Morgunblaðið - 07.06.1991, Qupperneq 43
MÖRGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991
43
ÚRSLIT
Tennis
Opna franska meistaramótið.
Einliðaieikur kvenna — unðanúrslit:
1- Monica Seles (Júgóslavíu) vann 3-Gabri-
elu Sabatini (Argentínu) 6-4, 6-1.
5-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann
2- Steffi Graf (Þýskaiandi) 6-0, 6-2.
■Það verða þvi Seles og Sanchez sem
mætast í úrslitaleiknum á Roland Garros
vellinum í París á morgun. Það rigndi ann-
að veifið í Paris í gær og varð því að gera
hlé á báðum leikjunum um tíma. Þess má
geta að Steffi Graf hefur ekki tapað setti
6:0 síðan 1984 þar til i gær! „Það gekk
einfaldlega ekkert upp hjá mér. Mér tókst
aldrei að komast inn í leikinn," sagði Graf
á eftir. Hún hefur tvívegis sigrað á Opna
franska meistaramótinu, þar sem keppt er
á malarvöllum, og tvö siðustu ár tapaði hún
í úrslitum.
Knattspyrna
Mjólkurbikarkeppni KSÍ, 1. umferð:
ÍR-lBK............................0:4
- Sigutjón Sveinsson, Óli Þór Magnússon,
Jóhann Magnússon og Marco Tanasic.
Sovétríkin - 1. deild:
Dynamo Moskvu - Spartak Moskvu....1:1
Dynamo Minsk - Dnepr..............4:1
Metallurg Zaporozhe - Pamí Dushanbe ...2:0
Spartak Vladíavkaz - Dynamo Kív...1:1
Metallít Kharkov - Shakhtyor Donetsk ....2:2
Ararat Jerevan - Pakhtakor Tashkent.2:1
Efstu lið:
CSKA..............13 9 3 1 27:13 21
Shakhtyor Donetsk .13 3 10 0 14: 9 16
Ararat Jerevan....14 6 3 5 13:13 15
SpartakMoskvu......ll 5 4 2 14:10 14
Dynamo Minsk......14 5 4 5 16:15 14
Torpedo Moskvu....13 4 6 3 12: 8 14
Dynamo Kíev.......13 4 6 3 14:15 14
FELAGSLÍF
Handknattleiksdeild ÍR
Aðalfundur handknattleiksdeildar ÍR
verður miðvikudaginn 12. júní í Safnaðar-
heimili Seljakirkju kl. 20.
AAaKundi Víkings frestað
Aðalfundi Knattspymufélagsins Víkings,
sem vera átti á mánudagskvöld, er frestað
af óviðráðanlegum orsökum. Fundurinn
verður í safnaðarheimili Bústaðakirkju
þriðjudaginn 18. júní og hefst klukkan
20.15.
Handknattleiksdeild FH
Aðalfundur handknattleiksdeildar FH
verður haldinn á morgun, laugardag 9. júní,
kl. 10.00 í Kaplakrika. Uppskeruhátið deild-
arinnar verður svo haldin um kvöldið í
Fjörugarðinum og hefst kl. 19.00. Ailar
velunnarar félagsins velkomnir.
I DAG
■Golfmót lækna verður í dag á
golvellinum á Hvaleyri í Hafnar-
fírði. Ræst verður út kl. 15-16.
■ Akranes og Ármann leika í bikar-
keppninni í knattspymu kl. 20 á
Akranesi.
GOLF
Þriðja stiga-
mótið í Grafar-
holti um helgina
Þriðja mótið sem gefur stig til
landsliðs verður haldið í Graf-
arholti um helgina. Það er Opna
Olís-Texakó mótið.
Allir bestu kylfingar landsins
mæta til leiks. Keppnin um stig til
landsliðs er mjög hörð og tvísýn,
en landsliðið verður valið eftir tvær
vikur — eftir fjórða stigamótið, sem
verður á Hellu helgina 15. og 16.
júní.
Bakharl mótsins um helgina og
gefandi allra verðlaun er Olíuversl-
un íslands hf. Keppt er í þremur
flokkum: Karla- og kvennaflokki,
þar sem um er að ræða stigamót
til landsliðs, og opinn flokkur með
forgjöf. Verðlaun eru að verðmæti
200.000 kr. Aukaverðlaun fyrir að
vera næstur holu eru óvenjuleg. Sá
sem þau hreppir fær ferð til Vest-
mannaeyja í einkaflugvél, að leika
þar á golfvellinum og síðan snæðir
hann kvöldverð, áður en lagt verður
af stað til baka. Og það sem meira
er, hann getur boðið fímm vinum
sínum með í ferðina.
Skráning í mótið fer fram í Golf-
skála GR í síma 812815.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA
Morgunblaóið/Þorkell
Valsstúlkan Guðrún Sæmundsdóttir, til hægri, reynir að komast í veg fyrir sendingu Þjóðhildar Þórðardóttur, ann-
ars miðvarða Breiðabliks-liðsins í gærkvöldi.
Sanngjam Valssigur
„AUÐVITAÐ var þetta skellur. Mitt lið náði sér engan veginn á
strik og lék ekki eins og það á að sér. Mótið er hins vegar rétt
að byrjaog við spyrjum að leikslokum, sagði Guðjón Reynisson,
þjálfari íslandsmeistara Breiðabiiks, eftir 3:0 tap gegn Val að
Hlíðarenda í gærkvöldi.
Amey Magnúsdóttir kom Vals-
stúlkum yfir á síðustu mínútu
fyrri hálfleiks eftir tíðindaítið spil.
Markið kom eftir frábæran undir-
búning Ragnheiðar
Víkingsdóttur sem
vann boltann á
vinstri kantinum,
lék á tvo leikmenn
og átti síðan glæsilega stungusend-
ingu á Arney sem komst á auðan
sjó fyrir miðju marki Breiðabliks.
Hanna Katrín
Friðríksen
skrifar
Eftirleikurinn var auðveldur.
Valsstúlkur voru betri í fyrri
hálfleik og höfðu mikla yfirburði á
miðjunni. Blikarnir sóttu sig mjög
í síðari hálfleik og áttu framan af
nokkur góð færi sem nýttust þó
ekki.
Þegar um 15 mínútur voru eftir
urðu Blikastúlkur fyrir því áfalli að
Magnea Magnúsdóttir meiddist illa
og var borin af leikvelli. Eftir það
vom leikmenn UBK einum færri
þar sem Guðjón þjálfari hafði þegar
skipt tveimur inn á. Það var því á
brattann að sækja fyrir UBK
síðasta stundarfjórðunginn og Vals-
stúlkur nýttu sér liðsmuninn vel.
Arney Magnúsdóttir gerði annað
mark sitt að löngu færi með
stórglæsilegu skoti í vinkilinn tíu
mínútum fyrir leikslok og þegar
þrjár mínútur vom til leiksloka rak
Bryndís Valsdóttir smiðshöggið á
verkið. Hún fékk boltann rétt innan
við miðlínu, hafði betur í miklu
kapphlaupi við varnarmenn UBK
og skoraði af miklu öryggi af stuttu
færi.
Brotið gegn jafnréttislögum
- segja Hagsmunasamtök knattspymukvenna
Hagsmunasamtök knatt-
spymukvenna hafa sent
þeim íþróttafélögum á íslandi,
sem senda lið til keppni á íslands-
móti meistaraflokks kvenna í
knattspymu, bréf þar sem vakin
er athygli á því að tiltekin grein
reglugerð KSÍ standist ekki jafn-
réttislög. í bréfinu er skorað á
félögin, sem eru 24 að tölu, að
beita þessari tilteknu grein ekki.
Nefnd grein, sú 7. í reglugerð
KSÍ, er svohljóðandi: „Félögum
(vallaryfirvöldum) skal heimilt að
setja bann við notkun á grasskóm
á grasvöllum sínum í landsmótum
allra flokka nema meistaraflokki
karla.“ í bréfi frá samtökunum
segir: „Að okkar mati og þeirra
lögfræðinga sem við höfum Ieitað
til, er grein þessi skýlaust brot á
3. grein laga um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla (nr.
65, frá 1985), sem kveður á um
að: „Hvers kyns mismunun eftir
kynferði sé óheimil.““
HANDBOLTI
Barcelona
býður Vals-
mönnum leik
Handknattleiksdeild Vals hefur
borist skeyti frá spænska stór-
liðinu Barcelona, þar sem Spánver-
jarnir — núverandi meistarar í hei-
malandi sínu og Evrópumeistarar —
bjóða íslandsmeisturunum upp á
æfingaleik ytra í lok ágúst. Vals-
menn verða einmitt á svæðinu á
þessum tima; taka þátt í fjögurp-.
liða móti í Granollers, þannig að’
fullvíst má telja að af leik Barcel-
ona og Vals verði.
KNATTSPYRNA
Geysileg
gleði
- íNoregieftir
sigurinn á Ítalíu
Norðmenn fögnuðu geysi-
lega glæsilegum sigri, 2:1,
yfir ítölum í Evrópukeppni
landsliða í fyrrakvöld og var
dansað á götum
í Osló fram eftir
nóttu. Norsk
blöð skrifuðu
flest um leikinn
á átta síðum og er sagt að þetta
sé mesti knattspyrnusigur Norð-1
manna frá upphafi. Ekki
skemmdi það gleði Norðmanna
að Ólympíuiið þeirra vann stór-
sigur, 6:0, á ítölum fyrr um
daginn.
Erlingur
Jóhannsson
skrífar
frá Noregi
Rune Bratseth hjá Bremen
átti frábæran leik og þá fóru
ungu strákamir, Lars Bohinin,
21 árs, leikmaður með Young
Boys í Sviss, Tore Andre Da-
hlum, 22 ára og Karl P. Luken,
24 ára, á kostum á miðjunni,
þar sem þeir náðu öllum tökum.
Norðmenn eru mjög ánægðir
með þessa ungu leikmenn, en
þeir Dahlum og Bohinin skor-
uðu. Mark Bohini var afar glæsi-.
legt. Hann vann knöttinn á miðj-
um vallarhelmingi ítala og
geystist fram - lék á fimm leik-
menn áður en hann sendi knött-
inn í netið.
Norðmenn voru nær því að
bæta mörkum við, en Italar að
svara, í fyrri hálfleik - svo mikl-
ir voru yfirburðir þeirra. Þeir
voru ákveðnir og alltaf á undan
að knettinum. 30 þús. áhorfend-
ur sáu leikinn og fögnuðu þeir
sínum mönnum innilega í leiks-
lok.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA
Frábær hittni Chicago
Chicago Bulls vann stórsigurá Lakers íöðrum úrslitaleiknum
MICH AEL Jordan lék við hvern
sinn fingur þegar Chicago
Bulls vann Los Angeles Lakers,
107:86, í öðrum leik liðanna í
úrslitum NBA-deildarinnar.
Jordan, sem hitti úr þrettán
skotum í röð, í þriðja leikhluta,
skoraði 33 stig í leiknum og
átti þrettán stoðsendingar.
Hittni leikmanna Chicago var
frábær, eða 63%, sem er met
í úrslitaleik.
Það var í þriðja leikkafla sem
heimamenn gerðu út um leik-
inn, en þá skoruðu þeir 38 stig -
hittu knettinum í körfuna f sautján
Frá
Gunnarí
Valgeirssyni
i Bandaríkjunum
af tuttugu skotum.
Fyrri hálfleikur var
jafn, en staðan var
48:43, í leikhléi.
Seottie Pippen,
sem hafði góðar gætur á Magic
Johnson, skoraði 20 stig eins og
Horace Grant. Bakvörðurinn John
Paxson náði 100% nýtingu - skor-
aði 16 stig úr átta skotum og Bill
Cartwright skoraði 12 stig. James
Worthy var bestur hjá Lakers og
skoraði 24 stig, en Vlade Divac
skoraði 16 og Magic Johnson 14.
Liðin leika næstu þrjá leiki í Los
Angeles - fyrst í nótt. Leiknum
verður sjónvarpað beint á Stöð 2
klukkan eitt. Fjórði leikur liðanna
verður svo einnig sýndur beint á
Stöð 2, en hann hefst kl. 23.30 á
sunnudagskvöldið.
„Við verðum að gleyma þessum
leik sem fyrst og fara að hugsa um
næstu þrjá leiki liðanna. Það er
þægileg tilfmning að finna að við
séum komnir á skrið,“ sagði Jord-
an. „Það vill enginn tapa svona
stórt, en annars skiptir það ekki
máli eftir á hvort að það sé tapað
með eins stigs mun, tuttugu, eða
þijátíu. Staðan er nú 1:1 og við
verðum að klára dæmið heima,"
sagði „Magic“ Johnson.
Michael Jordan