Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Espatrillur Verð 195.- Toppskórinn, 5% staðgreiðsluafsláttur Stærðir: 35-46. Litir: Hvítur. svartur, blár. Veltusundil, Póstsendum Kringlunni, s 21212 samdægurs. s. 689212 STERKAR ÞAKRENNUR SEM ENDAST OG ENDAST LP þakrennukerfið sameinarkosti ólíkra efna- kjarninn úr stáli, húðað zinki og plasti. STYRKURINN í stálinu ENDINGIN í plastinu HEILDARLAUSN • Auðvelt í uppsetningu. • Engin suða - ekkert Ifm. • 4 litamöguleikar: Rautt, svart, hvítt, brúnt. • Ávallt til á lager. • Verðið kemur þér á óvart. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar BLIKKSMIÐJAN m. SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 91-685699 I i | Meira en þú getur ímyndað þér! Enn svelta milljón- ir manna í Afríku eftir Jóliannes Tómasson Það getur tekið langan tíma að deyja úr sulti, oft nokkra mánuði. Stundum skemur ef sjúkdómar verða til þess að flýta fyrir. Annars hefur líkaminn ótrúlega hæfileika til að þrauka. Hann gengur á vara- birgðirnar þegar hann fær ekki næga næringu, vöðvar og líffæri rýrna, börnin hætta að vaxa og síðan dregur úr allri líkamsstarf- semi. Að lokum hefur dregið svo úr allri starfsemi að fórnarlambið liggur hreyfingarlaust. Líkaminn neitar að nota nokkra orku nema fyrir allra nauðsynlegustu hreyfing- ar. Allar varabirgðir upp urnar og líkaminn bíður þess eins að dauðinn ljúki verki sínu. Maðurinn í nútímaþjóðfélaginu veit hvað það er að vera svangur. En hann þarf ekki að gera annað en teygja út höndina og hann verð- ur mettur. Hann þarf í versta falli að leita í fullan ísskápinn til að kýla vömbina. Um leið hefur hann gleymt hungri sínu og hefur engar áhyggjur. Þannig er um flest okk- ar. En við vitum hins vegar ekki hvað ærlegur sultur er, langvarandi hungur sem nagar manninn innan frá. Hungur sem leggst eins og mara yfir okkur og vonleysið sem fylgir því að vita ekki hvort nokk- urn mat er að fá. Þetta ástand þekkja hins vegar þær milljónir Afríkubúa sem nú svelta. Tuttugu og sjö milljónir manna í fimm ríkjum Afríku; Ang- óla, Eþíópíu, Mósambik, Sómalíu og Súdan. I þessum löndum hefur uppskeran brugðist enn einu sinni og hernaðarástand og önnur óáran tekið frá þeim lífsbjörgina. Þessir Afríkubúar geta ekki snúið sér að næsta ísskáp og mettast. Og þó. Kannski hafa þeir aðgang að ísskápum okkar, forða okkar sem eigum nóg. Hjálparstofnanir margra landa hafa þegar tekið til hendinni og hafið hjálparstörf. Sums staðar hef- ur það verið erfiðleikum bundið vegna stríðsátaka, til dæmis í Eþíópíu. Nú þegar ástandið þar er að batna er hægt að hefjast handa á ný. Núverandi ráðamenn landsins hafa heitíð því að leyft verði að koma hungruðum til hjálpar. í Sóm- alíu hefur borgarastyijöld tafið hjálparstarf. Þar er mest þörf á lyfjum, tjöldum og matvælum. í Angóla hefur ástandið farið örlítið batnandi. Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar hefur séð um 500 þús- und manns fyrir matvælum en nú er útlit fyrir góða uppskeru og að þar geti fólk farið að bjarga sér sjálft. í þessum löndum er því verið að flytja matarbirgðir til hungur- svæðanna með flugvélum, skipum og vörubílum. Jóhannes Tómasson „Þessir Afríkubúar hafa ekki hátt. Þeir gera ekki kröfur og eru ekki með þrýsting. Þeir hafa fallið í skuggann fyrir fréttum af öðrum vettvangi. En þeir eru þarna og geta enga björg sér veitt.“ Þessir Afríkubúar hafa ekki hátt. Þeir gera ekki kröfur og eru ekki með þrýsting. Þeir hafa fallið í skuggann fyrir fréttum af öðrum vettvangi. En þeir eru þarna og geta enga björg sér veitt. Þannig eru þeir hróp til okkar sem höfum nóg. Hjálparstofnun kirkjunnar vill minna á þetta ástand og beinir því til landsmanna að þeir líti til þessara meðbræðra í neyð. Þegar hafa verið sendar þijár milljónir króna til Angóla og Eþíópíu. Ráðgert er að nota það fé sem nú safnast til kaupa á barna- mat en óskað hefur verið eftir að- stoð frá Eþíópíu til að fjármagna þau kaup. Höfundur er blaðamnður. Athugasemd við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 1. júní síðasliðinn eftir Gunnar Inga Gunnarsson í annars ágætu Reykjavíkur- bréfi, sem vísað er til hér að ofan, kemur fram sú fullyrðing, að fólk sé oft óánægt með þá þjónustu, sem það fær í hinu almenna heilbrigð- iskerfí, eins og það er rekið í dag. Nú er mér ekki ljóst, hvað höf- undur bréfins á nákvæmlega við með orðinu oft í þessu tilfelli. Hins vegar verð ég að skilja fullyrðing- una þannig, að óánægjan sé al- geng. Ef sá skilningur er réttur, þá er fullyrðing höfundar sennilega röng. Hér koma rök fyrir því. A vegum landlæknisembættisins er um þessar mundir verið að kynna niðurstöður kannana frá árunum 1985 og 1990, þar sem fram kem- ur, að um 90% landsmanna telja áðurnefnda þjónustu góða eða vel viðunandi. Niðurstöður þessar munu eiga að birtast í Fréttabréfí lækna innan skamms. Umfjöllun Reykjavíkurbréfsins gefur mér ástæðu til að geta þess, að þegar fyrsti prófessorinn í heim- ilislækningum var formlega skipað- ur í embætti, hélt sænskur prófess- or, Calle Bengtson, ræðu þar sem hann fullyrti að á íslandi væri rek- in besta heilsugæsla í heimi. Einnig þykir mér ástæða til að benda á þá staðreynd, að íslending- „Umræðan um hlut- deild neytandans í kostnaðinum að baki þjónustu og lyfjum er tímabær. En föllum ekki í þá gryfju, að gefa okkur rangar forsend- ur fyrir æskilegum breytingum á núver- andi kerfi. Sparnaður- inn er forsendan, en ekki óvinsældir.“ ar eru taldir veija lægri upphæð til reksturs heilbrigðisþjónustunnar, pro capita, en m.a. frændur okkar á hinum Norðurlöndunum gera. Þetta virðast opinberar tölur sýna. Þannig virðumst við koma vel út úr samanburði við þjóðir, sem við viljum hafa til hliðsjónar. Er þá ástæða til áð breyta nokkru? Ég tel svo vera. Ég trúi því, að unnt sé að reka þessa þjónustu á hagkvæmari hátt, án þess að sLíkt þurfi að bitna á gæðum. Ég fagna því, að þessi viðkvæma umræða sé tekin upp á síðum Morgunblaðsins. Við viljum öll spara og fá fram bestu nýtingu skattpeninganna. Umræðan um hlutdeild neytandans Gunnar Ingi Gunnarsson í kostnaðinum að baki þjónustu og lyfjum er tímabær. En föllum ekki í þá gryíju, að gefa okkur rangar forsendur fyrir æskilegum breyt- ingum á núverandi kerfi. Sparnað- urinn er forsendan, en ekki óvin- sældir. Bestu kveðjur, Höfundur erlæknir við Heilsug-æzlustöð Árbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.