Morgunblaðið - 16.05.1991, Síða 29

Morgunblaðið - 16.05.1991, Síða 29
Aukakosningar í Bretlandi: Frambjóð- anda Verka- mannaflokks spáð sigri St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frí- mannssyni, fréttaritara Morgun- blaðsins. Aukakosningar verða haldnar í dag, fimmtudag, í kjördæminu Monmouth í Bretlandi. Búist er við tví- sýnum kosningum og jafn- framt að verði úrslitin óhagstæð íhaldsflokknum muni John Major forsætis- ráðherra vart boða til nýrra kosninga á þessu ári. Sir John Stradling Thomas, fyrrum þingmaður íhalds- flokksins í Monmouth, lést skyndilega fyrr á árinu, en hann hafði ákveðið að bjóða sig ekki fram við næstu þing- kosningar. Þegar þingmaður fellur frá í einmenningskjör- dæmi verður að halda auka- kosningar. í kosningunum 1987 fékk íhaldsflokkurinn 47,5% at- kvæða í kjördæminu, Verka- mannaflokkurinn 27,7% og fijálslyndir 24%. Kosningabar- áttan að þessu sinni hefur mótast af því, að almennar þingkosningar nálgast hröðum skrefum. Allir flokkar hafa sent forystumenn sína í kosn- ingabaráttuna. Niðurstöður skoðanakönnunar, sem birtust á þriðjudag, benda til sigurs Verkamannaflokksins. Sam- kvæmt þeim niðurstöðum hafði flokkurinn 8% forskot á íhaldsflokkinn en fæstir eiga hins vegar von á afdráttar- lausum sigri Verkamanna- flokksins, telja að þær verði tvísýnar. Sigri Verkamannaflokkur- inn í þessum aukakosningum, útilokar það vafalaust þing- kosningar í júní en John Major forsætisráðherra hefur neitað að vísa þeim möguleika á bug fram að þessu. skuli aðgang að fiskimiðum aðgangi að mörkuðum sé ónýt. Hún sé þraut- reynd og hafi aldrei virkað, samning sem hafi verið gerður við Kanada á þessum nótum hafi Kanadamenn ein- hliða numið úr gildi 1987. í Brussel er bent á að á þessari reglu sé önnur hlið. Það sé rétt að reglan hafi fælt ríki frá samningum um greiðari að- gang að mörkuðum EB en það sð álitamál hvort bandalagið hafí ein-' hveiju tapað á því. Sem stendur er eftirspurn eftir sjávarafurðum mun meiri en framboðið, hvort heldur er til vinnslu eða neytenda. Vinnslunni innan EB er að hluta til tryggt inn- flutt hráefni með takmörkuðum tollaívilnunum á nauðsynlegu hráefni og jafnvel með sérstakri bókun, s.s. við Islendinga. Neytendur innan EB hafi undanfarið greitt tolla af sjávar- afurðum möglunarlaust og töluvert muni um tollatekjurnar sem renna í sjóði EB. Benda megi á að tolla- greiðslur íslendinga vegna innfluttra sjávarafurða til EB á yfirstandandi ári koma til með að nema sem svar- ar nýlegri úthlutun EB til endurnýj- unar á flota bandalagsins og fram- kvæmda í fiskeldi. Það er grátt gaman fyrir íslend- inga að innflutningur þeirra á sjávar- afurðum til EB stendur að hluta til undir styrkjakerfinu sem þeim er hvað mestur þyrnir í augum. Vegna samninganna við EFTA er bent á að verði gerð undanþága vegna ís- lendinga frá samningsreglunni muni aðrir fylgja í kjölfarið og kreijast hins sama. Framkvæmdastjórn EB hafi ekki áhuga á að standa í stappi við t.d. Bandaríkjamenn vegna frí- verslunarkjara á sjávarafurðum. jeei íam ai fflJOAgUTMlÖ? ŒOAJaMuaflöM •MORGUNBLAÐIÐ FJMMTUDAGUR 16. MAI-1991- - Nýkomnir BIRKENSTOCK sandalar í úrvali Laugavegi 41, s. 13570. Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 14181. Reuter Jiang Zemin og Míkhaíl S. Gorbatsjov ræðast við í Kreml í gær. Leiðtogi kínverskra kommúnista í Moskvu: Stefnt að bættri sambúð ríkjanna Moskvu. Reuter. JIANG Zemin, leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, kom í gær í opinbera heimsókn til Moskvu og er markmiðið að bæta sambúð ríkjanna en leiðtoga þeirra greinir meðal annars á um hugmynda- fræði marxismans. Jiang er hæstsetti ráðamaður alþýðulýðveldisins sem sótt hefur Kremlverja heim frá því Mao Zedong var einvaldur í Kína. Heimsókn Jiangs stendur í fimm daga og formlega er um að ræða samskipti kommúnistaflokka land- anna. Sovéski flokkurinn hefur að nafninu/til afsalað sér lögbundnu forystuhlutverki í landinu en kín- verskir kommúnistar halda fast í einræði flokksins. Samt sem áður tók varaforseti Sovétríkjanna, Gennadíj Janajev, á móti Jiang á flugvellinum en Míkhaíl S. Gor- batsjov Sovétforseti er einnig leið- togi sovéska kommúnistaflokksins. Hann fór í heimsókn til Kína árið 1989 er mikil stjórnmálaólga var þar í landi og umbótasinnar hróp- uðu nafn Sovétleiðtogans til árétt- ingar kröfum sínum. Fáeinum dög- um eftir heimsóknina myrtu kínver- skir hermenn þúsundir vopnlausra borgara á Torgi hins himnneska friðar í Peking er mótmæli lýðræð- issinna voru brotin á bak aftur. Sovéskir embættismenn sögðust búast við að Jiang og Gorbatsjov myndu ræða öryggis- og vamarmál við norðvesturhluta Kyrrahafs og reyna að flýta áætlunum um gagn- kvæma fækkun í heijum á landa- mærum ríkjanna auk þess sem fjall- að yrði um fleiri svið traustvekjandi aðgerða. Edith Cresson, forsætisráðherra Frakklands: KRAFTVERKFÆRI^ -ÞESSISTERKU RAFMAGN^HANDVERKFÆRI " FYRIR ÞA KRÖFUHÖRÐU HJOLSOG STINGSOG nK, 4495H - 450 vatta - 60 mm sögunardýpt . - snúningsblað PH865U -1200 vatta m-Karbitblað - öryggisrofi SLÍPIPÚÐI BELTASLIPIVEL 7576U -180 vatta 26000 sn/mtn -1,4 kg 1205H - 600 vatta 130-200 m/mín - 2,8 kg SLIPIROKKUR 9420H -710vatta -10000 sn/mín - 2,0 kg ^■Pgihl. taska, borar, SDS patróna HEFILL FRÆSARI 92H - 705 vatta 15000 sn/mín 1835U í - 800 vatta 25000 sn/mín - 3,2 kg SKIL - KRAFTVERKFÆRI HENTA ÞEIM KROFUHORÐUSTU Eigum ávallt fjölbreytt úrval SKIL rafmagnshandverkfæra og fylgihluta jafnt til iðnaðar- sem heimilisnota. SÖLUAÐILAR VÍÐA UM LAND. ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FA L K 1 N N r SL0URLANDSBRALTT 8 SÍMI84670 J Harðsnúin baráttu- kona sem aldrei vill viðurkenna ósigur París. Reuter. EDITH Cresson sem varð forsætisráðherra Frakklands í gær er þekkt fyrir að vera harðsnúinn stjórnmálamaður sem ávailt neitar að viðurkenna ósigur. Ekki eru nema átta mánuðir síðan Cresson lét af störfum sem Evrópumálaráðherra vegna ágreinings um efna- hagsmál við Michel Rocard sem hún leysir nú af hólmi. Edith Cresson fæddist 27. janúar 1934 í Boulogne-sur-Seine og gift- ist Jacques Cresson árið 1959. Þau eiga tvær dætur. Leið Cresson á tindinn hefur verið löng og ströng en hún er mikil baráttukona og sneri ósigrum ætíð á endanum upp í sigur. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti gerði hana að landbún- aðarráðherra í fyrstu ríkisstjóm sinni 1981. „Franskir bændur voru svo íhaldssamir og miklir kvenhat- arar að kvenkyns ráðherra, sósía- listi að auki, jafngilti næstum ögr- un,“ sagði hún síðar. Menn gagn- rýndu hana fyrir að hafa ekkert vit á landbúnaði og eitt sinn þurfti lög- regla að forða henni í þyrlu undan froðufellandi bændum. En árið 1982 átti hún þátt í því að tekjur franskra bænda jukust um 10%. Hún var gerð að utanríkisvið- skiptaráðherra og í því embætti barðist hún gegn innflutningi frá Japan. Til þess að leggja áherslu á þá baráttu ferðaðist hún um París á frönsku hlaupahjóli og sagði það jafngott japönsku mótorhjólunum. Þegar Mitterrand var endurkjör- inn forseti 1988 valdi hann Cresson til að gegna embætti Evrópumála- ráðherra. Hún ávann sér enn frek- ara traust Mitterrands á síðasta ári er hún neitaði að íeggjast á sveif með einhverjum þeim sósíalistaleið- togum sem börðust um að vera eft- irmenn Mitterrands. Þess í stað skoraði hún á flokksmenn að slíðra sverðin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.