Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 íþrótta- o g útivist- ardagxir með fjöl- breyttri dagskrá ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrar efnir til útivistardags á morgun, laugardag, og verður fjölmargt um að vera víða um bæ- inn, sýningar, íþróttakeppnir, göngu- og hjólreiðaferðir, sigiingar og kynningar á hinum ýmsu greinum íþrótta. Dagskráin hefst í göngugötunni og verður gestum boðið í sjóferð. með ávarpi Sigurðar J. Sigurðs- sonar formanns bæjarráðs, Blás- arasveit Tónlistarskólans leikur, þá verður fimleikasýning, júdó og keppni í boccia auk keppni á rúllu- skíðum. Heilsuhlaup Krabba- meinsfélagsins hefst kl. 12. Dag- skrá fyrir eldri borgara sem og allan almenning verður í Kjama- skógi. Reiðskólinn kynnir starfsemi sína að Hamraborgum og þar verður húsdýrasýning og hestar til reiðu fyrir börnin. A svæði Létt- is í Breiðholti verður keppni í hestaíþróttum á föstudagskvöld og á laugardag. Keppt verður um Gullsmíðabikarinn í golfi að Jaðri um helgina og kynning og kennsla í golfi verður þar einnig. Ferðafélag Akureyrar efnir til gönguferðar upp að Fálkafelli, suður Löngukletta og niður í Kjamaskóg kl. 13 á laugardag. Siglingaklúbburinn Nökkvi kynnir starfsemi sína við Höepfner Á Bjargi verðar kynntar ýmsar íþróttagreinar, vegg- og borðtenn- is, boccia og fleira og í íþróttahús- inu við Laugagötu verður kynning á innanhúss bandy. Ungmennafé- lag Akureyrar kynnir fijálsar íþróttir á íþróttavelli og þar verður einnig keppt í hlaupi. Á íþróttasvæðum Þórs og KA verður kynning á starfsemi félag- anna, knattspyrnuskólum, leikja- og íþróttanámskeiðum sem þar eru í gangi. Ókeypis verður í sundlaug- ar bæjarins, en við sundlaug Akur- eyrar verða veittar leiðbeiningar í tennis og upplýsingar um þríþraut. -V.'V /• -'--V --u V V-/L ■ g ■' u ■- - í-irAvc-"-: vV -- -'A,-VtöF Kaffibrúsakallar Morgunblaðið/Rúnar Þór Fremur svalt hefur verið í veðri norðanlands síðustu daga, en þeir Gestur, Kristján og Birgir, starfs- menn Rafveitu Akureyrar, létu það sem vind um eyru þjóta þó á þá blési að norðan. Tóku brúsa sína og yljuðu sér á sjóðheitu kaffinu milli þess sem þeir unnu við að færa spennistöð sem verið hefur í bakhúsi við Skipagötu, en hún verður flutt í hitaveituhúsið. Meirihlutinn í bæjarstjórn Ólafsfjarðar: Fyrirlestur um steralyf og íþróttir ARI Jóhannesson, sérfræð- ingur í innkirtlasjúkdómum, flytur fyrirlestur um stera- lyf °S íþróttir annað kvöid, fösjoidagskvöld, í Félags- miðstöðinni í Lundarskóla. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30, en til hans boða íþróttabandalag Akureyrar, íþrótta- og tómstundaráð Ak- ureyrar og Héraðslæknirinn á Norðurlandi eystra. Fyrirlest- urinn er öllum opinn, en forr- áðamenn félaga og stofnana em sérstaklega hvattir til að sækja hann. Þrír aðalfulltrúar leggja til að bæiarsijóra verði sagt upp ÞRÍR aðalfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ólafsfjarðar leggja til að bæjarstjóra Ólafsfjarðar, Bjarna Kr. Grímssyni, verði sagt upp störfum. Fjórði fulltrúinn, sem er forseti bæjarstjórnar, er erlendis og leggja fulltrúarnir þrír til að þetta mál verði afgreitt á lokuðum bæjarstjórnarfundi er hann snýr til baka. Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins í Ólafsfirði gerði á fundi sínum á mánudag samþykkt, um starfslok bæjarstjórans í Ólafsfirði, Bjarna Kr. Gríms- sonar, og var samþykktin var gerð með 7 atkvæðum og einn sat hjá. Voru Bjarna boðnir tveir kostir varðandi starfslokin, en hann hnfnaði báð- bæjarstjóm, Kristín Trampe, Sig- urður Björnsson og Þorsteinn Ás- geirsson, leggja til að honum verði sagt upp störfum. „Slíka ákvörðun viljum við ekki taka að oddvita Sjálfstæðisflokksins og forseta bæjarstjómar fjarstöddum, en hann er erlendis. Við munum því leggja til, strax og hann er kominn heim, að boðað verði til lokaðs bæjarstjórnarfundar til að taka ákvörðun í málinu,“ segir í tilkynn- ingunni. Þar er jafnframt hörmuð sú fjölmiðlaumræða sem orðið hef- ur um málið og kemur fram að bæjarfulltrúar flokksins muni ekki ræða við fréttamenn um málið fyrr en það er til lykta leitt. Bæjarmálaráð Sjálfstæðis- flokksins í Ólafsfirði sendi frá sér tilkynningu í gær, þar sem þetta kemur fram. Ástæður þess að meirihlutinn í bæjarstjóm Ólafs- flarðar gerði þessa samþykkt em ekki tilgreindar í tilkynningunni og vildu aðilar málsins ekki tjá sig þar um. Þeir kostir varðandi starfslok er bæjarstjóra vom boðnir vom ann- ars vegar að segja upp starfí sínu og vinna uppsagnarfrestinn, 6 mánuði án skerðingar á starfs- sviði, og hins vegar að starfa sem bæjarstjóri í eitt ár og starfssvið hans þrengt, á þann hátt að form- aður bæjarráðs og forseti bæjar- stjórnar kæmu í auknum mæli fram fyrir hönd bæjarins, á-svipað- an hátt og gildir á Akureyri. í tilkynningu bæjarmálaráðs kemur fram að bæjarstjóri hafí hafnað báðum þeim starfslokum sem honum vom boðnir og munu aðalfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Sumarsýmng opnuð í íþróttahöllinni í dag Samanburður á verði matvöru í Manchester og á Akureyri: Verðmunur 200 til 700% MISMUNUR á verði á einu kílói af hamborgnrum annars vegar í Manchester i Englandi og hins vegar á Akureyri er 764%, en þar ytra kostaði kílóið af þessari vörutegund 102 krónur í apríl síðastliðnum, en 881 krónu á Akureyri. Þetta kemur fram í verðsamanburði á matar- og drykkjarvöru sem gerður var á þessum tveimur stöðum og Neytendafélag Akureyrar hefur sent frá sér. Félagið fékk í hendur lista yfir verð á ýmsum vörutegundum frá Michael Clarke tónlistarkennara á Akureyri, sem nú dvelur í Manchester, og gerði af því tilefni könnun á verði samskonar eða sambærilegra vara á Akureyri. Verðmunur á þessum stöðum ér yfirleitt á bilinu frá 200 til 700%. Fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Vilhjálmi Inga Ámasyni formanni Neytendafélags Akur- eyrar að tildrög þessa verðsam- anburðar séu sú, að á liðnum vetri hafí Michael Clarke haft á orði, að fjögurra manna fjöl- skylda sem notaði um 70 þúsund krónur til matarkaupa á Islandi þyrfti um 20 þúsund til samskon- ar innkaupa í Englandi. Hann hafi síðan sent heim verðlista frá matvöruverslunum í Manchester og Neytendafélagið í framhaldi af því kannað verð á sömu, eða „sambærilegum" vörum á Akur- eyri. Niðurstaðan virðist staðfesta að tvisvar til þrisvar sinnum dýr- ara sé að kaupa í matinn á Akur- eyri en í Manchester. „Við neyt- endur getum því staldrað við og spurt okkur að því hvort þessi mikli verðmunur er nauðsynleg- ur,“ segir í tilkynningu Vilhjálms Inga, en hann bendir á að virðis- aukaskattur sé greiddur af mat- vöru á íslandi en ekki Englandi. Það skýri hins vegar einungis 25% verðmun, afgangurinn fari í milliliði. Ein vörutegund, strásykur, var ódýrari á Akureyri en í Manc- hester eða sem nam 22% og seg- ir Vilhjálmur Ingi að ef hægt sé að flytja hann til landsins og selja lægra verði en á Englandi hljóti slíkt hið sama að gilda um aðrar vörur. „Til þess að það verði, þarf að lækka hömlulitla álagningu hjá hinum ýmsu milli- liðum, því það eru aðallega þeir en ekki verslanir sem spenna verðið upp,“ segir í tilkynningu Neytendafélagins. FIMMTÍU aðilar taka þátt í sýn- ingu sem opnuð verður í Iþrótta- höljinni á Akureyri í dag kl. 17. Á sýningunni, sem ber yfir- skriftina Sumarsýning, verða kynntar vörur framleiddar í bænum og þjónusta sem í boði er. Flestir þátttakendur í sýn- ingunni eru aðilar á Akureyri. Ómar Pétursson framkvæmda- stjóri sýningarinnar sagði að gest- ir ættu að geta fengið góða mynd af því sem framleitt er í bænum sem og þeirri þjónustu sem þar er veitt. Sýningin verður formlega opnuð kl. 17 í dag, Haraldur Sumarliða- son formaður Landssambands iðn- aðarmanna flytur ávarp, en Heim- ir Ingimarsson formaður atvinnu- málanefndar opnar síðan sýning- una. Sýningin verður opin til kl. Ferming á 22 í kvöld og um helgina frá kl. 10 til 22. Tískusýningar verða í gangi sýningardagana og brugðið verður á leik, þar sem dregnir eru út ákveðnir gestir á sýningunni og þeim gefinn kostur á að snúa lukkuhjóli og vinna sér inn ein- hvem glaðning. Þá munu sýninga- raðilar bjóða upp á vörukynningar og getraunir í básum sínum. Fermingarguðsþjónusta verð- ur í Bægisárkirkju sunnudaginn 9. júní kl. 13.30. Fermdar verða: Ásdís Ármannssdóttir, Myrkár- bakka, Hörgárdal. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, Lönguhlíð, Hörgárdal. Fínar línur gjaldþrota Tískuverslunin Fínar línur við Skipagötu hefur verið úrskurðuð gjaldþrota, en það var gert að kröfu Akureyrarbæjar og inn- heimtumanns ríkissjóðs. Eyþór Þorbergsson fulltrúi hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri sagði að stjórn félagsins hefði selt innréttingar, tæki og lager fyrir- tækisins þann 17. maí síðastliðinn, eða fyrir rúmum hálfum mánuði og því væri þrotabúið eignalaust, en verslunin er enn opin. Verslunin var úrskurðuð gjald- þrota að kröfu Akureyrarbæjar vegna vangoldinna skulda við bæj- arfélagið og einnig að kröfu inn- heimtumanns ríkissjóðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.