Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 Morgunblaðið/Garðar Rúnar Frekar kalt var á Seyðisfirði í gær þegar Norræna kom þangað í fyrstu ferð sumarsins. Þokkalegar bókanir með Norrænu í sumar TÆPLEGA 500 ferðamenn komu með bílferjunni Norrænu til Seyðisfjarðar í gær þegar hún kom í fyrsta sinn til Seyðisfjarðar á þessu sumri. Bókanir fyrir sumarið eru þokkalegar og nokkru betri en á sama tíma í fyrra. Það viðraði ekki allt of vel fyr- ir erlenda ferðamenn sem komu með Norrænu í fyrstu ferð hennar hingað til lands í gær. Frekar kalt var á Seyðisfirði og nokkuð hafði gránað í fjöll og snjóföl var á veginum yfir Fjarðarheiði. Jóhann Jónsson skrifstofustjóri Austfars, sem er umboðsaðili Norrænu, sagði að bókanir í sum- ar væru þokkalegar og nokkru betri en á sama tíma í fyrra. „Ár- in 1988 og 1989 voru mjög góð hjá okkur og ég held við séum ekki búnir að fá eins miklar bók- anir og þá, en ég veit þetta reynd- ar ekki nákvæmlega," sagði Jó- hann. Tæplega 500 ferðamenn komu með Norrænu til landsins í hennar fyrstu ferð og um 650 fóru með henni um hádegisbilið í gær. Jó- hann sagði að nú hefðu fleiri far- þegar komið með Norrænu en áður í fyrstu ferð. Norræna kemur 13 sinnum til Seyðisfjarðar í sumar. Hún leggst að bryggju klukkan 8 á fimmtu- dagsmorgnum og leggur frá á hádegi sama dag. Síðasta ferð hennar hingað verður 29. ágúst. í áhöfn skipsins eru tæplega 90 manns og þar á meðal eru nokkr- ir íslendingar. Þetta er níunda árið sem ferjan gengur á milli Seyðisfjarðar og Noregs. Tap verslunardeildar Sambandsins 485 milljónir í fyrra Flugleiðir vilja lækka fargjöldin FLUGLEIÐIR hafa óskað eftir heimild frá samgönguráðuneytinu til 4% lækkunar skráðra fargjalda hérlendis frá og með 10. júní. Ástæðan er lækkandi eldsneytisverð. Gert er ráð fyrir að öll fargjöld Flugleiða, sem ekki eru bundin með samningum við önnur flugfélög eða ferða- þjónustufyrirtæki, lækki með þessum hætti. Rætur lækkunarinnar nú má rekja til Persaflóadeilunnar síðastliðið haust en vegna hennar steig elds- neyti mjög í verði. Flugleiðir áttu verulegar eldsneytisbirgðir í upphafi deilunnar og gátu því seinkað far- gjaldahækkunum um hríð. Það kom féiaginu einnig vel að nýju milii- landavélarnar eru mun sparneytnari en hinar gömlu. í fréttatilkynningu frá Flugleiðum segir að undanfarið hafi verð á eldsneyti farið lækkandi og telur félagið því skilyrði hafa skapast til fargjaldalækkunar. Enn vantar nokkuð upp á að verð á far- gjöldum og eldsneyti sé jafnlágt og það var fyrir Persaflóadeiluna. Fáist samþykki samgönguráðu- neytisins fyrir lækkuninni munu apex-fargjöld til Kaupmannahafnar lækka um 1.410 krónur, til New York um 2.280 kr. og til Lundúna og Lúxemborgar um 1.300 kr. Samkomulag um sam- starf í Stúdentaráði VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskva, samtök félags- hyggjufólks, hafa gert með sér samkomulag um skiptingu embætta Stúdentaráðs starfsárið 1991 til 1992. Samkvæmt samkomulaginu fær Röskva meðal annars í sinn hlut formann og meirihluta stjórnar Stúdentaráðs, auk lánasjóðsfulltrúa stúdenta. Vaka fær meirihluta fulltrúa stúdenta í stjórn Félagsstofnunar stúdenta, ritstjóra Háskól- ans-Stúdentafrétta og meirihluta formanna í fastanefndum ráðsins. Vaka tapaði meirihluta sínum í Stúdentaráði í kosningum sem fram fóru 12. mars og hefur hvort félag- ið um sig nú 15 fulltrúa í ráðinu. Frá kosningunum hafa staðið yfir samningar milli félaganna. Röskva fær fjóra menn af sex í stjóm Stúdentaráðs en Vaka tvo. Röskva fær fulltrúa Stúdentaráðs í stjóm Lánasjóðs íslenskra náms- manna, en Vaka varafulltrúa. Áheymarfulltrúi stúdenta í stjórn Dagvistar barna í Reykjavík kemur í hlut Vöku, en Röskva fær bæði aðalfulltrúa og varafulltrúa í stjóm Æskulýðssambands íslands. í samningaviðræðunum um emb- ætti Stúdentaráðs var eingöngu fjallað um skiptingu þeirra milli félaganna en ekki hvaða einstakl- ingar verða kjörnir til að gegna þeim. Stjómarskipti í Stúdentaráði munu fara fram í næstu viku. ---MH--- Þorsteinn Pálsson: Tillaga Economist óraunhæf Sambandið hyggst auka hlutafé Miklagarðs um 400 milljónir STJÓRN Sambandsins hefur samþykkt að ráðstafa 400 milljónum króna til hlulafjáraukningar í Miklagarði hf. Að aflokinni þessari aukningu verður hlutafé Miklagarðs 307 milljónir og verður hlut- deUd Sambandsins um 93% en aðrir hluthafar eru kaupfélög og ein- staklingar. Á aðalfundi Sambandsins í gær kom jafnframt fram að um 485 milljóna tap varð á rekstri verslun- ardeildarinnar á sl. ári en hún var sameinuð Miklagarði hf. um síðustu áramót. Hagnaður Sambandsins á sl. ári nam um 330 milljónum sam- anborið við 751 milljón króna tap árið áður. Þennan aflcomubata má hins vegar að miklu leyti rekja til gengishagnaðar vegna gengislækk- unar dollars og söluhagnaðar eigna. Hringsólaði með mann í vímusvefni LÖGREGLUNNI var gert að- vart um kl. 2 aðfaranótt sl. fimmtudags um trillu á Eng- eyjarsundi sem sigldi í hringi og virtist sljórnlaus. Sofandi maður var um borð í bátnum. Annar bátur var fenginn til að taka trilluna í tog og var hún dregin til Reykjavíkurhafnar án þess að hinn sofandi rumskaði. Lögreglumönnum tókst að vekja manninn, sem reyndist ofurölvi. Sigurður Markússon, stjórnar- formaður Sambandsins, sagði í ræðu sinni á aðalfundinum í gær að í fyrstu áætlunum um endur- skipulagningu þess hefði verið gert Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, segist vera ósáttur við að landbúnaðarráð- herra hafi hafnað þeirri leið að sala fullvirðisréttarins færi í gegnum ráð fyrir 400 til 500 milljónum króna í félag um heildsölustarfsemi Sambandsins. Nú gerðist þess ekki þörf og sýndist ljóst að fjárfesting- in væri mun betur komin í hinum endurskipulagða Miklagarði. Þá kom fram að eigið fé Miklagarðs var neikvætt um 100 milljónir um síðustu áramót og eru 200 milljónir lagðar til hliðar í bókum Sambands- ins til að mæta fyrirsjáanlegu tapi Framleiðsluráð landbúnaðarins, en kúabændur höfðu lagt tii að verslun með fullvirðisrétt yrði með þeim hætti. Að sögn Guðmundar eru kúa- vegna fyrirtækisins. Á aðalfundinum komu fram mikl- ar áhyggur vegna afkomu Sam- bandsins en tap af reglulegri starf- semi varð um 30 milljónir þrátt fyrir mjög hagstæða gengis- og verðlagsþróun á sl. ári. Gert er ráð fyrir að Sambandið þurfi að enn frekar að selja eignir á næstunni til að bæta fjárhagstöðu sína. Sjá miðopnu. bændur þegar farnir að semja um viðskipti með fuilvirðisrétt, en hann sagði að hætta væri á því fyrsta kastið að menn keyptu réttinn á óskynsamlegu verði. Dæmi væru um að menn hafí boðið tvöfalt grundvallarverð fyrir réttinn, en varla væri hægt að eiga von á að það skilaði miklum fjárhagslegum árangri á yfirstandandi samnings- tímabili. „Þetta á einkum og sér í lagi við vegna þess að viðskipti með fullvirðisrétt hafa verið lokuð í tvö ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segist telja óraun- hæfa tillögu brezka blaðsins Ec- onomist, um að hvalfriðunar- sinnar bjargi hvölum með því að kaupa kvóta af hvalveiðiþjóðum. Þorsteinn segir að blaðið gleymi því að veiðar séu ekki aðeins stundaðar í ábataskyni, heldur gegni þær því hlutverki að við- halda jafnvægi lífríkisins í sjónum. „Það er hins vegar athyglisvert að Economist viðurkennir að þessi öfgasamtök séu komin í ógöngur með að beita vísindalegum rökum, nú þegar sýnt er að hægt er að hefja veiðar úr hrefnu- og langreyðar- stofnunum," sagði Þorsteinn í sam- tali við Morgunblaðið. ár, og þess vegna held ég að þetta sé svona líkt því og þegar kúnum er hleypt út á vorin að það verða einhver óþarfa rassaköst fyrstu dagana. Ég vænti þess þó að þetta fari skynsamlegri leið þegar fram líða stundir. Við erum að stíga fyrstu skrefin út úr þessu vemdaða umhverfi, og hver og einn verður að taka sínar ákvarðanir og standa eða falla með þeim. Eflaust mis- stíga sig þó einhveijir á þessari leið,“ sagði hann. Reglugerð um fullvirðisrétt til mjólkurframleiðslu: Verslun með fullvirðisrétt gef- in frjáls innan búmarkssvæða Bændur þegar farnir að bjóða tvöfalt grundvallarverð fyrir réttinn LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur undirritað reglugerð um full- virðisrétt til framleiðslu mjólkur á næsta verðlagsári, og samkvæmt henni verður framleiðendum heimilt að kaupa og selja fullvirðisrétt milliliðalaust með ákveðnum takmörkunum milli lögbýla á sama búmarkssvæði. Viðskipti með fullvirðisrétt eru þegar hafin, og munu bændur bjóða allt upp í tvöfalt grundvallarverð fyrir lítrann, eða rúmlega 100 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.