Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 19 Umhverfisverkefni á veg- um ungmennafélaganna Aðildarfélög Ungmennafélags Islands munu, um næstu helgi, hefja viðamikið umhverfisvernd- arverkefni sem ber heitið Fóstur- börnin. Verkefnið felst í því að hvert ungmennafélag tekur að sér umhverfisvernd á vissu svæði og tekur það í fóstur ef svo má að orði komast. Ætlunin er að verkefnið standi að minnsta kosti yfir í þrjú ár en markmið þess er að efla alhliða umhverfisvernd Skagafjörður: Vísitasíu biskups að \júka BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, Iýkur nú um helgina vísít- asíu sinni í Skagafjarðarprófastsdæmi, sem hófst á Sauðárkróki þann 26. mai síðastliðinn. Biskup vísiteraði Hofskirkju og Garfarkirkju í gær og hitti sóknar- fólk að máli og í dag, föstudag 7. júní, heimsækir biskup söfnuði Hvammskirkju og Ketukirkju á Skaga. I vísitasíunni í Skagafjarðarpró- fastsdæmi heimsækir biskup alla söfnuði prófastsdæmisins, 21 að töiu. Þá predikar biskup í 28 guðs- þjónustum og helgistundum. t Með biskupi í för er eiginkona hlans, frú Ebba Sigurðardóttir, og þþ. einnig prófastur Skagfírðinga, sqra Hjálmar Jónsson á Sauðár- kiióki. Arne Noe-Nygárd prófessor látínn á íslandi. Ungmennafélögin eru 245 talsins og hafa um 45.000 manns innan sinna vébanda. Að sögn Guðrúnar Sveinsdójtur verkefnisstjóra hafa nú þegar 200 félög skráð sig til þátttöku og valið sér „fósturbarn.“ Hveiju félagi er í sjálfsvald sett hvernig umhverfisverkefni það tek- ur að sér en algengt er að félög sjái um gróðursetningu á ákveðnu svæði, fjöruhreinsun eða hreinsun meðfram vegarkafla. Af hálfu UMFÍ er mikil áhersla lögð á að átakið standi ekki einungis þessa helgi, heldur sjái hvert félag áfram um sitt svæði. Ungmennaféiögin hafa gengið til samstarfs við fjölda aðila sem tengj- ast verkefninu á einn eða annan hátt. Landgræðsla ríkisins hefur veitt ungmennafélögum fræðslu auk þess sem hún leggur fram áburð og grasfræ til allra félaga sem hyggja á landgræðslu vegna átaks- ins. Auk þess hafa Náttúruverndar- ráð, Ferðamálaráð, Skógrækt ríkis- ins og ýmsar sveitarstjómir veitt ungmennafélögunum lið vegna verkefnisins. Morgunblaðið/Sverrir Áhugasamir vegfarendur virða fyrir sér gömlu munina. Uppboð á gömlum íslenskum munum 70 íslenskir munir frá 1750 til 1900 verða boðnir upp á vegum Klausturhóla í Norræna húsinu á sunnudaginn klukkan 17.00. Marg- ir munanna eru eldhúsáhöld og verkfæri. Meðal þeirra muna, sem boðnir söðull og strokkar. Á uppboðinu verða upp á sunnudaginn, eru askur verða einnig yngri munir. Má þar frá 1860, ljósberi frá 19. öld, kola- nefna straujárn, kaffikvöm og töng, ristlur, netanál úr beini, kven- vöflujárn. ARNE Noe-Nygárd, prófessor í jarðfræði við Kaupmannahafnar- háskóla, er látinn á 83. aldursári. Arne Noe-Nygárd var mikill Is- landsvinur og kom margoft til lands- ins. Fyrstu rannsóknarför sína hér- lendis fór hann ásamt Jóhannesi Askelssyni, Pálma Hannessyni og fleirum árið 1936 og rannsakaði þá vegsummerki Grímsvatnagossins 1934. Hann var einn aðalhvatamað- ur að stofnun Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar í Reykjavík, en hún var sett á stofn 1973, og fyrsti stjómar- formaður stöðvarinnar. Seinast kom Arne Noe-Nygárd til Islands árið 1989 og hélt þá er- indi á 100 ára afmælishátíð Nátt- úrufræðistofnunar Islands og Hins íslenska náttúrafræðifélags. Hann var formaður Sáttmálssjóðsins í Kaupmannahöfn 1965-1982 og fé- lagi í Vísindafélagi Islendinga. Hann var sæmdur stórriddarakrossi Hinn- ar íslensku fálkaorðu árið 1978. Arne Noe-Nygárd var prófessor við Kaupmannahafnarháskóla 1942-1978. Hann var virkur í dönsku andspymuhreyfingunni og meðlimur í Frelsisráði Dana. Um tíma sat hann í stjórn Carlsbergs- sjóðsins. Eftir hann liggur fjöldi rit- gerða um eldfjallafræði og berg- fræði auk tveggja kennslubóka í jarðfræði og alþýðlegra bóka um viðfangsefnið. Útför Ame Noe-Nygárd verður gerð í dag. ÖRUGGUR EINIBÍIIJNN HÉRLENDIS & AFLMIKILL MEÐ ÖRYGGISPÚÐA í STÝRINU í Chevrolet Corsica LT fer saman styrkur, öryggi og hagstœtf verð. Þessi rúmgóði fjögurra dyra lúxusvagn sameinar kosti fjölskyldubíls og sporfbíls. Hann er aflmikill, innrétting vönduð og farþegarýmið er sérstaklega styrkt. ’Nýskráning. skráningarmerki og ryðvöm eru ekki innifálin í verðinu. Auk þess er Chevrolet Corsica LT eini bíllinn á markaðnum sem er útbúinn með öryggispúða í stýrinu, sem blœs út við högg og veitir bílstjóranum vernd. Hann er sjálfskiptur, framhjóladrifinn, hljóðlátur og verðið er ótrúlega hag- stœtt fyrir alvöru amerískan fólksbíl. kr. 1.375.000 staðgr.* HÖF0ABAKKA 9 112 REVKJAVIK SIMi 91-670000 og 674300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.