hún gat ekki lengur notið þess sem músíklíf bæjarins hafði upp á að bjóða. Kristín hafði sérlega fallega alt- rödd, söng mörg ár í Dómkirkju- kórnum og vel vissi ég að oft vann hún í matartímanum sínum til þess að geta farið og sungið við jarðar- farir. Iðulega, eftir langan vinnu- dag, fór hún á söngæfingu, sem stóð yfir allt kvöldið. Hún var mjög virk í sönglífi bæjarins um langt skeið. Stundum varð ég vör við að hún var kvíðin þegar.hún átti að syngja einsöng. Hún hafði hárfína tilfinningu fyrir músík og gerði miklar kröfur og ekki síður til sjáifrar sín. Allt breyttist, okkar samverustundum fækkaði. Ég eignaðist stóra fjölskyldu og hún sinn góða mann. Oft skildu okkur úthöf að, en vinskapur okkar var þannig að þegar við hittumst á ný var eins og við hefðum kvaðst í gær. Kannski eiga allir sitt skapadæg- ur, en það hryggði mig að sjá þessa stoltu, sterku konu svo mjög beygða og bíða svo lengi eftir að kallið kæmi. Mennirnir þenkja en Guð ræður. Nú er það bæn mín að Kristínu minni líði vel og hún sé aftur búin að hitta þá sem voru henni kærastir í þessu jarðlífi. Bróður hennar, mágkonu og frænkum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. G.G. Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á . 15 klst námskeiöi fyrirbyrjendurl Fáiö senda námsskrá. -------------------------------- *o Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - flmm ár f forystu KALT VAX - NÚTÍMA HÁREYÐING Kalt vax fjarlægir óæskileg líkamshár. Eitt handtak og öll hárin hverfa. Allt sem til þarf er tilbúið á einum rennjngi. Ekkert sull, engin fyrirhöfn, að- eins eitt handtak. s; Tvær stærðir: 1) Stærri gerð fyrir t.d. fótleggi Minni gerð fyrir t.d. andlit eða bikini línu. Póstkröfusendum Stella, Bankastræti 3 Haskaup, Kringlunni InfiflilsapÓtelí, Kringlunni Breiðholtsapótek. Álfabakk Húsavíkurapótek, Húsavík Hagkaup, Skeifunni HVAÐA VEÐRISEMER Meö Meco þarftu ekki að hafa áhyggjur af veðrinu, það er alltaf hægt að grilla. sW- Hönnun MECO: Loftflæðið gerir Meco að frábæru útigrilli: • Það sparar kolin. • Brennur sjaldnar við. • Hægt er að hækka og lækka grindina frá glóðinni. • Tekur styttri tíma að grilla og maturinn verður safaríkari og betri. • Auðveld þrif. Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI69 1515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 l/ti&utjKSveáfcfCUtÉe^iSaMjti/uftítH,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.