Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 25 ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. júní 1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnh'feyrir) 12.123 'h hjónalífeyrir 10.911 Full tekjutrygging 22.305 Heimilisuppbót 7.582 Sérstök heimilisuppbót 5.215 Barnalífeyrirv/1 barns 7.425 Meðlag v/ 1 barns 7.425 Mæðralaun/feðralaun v/ 1 barns 4.653 Mæðralaun/feðralaun v/ 2ja barna 12.191 Mæðralaun/feðralaun v/ 3ja barna eða fleiri .... 21.623 Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða 15.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða 11.389 Fullurekkjulífeyrir 12.123 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) 15.190 Fæðingarstyrkur 24.671 Vasapeningarvistmanna 7.474 Vasapeningarv/sjúkratrygginga 6.281 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar 1.034,00 Sjúkradagpeningareinstaklings 517,40 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri . 140,40 Slysadagpeningareinstaklings 654,60 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri .. 140,40 Kaflar úr dómi Hæstaréttar FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 6. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð(kr.) Þorskur 92,00 60,00 86,80 10,399 902.679 Þorskur (st.) 96,00 96,00 96,00 0,694 66.624 Ýsa 117,00 94,00 107,19 1,084 116.198 Karfi 57,00 57,00 57,00 0,211 12.027 Ufsi 35,00 35,00 35,00 0,416 14.560 Steinbítur 60,00 30,00 51,19 1,724 88.254 Langa 62,00 62,00 62,00 0,474 29.388 Lúða 435,00 360,00 375,63 0,079 29.675 ' Grálúða 89,00 89,00 89,00 0,249 22.161 Koli 101,00 35,00 64,30 0,413 26.557 Smáþorskur 61,00 59,00 59,82 1,572 94.030 Smáufsi 46,00 46,00 46,00 0,462 21.252 Rauðmagi 110,00 110,00 110,00 0,080 8.800 Keila 35,00 35,00 35,00 0,891 31.185 Samtals 78,05 18,748 1.463.390 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 93,00 91,00 90,04 38,766 3.490.508 Ýsa 122,00 50,00 109,32 2,984 326.206 Karfi 34,00 20,00 20,00 1,234 24.670 Ufsi 58,00 34,00 55,72 0,691 38.502 Steinbítur 53,00 53,00 53,00 0,182 9.646 Langa 57,00 50,00 54,20 0,105 5.691 Lúða 205,00 205,00 0,00 0,000 Skarkoli 92,00 20,00 55,56 1,092 60.673 Keila 24,00 24,00 24,00 0,053 1.272 Rauðmagi 45,00 6,00 12,88 0,051 657 Grálúða 92,00 89,00 90,03 20,952 1.886.384 Undirmál 71,00 54,00 65,53 1,202 78.763 Blandað 36,00 36,00 35,83 0,084 3.010 Samtals 67,93 67,396 5.925.893 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 106,00 79,00 87,94 21,439 1.885.299 Ýsa 108,00 50,00 93,98 8,866 833.278 Karfi 64,00 58,00 61,31 1,031 63.212 Ufsi 62,00 49,00 59,42 6,613 392.947 Steinbítur 68,00 50,00 66,82 0,384 25.660 Langa 60,00 20,00 45,72 0,391 17.877 Lúða 310,00 255,00 273,74 0,183 50.095 Skarkoli 80,00 79,00 79,10 0,851 67.316 Keila 42,00 30,00 37,33 1,619 60.444 Blálanga 51,00 51,00 51,00 0,133 6.783 Skötuselur 180,00 180,00 180,00 0,044 7.920 Lúðuhausar 16,00 16,00 16,00 0,270 4.320 Undirmál 86,00 86,00 86,00 2,141 184.112 Samtals 81,86 43,966 3.599.263 FISKMIÐLUN NORÐURLANDS hf. á Dalvík. Þorskur 90,00 86,00 86,70 8,415 729.543 Ýsa 105,00 40,00 70,16 1,489 104.475 Karfi 20,00 20,00 20,00 220 4,400 Ufsi 48,00 18,00 47,88 2,605 124.740 Steinbítur 40,00 8,00 32,13 1,131 36.344 Lúða 9,00 9,00 9,00 0,018 162 Keila 20,00 20,00 20,00 0,006 120 Undirmál 65,00 63,00 63,69 1,133 72.165 Samtals 71,38 15,017 1.071.949 Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síöustu tíu vikur, 27. mars - 5. júní, dollarar hvert tonn árslok 1984. Framsetning skulda miðast við að afborganir fari fram á umsömdum gjalddögum. Komi til vanskila á umsömdum skuldum, getur það leitt til gjaldfellingar þeirra og jafnframt haft veraleg áhrif á söluverð eigna félagsins. Hinn 9. febrúar 1985 samþykkti hluthafafundur í félaginu nýtt hlutafjárútboð að fjárhæð 80 millj. kr. Það viðbótarfé er allt se!t. Það er álit mitt, að ársreikningur- inn sé gerður í samræmi við lög og félagssamþykktir og með þeim fyrirvara, sem leiðir af framan- greindum atriðum, gefí hann glögga mynd af rekstri samstæð- unnar á árinu 1984, efnahag henn- ar hinn 31. desember 1984 og breytingum á hreinu veltufé árið 1984.“ í gögnum málsins er að fínna íslenska þýðingu á áritunum endur- skoðenda erlendu dótturfélaganna þriggja. I áritun endurskoðenda Hafskips USA Inc. kemur fram, að þeir hafí athugað efnahagsreikning félagsins pr. 31. desember 1983 og 1984. Um þá athugun segir síðan, að hún sé „verulega minni í sniðum en skoðun í samræmi við viður- kenndar endurskoðunarreglur, þar sem markmiðið er að setja fram álit á reikningsskilum í heild sinni.“ Þeir veiti því ekki slíkt álit. í áritun endurskoðanda Hafskips Holdings Inc. er gefíð efnislega sama álit. I áritun endurskoðenda Hafskips Nederland segir orðrétt: „Þar sem fyrirtæki yðar er enn mjög lítið og við höfum fært reikninga þess sjálf- ir, hafa reikningarnir ekki verið endurskoðaðir." Ákærði Helgi hefur bent á fyrir sakadómi, að öll þessi félög hafi haft endurskoðendur, sem hafi árit- að ársreikningana, þó ekki fyrirvar- alaust. í áritunum þeirra komi ekki fram skoðun og þar með ekki hvort eitthvað sé að reikningunum. Þess vegna hafí hann ekki séð ástæðu ti! að gera athugasemdir eða árita ársreikning Hafskips með fyrirvara. í 86. gr. 2. mgr. laga um hlutafé- lög er boðið, að endurskoðendur skuli, sé um móðurfélag að ræða, einnig endurskoða samstæðureikn- inginn og reikningsleg tengsl sam- stæðufélaganna. Í 88. gr. sömu laga segir, að í' endurskoðunai'skýrslunni skuli fel- ast yfírlýsing um að ársreikningur- inn hafí verið endurskoðaður. Þá eru í sömu grein ákvæði um, að endurskoðendur í móðurfélagi skuli geta þess telji þeir vanta á nauðsynlegar upplýsingar um við- skipti dótturfélags. I 10. gr. laga um löggilta endur- skoðendur segir, að áritun löggilts endurskoðanda á reikningsskil þýði, nema annað sé tekið fram, að hann hafí endurskoðað þau og bókhaldið, sem þau byggjast á. í áritun ákærða Helga er ekki að fínna fyrirvara, sem lýtur að fyrirvörum endurskoðenda dóttur- félaganna þriggja, þótt honum hafí verið ljóst að þeir höfðu ýmist ekki verið endurskoðaðir eða ekki á þann hátt sem venja var til í viðkomandi löndum. Ber því að fallast á það með ákæruvaldinu að með vísan til þeirra lagaákvæða sem að framan eru rakin hafí hann gerst brotlegur við ákvæði 10. gr. sbr. 17. gr. laga um löggilta endurskoðendur, sbr. 138. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 7. gr. laga um löggilta endur- skoðendur. Þá er ákærða Helga gefíð að sök að hafa áritað á þann hátt sem að framan greinir án þess að allir þættir í rekstri félagsins hafí verið endurskoðaðir, einkum greiðslur af J sérstökum tékkareikningum, þ.e. hlaupareikningum í vörslu annarra ákærðu. Ákærði Helgi kvaðst fyrir saka- dómi hafa gert forráðamönnum fé- lagsins fullkomlega grein fyrir því, að þeir bæru ábyrgð á að fylgiskjöl væru á bak við færslur og hreyfíng- ar á reikningunum. Það hafí því ekki skipt máli, hvort hann skoðaði skjölin eða ekki. Hann hafí ekki haft ástæðu til að tortryggja, að skjölin væru í vörslum þeirra. Ákærði Björgólfur sagðist hafa látið ákærða Helga árlega fá yfirlit með sundurliðun á því, sem út af reikningnum fór. Hann minntist þess ekki að endurskoðandinn hefði farið sjálfstætt yfír fylgiskjölin. Ákærði Ragnar hafði sama hátt á og ákærði Björgólfur. Hann kvað endurskoðandann hafa haft aðgang að skjölunum á skrifstofu sinni og minntist þess að hann hefði ein- hvem tíma blaðað í þeim. Eins og nú er rakið er sannað með játningu ákærða Helga, sem styðst við framburð meðákærðu, að hann endurskoðaði ekki fylgi- skjöl með greiðslum út af umrædd- um tékkareikningum og gerði ekki fyrirvara um það í áritun sinni. Verður að telja, að ákærða hafí borið sérstök skylda til þess að end- urskoða þessa reikninga, sbr. 1. mgr. 86. gr. laga um hlutafélög, eða geta um það í áritun sinni, ef hann gerði það ekki. Er því rétt að heimfæra verknað hans undir 10. gr. sbr. 17. gr. laga um löggilta endurskoðendur, sbr. 138. gr. al- mennra hegningarlaga, sbr. 7. gr. laga um löggilta endurskoðendur. Mývatn: • • Ondum hef- ur fækkað ÁRLEGRI talningu á varpfuglum í Mývatnssveit og Laxárdal lauk fyrir skömmu. Helstu niðurstöður talningarinnar voru þær að stofn- ar húsandar, rauðhöfða og skúf- andar standa í stað frá fyrra ári en um fjórðungsfækkun hefur orðið í stofnum duggandar, hrafnsandar og toppandar. Há- vellum og straumöndum hefur aftur á móti fjölgað nokkuð. Alls voru taldir um 8.500 andarsteggir af sautján tegundum. Fjöldi andastofna á svæðinu ræðst aðallega af fæðuskilyrðum í Mývatni og Laxá. Flestir stofnarnir hafa ekki enn náð sér á strik eftir hrun átu- stofna (rykmýs) árin 1983 og 1988. Óvenjumikið hefur þó verið af straumönd og toppönd síðustu ár, enda eru þær tegundir ekki eins háðar rykmýi og aðrir andastofnar. Fuglatalning þessi var gerð á veg- um Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og unnin af dr. Árna Einarssyni. Tjörvi stendur við hjólhestinn að leiðarlokum. Hjólaði frá Reykja- vík til Eskifjarðar Eskifírði. Eskfirðingurinn Tjörvi Hrafn- kelsson hjólaði frá Reykjavík til Eskifjarðar á fimm dögum í lok maí. Tjörvi safnaði áheitum fyrir fijálsíþróttaráð íþróttafélagsins Austra og söfnuðust í kring um 60.000 krónur. Tjörvi lagði af stað úr Reykjavík sunnudaginn 26. maí og kom til Eskifjarðar 31. maí. Hann hjólaði því um 127 kílómetra á dag að meðaltali. Tjörvi fékk öll veður á leiðinni; rok, sól og rigningu. Aðspurður sagði hann að sér hefði þótt erfiðast að hjóla Berufjörðinn, en þar hafði hann mótvind bæði út og inn fjörð- inn. Benedikt Tillaga íslands á ársfundi um varnir gegn mengun sjávar: Förgun geislavirks úrgangs undir sjávarbotni verði hætt ÁRSFUNDUR Parisarsamnings- ins um vamir gegn mengun sjávar frá landstöðvum verður haldinn í Haag í Hollandi 17.-20. júní. Á fundinum mun ísland í sam- vinnu við Danmörku og Noreg leggja fram tillögu sem miðar að því að förgun á geislavirkum úr- gangi með því að grafa inn undir sjávarbotn frá landi verði hætt þar til aðildarriki Parísarsamningsins hafa komið sér saman um reglur um slíka förgun. Ennfremur að slík- ar reglur tryggi að ekki verði hætta á mengun sjávar og að útilokuð verði geislunarhætta gagnvart lífrí- ki hafsins vegna slíkra aðgerða. Fyrir flutningi tillögunnar eru tvær meginástæður, að því er segir í fréttatilkynningu utanríkisráðu- neytisins. í fyrsta lagi tekur enginn alþjóðasamningur beint til förgunar á geislavirkum úrgangi undir sjáv- arbotni, þegar grafið er frá landi (t.d. borun undir sjávarbotn beint frá landi). Á fundi Lundúnasamn- ingsins um vamir gegn mengun sjávar sl. haust var ákveðið að förg- un geislavirkra úrgangsefna undir sjávarbotni, með öðrum hætti en beint frá landi, félli undir gildissvið samningsins og að settar yrðu regl- ur um slíkar athafnir áður en til þess kæmi að það yrði leyft. I öðru lagi hefur nýlega frést um framtíðaráform einstakra ná- grannaríkja um förgun á geislavirk- um úrgangi með þessum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.