Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 44
- svo vel sétryggt SJQVAOÍoALMENNAR FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 VERÐ I LAUSASÖLU 100 KR. •Y Seðlabankinn: Húsbréf teljast lausa- fé innlánsstofnana SEÐLABANKINN hefur ákveðið að húsbréf teljist til lausafjár inn- lánsstofnana á sama hátt og spariskírteini ríkissjóðs, en húsbréf töldust ekki áður til hæfra eigna gagnvart lausafjárhlutfalli. Að sögn Yng^va Arnar Kristinssonar hjá Seðlabankanum mun þessi breyt- ing greiða fyrir því að bankar og aðrar innlánsstofnanir eigi hús- bréf eða eignist slík bréf. Yngvi Örn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að breytingin á reglum um lausaijárhlutfall inn- lánsstofnana felist í því að húsbréf fá sömu stöðu í reglunum og spari- skírteini ríkissjóðs. „Það þýðir að húsbréf og spariskírteini upp að 2% af ráðstöfunarfé teljast að fullu til hæfra eigna gagnvart lausaijár- hlutfalli, og að 50% þar umfram. Þetta er ákveðið- fram til áramóta á þessu stigi,“ sagði hann. „Þetta þýðir það að eigi bankarn- ir húsbréf, þá munu þau teljast til hæfra eigna og uppfylla lausafjár- hlutfallið annað hvort að öllu leyti séu þau innan þessara 2% marka, annars að hálfu leyti, þannig að þetta mun vafalaust greiða fyrir því að innlánsstofnanir eigi eða haldi þeim húsbréfum sem þær eignast. Enda er tilgangurinn sá öðrum þræði og að hinum þræðin- um að tryggja ákveðna jafnstöðu milli spariskírteina og húsbréfa," sagði Yngvi Örn Kristinsson. Reykjavíkurflugvöllur: Lækjartorg blómum skreytt Morgunblaðið/Sverrir Stjúpum og öðrum sumarblómum var komið fyrir á Lækjartorgi í gær til þess að gleðja vegfarendur. Stjórn LÍN ákveður nýjar úthlutunarreglur: Grunnlán námsmanna verða lækkuð um 17% Í5TJÓRN Lánasjóðs íslenskra iiámsmanna samþykkti á fundi í gær með atkvæðum fulltrúa ríkisvaldsins nýjar úthlutunar- reglur fyrir Lánasjóðinn. Þær fela meðal annars í sér að fram- færslugrunnur námslána er V estur-Landeyjar: Stórbruni í hlöðu og fjósi STÓRBRUNI varð í hlöðu á bæn- um Akurey í Vestur-Landeyjum —mn kl. 19 í gærkvöldi. Hlaðan varð alelda á örskömmum tíma og brann allt hey sem í henni var, tvö til þrjú þúsund baggar. Hlöðuþakið féll og skemmdir urðu einnig á þaki fjóss sem er sambyggt hlöðunni og viðbyggðum skúr við hlöðuna. Slökkviliðið á Hvolsvelli og Hellu á ails sex slökkvi- og dælubílum barðist við eldinn, en svo hagar til að skammt frá bænum rennur læk- ur sem slökkviliðið nýtti sér. Slökkvistarf gekk greiðlega en vakt var höfð við hlöðuna í nótt. Ekki vitað um upptök eldsins. Á Akurey búa bræðurnir Bjarg- mundur og Haraldur Júlíussynir félagsbúi og var Bjargmundur við mjaltir þegar fjósið fylltist reyk. „Við vorum að mjólka þegar allt fyiltist af reyk. Við rétt náðum að koma kúnum út áður en kófið var -»^rðið kæfandi," sagði Bjargmund- skertur um 16,7%, jafnframt að svonefnt tekjutillit lækkar úr 75% í 50% og að námsmenn sem búa í foreldrahúsum fá 70% lán í stað 50% láns áður. Hinar nýju úthlutunarreglur öðlast gildi þegar menntamálaráð- herra hefur staðfest þær og undir- ritað reglugerð þar að lútandi. Lækkun grunnframfærslu um 16,7% þýðir, að lán til einstaklings sem býr í leiguhúsnæði lækkar úr um 55 þúsund krónum á mánuði í rúmar 46 þúsund krónur. Breytingin á tekjutilliti þýðir, að lán skerðast vegna tekna náms- manna um 50% í stað 75% skerð- ingar áður. Lán til nemenda í foreldrahús- um verða 70% af grunnframfærslu í stað 50% áður. Jafnframt var ákveðið að ganga hart eftir því að námsmenn sanni leigugreiðslur, ef þeir búa í leiguhúsnæði, til að þeir fái óskert lán. Hámarksþak er sett á lán til námsmanna vegna skólagjalda. Samanlögð lán vegna skólagjalda geta numið allt að 27 þúsund Bandaríkjadollurum, eða jafngildi þeirrar upphæðar í annarri mynt. Þessi upphæð svarar til rúmlega 1.650 þúsunda íslenskra króna. Steingrímur Ari Arason.fulltrúi fjármálaráðherra í stjórn LÍN, seg- ir að eftir þessar breytingar hafi áætluð útlán sjóðsins lækkað úr rúmlega 4 milljörðum króna i 3,3-3,4 milljarða á ársgrandvelli. Hann segir að eftir sem áður vanti um 500 milljónir króna til viðbótar frá ríkinu til þess að sjóðurinn geti staðið undir skuldbindingum sínum. Ríkisframlagið á árinu er um 1.700 milljónir króna sam- kvæmt fjárlögum. Litlu munaði að Fokker rækist á farþegasalinn BILUN varð í stýriskerfi og hemlabúnaði Fokker-vélar Flugleiða sem var á leið til Egilsstaða í gær. Flugstjóri vélarinnar varð var við bilunina skömmu fyrir flugtak, vélin var komin út á flugbraut þeg- ar hann sneri henni aftur til flugstöðvarbyggingarinnar. Litlu mun- aði að vélin rækist á farþegasal flugstöðvarbyggingarinnar á Reykja- víkurflugvelli vegna þess hve erfiðlega gekk að stýra henni. Þær upplýsingar fengust hjá Flugleiðum að um smávægilega bilun hefði verið að ræða. Vélin var sett inn í skýli til athugunar og önnur vél flaug með farþegana til Egilsstaða. 20 mínútna bið varð á fluginu. Flugstjórinn varð var við bilun í nefhjólsstýri þegar hann var að undirbúa flugtak. Auk þess hafði loft farið af hemlakerfinu. Nokkur ótti greip um sig meðal gesta í flug- stöðvarbyggingunni þegar vélinni var ekið nálægt henni, en að sögn starfsmanns Flugleiða var aldrei nein hætta á ferðum. Loft hafði lekið af loftkerfi hemlabúnaðarins, og að sögn starfsmannsins verða slíkar bilanir stundum í Fokker-vélunum, eink- um að vetrarlagi. í vélinni er ann- að hemlakerfi sem notað er í slíkum tilfellum. Jámsteypa stefnir Alþingi Neitar að greiða reikning fyrir gerð skjaldarmerkis Islands JARNSTEYPAN hf. hefur stefnt Alþingi fyrir að greiða ekki reikning, að upphæð kr. 1.098.508 frá fyrirtækinu vegna vinnu við gerð skjaldar- merkis Islands sem setja átti á svalir Alþingishússins. Það var Hörður Siguijónsson frummótasmíðameistari sem vann öll mót vegna verksins samkvæmt beiðni húsameistara ríkisins. Hann segir að efri mörk munnlegs viðmiðunargrundvallar hafi verið 1.100 þúsund en vinna við mótin hafi farið fram úr viðmiðuninni og starfsmönnum húsameistara ríksins hafi verið kunnugt um það á meðan hann vann við verkið. „Starfsmenn húsameistara fengu upplýsingar frá mér eftir því sem verkinu miðaði og þeir stöðvuðu ekki verkið og sögðu að ég færi ekki það mikið fram úr viðmiðuninni að það yrði nokkur fyrirstaða," segir Hörður. Húsameistari telur tímakaup Harðar vera of hátt og reiknar út að verkið eigi að kosta kr. 477.621. Þessu vilja Hörður og Járnsteypan ekki una og hafa því stefnt Álþingi. Hörður hefur þegar greitt kr. muiguuuiauiu; oi^. uuua. Hörður Sigurjónsson frummótasmíðameistari við skjaldarmerkið sem Alþingi neitar að greiða fyrir. 205.878 í ríkissjóð, sem er virðis- aukaskatturinn samkvæmt reikn- ingi þeim sem hann sendi Járn- steypunni, en allir hans reikningar fara í gegnum skrifstofu fyrirtæk- isins. Alþingi sendi Járnsteypunni tæplega 500 þúsund króna ávísun sem sögð er fullnaðargreiðsla miðað við útreikninga húsameist- ara. Járnsteypan ætlar ekki að innleysa ávísunina og hefur lög- maður fyrirtækisins stefnt Al- þingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.