Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 Hvað segja þejr lim aðgerðir ríkisstj órnarinnar í fiskeldismálum? Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans: Tap bankans um milljarður króna SVERRIR Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, segir fyrir- sjáanlegt að tap bankans vegna fiskeldis verði um einn milljarð- ur króna, en alls hefur bankinn lánað 1,2 millj- arða í afurða- og rekstrarlán til fiskeldisfyr- irtækja. „Bankinn lítur á þetta sem tap- að fé að megin- hluta til, en þetta var rakin vitfirr- ing út í gegn og það sýnir sig. Tap okkar getur vafalaust nálgast milljarð króna, og bankinn er viðbúinn því að verða fyrir slíku tapi. Hann er nógu sterk stofnun til að þoia það, en það er grátlegt að sjá eftir slíkum pening- um á gullæðisbálið,“ sagði Sverrir. Friðrik Sigiirðs- son, ÍSNÓ: Verið að hengja bak- ara fyrir smið Afstaða fjármálaráðherra gjör- samlega óábyrg „ÞAÐ sem í skýrslunni stendur er samantekt á áður vituðum staðreyndum, en við fiskeldismenn erum þó ekki sammála þeim ályktunum sem höfundur henn- ar dregur út frá þeirri sam- antekt,“ sagði Friðrik Sig- urðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSNÓ hf., og stjórnarmaður í Landssambandi fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Hann sagði að á vissan hátt væri verið að hengja bakara fyrir smið þegar talað væri um heildarfjárbind- ingu og yfirvofandi gjaldþrot í fiskeldi upp á 8 milljarða. „Menn mega ekki gleyma þvi að 4 millj- arðar eru þegar tapaðir í gjald- þrotum stórra fyrirtækja. Þeir sem hafa þraukað hingað til eru því að súpa seyðið af þessum stóru gjaldþrotum sem þegar eru orðin.“ Friðrik sagði að fiskeldismenn væru vissulega ánægðir með að ríkisstjómin hefði greint frá því hvaða aðgerðir hún boðar varðandi greinina, en þeim þætti þær að- gerðir þó vera harla lítilfjörlegar. I fyrsta lagi væru þær 300 milljón- ir sem ætlaðar væru til að viðhalda þróunarstarfi með rekstri nokkurra fískeldisstöðva tiltölulega litlir fjár- munir, sem ekki myndu nýtast nema örfáum aðilum, og í öðru lagi væri ekkert kveðið á um að nokkur áform væru um að virkja ábyrgðardeild fiskeldislána meira en orðið er þar sem deildin hefði ekki fullnýtt þær heimildir sem hún hefur í lögum. „Það hefur greinilega orðið gíf- urleg stefnubreyting hjá þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins, og við erum mjög hissa á því að slæm staða fískeldis sé að koma forráða- mönnum flokksins á óvart um þess- ar mundir. Þannig er afstaða Frið- riks Sophussonar fjármálaráðherra gjörsamlega óábyrg. í greinargerð með frumvarpi til breytinga á lög- um um ábyrgðardeild fiskeldislána, sem hann ásamt Matthíasi Bjarna- syni og fleirum var flutningsmaður að rétt fyrir þinglok og kosningar, segir að stjórnvöld hafí ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart fískeldisfyrirtækjum, og þing- mennirnir sjái enga aðra leið en að flytja frumvarpið til að knýja á um að þau standi við gefin fyrir- heit. Friðrik hlýtur að hafa kynnt sér hvað það myndi kosta ríkissjóð að breyta ábyrgðadeildinni eins og þeir félagar gerðu tillögu um. Ef ekki, þá hefur þarna aðeins verið um að ræða ómerkilegt kosninga- loforð, sem nú er svikið þegar hann er kominn í ráðherrastól," sagði Friðrik Sigurðsson. Guðmundur Malm- quist, forstjóri Byggðastofnunar: Ekki búið að afskrifa lánin „EG hef ekki séð þessa skýrslu um stöðu og horfur í fiskeldi, og út af fyrir sig vil ég þess vegna ekki tjá mig um niðurstöð- ur hennar. Eg hef í langan tíma fylgst með þess- um málum í þeim fyrirtækj- um sem Byggð- astofnun er að- ili að, en stofn- unin er hluthafi í allmörgum fiskeldisfyrir- tækjum, og út- litið er vissu- lega ósköp dökkt," sagði Guð- mundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar. Guðmundur sagði að útistand- andi stofnlán Byggðastofnunar til fiskeldisfyrirtækja ásamt hlutafé og áföllnum vöxtum og dráttar- vöxtum væru nú tæplega 1,5 millj- arðar. „Það er verið að tala um að frysta stofnlánin í greininni, og gagnvart Byggðastofnun verður að segja það, að það hefur ekki tekist að innheimta mikið af þeim. Það hefur verið gert ráð fyrir því í fjár- hagsáætlunum og öðru slíku að þetta innheimtist ekki í bráð. Þetta er þó ekki afskrifað, nema að sjálf- sögðu þar sem gjaldþrot og uppboð hafa farið fram. Við afskrifuðum til dæmis eitthvað á annað hundrað milljónir á síðasta ári í þessum „litlu“ fyrirtækjum, þar sem um var að ræða 20-30 milljónir í hverju tilfelli," sagði hann. Snorri Tómasson hjá Framkvæmdasjóði: Þýðir ekki að eignir verði verðlausar SNORRI Tómasson, starfsmaður Framkvæmdasjóðs, segist síður en svo álíta það fé tapast sem sjóðurinn hefur lánað til fiskeld- isfyrirtælga þó til fjöldagjald- þrota í fiskeldi komi á næstu árum. í skýrslu um stöðu og horfur í fiskeldi kemur fram að Framkvæmdasjóður hefur lánað 1.750 milljónir í stofnlán til fisk- eldis og 65 milljónir til hlutafjárkaupa. „Það að eigendur þessara stöðva gefist upp og fari á hausinn þýðir ekki sjálfkrafa að eignimar verði verðlausar. Það þýðir það að við tökum þær yfir, og við reynum auðvitað að varðveita þær með ein- hverjum hætti, annað hvort með því að leigja þær öðrum stöðvum, eða búa þannig um að þær verði seljanlegar ef og þegar þessi.grein hressist eitthvað við, en ég hef heldur trú á að hún geri það,“ sagði Snorri. Hann sagði að sú frysting á stofnlánum í fjögur ár, sem ríkis- stjómin hefur boðað, væri í raun og veru engin tillaga þar sem það væri nokkum veginn sjálfgefinn hlutur að þau væm fryst þar sem menn hefðu lítið getað borgað af lánunum. Það hefði hins vegar ver- ið raunveraleg tillaga ef rætt hefði verið um frystingu á rekstrarlán- um. „Reyndar sér maður ekki alveg ástæðuna fyrir því að vera að mis- muna milli þessara peningastofn- ana ríkisins, það er að segja banka annars vegar og sjóða hins vegar, ef menn ætla að hjálpa þessu á annað borð,“ sagði hann. Snorri sagði að skýrslan um fisk- eldið væri vissulega dökk, en það væri þó spurning hvað hún raun- veralega segði. Hann sagði að hún lýsti stöðunni í fiskelöi á þessari stundu og segði að ekki væra líkur á að fiskeldi yrði rekið með hagn- aði hér á landi næstu tvö ár. „Skýrslan segir það væntanlega við þá aðila sem hlaðnir eru öllum þeim skuldum sem fyrstu kynslóðar fyrirtæki búa við, en það þýðir ekki að fyrirtæki eins og upp hafa risið ný og leigt stöðvar og keypt fisk úr búum geti ekki þrifíst. Þess vegna er þetta ekki algildur sann- leikur sem í skýrslunni er.“ Snorri Ólafsson hjá Bakkalax: Horfir til verri tíðar „ÞETTA eru ekki stórmannleg- ar tillögur sem fram hafa komið varðandi vanda fiskeldisins, en við eigum eftir að skoða þetta betur og meta stöðuna frekar. Sannarlega horfir þetta þó til verri tíðar,“ sagði Snorri Ól- afsson, fram- kvæmdastjóri Bakkalax og varaformaður Landssam- bands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva. Hann sagði að ef þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin hefði boðað nýttust ekki og fjöldagjaldþrot yrði í greininni, þá myndi ríkissjóður ekki ein- ungis tapa þeim 300 milljónum sem nú hefur verið ákveðið að veija til fiskeldis, heldur yrði um margfalda þá upphæð að ræða í ýmsu formi. „Við lögðum sjálfir fram tillögur til úrbóta í greininni strax og nú- verandi ríkisstjóm tók við, og vora þær byggðar á bústofnskaupalán- um og hagræðingu í afurðalána- kerfínu, sem komið hefði greininni í heild til góða. Þær tillögur fundu hins vegar ekki náð fyrir augum ríkisstjómarinnar," sagði Snorri. Hann sagði að fiskeldisfyrirtæk- in hefðu átt við vaxandi rekstrar- erfíðleika að etja að undanförnu eingöngu vegna þess að rekstrarfj- árvandi þeirra hefði ekki verið leystur. Þá var það grandvallarat- riði varðandi uppbyggingu fiskeld- isins á sínum tíma að aldrei hefði verið mótuð heildarstefna fyrir greinina, heldur ætíð verið um hentistefnu að ræða. Snorri sagði að skýrslan um stöðu og horfur fiskeldis væri ekki fyrsta skýrslan sem fiskeldismenn sæju þar sem um úttekt á grein- inni væri að ræða, og fiskeld- ismönnum sjálfum hefði verið hald- ið utan við umræðuna. í skýrslunni væri afgreiðslan á fiskeldinu í heild sinni byggð á nokkrum misskiln- ingi, en þar væri í fyrsta lagi um skilgreininguna á fjárfestingunni að ræða og í öðru lagi þá væri um raunverulegt vandamál að ræða, sem greinin ætti við að etja. „Þar á ég við að í upphafi var uppbygging bústofnsins ekki tekin sem fjárfesting. Það þýðir að fjár- mögnun á birgðum verður allt of erfíð, en hún er tekin af rekstr- arlánum, sem í upphafí voru allt of lág. Bústofnskaupalánin, sem við höfum árum saman verið að leggja til, hafa aldrei komist á koppinn. Þá hefur ábyrgðarsjóður fískeldislána valdið okkur miklum vonbrigðum, en hann hefur ekki orðið virkur sem skyldi," sagði Snorri Ólafsson. Erlendar útsendingar FM 95,7 og Stöðvar 2: Bíð eftir aðgerðum útvarpsréttamefndar - segir Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra, segist ekki munu taka fram fyrir hendur útvarpsréttarnefndar, vegna fyrirhugaðra útsend- inga útvarpstöðvarinnar FM 95,7 á bandarískum vinsældarlista né vegna útsendinga fréttastöðvarinnar CNN um dreifikerfi Stöðvar 2 að lokinn dagskrá. Hann telji hins vegar að þessar útsendingar lýsi ekki miklum metnaði. Sagðist hann bíða aðgerða útvarpsréttarnefnd- ar og viðbrögðum við þeim. Ólafur benti á að þýðingarskylda sjónvarpsstöðva lúti að öllu efni að undanskildum fréttum og bein- um útsendingum frá einstökum viðburðum. Útvarpsréttarnefnd væri að undirbúa bréf til Stöðvar 2, þar sem bent er á lagaákvæði um þýðingaskyldu. „Það er ætlast til að Stöð 2 bregðist við slíkum upplýsingum og athugasemdum," sagði Ólafur. „Eg held að útvarps- réttarnefnd hljóti að grípa þarna inn. Mér sýnist það vera hennar verkefni en ég geri það ekki fram- hjá_ nefndinni.“ Ólafur sagði, að þýðingarskyld- an næði eingöngu til sjónvarpsins. „Mér þykir þetta ekki lýsa miklum metnaði hjá útvarpsstöð að vera með vinsældarlistan svona," sagði hann. „Ég er ekki mikill einangr- unarsinni í mér og bendi á að það hafa verið þættir á erlendum tungumálum í ríkisútvarpinu, áður en einkastöðvamar hófu útsend- ingar. Eg minni til dæmis á þátt- inn, „Á hljóðbergi", þar sem flutt voru erlend leikrit. Þetta er því ekki allt af hinu vonda auk þess sem óþarfi er að minna á að menn ná erlendum útsendingum í gegn- um tækin sín.“ Ráðherra sagðist telja, að hlut- verk útvarpsstöðva væri annað og meira en að útvarpa beint erlendu efni. „Ég geri mér grein fýrir mín- um embættisskyldum og valdsviði og ef eitthvað er gert sem mér þykir ekki sæma. En ég mun bíða eftir aðgerðum útvarpsréttar- nefndar og viðbrögðum við því sem hún lætur frá sér fara,“ sagði Ólaf- ur. „Ég hef átt fund með formanni nefndarinnar, þar sem við skipt- umst á skoðunum og ég var án- ægður með það viðtal." Keflavíkurflugvöllur: Æfing á neyðar- skipulagi á morgun SVIÐSETT verður þotuslys á Keflavíkurflugvelli á morgun, en þá er fyrirhuguð þjálfunaræfing á neyðarskipulagi Almannavarna fyrir KeflavíkurflugvöII. Tilgangur æfingarinnar er að þjálfa þá fjölmörgu aðila sem starfa þurfa saman ef stórslys verður á Keflavíkurflugvelli, í að vinna sem ein heild samkvæmt neyðarskipulagi flugvallarins. Þot- uslysið verður í aðflugi með 150 manns um borð, segir í fréttatil- kynningu frá Almannavömum rík- isins. Þar sem þátt taka í æfingunni eru auk Almannavarna ríkisins, Almannavarnanefnd Suðumesja og Keflavíkurflugvallar, 15 björg- unarsveitir á Suðumesjum og höfuðborgarsvæðinu, Rauði kross íslands, slökkviliðin á Keflavíkur- flugvelli, Suðumesjum, Hafnarfirði og í Reykjavík, útgöngusveitir frá fimm sjúkrahúsum á höfuðborgar- svæðinu og Suðumesjum, lög- reglulið í fjóram lögsagnaram- dæmum, Rannsóknarlögregla rík- isins, Flugleiðir hf., Flugstöð Leifs Eiríkssonar, flugmálastjóm, Land- helgisgæslan og loftferðaeftirlitið. Meðan á æfíngunni stendur munu hundraðir manna með tug- um björgunartækja, sjúkrabíla og lögreglubifreiða stefna til „slys- staðar" þar sem viðamikið starf og flutningar fara fram. Því era það tilmæli Almannavama ríkisins til íbúa á Suðumesjum að þeir gæti allrar varúðar í nágrenni „slysstaðarins". Jón Baldvin ræddi við evr- ópska starfsbræður um stöðu samninga um EES JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra átti í gær viðræður við nokkra evrópska starfsbræður sína um stöðu samninga um evr- ópska efnahagssvæðið (EES). Ræddi hann í klukkustund við Jacques F. Poos utanríkisráðherra Lúxemborgar, en Lúxemborgarar fara nú með forystuhlutverk í Evrópubandalaginu, síðan við Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, og Francisco Fernandez Ordonez, utanríkisráðherra Spánar. I dag mun Jón Baldvin, sem situr fund utanríkisráðherra aðildarríkja NATO í Kaupmannahöfn, m.a. ræða við Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra Þýskalands. „Tilgangurinn með þessum fund- um var að gera mönnum ljóst, að samningar um EES kynnu nú lík- lega að standa og falla á lokasprett- inum á því hvort af hálfu Evrópu- bandalagsins (EB) yrði haldið fast við kröfuna um fiskveiðiheimildir í stað aðgangs að mörkuðum EB. Ég sagði að um það yrði aldrei samið og óhætt væri að falla frá þeirri samningatækni að beita þess- ari kröfu í þeirri von að gefið yrði eftir með málamiðlun um magn þegar einungis þetta atriði væri eftir á lokasprettinum," sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið. -Sögðust ráðherrarnir reiðubún- ir að höggva á þennan hnút? „Þeir báru við ókunnugleika, sögðust ekki hafa verið settir inn í einstök atriði samningaviðræðn- anna en á móti svaraði ég að mál- ið kæmi til þeirra kasta fyrr en seinna er það kæmi fyrir ráðherrar- áð EB. Tjáði ég þeim að með tilliti til samranaþróunarinnar í Evrópu yrði það meiriháttar áfall ef samn- ingarnir mistækjust. Mörg Austur- Evrópuríki horfðu til þeirra sem hugsanlegrar formúlu í samningum um samstarf við EB.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.