Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 Kaflar úr dómi Hæsta- réttar í Hafskipsmálinu HÆSTIRÉTTUR felldi á miðvikudag dóm yfir fjórum af fyrrver- andi forráðamönnum Hafskips hf., þeim Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra, Ragnari Kjartanssyni, fyrrverandi stjórnar- formanni, Páli Braga Kristjónssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs, og Helga Magnússyni, fyrrverandi löggilt- um endurskoðanda. Dómi sakadóms Reykjavíkur yfir fjórmenningun- um hafði verið áfrýjað til Hæstaréttar og sakfelldi Hæstiréttur mennina fyrir mun fleiri ákæruatriði en sakadómur. Hér á eftir fara útdrættir og kaflar úr dómnum. í 5. kafla dóms Hæstaréttar er fjallað um I. kafla ákærunnar, sem fjallar um meinta rangfærslu skjala, fjársvik og brot á lögum um hlutafélög og um löggilta endur- skoðendur. Þetta eru allt brot, sem tengjast reikningsskilum Hafskips 31. ágúst 1984. Björgólfi Guð- mundssyni, Helga Magnússyni, Páli Braga Kristjónssyni og Ragnari Kjartanssyni er gefið að sök að hafa í sameiningu staðið að rang- færslu reikningsskila yfir rekstur og efnahag Hafskips og dótturfé- laga þess fyrstu átta mánuði ársins 1984 til þess að villa um fyrir stjórn félagsins og viðskiptabanka þess, Útvegsbankanum. Akæruvaldið tel- ur að hér sé um að ræða eftirtalin atriði: 1. Oftaldar viðskiptakröfur vegna bókunar á flutningstekjum og vantaldar skuldir vegna beins kostnaðar af óloknum ferðum. 2. Oftaldar viðskiptakröfur vegna bókunar flutningstekna af ferð m/s Skaftár. 3. Oftaldar eignir vegna misræm- is milli viðskiptareikninga. 4. Oftaldar eignir vegna tvíbók- aðra flutningstekna. 5. Vantaldar skuldir vegna rekstrartaps Hafskips Holdings Inc. 6. Vantaldar skuldir vegna rekstrartaps dótturfélaga í Þýzka- landi og Danmörku. 7. Oftaldar eignir vegna sér- stakra tékkareikninga fyrirsvars- manna Hafskips. 8. Vantaldar skuldir vegna ágóðaþóknunar stjómarformanns og forstjóra. 9. Oftaldar eignir vegna eign- færðrar gámaleigu. Jafnframt var Helga Magnússyni gefið að sök að hafa áritað reikn- ingsskilin sem löggiltur endurskoð- andi, þótt endurskoðun hafí ekki fanð fram í reynd. Ákæruvaldið byggir í ákæru sinni á skýrslu endurskoðendanna Atla Haukssonar og Stefáns Sva- varssonar. Einnig er í dómnum vik- ið að skýrslu Valdimars Guðnasonar endurskoðanda. Rakin eru ákæru- atriðin, álit endurskoðendanna og skýringar ákærðu. í dómnum segir Hæstiréttur: „Eins og framan er rakið undir tölu- liðum 1—8 er það niðurstaðan, að fallast ber á það með ákæruvald- inu, að færslur 1—8 hafi ekki gefið rétta mynd af eiginfjárstöðu Haf- skips hf. 31. ágúst 1984, en sá sem les efnahagsreikning fyrirtækis hlýtur að mega gera ráð fyrir því, að þar séu allar eignir þess og skuldir tíundaðar, nema á því séu gefnar skýringar eða það leiði af uppsetningu reikningsins. Hins vegar er fram komið, að töluliður 1 var færður í samræmi við það, sem áður hafði tíðkast hjá félaginu. Það er því ósannað að ákærðu hafí haft ásetning um að rangfæra hann. Þá er ósannað að við gerð milliuppgjörsins hafi legið fyrir að bakfæra hafí þurft, Iið 4. Töluliður 9 þykir ekki rangfærður. Fjárhæðir samkvæmt þessum liður mynda verulegan hluta þeirrar heildarfjár- hæðar sem ákæruvaldið telur rang- færða. Við það bætist, að umdeilan- legt er, að hvaða marki reikningur- inn var vanfærður um ágóðaþóknun ákærðu Björgólfs og Ragnars, þótt svo hafi verið samkvæmt áliti þeirra sjálfra. Ákæruvaldið gefur ákærðu að sök að hafa í sameiningu orðið tii þess að eiginfjárstaðan í heild varð misvísandi. Af hálfu ákæruvaldsins er því haldið fram, að hver þeirra fyrir sig hafí unnið að eða ákveðið tilteknar rangfærslur. Þessi verk- skipta aðild þeirra hafí leitt til þess- arar niðurstöðu í heild. Bent er á tvenns konar samanburð á rekstr- aráætlun og rekstrarreikningi mið- að við 31. ágúst 1984. Blöð um þennan samanburð liggja fyrir í málinu. Á öðru blaðinu er rekstrar- áætlun fyrstu átta mánuði ársins 1984 borin saman við milliuppgjör, sem afhent var stjórn félagsins og sent Útvegsbanka íslands. Á hinu er rekstraráætlunin borin saman við milliuppgjör með verulega lak- ari útkomu. Þá er bent á rannsókn- ir Rannsóknarlögreglu ríkisins og Kriminalpolitisentralen í Ósló, sem áður er getið. Þetta tvennt sýnir að mati ákæruvaldsins, að vitneskja um verulega verri stöðu hafi legið fyrir hjá félaginu. Valdimar Guðnason endurskoð- andi hefur kannað og greint mis- munandi rekstrarniðurstöður sam- anburðarblaðanna tveggja fyrir Rannsóknarlögreglu ríkisins. í skýrslu hans frá 18. júní 1986 set- ur hann fram tilgátu um, að mis- munur blaðanna sé að minnsta kosti að einhveiju leyti fólginn í tölunum, sem talið er samkvæmt rannsókn- um Rannsóknarlögreglu ríkisins og Kriminalpolitisentralen að hafi ver- ið máðar út úr reikningsjöfnunar- blöðum þeim, sem fundust við hús- leit hjá ákærða Helga, og mynda oftaldar eignir samkvæmt því sem að ofan er rakið. Ákærði Helgi hef- ur neitað að hafa haft vitneskju um nema eitt milliuppgjör og það hafi hann afhent í október 1984. Fyrir liggur, að það var sent Útvegs- banka íslands 30. október 1984. Þórður Hafsteinn Hilmarsson, for- stöðumaður hagdeildar Hafskips, kvað við yfirheyrslur hjá rannsókn- aríögreglu hafa gert óhagstæðara samanburðaryfírlitið. Hann mundi ekki hvenær, en taldi sig muna eft- ir handskrifuðu blaði frá Sigurþóri Charles aðalbókara eftir að fyrir lá rekstrarreikningur endurskoðanda sem sýni 5,8 milljóna króna tap. Þórður Hafsteinn kvaðst fyrir saka- dómi ekkert hafa haft með milliupp- gjörið sjálft að gera. Ekki liggjir fyrir hvenær þessi óhagstæðari samanburður lá fyrir. Gegn neitun ákærðu verður að telja ósannað, að samanburðarblaðið með óhagstæðari útkomunni hafi legið fyrir, fyrr en eftir gerð milli- uppgjörs og svo sem áður er frá greint þykja rannsóknir Rannsókn- arlögreglu ríkisins og Kriminalpoli- tisentralen ekki veita svo glöggar vísbendingar að dómur verði á þeim reistur í opinberu máli. Þannig þykir ekki sannað, að ákærðu hafí í sameiningu rangfært milliuppgjörið í blekkingarskyni og ber því að sýkna ákærðu Björgólf, Pál Braga og Ragnar af broti 248. gr. almennra hegningarlaga og alla ákærðu af broti á 1. mgr. 158. gr. sömu laga. Miliiuppgjör, öðru nafni bráða- birgðauppgjör, voru gerð af endur- skoðanda Hafskips tvisvar á ári, fyrst eftir fjóra mánuði og síðan eftir átta mánuði. Endurskoðand- inn, ákærði Helgi, hefur borið fyrir sakadómi, að í þau hafi ekki verið lögð sama vinna og ársreikninginn og að þau hafi ekki verið endurskoð- uð eins og hann telur fram koma í áritun á þau. Vitnið Atli Hauksson, endurskoð- andi, bar fyrir sakadómi að hann þekkti ekki dæmi þess, að þessi uppgjör væru endurskoðuð og að við gerð þeirra væri ekki beitt sömu nákvæmni ogvið gerð ársreikninga. í megindráttum hljóti menn þó að beita sömu aðferðum við gerð þeirra og við gerð ársreikninga. Hvorki í bókhalds- né hlutafélag- alögum eru sérstök ákvæði um milliuppgjör. Ekki liggur fyrir í málinu, að Félag endurskoðenda hafi sérstak- lega fjallað um milliuppgjör eða gefíð út leiðbeiningar um gerð þeirra fyrr en í október 1988, er það dreifði drögum að áliti um milli- uppgjör. Framangreint uppgjör fyrstu átta mánaða ársins 1984 var lagt fram á stjórnarfundi Hafskips 8. nóvember 1984. Allir fyrrverandi stjórnarmenn Hafskips hf. komu fyrir dóm. Þeim bar saman um, að milliuppgjör séu almennt ekki eins nákvæm og árs- reikningar, enda gerð á mun styttri tíma en þeir og að baki þeirra ekki sama vinna. Þau séu vísbending um stöðu rekstursins, notuð t.d. til að leiðrétta ýmsa þætti hans og bera saman áætlanir. Þótt reynt sé að athuga hlutina nákvæmlega, sé ekki farið út í smáatriði og hljóti því allar tölur að vera grófari held- ur en í ársreikningnum. Vöruðu þeir við að ofmeta gildi þeirra. Fyr- ir sakadómi kannaðist enginn stjórnenda við, að hann teldi sig hafa verið blekktan af milliuppgjöri Hafskips hf. Þegar metnar eru meintar rang- færslur samkvæmt liðum 1—9 i 1. kafla ákæru og litið er til framburð- ar stjórnarmanna Hafskips hf. fyrir sakadómi, þykja ekki fram komnar sannanir fyrir því, að milliuppgjörið hafí verið til þess fallið að villa um fyrir þeim varðandi hag félagsins. Áð öðru leyti á 1. mgr. 151. gr. hlutafélagalaga ekki við um verkn- að ákærðu og milliuppgjörið. Ber því að sýkna ákærðu Björgólf, Helga, Pál Braga og Ragnar af að hafa brotið það ákvæði. Ákærði Páll Bragi Kristjónsson sendi bankastjórn Útvegsbanka Is- lands bréf 30. október 1984. í bréf- inu segir: „Meðfylgjandi sendum við bank- astjórninni eftirfarandi: 1. Endurskoðaðan rekstrar- og efnahagsreikning fyrir Hafskip hf., Reykjavík, pr. 31.8.84. 2. Endurskoðaðan rekstrar- og efnahagsreikning fyrir samstæðuna Hafskip pr. 31.8.84. 3. Samanburð á rekstraráætlun og rekstrarreikningi pr. 31.8.84. 4. Samanburð á rekstrarreikn- ingum pr. 31.8.83. og 31.8.84. 5. Skýringar við rekstrarniður- stöðu pr. 31.8.84. Eins og saman- burðarblað og skýringar bera með sér, er góð samsvörun á fiestum rekstrarliðum við áætlun og rekstr- arniðurstöðu. Hins vegar er talsvert frávik til hins verra á liðnum gengistap, sem rekja má til gengisbreytingar síðast í ágústmánuði, sem öll verður að færast til gjalda í þessu uppgjöri." Ákærði Helgi hafði 12. október 1984 skrifað ákærðu Björgólfi, Páli Braga og Ragnari og Jóni H. Magn- ússyni framkvæmdastjóra minnis- blöð um alvarlega stöðu félagsins og framtíðarhorfur. Segir þar í upp- hafí að síversnandi eiginfjárstaða og slæmar horfur um bata veki vaxandi ugg. Síðan er þetta rakið nánar í löngu máli. Ákærðu Páll Bragi og Ragnar áttu í október 1984, með vitneskju ákærða Björgólfs, í viðræðum við Útvegsbanka íslands um frekari fyrirgreiðslu. í bréfum sínum til bananks tíunda þeir mikla fjárhags- lega erfíðleika Hafskips hf. og leita ásjár bankans til að fleyta félaginu yfir þá. Sannað er að Björgólfur og Ragnar vissu, samkvæmt því sem að ofan er skráð varðandi töluliði 1—9, að eiginfjárstaða félagsins samkvæmt milliuppgjörinu var í ýmsu misvísandi og höfðu þeir tek- ið þátt í að fresta ýmsum skuld- færslum. Sama gildir um ákærða Pál Braga, þótt hann hafi ekki haft vitneskju um ágóðaþóknun for- stjóra og stjórnarformanns svo og svokallaða jaðarreikninga þeirra. Hann sendi milliuppgjörið til bank- ans með fullyrðingum um að það væri endurskoðað. Þótt það þyki samkvæmt ofanrit- uðu ósannað, að milliuppgjörið hafi verið gert og sent Útvegsbankanum í blekkingarskyni þykja ákærðu Björgólfur, Páll Bragi og Ragnar hafa með því að senda milliupp- gjör, sem þeir vissu að var misvís- andi og meðan þeir áttu í viðkvæm- um viðræðum við bankann, orðið sekir um brot á 2. mgr. 152. gr. laga um hlutafélög, en þar segir: „Ef sá sem stjórnar hlutafélagi eða kemur að öðru leyti fram fyrir hönd þess hermir vísvitandi rangt eða villandi um efnahag félags eða eign- ir í skjölum, bréfum til viðskipta- manna, umburðarbréfum eða til- kynningum eða skýrslum til opin- berra aðila þá varðar það sektum eða varðhaldi enda taki ákvæði 151. gr. eða 1. mgr. þessarar grein- ar ekki þar til.“ Líta verður þó til þess eins og að ofan greinir, að ákærðu höfðu í bréfum til bankans á þessum tíma lagt ríka áherlsu á alvarlegt ijárhagsástand félagsins. Ákæruvaldið hefur gefíð ákærða Helga að sök að hafa hinn 19. októ- ber 1984, sem löggiltur endurskoð- andi, áritað reikningsskil fyrir fyrstu átta mánuði ársins 1984 með þeim hætti, að ekki verði annað ráðið af áritun hans en reiknings- skil þessi hafi verið endurskoðuð, þótt svo hafí ekki verið í reynd. Ákærði Helgi Magnússon hafði áritað milliuppgjör samstæðureikn- ingsins. Athugasemdir hans voru eftirfarandi: „Nú sem fyrr er á það bent, að vissir annmarkar fylgja milliupp- gjörum, sem gerð eru skömmu eft- ir að rekstrartímabilinu lýkur. En leitast hefur verið við að ná með í uppgjörið þeim gjalda- og tekjulið- um, sem tilheyra tímabilinu, svo og þeim atriðum sem áhrif hafa á efna- hagsstöðu samstæðunnar hinn 31.8. 1984. Við endurmat varanlegra rekstr- arfjármuna hjá móðurfélaginu og útreikning á reiknuðum tekjum vegna verðlagsbreytinga fyrir tíma- bilið 1.1.—31.8. 1984 er nú alfarið miðað við breytingu á byggingarvís- itölu á tímabilinu. í milliuppgjörum árið 1983 var hins vegar tekið mið af áætlaðri verðlagsbreytingu árs- ins í heild og reiknað hlutfallslega út frá því.“ Rekstrar- og efnahagsreikningi Hafskips hf. Reykjavík fylgdi sams- konar áritun. Eins og að framan greinir kvaðst ákærði Helgi ekki hafa endurskoð- að milliuppgjörið. í 10. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur segir: „Áritun löggilts endurskoðanda á reikningsskil þýðir, nema annað sé fram tekið með árituninni, að reikningsskilin og bókhaldið, sem þau eru byggð á, hafí verið endur- skoðuð af honum og að reiknings- skilin gefi, að hans mati, glögga mynd af hag og afkomu aðila og að bókhaldið sé fært eftir viður- kenndum bókhaldsreglum.“ Þótt ekki séu sérstök ákvæði um milliuppgjör í lögum um löggilta endurskoðendur og ekki hafi verið venja að endurskoða milliuppgjör á þessum tíma veitir áritun ákærða Helga í ljósi 10. gr. laga um lög- gilta endurskoðendur ástæðu til að ætla að svo hafi verið gert. Banka- stjórn Útvegsbanka íslands mátti því í ljósi bréfs ákærða Páls Braga og áritunarinnar ganga út frá því að svo væri. Samkvæmt þessu hef- ur ákærði Helgi gerst brotlegur við ofangreinda lagagrein, sbr. 17. gr. sömu laga. Því er haldið fram, að sök sé fymd varðandi brot það sem ákærði Helgi er hér sakfelldur fyrir. Aðurgreint milliuppgjör var árit- að af ákærða Helga hinn 19. októ- ber 1984. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald 21. maí 1986. Fyrri ákæru var vísað frá Hæstarétti 24. júlí 1987. Svo sem þegar er getið fyrirskipaði Jónatan Þórmundsson sérstakur ríkissaksóknari nýja lög- reglurannsókn á ætluðum refsiverð- um brotum fyrrverandi fyrirsvars- manna í Hafskip hf. og löggiltum endurskoðanda félagsins með bréfí 16. október 1987. Samdægurs hóf löglærður deildarstjóri Rannsóknar- lögreglu rikisins rannsóknina. Ákæra var síðan birt í málinu 14. nóvember 1988. Allan þann tíma, sem leið frá áritun milliuppgjörsins og fram til þess að ákæran var birt var hann því yfírheyrður eða við- hafðar aðrar aðgerðir gagnvart honum sem slíta fyrningu sam- kvæmt 4. mgr. 82. gr., sbr. 1. tl. 81. gr. almennra hegningarlaga." í 6. kafla dómsins er vikið að III. kafla ákærunnar, þar sem Björ- gólfi, Helga og Ragnari er gefið að sök að hafa í sameiningu staðið að rangfærslu ársreiknings Haf- skips fyrir árið 1984. í ákærunni er talið í átta liðum hveiju ákæru- valdið telur rangfærslur þeirra fólgnar. Athuga ber að fímm liðir af þrettán hafa verið felldir út úr upphaflegu ákærunni: 1. Lotun flutningstekna og beins kostnaðar sem þeim tengist. a) ís- landssiglingar: Oftaldar viðskip- takröfur vegna bókunar á flutnings- tekjum og oftaldar skuldir vegna beins kostnaðar af skipaferðum. b) Atlantshafssiglingar: Oftaldar við- skiptakröfur vegna bókunar á flutn- ingstekjum og oftaldar skuldir vegna beins kostnaðar af skipaferð- um. 2. Oftaldar viðskiptakröfur vegna uppsafnaðra tekna. 3. Oftaldar eignir vegna bókunar á upphafskostnaði. 4. Oftaldar eignir vegna eign- færslu kostnaðar frá Cosmos Shipp- ing. 5. Oftaldar eignir vegna mismun- ar á reikningsjöfnuði. 6. Oftaldar bankainnstæður og vantaldar skuldir vegna ágóðaþókn- unar. 8. Oftaldar eignir vegna eign- færslu á gámaleigu. 10. Oftaldar eignir vegna Haf- skip Holdings Inc. Helga er enn fremur gefíð að sök að hafa áritað ársreikninginn þann- ig að ekki verði annað af árituninni ráðið en að ársreikningar allra fé- laga innan samsteypunnar hafi ver- ið endurskoðaðir, þótt sú endur- skoðun hafí ekki verið fullnægjandi. Um þessi ákæruatriði segir Hæstiréttur: „Eins og að framan er rakið undir töluliðum 1—6 og 10, ber á það að fallast með ákæru- valdinu, að færslur samkvæmt þessum liðum hafí ekki gefíð rétta mynd af eiginfjárstöðu Hafskips hf. 31. desember 1984, en sá sem les í ársreikningi efnahagsreikning fyr- irtækis hlýtur að mega gera ráð fyrir því, að þar séu allar eignir og skuldir tíundaðar réttilega, nema á því séu gefnar skýringar eða það leiði af uppsetningu reikningsins, sbr. 99. gr. laga um hlutafélög. Hins vegar hefur ákæruvaldið í kröfugerð sinni hér fyrir dómi sleppt 5 liðum af 13, sem það áður taldi vanfærða. Hér að ofan er ekki fallist á það sjónarmið ákæruvalds- ins varðandi 8. lið og í Ijós hefur komið að 1. liðurinn er færður á sama veg og gert hefur verið til fjölda ára. Þá er það umdeilanlegt, sbr. Hrd. 1989:696, að hvað marki reikningurinn var í raun vanfærður um ágóðaþóknun ákærðu Björgólfs og Ragnars, þótt svo hafí verið samkvæmt áliti þeirra. Niðurstaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.