Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 Skuldir bæjarsjóðs Hafnar- fjarðar sjöfaldast á 5 árum - afleiðingar stjórnarforystu Alþýðuflokksins komnar í ljós eftirÞorgils Ottar Mathiesen Ár er nú liðið síðan sveitarstjórn- arkosningar fóru fram. Á þeim tíma hefur Hafnfirðingum verið að birtast enn betur afleiðingar stjórnar vinstri meirihluta Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags kjörtímabilið 1986-90, og nú meirihlutastjórnar Alþýðuflokks frá síðustu kosningum. Fyrir kosn- ingarnar 1990 vöruðu sjálfstæðis- menn við þeirri gífurlegri skuldasöfn- un sem átt hafði sér stað 1986-90. Vinstri meirihlutinn neitaði að viður- kenna staðreyndir og ásakaði Sjálf- stæðisflokkinn um ófrægingarher- ferð. En hvað hefur síðan komið á daginn? Á síðasta ári jukust skuldir Hafnaríjarðarbæjar um 436 millj.kr. og voru 1.435 millj.kr. í árslok 1990 samkvæmt framlögðum ársreikningi bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fyrir árið 1990. Skuldir bæjarsjóðs 1986, þeg- ar vinstri meirihlutinn tók við, voru 196 millj.kr. á verðlagi í árslok 1990. Með öðrum orðum hafa skuldir Hafn- arfjarðarbæjar sjöfaldast að raun- virði á 5 árum. Meirihlutinn hreykti sér af því fyrir kosningar hversu framkvæmdir hefðu verið miklar. Við sjálfstæðis- menn bentum ítrekað á að fram- kvæmdir einar sér segja ekki alla söguna. Það er ekki sama hvernig að framkvæmdum er staðið, hvaða leiðir eru valdar og hvernig íjár- mögnun er hagað. Þær framkvæmd- ir sem eiga sér stað fyrir fjárrhagn sem tekið er að láni minnka fram- kvæmdir næsta árs eða þau ár sem lánið er endurgreitt. Til viðbótar þarf að greiða vexti og verðbætur af láninu þannig að framkvæmdafé framtíðar minnkar enn frekar. Vissu- lega er stundum skynsamlegt og nauðsynlegt að taka lán, en lántökur mega aldrei vera það miklar að þær verði til þess að koma niður á eðlileg- um rekstri eins bæjarfélags, eins og nú hefur átt sér stað í Hafnarfirði. í dag er ^svo komið að meirihluti Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar telur sér ekki fært að vinna sig út úr þessum vanda nema með stórfelldum samdrætti í þjónustu við bæjarbúa. Ástæður fyrir þeirri stöðu sem Hafnarljarðarbær er kominn í má rekja til óskipulagðra vinnubragða meirihluta bæjarstjórnar. Við þekkj- um dæmi um framkvæmdir sem áttu að kosta 1.980 þúsund, en kostuðu þegar upp var staðið 19.800 þúsund, þ.e. tífalt meira. Annað dæmi er um framkvæmd þar sem kostnaður var áætlaður 15 millj. kr., en reyndist 47 millj.kr. þegar. upp var staðið. Ástæður voru einfaldlega léleg Skuldir bæjarsjófis Hafnarfjaröar (Vcrölag I árslok 1990) 1.500 1.000 500 0 • -p £)— „ 15/6 1986 31/121990 Ár stjórnun og óskipulögð vinnubrögð. Þetta staðfestir best hversu fjár- hagsáætlanir vinstri méirihlutans hafa hvað eftir annað farið algjörlega úr böndum. Til þess má rekja að stórum hiuta lántökur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Þegar ijárhagsáætlun Hafnar- fjarðarbæjar fyrir árið 1991var lögð fram var mörgum brugðið, ekki hvað síst þeim alþýðuflokksmönnum sem staðið höfðu í þeirri trú að allt væri í stakasta lagi. Bæjarstjórinn þeirra hafði marg ítrekað sagt, að fjárhags- staða Hafnarfjarðar væri „afspyrnu- sterk“. Annað kom heldur betur á daginn. Meirihluti Alþýðuflokks og Alþýðubandalags . lýsti yfir fyrir kosningar, að á árinu 1990 yrði hægt á öllum framkvæmdum til þess að skapa svigrúm fyrir greiðslu lána og áframhaldandi uppbyggingu. Það skaut því dálítið skökku við, þegar lögð var fram fjárhagsáætlun fyrir „Afleiðingar forystu Alþýðuflokksins: V atns veitufram- kvæmdum vikið til hlið- ar. Rekstur Ahalda- hússins dreg-inn saman. Félagsleg þjónusta minnkuð verulega. Fjárveiting Vinnuskól- ans lækkuð um 13 m.kr. Nauðsynlegu viðhaldi fasteigna ekki sinnt. Fargjaldastyrkur námsmanna stórlækk- aður. Verklegar fram- kvæmdir nánast eng- ar.“ 1991 þar sem um var að ræða stór- felldan samdrátt á öllum sviðum þjónustu við bæjarbúa. Þetta kom sjálfstæðismönnum ekki á óvart sem höfðu ítrekað varað við þeim afleið- ingum sem stórfelld skuldasöfnun gæti haft í för með sér hjá bæjar- sjóði Hafnarfjarðar. Til þess að bæta Þorgils Óttar Mathiesen gráu ofan á svart lagði meirihluti Aljjýðuflokksins fram áætlun sem er íjárri öllum raunveruleika og ekki byggð á neinum forsendum heldur tölur gripnar úr lausu iofti. Afleiðingar forystu Alþýðuflokksins: * Vatnsveituframkvæmdum vikið til hliðar. Eru námsmenn afætur? eftir Guðmund * Tómas Arnason Ný stjórn hefur tekið við völdum, sjálfstæðismenn sitja í mennta- og íjármálaráðuneytinu, og námslánin hafa verið lækkuð um 16,7 prósent. Viðbrögð manna eru misjöfn. Sum- um finnst þetta ágætt. Sumir segja að námslánin.séu allt of há, að þau hundruð milljóna sem lánasjóðurinn lánar út á hveiju ári séu þungur baggi á þjóðinni. Aðrir segja náms- •menn hafa haft það of gott í gegnum tíðina, og minna á kynslóðir áttunda áratugarins, sem vegna verðbólgub- álsins þurftu ekki að borga lánin til baka. Enn aðrir taka undir með Steingrími Ara Arasyni, nýskipuðum fulltrúa sjálfstæðismanna í Lánasjóði íslenskra námsmanna, þegar hann segir lánin það há að þau beinlínis spilli námsmönnum. Þau venji náms- menn við miklu betri lífskjör en þeir fengju á hinum almenna vinnumark- aði. En hver eru kjör íslenskra námsmanna? í gegnum tíðina hefur þeirri meg- inreglu verið fylgt að íslenskir stúd- entar búi við jafnrétti til náms. Þetta þýðir að þeir geti stundað háskóla- nám án þess að foreldrar þeirra eða aðstandendur sjái fyrir þeim, enda fer fjarri að allir námsmenn eigi fjár- sterka bakhjarla. í þessu skyni var reiknaður út framfærslugrunnur, sem miðast við að námsmaðurinn sjái algjörlega fyrir sér sjálfur. í dag er þessi grunnur u.þ.b. 55.000 kr. Sumir hafa fullyrt að 55.000 krónur á mánuði sé of mikið, því námsmenn fái hærri lán en sem nemur launum nokkurra lágtekjuhópa. En lítum nánar á þennan samanburð: I fyrsta lagi er vissulega rétt að sumt lágtekjufólk fær minna en 55.000 króna dagvinnulaun. Það lifir hirts vegar enginn af slíkum launum, og jafnvel laun upp á 55.000 krónur eru ekki nægjanleg til að halda sér á floti. Þetta vita allir sem reynt hafa að lifa á 55.000 krónum á mánuði. En hvemig fer láglaunafólk- ið að? Jú, það sýnir af sér dugnað og hörku og vinnur gegndarlausa yfirvinnu. Það er yfirvinnan sem gerir því kleift að auka ijárráð sín og lifa af laununum. En hvaða mögu- leika hafa námsmenn á að auka fjár- „Með þessu er gert ráð fyrir að allir reykvískir háskólanemar eigi nógu efnaða foreldra til að þeir geti haldið þeim uppi með fæði og hús- næði.“ ráð sín? Sama sem enga. Reglur lán- asjóðsins kveða nefnilega á um að allar tekjur námsmannsins umfram þessar 55.000 krónur skuli draga af námslánunum að þremur íjórðu. Þetta þýðir að af hveijum 100 krón- um sem námsmanni tekst að öngla saman með aukavinnu eru 75 krónur dregnar af lánunum hans. Til þess að auka íjárráð sín frá 55.000 upp í 65.000 krónur á mánuði þarf náms- maður því að vinna sér inn 40.000 krónur á mánuði með námi. í annan stað ber að getá þess að námsmenn skuldbinda sig til að greiða þau til baka. Islendingar hafa sérstöðu í þessum efnum, því í flestum ná- grannalöndum okkar, svo sem á Noi'ðuriöndum og í Bretlandi, veita <•>»■«00 \feiðivörur við allra hæfi Sértu að hugleiða að bæta við eða endurnýja veiðibúnað þinn, skaltu kynna þér hið góða úrval Abu Garcia veiðivara. Það ætti að tryggja að þú finnir búnað sem hæfir þér. Abu Garcia hefur í áratugi verið leiðandi í tækniþróun veiðibúnaðar. Það kemur meðal annars fram í aukinni notkun á sérlega sterkum en fisléttum efnum eins og t.d. grafiti í veiðihjól. Þetta, ásamt góðri hönnun og útfærslu í smæstu atriðum gerir Abu Garcia að eftirsóttum veiðivör- um, enda einstaklega öruggar og þægilegar í notkun. Hatnarstræti 5, símar 16760 og 14800 Opið til kl. 20 föstudoga Opið fró kl. 10-16 laugordaga og sunnudaga Guðmundur Tómas Árnason stjórnvöld námsmönnum ríflega styrki, annaðhvort samhliða lánun- um, eða í stað þeirra. í Danmörku fá námsmenn t.d. 30.000 kr. styrk á mánuði. Á íslandi borga námsmenn hins vegar hveija krónu til baka. Af þessu má sjá að samanburður á námsmönnum og launafólki er ekki raunhæfur, og til lítils að reyna að etja þessum hópum saman, eins og reynt hefur verið, t.a.m. af Stein- grími Ara Arasyni. Það er síðan efni í aðra og lengri grein hvað íjárfesting í menntun þjóðarinnar er góð Ijárfesting, og hvað þjóðir þar sem menntunarstig er hátt njóta mikils góðs af því, bæði efnahagslega og menningar- lega. Eftir skerðingu En nú á að skera niður. Fram- færslugrunnur námsmanna lækkar í 46.000 krónur á mánuði, eða um 16,7 prósent. Enn er unnið gegn sjálfsbjargarviðleitni námsmanna, að þessu sinni eru 50 af hvetjum 100 krónum sem námsmaðurinn vinnur sér inn dregnar af láninu. Þetta þýð- ir að námsmaður sem vill auka ráð- stöfunarfé sitt í 65.000 krónur þarf að vinna sér inn 38.000 krónur á mánuði, jafnfram því sem hann stundar fullt nám. Þeim mikla fjölda námsmanna sem ekki eiga kost á vinnu með námi er hins vegar gert að láta 46.000 kr. duga fyrir húsa- leigu, fæði, hita og rafmagni, ferða- kostnaði o.s.frv. Önnur athyglisverð breyting gerir ráð fyrir að námsmenn, sem eiga foreldra á námsstað, geti allir sem ERTU MEÐ SKALLA? HÁRVANDAMÁL? . Aðrir sætta sig ekki við það! Af hverju skyldir þú gera það? Fáðu aftur þitt eigið hór, sem vex eðlilega Sársaukalaus meðferð Meðferðin er stutt (1 dagur) Skv. ströngustu kröfum banda- rískra og þýskra staðla Framkvæmd undir eftirliti og stjórn sérmenntaðra lækna Upplýsingar hjá EURO CLINIC Ltd. Ráðgjafastöð, Neðstutröð 8, Póshólf 111, 202 Kópavogi - Sími 91-641923 á kvöldin - Sími 91-642319.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.