Morgunblaðið - 14.05.1991, Síða 44

Morgunblaðið - 14.05.1991, Síða 44
44 MANEX HÁRVÖKVINN Sigríður Adólfsdóttir; „Fyrir 15 árum varð ég fyrir þvi óhappi í Bandaríkjunum að lenda í gassprengingu og missti við það augabrúnirnar, sem uxu aldrei aftur. Ég fór að nota MANEX vökvann og i dag er ég komin með fullkomnar augabrúnir. Hárgreiðslumeistarinn minn, Þórunn Jóhannesdóttir Keflavík, segir þetta vera hreint kraftaverk". Jóna Björk Grétarsdóttir: Ég missti megnið af hárinu 1987 vegna veikinda. Árið 1989 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt, svo þurrt og dautt og vildi detta af. Siðan kynntist ég MANEX. Eftir 3ja mánaða notkun á MANEX próteininu, vitamíninu og sjampóinu er hár mitt orðið gott og enn í dag finn ég nýtt hár vera að vaxa “. Fæsl í flestBia apðteRum, lirsreiðslu- og rakarsstofuæ öfíi lanti aiit. Dreifing: anfóraia S. 680630. Jóhannes S. Jóhannesson: „Ég hafði i gegnum árin reynt allt til að losna við flösuna en ekkert dugði. Ég hélt ég yrði bara að sætta mig við þetta. En nú veit ég betur. Vökvinn virkilega virkar“. Elín Sigurbergsdóttir: „MANEX hárvökvinn hefur virkað með ólikindum vel fyrir mig. Ég var því sem næst að missa allt hárið. Það datt af i flygsum og ég var komin með hárkollu. Fljótlega eftir að ég byrjaði að nota MANEX hætti hárlosið og i dag er ég laus við hárkolluna og komin með mikið og fallegt hár. Læknirinn minn og kunningjar minir eru hreint undrandi á þessum ár- angri". MORGUNBLAÐIÐ MtlBJUDAGUK 14. MAÍ 1991 Minning: Sverrir Erlendsson fyrrv. skipstjóri Fæddur 19. júní 1925 Dáinn 5. maí 1991 Sverrir Erlendsson fyrrverandi skipstjóri varð bráðkvaddur við störf sín sunnudaginn 5. maí síðast- liðinn, 65 ára að aidri. Sverrir var sonur Erlendar Árna- sonar og Önnu Ófeigsdóttur. Þau létust bæði þegar Sverrir var bam að aldri. Þá fór hann í fóstur á ágætis heimili móðursystur sinnar, Þórdísar Ófeigsdóttur, og manns hennar Bjöms Snæbjömssonar. Sverrir kvæntist móður minni Dóru Bergþórsdóttur árið 1956, er ég var ungur að árum. Það fór strax vel á með okkur og hann átti eftir að reynast mér og síðan fjölskyldu minni einstaklega vel alla tíð. Sverrir var ekki gamall þegar hann fór að stunda sjóinn enda varð hann snemma að standa á eig- in fótum. Hann var um árabil stýri- maður og síðan skipstjóri á ýmsum togurum, m.a. hjá frænda sínum Tryggva Ófeigssyni á togurunum Neptúnusi, Marz og Úranusi, en síðustu árin sín til sjós var hann skipstjóri á togaranum Ymi frá Hafnarfirði. Eftir liggur dijúgt dagsverk á starfsvettvangi þar sem gerðar eru strangar kröfur. Fjölskyldulíf sjómannsins mótast mikið af fjarveru heimilisföðurins og hér á árum áður var minna um frí en nú tíðkast, auk þess sem að mörgu þarf að hyggja á milli veiði- ferða og dagar í landi hjá yfirmönn- um eru oft æði annasamir. Sam- verustundimar verða hins vegar dýrmætar og þegar Sverrir var í landi fannst okkur alltaf vera hátíð- isdagar. Sverrir var mikill Qölskyldumað- ur og fór t.d. ekki fram hjá neinum hve hreykinn hann var af litla dótt- ursyninum, sem skírður var í höfuð- ið á afa sínum. Mér fannst því að hann kynni að mörgu leyti vel að meta það síðustu árin að loknum löngum sjómannsferli, að vera kom- inn í land í rólegri störf og hafa meiri tíma fyrir fjölskylduna og til að sinna áhugamálum sínum, en hann hafði gaman af að leika golf og fylgidst vel með í knattspyrnu og fór á völlinn þegar færi gafst. Á unglingsárunum var ég í skóla- fríum háseti þar sem Sverrir stýrði skipi og kynntist ég honum þá einn- ig frá þeirri hlið. Hann var farsæll skipstjóri og ég varð þess var, að hann lét sér einstaklega annt um þá menn, sem hjá honum störfuðu enda var hann ætíð virtur og vin- sæll meðal áhafnarinnar. Á veiðunum skiptast á skin og skúrir. Stundum er mokafli og allt gengur í haginn, í önnur skipti er ördeyða og skipstjórinn þarf að taka afdrifaríkar ákvarðanir. Á að taka áhættuna á langri siglingu til Græn- lands eða á önnur fjarlæg mið, upp á von og óvon, eða á að taka stefn- una suður og austur fyrir land? Þá er sjálfsagt bijóstvitið oft lát- ið ráða, en einnig nýtist vel mennt- un og löng reynsla og þá koma sér vel þeir eiginleikar, sem Sverrir var gæddur í ríkum mæli, að vera mað- ur afskaplega æðrulaus en ekkert haggaði rósemi hans þó á móti blési. Það er dýrmætt og lærdómsríkt að fá að kynnat slíkum mönnum í uppvextinum. Stundum gafst tækifæri til að renna fyrir lax. Þá komu vel í ljós þeir hæfileikar sem einkenna afla- manninn. Hann var jafn laginn að kasta flugu og renna maðki en auk þess kappsamur og iðinn, alltaf sannfærður um að vel myndi ganga. Áhuginn var ódrepandi. Þegar var búið að leggja drög að veiði sumars- ins er kallið kom, alltof snemma. Mennirnir gera sínar áætlanir en guð ræður. Veiðiferðimar verða ekki fleiri. Fósturfaðir minn Sverrir Er- lendsson hefur nú lagt upp í sína síðustu ferð. Harmur er kveðinn að móður minni og systrum mínum, Hallfríði, Önnu og Ásgerði, en það er huggun harmi gegn að eftir lifa góðar og bjartar minningar. Við Hildur og börnin biðjum góðan guð að blessa sálu hans. Bergþór Konráðsson Mig langar til að minnast Sverr- is Erlendssonar í nokkmm orðum. Ég byijaði með Sverri um áramctin 1976-’77 sem annar stýrimaður á b.v. Ingólfi Arnarsyni og færðist brátt upp í starf fyrsta stýrimanns. var ég óslitið með honum, fyrst tvö ár á Ingólfi og svo þrjú ár á b.v. Ými frá Hafnafirði. Sverrir reyndist mér góður læri- meistari, enda laginn og reynslu- mikill skipstjóri og fór vel með veið- arfæri og skip. Hann hafði orð á sér hjá öllum útgerðum sem hann hafði verið hjá fyrir það hvað hann fór vel með veiðarfæri, sem er ekk- ert smáatriði vegna þess hve stór kostnaðarliður þau eru í útgerð. Sverrir gat verið stífur og látið í sér heyra þegar mikið lá við, en þegar hann kom niður í mat byij- aði hann strax að gantast við mann- skapinn og þá var allt búið og gleymt. Þannig var Sverrir. Það vita allir sjómenn sem þekktu Sverri að hann hafði tekið ástfóstur. við viss fiskimið, svokölluð Fjöll, suðvestur af Reykjanesi. Á sumrin fyllti hann t.d. b.v. Ingólf Amarson oft á skömmum tíma, fékk þá 340 tonn á 10-12 dögum einn túrinn, man ég. Sverrir var einn fyrsti íslending- urinn sem byijaði að toga á Fjollun- um, fýrst eftir baujum á b.v. Úran- usi. Svo eftir að C-lóraninn kom voru allir þessir hólar merktir í lór- antötum og lóranlínum og dregið eftir því. Þetta var allt komið inn í kollinn á Sverri, hann þurfti hvorki að nota kort eða annað, bara að líta á lórantölurnar. Sverrir var líka kunnugur víðar, t.d. út af Austur- ljörðum. Hann gerði líka oft góða túra fyrir vestan, á Halamiðum. Að lokum vil ég minnast Sverris sem góðs drengs. Hann var mikið snyrtimenni. Bæði var hann sjálfur alltaf glæsilega til fara og kapp- kostaði jafnframt að hafa skipið snyrtilegt, bæði utan sem innan. Lét hann mannskapinn þrífa skipið reglulega að innan þegar langar keyrslur voru milli miða. Ég vil þakka honum þessi fimm ár sem ég fékk að starfa með honum og þann lærdóm og þekkingu í fisk- veiðum og skipstjóm sem hann miðlaði mér. Eiginkonu, dætrum og fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Kristján Grétar Sigurðsson Þegar okkur systkinunum var tilkynnt að elsku afi Sverrir væri dáinn braust út mikil sorg. Andlát hans bar mjög skyndilega að og var mikið áfall fyrir okkur öll. Annan eins missi höfum við aldrei fyrr þurft að horfast í augu við. Afi Sverrir eins og við kölluðum hann alltaf, reyndist okkur barna- börnunum mjög vel og var okkur mjög góður. Hann var yndislegur maður, glaðvær og rólegur. Minningarnar um þær stundir sem við áttum saman eru margar og góðar. Munu þær aldrei gleym- ast. Liv, Halldór og Bergþór Lítill drengur situr á kollinum sínum fyrir framan dyrnar að her- bergi þar sem móðir hans liggur fársjúk. Hann má ekki fara inn til hennar en rær fram og aftur og tautar fyrir munni sér: „Það deyr enginn í dag, það deyr enginn á morgun, það deyr enginn, aldrei!" Þessi drengur, sem því miður varð ekki að ósk sinni, var elskulegur frændi minn, sem hér er kvaddur. Hvíti dauðinn hrifsaði móður hans frá honum þegar hann var tæpra sex ára og föður sinn missti hann hálfu öðru ári síðar. Athvarf átti hann eftir það hjá móðurfólki sínu, aðallega hjá Þórdísi, móðursystur sinni og manni hennar Birni Snæ- björnssyni. Á miða sem Arnljótur, uppeldisbróðir hans, fann að móður sinni látinni stendur þetta: „Sverrir litli kom hingað alkominn 30. sept- ember 1932.“ Foreldrar Sverris voru þau Anna Ófeigsdóttir og Erlendur Árnason. Þau giftust ekki. Var Anna dóttir hjónanna Ófeigs Ófeigssonar frá Fjalli á Skeiðum og Jóhönnu Frí- mannsdóttur frá Hvammi í Langa- dal. Bjuggu þau lengst í Ráðagerði í Leiru en fluttu til Reykjavíkur 1926. Anna gekk í Kvennaskólann og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn. Mörgum árum síðar sagði fröken Ragnheiður Jónsdóttir, þá kennari við skólann, við unga frænku Önnu, Halldóru, sem var að hefja þar nám: „í þessu sæti sem þér sitjið í sat stúlka sem var minn besti nemandi í skólanum í gegnum árin. Það mætti segja mér að þið væruð skyldar." Anna þótti afbragð ungra kvenna í sjón og raun og var foreldrum og systkinum hjálpar- hella. „Anna leysti allan vanda, var afgerandi" segir Bjöm bróðir henn- ar. Hún var elskuð af öllum. Ófeigur, bróðir Önnu, sat löngum hjá henni þegar hún lá fyrir dauðan- um á Vífilsstöðum. í herbergi með henni lá 18 ára stúlka sem var mjög alvarlega veik og vissi að hún myndi deyja. Hún grét oft mikið, ekki aðeins vegna þess að hún myndi deyja, heldur hafði hún ekki þekkt foreldra sína og vissi ekki hver myndi taka á móti sér þegar hún kæmi yfir landamærin. Anna reyndi oft að hugga hana þó að sjálf væri hún við dauðans dyr. Eru þær oft að tala um þetta. Anna hafði alist upp á miklu menningar- heimili og hafði lesið mikið af kvæð- um Jónasar Hallgrímssonar. Sagði hún henni frá honum og fór með kvæði eftir hann. „Ég er viss um að hann Jónas Hallgrímsson myndi taka á móti þér,“ sagði hún við stúlkuna og eftir það var eins og henni yrði rórra. Erlendur, faðir Sverris, var bóndi á Móum á Kjalarnesi. Sótti einnig sjó, eins og gekk. Foreldrar hans voru Árni Bjömsson, bóndi þar, ættaður úr Mýrdal. Kona Árna var Sigríður Jónsdóttir frá Bakka í Landeyjum. Voru böm þeirra mörg. Föðurfólkið var Sverri gott. Var hann t.d. í sveit hjá Oddnýju föður- systur sinni á Esjubergi og föður- bræður hans, Ólafur og Jón, sem bjuggu í Reykjavík, vom honum afar góðir. Einn föðurfrænda hans er Jónas Sigurðsson, fv. skólastjóri Stýrimannaskólans. Hinn þekkti lýtalæknir Árni Bjömsson og Sverr- ir vom bræðrasynir. Hugur Sverris stóð til sjó- mennsku. Var hann til sjós í ein 40 ár, þar af skipstjóri í 20 ár. Fór hann fyrst á sjóinn 1940 er hann réðst í skiprúm til Ólafs móðurbróð- ur síns á bv. Hafstein frá Hafnar- fírði. Fiskimannapróf frá Sjómann- askólanum tók Sverrir 1952. Lengst var hann á skipum útgerðarfélag- anna hf. Júpíters og hf. Marz, sem annar móðurbróðir hans, Tryggvi, var aðaleigandi að, þar af skipstjóri á Úranusi í rúman áratug. Einnig var hann skipstjóri á togurum Bæj- arútgerðar Reykjavíkur og síðustu árin á skuttogaranum Ými frá Hafnarfirði. Sverrir kvæntist hinn 16. apríl 1956 Dóru Bergþórsdóttur. Ásgerð- ur Skjaldberg, móðir Dóm, lifir í hárri elli, en Bergþór H. Bergþórs- son, faðir hennar sem var bóndi á Ölvaldsstöðum á Mýrum, er látinn. Dætur Sverris og Dóru em tvær, Anna, fædd 8. nóvember 1956, og Ásgerður, fædd 1. mars 1962. Anna er í framhaldsnámi í skurðlækning- um við háskólann í Edinborg en Ásgerður er á kandídatsárinu í læknisfræði. Sambýlismaður henn- ar er Steinn Auðunn Jónsson, í sérnámi í barnalækningum við Kar- ólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Eiga þau ársgamlan son, Sverri, sem hafði búið sér traustan stað í hjarta afa síns og nafna. Dóra átti tvö börn af fyrra hjóna- bandi sem urðu stjúpböm Sverris. Hallfríður er gift Axel Gíslasyni, forstjóra Vátryggingafélags ís- lands. Eiga þau tvær dætur, Sól- veigu og Dóm Björgu. Bergþór er framkvæmdastjóri Sindrastáls, kvæntur Hildi Halldórsdóttur, meinatækni. Börn þeirra eru Lív, Halldór Birgir og Bergþór Óttar. Sverrir átti fyrir soninn Guðjón Inga, fæddan 14. okt. 1953. Er hann prentari, kvæntur Guðbjörgu Hauksdóttur. Þeirra sonur er Ófeig- ur Jóhann. Sverrir Erlendsson var vel af guði gerður, fríður og karlmannleg- ur, greindur, glaðsinna og hafði gott skopskyn. Undir niðri sló samt hjarta alvörumannsins. Skáldið Smári sagði eitt sinn að gáfur án vilja væm lítils virði. Sverrir hafði viljann og hann var líka skylduræk- inn. Það var ekki ofsagt að hann hafði lagt sig allan fram í starfi. Þessa nutu allir þeir sem áttu eitt- hvað undir því að vel tækist til um stjóm togaranna sem honum var treyst fyrir, jafnt útgerð sem áhöfn — og þjóðin öll, að sjálfsögðu. Hann ávann sér vináttu og virðingu undir- manna sinna jafnt sem eigenda skipanna. Ágúst Sigurðsson, útgerðarmað- ur Ýmis, sagði um hann: „Hann var alveg sérstakur maður, sérstakur heiðursmaður. Var duglegur og vel Iiðinn af öllum mönnum sem hann átti viðskipti við. Var alveg sérstakt prúðmenni. Hann sótti Ymi fyrir okkur til Englands 1978 og var með hann þangað til hann veiktist." Sverrir kom í land 1982 vegna veikinda. Hann starfaði hin síðari ár sem vaktmaður hjá Sambandinu inni í Sundahöfn. Veikindum sínum tók hann af meðfæddu æðruleysi en lánsamur var hann, að eiga að trausta og góða konu og börnin sín. Veri Sverrir, frændi minn, kært kvaddur. Rannveig Tryggvadóttir Á morgni lífsins, eru mönnum sköpuð þau örlög, að dauðinn kveðji dyra. Dauðinn er það gjald, sem lífs- skuldin skal greidd með. Dauðinn er sú dularfulla gáta, sem mannkyn- ið hefur glímt við að leysa, bæði raunhyggja og dulspeki. Ef til vill er dauðinn aðejns bjart hlið nýs og æðra tilverustigs. Slík von ætti að vera lifendum hollt veganesti á jarð- vistarbraut þeirra. Þá gætu þeir ótt- alaust horft til síns skapadægurs, og kvatt ástvini hinstu kveðju fullir trausts, án yfirþyrmandi sorgar, en með söknuði aðskilnaðarins, og von um endurfundi. Það er að vísu satt, að enginn fær flúið þessi örlög sín, en með misjöfn- um hætti eru þeir leiddir á vit þeirra. Margur þarf að heyja langa og stranga baráttu áður en yfir lýkur, en aðrir eru kvaddir til hinstu ferðar mitt í erli og önn dagsins. Það er einmitt þannig, sem svili minn og góðvinur til margra ára, Sverrir Erlendsson, fyrrum skip- stjóri, kvaddi þennan heim. Hann varð bráðkvaddur við störf sín sunnudaginn 5. maí sl. Síðasta kall- ið kom af skyndingu, og hann bjóst umsvifalaust til siglingarinnar síð- ustu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.