Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ .1991 ííeHAARO „ ÍmyncLabu þér bara, a&'eg sé. p/ 'zza. a.fkeyLtu mlg systur m\nnL. " Ég hef enga trú á því að Drengurinn er fundinn og hjón api hvort eftir öðru ... er hér hjá okkur á stöðinni HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu ... Hraðakstur í íbúðahverfura Móðir hringdi: „Því miður er það svo að þrátt fyrir hraðatakmörk, sem eru t.d. 30 km. á klst. í Vesturbænum, stunda sumir hraðakstur og skapa með því mikla hættu. Börn eru að leik daglangt í góða veðrinu og þó fylgst sé með þeim vökulum augum er alltaf hætt við að þau leggi leið sína út á götuna þegar minnst varir, t.d. í eltingaleik við bolta eða leikfang. Þetta ættu ökumenn að hafa hugfast og aka ætíð varlega í íbúðahverfum.“ Læða Hvít, brún og svört læða sem nýlega gaut þremur kettlingum er í óskilum í suðurbænum í Hafn- arfírði. Eigandi hennar er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 652082. DBS hjól 15 gíra DBS ijallahjól, rautt og svart með tösku og flösku- grind, hvarf frá Álfheimum 54 aðfaranótt sunnudagsins 2. júní. Vinsamlegast hringið í síma 35287 eftir kl. 19 ef það hefur fundist. Kettlingar Fjórir fallegir 'kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 53918 eftir kl. 20. Ákeyrsla Keyrt var utaní bláan Subaru station bíl sem stóð fýrir utan Suðurlandsbraut 14, Bifreiðar og landbúnaðarvélar, á mánudag milli kl. 18 og 19. Við ákeyrsluna myndaðist stór dæld í framhurð. Vitini að ákeyrslunni eru vinsam- legast beðin að hringja í síma 38955. Hjól í óskilum Bleikt kenhjól fannst við Grandaveg. Eigandi hafí samband í síma 675684. Alexandra er týnd Alexandra er grá angórulæða sem fór frá heimili sínu að Jófríð- arstaðavegi 15, Hafnarfírði, fyrir nokkru. Hún er vel merkt með rauða ól og bjöllu og er fólk í nágrenninu beðið um að athuga hvort hún gæti hafa lokast ein- hvers staðar inni, t.d. í bílskúr. Eins hafí einhver orðið fyrir því að keyra á hana er viðkomandi beðinn að láta að láta vita í síma 54848. Samkeppnin um fiskinn Hin mikla mergð sjófugla sem er hér við land sýnir að lífríki hafs- ins umhverfis landið er í góðu lagi. Stór hluti af þessum fuglum lifir á seiðum en aðrir képpa við fískinn um alls konar átu sem er að finna í hafínu. Spuringjn er hvort ekki væri rétt að gera ráðstafanir til að fækka sumum þessara fugla eða nytja þá meira en gert hefur verið, því þeir taka vissulega sinn toll og rýra kvótann að sama skapi. Sama er að segja um sel og sumar hval- tegundir - þessi dýr ættu ekki að fá að fjölga sér takmarkalaust því þau éta árlega þúsundir tonna af físki. Samkeppnin um fiskinn er mikil því það er takmarkað magn sem í sjónum er eins og við höfum áþreifanlega fengið að vita. Sjómaður Hringar Hinn 28. maí tapaði ég fjórum hringum á Landsbókasafninu, tveimur gullhringum, einum gull- og silfurhring frá Halldóri og einum gullhring með dökkfjólubláum steini með litlum perlum í kring. Þessi hringur er erfðagripur, trúlof- unarhringurinn hennar ömmu minnar, og vantaði eina perlu í hringinn auk þess sem brotið er úr steininum. Sá sem getur veitt ein- hveijar upplýsingar um hringana eða vill koma þeim til skila er vin- samlegast beðinn að hringja í mig í síma 30599 eða koma þeim til lögreglunnar. Ingunn Sighvatsdóttir Víkveiji skrifar að hefur eflaust fleirum en Víkveija brugðið í brún þegar Verðlagsstofnun kynnti verðkönn- un á áfengi á veitingastöðum. Þessi könnun staðfesti þá tilfinningu sem gestir veitingahúsanna höfðu, þ.e. að áfengi hefur hækkað langt um- fram verðhækkanir frá ÁTVR. Sér- staklega hafa hækkanir á bjór ver- ið ósvífnar og er nú svo komið að bjórverð er hvergi hærra á byggðu bóli, að því talið er. Álagning á áfengi var undir verð- lagsákvæðum allt til 1. október 1989 en var þá gefín fijáls. Hug- myndin að baki þeirri ákvörðun var auðvitað sú að skapa samkeppni milli staðanna. Það hefur ekki orðið raunin heidur hafa veitingamenn notað frelsið til að auka eigin gróða margfalt. Til dæmis hefur flaska af bjórnum Egils Gulli hækkað um 23,5% að meðaltali á veitingahúsun- um frá marz 1990 til apríl 1991, á sama tíma og útsöluverð frá ÁTVR hefur hækkað um 5,8%. Síðan könnunin var gerð hefur bjór hækk- að um rúm 3% nú í maí en sumir veitingamenn notuðu tækifærið og hækkuðu flöskuna af bjór úr 400 í 450 krónur eða um 12,5%! Neytendur eiga ekki nema eitt svar við þessari okurverði, þ.e. að hætta að sækja staðina nema verð- lagning verði eðlileg. Víkveiji er þess fullviss að ef einhveijir veit- ingastaðir riðu á vaðið og stórlækk- uðu verðið myndi það strax spyij- ast út og staðirnir fyllast út úr dyrum. Menn hafa reynsluna af því hvemig Bónus kom á matvöru- markaðinn með stórlækkað verð og náði strax verulegri fótfestu. Spurningin er bara sú hvaða veit- ingastaður verður fyrstur. xxx Víkveija dagsins er það ómælt tilefni til pirrings og önug- heita í garð Gjaldheimtunnar í Reykjavík með hvaða hætti hún sér sig knúna til róttækra ráðstafana til þess eins að knýja á um inn- heimtu opinberra gjalda, sem í van- skil eru komin. Nú er það svo að skuldarar geta einfaldlega ekki allt- af staðið í skilum á gjalddaga og komast því í vanskil með gjöld. Víkverji játar fúslega að vera í þeim hópi og varð hann að láta síðustu greiðslu fasteignagjaldanna sitja á hakanum, þegar ráðist var á reikn- ingasúpuna. Þetta eru ekki ný tíðindi og verða ekki í framtíðinni. En Gjaldheimtan í Reykjavík hefur önnur og róttækari viðbrögð við vanskilum, en til dæmis bankar og lánastofnanir, þegar um vanskil er að ræða. Hjá slíkum stofnunum er látið nægja að senda skuidurum áskorun um greiðslu, ítrekun og þess háttar, og svo bara haldið áfram að reikna dráttarvextina margumtöluðu, sem eru jú gullnám- a sem slíkar stofnanir sækja í til launamannsins. Þetta nægir Gjald- heimtunni ekki, óekki! Galdheimtan sendir skuldaranum ábyrgðarsendingu í hraðpósti, til þess að koma hótun sinni á fram- færi. Hvers eiga slíkir skuldarar að gjalda, sem fá gula hótunarmiðann í póstkassann, þar sem byijað er á að skamma viðkomandi fyrir það að hafa ekki verið heima, þegar þessi heimsins þýðingarmesta send- ing skyldi afhendast. Auk þess er syndaselnum greint frá því að með símtali sé hægt að gera aðra tilraun til þess að fá sendinguna langþráðu afhenta við útidyrnar, gegn auka- gjaldi að vísu, ella verði viðkomandi að vitja hennar í pósthús hverfisins. xxx Hvað skyldu svo þessar bráða- aðgerðir Gjaldheimtunnar kosta? Svona hraðábyrgðarsending- ar eru margfalt dýrari en venjuleg póstþjónusta. Hjá Pósti og síma fékk Víkveiji þær upplýsingar að svona sending kostar hvorki meira né minna en 314 krónur. Sundurlið- að greiðir Gjaldheimtan (að lokum við gjaldendur) 200 krónur fyrir hraðsendinguna, 88 krónur fyrir ábyrgðina og 26 krónur fyrir bréfið sjálft. Starfsstúlkan í póstútibúinu yppti öxlum í samúðarskyni þegar Víkveiji lét í ljós reiði sína í garð Gjaldheimtunnar og sagði: „Við erum með þúsundir svona um- slaga!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.