Morgunblaðið - 14.05.1991, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1991
t
Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir,
SVEINN KRISTÓFERSSON,
frá Litla Bergi,
Skagaströnd,
lést á Héraðshælinu á Blönduósi fimmtudaginn 9. maí.
Teitný Guðmundsdóttir,
Guðmundur Sveinsson, Margrét Guðbrandsdóttir,
Gunnar Sveinsson, Bára Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn,
RAGNAR Þ. GUÐLAUGSSON
blikksmiður,
Hátúni 10,
andaðist í Borgarspítalanum 12. maí.
Fyrir hönd aðstandenda.
Kristín L. Guðjónsdóttir.
t
Móðir okkar,
SIGURRÓS SVEINSDÓTTIR,
fyrrum formaður Verkakvennafélagsins
Framtíðarinnar í Hafnarfirði,
lést á Sólvangi 13. maí.
Sveinn Magnússon,
Kristín Magnúsdóttir,
Erna Fríða Berg.
H TTT'
T77T
Kveðja:
GuðmundurF. Þor-
kelsson, Bjargi
Fæddur 23. júní 1987
Dáinn 23. apríl 1991
Nú er elsku litli frændi og vinur
okkar horfinn af þessum heimi.
Okkur hlakkaði alltaf til að sjá
hann og systur hans þegar við vor-
um á leiðinni í sveitina góðu. Við
eigum margar góðar minningar um
Guðmund okkar. Til dæmis þegar
við löbbuðum niður í fjöru og óðum
í sjónum og tíndum söl. Við fórum
stundum á hestbak á Lísuhól og
það fannst Guðmundi gaman. En
nú vitum við að Guðmundi litla líður
vel uppi hjá Guði og við kveðjum
lítinn frænda og vin með þessu
versi:
Hvi var þessi beður búinn,
barnið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð í hans höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(B. Halld.)
Elsku Haddý, Geir og Margrét
litla. Megi Guð gefa ykkur styrk á
þessum erfíðu tímum og trú á að
birti upp um síðir.
Samúðarkveðjur.
Ninja Björk frænka
og Nanna Björk.
Þegar lítill drengur er óvænt
burtkallaður úr þessu lífi, vaknar
spurningin hvers vegna? Þá verður
oft fátt um svör. En minningin um
lítinn bjartan hrokkinkoll lifir áfram
hjá okkur sem eftir sitjum með sorg
í hjarta. Þótt ævin hafi ekki verið
löng þá gaf hann okkur öllum sem
þekktum hann eitthvað gott og
dýrmætt. Ég sé fyrir mér fallega
mynd af tveim systkinum sem leidd-
ust í heimsókn til okkar sem bjugg-
um á Sjónarhóli á sumrin. Ég minn-
ist lítilla fóta sem trítluðu um tún
og móa á eftir pabba eða mömmu
í daglegum störfum, sem hann vildi
fá að taka þátt í þótt ungur væri.
Það er tilgangur með öllu í heimi
hér og einnig með dauða lítils
drengs, þótt erfitt sé að skilja það.
En lífíð er eilíft og Guðmundur litli
lifir áfram í nýrri veröld, umvafinn
kærleika Guðs og þar þroskast hann
áfram og hefur sitt hlutverk. Minn-
ingin um hann gerir okkur öll ríkari.
Elsku Haddý, Geir og Margrét
litla. Við vottum ykkur innilega
samúð okkar og biðjum góðan Guð
að styrkja ykkur í sorg ykkar.
Þið eignuðust lítinn gimstein og
þið eigið hann enn á himnum.
Vort traust er allt á einum þér,
vor ástarfaðir mildi.
Þín náð og miskunn eilíf er,
það alla hugga skyldi.
í hveiju, sem að höndum ber,
og hvað sem bágt oss mætir,
þín hjálp oss nálæg ætíð er,
og allar raunir bætir.
(Páll Jónsson)
Sigga og börn, Sjónarhóli
t
Ástkær eiginkona mín, móöir, tengdamóðir og amma,
ÞORGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 16,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 13. maí.
Hólmsteinn Hallgrímsson,
Sigrún Hólmsteinsdóttir, Richard Appleby,
Guðmundur Hólmsteínsson, María Kristín Thoroddsen,
Hallgrímur Óli Hólmsteinsson,
Guðrún Hólmsteinsdóttir, Einar Erlingsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
SIGURBJÖRN LEIFUR BJARNASON
rafvirkjameistari,
Jöklaseli 13,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju miðvikudaginn 1 5. maí kl. 15.00.
Elínborg Sigurðardóttir,
Svava Björg Sigurbjörnsdóttir, Kent L. Ellard,
Eva Sigurbjörnsdóttir,
Sigurður Bjarni Sigurbjörnsson,
Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir.
t
Áskær eiginmaður minn,
JOHN FLEMMING HANSEN,
Austurbrún 4,
Reykjavík,
lést þann 9. apríl sl. í Landspítalanum.
Að ósk hins látna hefur minningarat-
höfn farið fram í kyrrþey.
Fjóla Tryggvadóttir
og aðstandendur.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
HRÓLFUR KR. SIGURJÓNSSON,
frá ísafirði,
Krummahólum 10,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 15.
maí kl. 13.30.
Njála Guðjónsdóttir,
Sigurjón Hrólfsson Kristjana Jónsdóttir,
Erla Hrólfsdóttir, Helgi Jóhannesson,
Bára Hrólfsdóttir, Torbjörn Haug,
Jóhanna Tómasdóttir, Þorsteinn Laufdal,
barnabörn og barnabarnabörn.
Baldvin Ólafsson,
Akureyri - Minning
Baldvin Ólafsson, góður æfínga-
félagi okkar eldri drengja í Val, er
fallinn frá í blóma lífsins. Hörmu-
legt bílslys í Englandi 2. maí varð
þess valdandi og okkur félaga hans
setti hljóða. Minningar þyrluðust
upp og við minntumst þess er Beggi
eins og hann var kallaður, mætti
fyrir nokkrum árum til æfinga hjá
okkur í innanhússknattspyrnu.
Þarna var hann þessi þrekni ljós-
hærði Þórsari frá Akureyri og lét
móðan mása um menn og málefni.
Við minnumst eldmóðs og ákveðni
sem geisluðu af honum, hann var
fastur fyrir á leikvelli en fljótur að
brosa og afsaka sig ef hann braut
á mótheija. Ákveðnar skoðanir
hafði hann á flestum hlutum og
þurfti oft mikinn tíma til að ræða
málin. Þessi ákveðni hans mun hafa
hjálpað honum fyrr á lífsleiðinni,
er hann gekk gegnum mikla erfið-
leika og vann hann bug á þeim svo
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR,
lést á Hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 9. maí.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 16. maí
kl. 15.00.
Páll Jónsson,
Svala Jónsdóttir, Sigurður Karl Sigurkarlsson,
Sindri Karl Sigurðsson,
Þórunn Sigurðardóttir,
Anna Sigríður Sigurðardóttir.
t
Bróðir okkar,
ÞÓRÐURJÓNSSON
cand. mag.,
sem lést 7. þ.m., verður jarðsunginn frá nýju kapellunni í Foss-
vogi miðvikudaginn 15. maí kl. 13.30.
Jórunn Jónsdóttir,
Bryndís Jónsdóttir,
Halldór Ó. Jónsson,
Guðrún S. Jónsdóttir,
Þuríður J. Sörenssen.
t
Elskuleg systir mín og móðursystir,
SIGRÚN MARIA SCHNEIDER,
Reynimel 51,
verður jarðsungin frá Kristkirkju, Landakoti, fimmtudaginn 16.
maí kl. 15.00.
Þeirh, sem vildu minnast hennar, er bent á Kristkirkju, Landakoti.
Fyrrr hönd ættingja og vina,
Lydia Schneider Jörgensen, Valgarð Jörgensen,
Guðrún Barbara Tryggvadóttir, Guðjón Sigurbjartsson.
til óstuddur. Nú á síðari árum
blómstraði íþróttaáhugi hans. Hann
stundaði innanhússknattspyrnu
með okkur í Valsheimilinu en golfíð
var alltaf skammt undan. Eftir
æfingar fór oft mikill tíma í umræð-
ur um golf og nú undir það síðasta
talaði Beggi með mikilli tilhlökkun
um væntanlega golfferð, sem síðan
varð hans síðasta í þessu lífi. Beggi
var þrátt fyrir góðan hug sinn til
Vals, Þórsari og ekkert gat breytt
því, hann var tryggur sínu félagi.
Eldri drengjahópur Vals minnist
góðs félaga með söknuði og sendir
öllum aðstandendum og ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. knd. Vals,
Hilmir Elisson.
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI48. SlMI 76677