Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 17 skýrslu endurskoðendanna Atla og Stefáns var sú, að allar leiðrétting- ar þeirra samtals væru svo stórar í sniðum, að birtur efnahagsreikn- ingur í árslok 1984 gæfi ranga mynd af efnahag félagsins við það tímamark. Ákæruvaldið gefur ákærðu Björgólfi, Helga og Ragn- ari að sök að hafa í sameiningu staðið að því að rangfæra ofan- greinda liði í heild í blekkingar- skyni svo að eiginfjárstaðan yrði misvísandi. Hluti leiðréttinga Átla og Stefáns eru ekki hér til meðferð- ar, liður 8 þykir ekki rangfærður og liður 1 er færður sem fyrr. Gegn staðfastlegum neitunum ákærðu þykir því ósannað, að þeir hafi haft ásetning til þess að rangfæra efna- hagsreikning ársreiknings í heild í blekkingarskyni. Ber því að sýkna þá af kröfum ákæruvaldsins um brot á 1. mgr. 158. gr. almennra hegningarlaga. I 3. mgr. 52. gr. hlutafjárlaga segir: „Félagsstjóm skal annast um að nægilegt eftirlit sé haft með bók- haldi og meðferð fjármuna félags- ins. Ef ráðinn er framkvæmdastjóri skal hann sjá um að bókhald félags- ins sé fært í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti.“ Sama regla kemur fram í 2. mgr. 4. gr. bókhaldslaga. Ákærði Björgólfur var forstjóri félagsins 1982 og ákærði Ragnar stjómarformaður í fullu starfí. Fram er komið, að staða þeirra hafði lítið breyst frá því er þeir voru ráðnir til að vera fram- kvæmdastjórar fyrirtækisins, þótt ráðnir væru framkvæmdastjórar að fyrirtækinu heyrðu þeir skipulags- lega og starfslega undir þá. Á ákærðu Björgólfi og Ragnari hvíldi því skylda til að sjá um bókhald félagsins vari fært í samræmi við lög og venjur. Samkvæmt því sem að framan segir varðandi liði 2 og 3 tóku þeir þátt í ákvörðunum um færslur þessara liða og ákærði Ragnar einnig að því er varðaði lið 4. Samkvæmt 87. gr. hlutafélaga- laga ber félagsstjórn og fram- kvæmdastjóra að veita endurskoð- endum aðstöðu til að framkvæma þær athuganir, sem þeir telja nauð- synlegar, og fá þeim þau gögn, upplýsingar og aðstoð sem þeim eru nauðsynlegar til að framkvæma verk sitt. Samkvæmt stöðu ákærðu Björgólfs og Ragnars bar þeim að veita ákærða Helga þessa aðstöðu. í skýrslu ákærða Helga um starfs- kjör ákærðu Björgólfs og Ragnars frá desember 1985 segir hann, að hann hafi verið mjög óánægður með myndun biðreikninga þeirra sem ijallað er um í 6. lið, og hafi óskað eftir fyllri uppgjörum á þessu við þá og hvatt ítrekað til að ganga alveg frá uppgjörum. Játað er af ákærðu Ragnari og Björgólfí að uppgjörin lentu í undandrætti hjá þeim. Ákærði Helgi gerði sem sjálf- stæður löggiltur endurskoðandi árs- reikninginn 1984 og áritaði hann. Samkvæmt 10. gr. laga um löggilta endurskoðendur þýðir það, að hann gefí glögga mynd af hag og afkomu félagsins. Samkvæmt því, sem að framan greinir um einstaka liði meintra rangfærslna í efnahagsreikningi, er fram komið að í ársreikningi er villandi frá skýrt í nokkrum veiga- miklum atriðum. Ákærðu Björgólf- ur, Helgi og Ragnar bera allir, hver á sinn hátt, ábyrgð á því að þannig tókst til. Ber því að fallast á það með ákæruvaldinu að þeir hafí orð- ið brotlegir við 1. tl. 151. gr. hluta- fjárlaga, en í 151. gr. segir: „Það varðar sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að tveimur árum: 1. Að skýra vísvitandi rangt eða villandi frá högum hlutafélags eða öðru, er það varðar, í opinberri auglýsingu eða tilkynningu, í opinberu boði í þátttöku í stofnun félags eða í út- boði hluta, í skýrslum, ársreikningi eða yfirlýsingum til hluthafafundar eða forráðamanna félags eða í til- kynningum til hlutafélagaskrár." Taka ber þó tillit til þess, að stjórnarmönnum í Hafskip hf. var kunnugt um færslu sumra þessara liða og vissu samanber það sem síðar verður um það sagt í þessum dómi, að starfskjörum ákærðu Björgólfs og Ragnars var að nokkru haldið leyndum. Þá ber að taka til- lit til þess, að samkvæmt skýrslu bankastjóra Útvegsbanka íslands um fyrirgreiðslur til Hafskips hf., sem rakin er undir 2. kafla hér að framan, hækkuðu þær ekki af völd- um bankans eftir útkomu ársskýrsl- unnar. Brot ákærðu beinast þannig aðallega að hluthöfum, en ársreikn- ingurinn var til umfjöllunar á aðal- fundi í júní 1985. í ákæru er ákærða Helga enn- fremur gefið að sök að hafa hinn 16. maí 1985 áritað ársreikning Hafskips hf. fyrir árið 1984 á þann veg, að ekki verði annað séð en að ársreikningar allra félaga innan samstæðunnar hafi verið endur- skoðaðir, enda þótt endurskoðun hafi ekki farið fram á ársreikning- um þriggja dótturfélaga, þ.e. Haf- skips USA Inc., Hafskips Holdings Inc. og Hafskips Nederland B.V. Áritun endurskoðandans er eftir- farandi: „Samstæðureikning Haf- skips hf. og dótturfélaga þess fyrir árið 1984 hefí ég endurskoðað, Samstæðureikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahags- reikning, fjármagnsstreymi og skýringar nr. 1-21. Við framkvæmd endurskoðunarinnar voru gerðar þær kannanir á bókhaldi og bók- haldsgögnum, sem ég taldi nauð- synlegar. Eiginfjárstaða félagsins er nei- kvæð um 104,9 millj. kr. og heild- arfjárhæð skammtímaskulda er 20,5 millj. kr. hærri en samtala veltufjármuna. Sem fyrr er bókfært verð varan- legra rekstrarfjármuna í efnahags- reikningi miðað við framreikning upphaflegs stofnverðs að frádregn- um föstum árlegum afskriftum. Bent er á skýringu nr. 11, en þar kemur fram að áætlað markaðsverð á skipum félagsins er 37,5 millj. kr. hærra en bókfært verð þeirra í Sjá bls. 25. LOTTO gallar Barnastærðir kr. 4.745,- Fullorðinsstærðir kr. 6.625, ^munuFt^rri Glæsibæ - Sími 82922 Falleg föt á börnin AIIKLIG4RDUR VIÐ SUND ÍMJÓDD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.