Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. JUNI 1991
29
Framsóknarflokkurmn stefnir að
málefnalegri stj órnarandstöðu
— segir Steingrímur Hermannsson
„Við teljum okkur hafa lært
mikið af stjórnarandstööunni síð-
astliðin ár um hvernig ekki eigi
að starfa í stjórnarandstöðu. Við
teljum vissulega að stjórnarand-
staða eigi að vera hörð og gagn-
rýna það sem betur mætti fara
en gagnrýninni þurfa að fylgja
hugmyndir um hvað eigi að gera
sem skynsamlegra væri,“ sagði
Steingrímur Hermannsson á fundi
sem Framsóknarflokkurinn hélt á
miðvikudag um starf flokksins í
stjórnarandstöðu.
Steingrímur sagði að flokkurinn
ætlaði að vinna málefnalega í stjóm-
arandstöðu. Hann kynnti málsvara
sex málefnahópa sem fylgst verður
með á meðan að Framsóknarflokkur-
inn verður í stjórnarandstöðu. Mál-
svarar fyrsta hópsins eru þeir Stein-
grímur Hermannsson og Páll Péturs-
Torfærukeppm á Hellu
ALLIR helstu torfæruökumenn
landsins munu bítast um sigur á
torfærumótinu á Hellu, sem hefst
klukkan 14 á laugardaginn.
Keppnin gildir til íslandsmeistara-
titils í flokki sérútbúinna jeppa
og götujeppa, en keppendur eru
á þriðja tug í mótinu, sem er það
vinsælasta hjá torfæru áhuga-
mönnum.
Meðal keppenda er íslandsmeist-
arinn Árni Kópsson á Heima-
sætunni, en hann vann í þessari
keppni í fyrra ásamt Guðbergi Guð-
bergssyni. Árni hefur ekki enn unnið
á móti, en varð hæstur á stigum í
keppni á Akureyri, en sigurinn var
dæmdur af honum eftir keppni vegna
reglutúlkana, sem ekki féllu alls stað-
ar í góðan jarðveg meðal torfæru-
manna. -
„Eftir að keppi lauk ók einn að-
stoðarmanna mínum bílnum á við-
gerðarsvæðið á meðan ég var í sjón-
varpsviðtali og einum af starfsmönn-
um keppninnar þótti ástæða til að
refsa mér fyrir þetta atvik, sem skipti
engu máli í keppninni," sagði Ámi
Kópsson. „ Það þýðir þó ekki að fást
um þetta, heldur bara að berjast
áfram þó að staðan í stigakeppninni
sé mér erfið. Keppnin á Hellu er sú
skemmtilegasta á árinu, reynir mikið
á hæfni ökumanna og mýrin er kjör-
lendi fyrir svona keppnisgreinar."
Fjöldi keppnisgiinda verður á ann-
an tug og meðal ökumanna verða
Stefán Sigurðsson, sem vann á fyrsta
móti ársins og Helgi Schöth, sem
vann á Akureyri. í götujeppaflokki
verða einnig sigurvegarar fyrstu
mótanna.
-----------------
Sinubruni í
Stykkishólmi
Stykkishólmi.
MIKILL sinubruni varð laugar-
daginn 1. júní sl. fyrir ofan tjald-
stæðin í Stykkishólmi. Mun þessi
bruni hafa stafað af því að krakk-
ar hafi verið að fikta með eldfæri
og er ekki að spyrja að, eldurinn
fór þarna um „eins og eldur um
sinu“ og varð reykjarmökkurinn
mikill og varð að kalla á slökkvi-
lið Stykkishólms.
Þama skammt frá eru tré sem
gróðursett vora fyrir nokkra. Tals-
verður eldur komst í grassvörðinn,
enda þurrt veður undanfarið. Hefði
þetta gerst að næturlagi er ekki
gott að segja hvemig farið hefði.
- Árni.
Hermann Helgason er fæddur í
Keflavík árið 1929 og hóf hann sjó-
mennsku 15 ára á báti föður síns,
Kveldúlfi, og fyrstu vetrarvertíðina
var hann á Oskari Magnússyni með
Óskari Ingiberssyni. Hermann var
um tíma á togaranum Keflvíkingi,
en lengst af var hann með Erni
Erlingssyni á Ingiber Ólafssyni frá
Keflavík.
Jóhann Dalberg Sigurðsson vél-
stjóri er fæddur á Læknisstöðum á
Langanesi 1920. Hann hóf sinn sjó-
mannsferil 13 ára og sótti sjóinn
ásamt bræðrum sínum á trillu frá
Skálum á Langanesi. Jóhann flutti
til Húsavíkur 1941, til Njarðvíkur
1944 og til Keflavíkur 1947. Hann
var m.a. á Vísi, Keflvíkingi GK
400, Guðmundi Þórðarsyni úr Garði
í 10 ár, Ólafi Magnússyni og síðast
son og munu þeir sjá um samræm-
ingu og yfirstjórn en málefnaflokkn-
um tilheyra einnig stjórnmál og efna-
hagsmál almennt, utanríkismál, vís-
indi og tækni, og nýsköpun. Halldór
Ásgrímsson, ásamt Guðna Ágústs-
syni og Jóhannesi Geir Sigurgeirs-
syni er málsvari málefnahóps um
atvinnumál (sjávarútv., Landb., Iðn.
og Viðsk.), skattamál og kjaramál.
Guðmundur Bjarnason, Stefán Guð-
mundsson og Jón Helgason eru mál-
svarar fyrir ríkismál, byggðamál og
samgöngumál. Finnur Ingólfsson
ásamt Jóni Kristjánssyni og Ingi-
björgu Pálmadóttur sér um félags-
mál, heilbrigðis- og tryggingarmál,
og dómsmál. Um menntamál, lista-
og menningannál, og umhverfismál
sjá Valgerður Sverrisdóttir og Ólafur
Þ. Þórðarson. Páll Pétursson, Val-
gerður Sverrisdóttir og Jón Kristj-
ánsson eru málsvarar um störf Al-
þingis og þingflokksins.
Steingrímuf sagði að hver hópur
yrði gerður ábyrgur fyrir vinnu í sín-
um málaflokki en benti á að einnig
yrði leitað út fyrir þingflokkinn.
Hann sagði að myndaðir yrðu vinnu-
hópar um hin ýmsu málefni og leitað
yrði eftir samstarfi ýmissa aðila svo
sem verkalýðsfélaga og vinnuveit-
enda. Þá kom fram að hóparnir
myndu undirbúa og flytja framvörp
á sínu sviði en Steingrímur lagði ríka
áherslu á að þingmenn gætu einnig
tekið þátt í starfsemi annarra hópa.
Sjálfur sagðist hann til dæmis hafa
óskað eftir að taka þátt í umræðum
um umhverfismál og íþróttir.
Verkaskiptingin hefur verið sam-
þykkt af þingflokknum og lands-
stjórn hans.
Sálin hans Jóns míns.
■ SÁLIN hans Jóns míns hóf um
síðust.u helgi sína árlegu tónleika-
för. Áfangastaður Sálarinnar þessa
helgina eru Vestmannaeyjar,
haldnir verða þrennir tónleikar
þar um helgina. Þeir fyrstu verða
föstudagskvöldið kl. 23.00-3.00
og verður aldurstakmark 16 ára.
Á laugardaginn verða svo haldn-
ir barna- og unglingatónleikar á
sama stað kl. 14. Um kvöldið
verður svo sumarstúlka Vest-
mannaeyja valin í veitingahúsinu
Hallarlundi og að því loknu leikur
Sálin fram á rauða nótt.
■ Á PÚLSINUM föstudaginn 7.
og laugardaginn 8. júní verða Vin-
ir Dóra með síðustu tónleika sína
fyrir brottför til Chicago. Þrír af
meðlimum hljómsveitarinnar,
Andrea Gylfadóttir, Halldór
Bragason og Guðmundur Péturs-
son, halda utan eftir helgi til þess
að kynna geisladisk með Vinum
Dóra, Chicago Beau og Jimmy
Dawkins. Diskurinn er gefinn út á
vegum Platonic Records og er
útgáfudagur í Bandaríkjunum
ákveðinn 14. júní. Jafnframt er
diskurinn væntanlegur á íslenskan
markað í júní. Á tónleikunum föstu-
dag og laugardag kynna Vinir Dóra
nýtt söngvaraefni, hann heitir
Ágúst Már og er aðeins 18 ára.
LP þakrennur
w,
Hljómsveitin Stjórnin.
■ STJÓRNIN leikur á Suður-
nesjum og Suðurlandi um helgina.
Hljómsveitin leikur í kvöld, föstu-
dagskvöld, í fyrsta sinn í Félags-
heimilinu Stapa í Njarðvík. Fyrr
um daginn heldur hljómsveitin tón-
leika og söngvarakeppni fyrir yngri
kynslóðina. Á laugardagskvöld
verður síðan haldið í Landeyjarnar
og leikið í félagsheimilinu Njálsbúð
frá kl. 23.00-3.00.
Þið getið sjálf
sett þær saman
LP þakrennukerfiö frá okkur er
auðvelt og fljótlegt í uppsetn-
ingu, ekkert lím og engin suða.
Leitið upplýsinga
BLIKKSMIÐJAN
SMIÐSHÖFDA 9
112 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-685699
TÆKNIDEILD 1U4K
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Þeir hlutu heiðurskross sjómannadagsins í Keflavík og Njarðvík í
ár, Sigurður Finnbogason sem er lengst til vinstri, Jóhann Dalberg
Sigurðsson fyrir miðju og Hermann Helgason sem er lengst til hægri.
3 fengu heiðurskross
sj ómannadagsins
Keflavík.
ÞRÍR aldraðir sjómenn hlutu heiðurskross sjómannadagsins í Kefla-
vík og Njarðvík í ár fyrir áratuga störf við sjómennsku. Þetta voru
þeir Hermann Helgason, Jóhann Dalberg Sigurðsson og Sigurður
Finnbogason.
á Víði II þegar hann varð að hætta
á sjónum þegar hann varð fyrir slysi
árið 1972.
Sigurður Finnbogason er fæddur
á Tálknafirði og byijaði sinn sjó-
mannsferil á trillu 14 ára fyrir vest-
an. Hann stundaði námskeið við
Stýrimannaskólann á ísafírði 1937
og 1938 og fékk 75 tonna réttindi.
Sigurður fór 24 sumur á síld fyrir
Norðurlandi, þar af 15 sinnum sem
stýrimaður. Lengst var Sigurður á
Óskari Magnússyni og síðar á Ingi-
ber Ólafssyni. Sigurður varð fyrir
slysi um borð í Ingiber Ólafssyni
árið 1962 og varð þá að hætta sjó-
mennsku. Sigurður var gerður að
Keiðursfélaga í Skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu Vísi á 40 ára af-
mæli þess.
BB
■■■>»»■«■•*■! M
Í R
IURVALI
VÍR0GVÍRNET
Túngirðingarnet, 5, 6 og 7
strengja, galvanhúðuð.
Lóðanet, galvanhúðuð og
plasthúðuð.
Vfrlykkjur, stagavfr,
i strekkjarar og vfrlásar.
s” Zinkhúðaður gaddavfr.
(£5
GIRÐINGAR-
f STAURAR
Girðlngarstaurar I úrvali -
galvanhúðaðlr járnstaurar,
gegnvarðir tréstaurar
sfvalir og kantaðir
- báðar gerðir yddaðar.
Auk þess rekaviðarstaurar.
SKRAUTNET
Plasthúðað skrautnet vel varið
gegn veðrum og ryði og hentar
sérstaklega vel til girðingar
á viðkvæmum gróðri.
CASANET - ffnriðin net bæði
gatvanhúðuð og plasthúðuð.
RAFGIRÐINGAR
Notkun rafgirðinga hefur
aukist með hverju ári hér á
landi. Höfum HOTLINE-
spennugjafa og úrval
rafgirðingaefnis. Notkun
randbeitingar eykur nýtingu
beitilands.
MR búðin ♦ Laugavegi 164
Símar 11125 24355