Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 33
33 Amma lifði einföldu og áhyggju- lausu lífi nú seinni ár. Hún kunni að njóta bæði hversdagsleikans og stóru stundanna í lífinu og undi glöð við sitt. Þetta eru dýrmætir eiginleikar sem veittu hamingju og vellíðan. Amma var heilsuhraust og hélt starfsorkunni og lífgleðinni fram á seinustu dagana. Mér fannst hún aldrei verða gömul, enda naut hún þess að vera í faðmi fjölskyld- unnar og á því heimili sem hún hafði helgað líf sitt. Mér er nú efst í huga þakklæti fyrir alla 'hlýjuna og stuðninginn sem amma veitti mér og okkur öll- um. Hennar mat á verðmætum lífs- ins hefur verið ómetanlegt vega- nesti sem ekki mun gleymast. Góður Guð geymi ömmu í Hjálm- holti Sigríður Björnsdóttir í dag, föstudag 7. júní, er til moldar borin frá Hraungerðiskirkju Guðmunda Guðjónsdóttir. Mér er mikil hryggð í huga þeg- ar ég set hér á blað nokkur orð í virðingarskyni og þökk fyrir að hafa fengið að kynnast svo yndis- legri konu eins og Guðmunda var. Það er sárt til þess að hugsa að Munda eins og hún var alltaf kölluð sé farin. Hún veiktist fyrir rúmum fimm mánuðum með þeim afleiðingum að kallið kom. Það er erfitt að sætta sig við það en það er huggun að vita að henni verði vel tekið í himna- ríkinu. Mundu kynntist ég fyrir sex árum. Hún reyndist mér yndisleg tengd- amóðir, og áttum við margar ánægjustundir saman. Oft kom hún niður til mín og við spjölluðum sam- an við kaffibolla. Munda var fædd 15. ágúst 1914, dóttir hjónana Guðjóns Sigurðssonar bónda í Hrygg og kónu hans Kristínar Láru Gísiadóttur. Hún var elst af átta systkinum, Sigurður, dáinn 10. september 1988, Gísli, bóndi í Hrygg, Ásta, búsett í Reykjavík, Ágúst, bóndi í Hrygg, Pétur, dáinn 1. desember 1990, Guðrún, búsett í Reykjavík, og Þorgbjörn, bóndi á Læk. Munda var dugmikil kona, hún átti marga og góða vini. Snemma fór hún að hjálpa til við bústörf heima í foreldrahúsum. Hún fluttist að Hjálmholti árið 1936 og fór að búa með Ólafi Ögmundssyni bónda í Hjálmholti, síðar eigin- manni, en þau gengu í hjónaband 1. ágúst 1949. Mann sinn missti hún 15. febrúar 1982. Ólafur missti heilsuna snemma og var heilsulítill alla tíð. Munda gekk því bæði í úti- og innistörf og ól heima þeim hjónum 9 börn. Tvö dóu á fyrsta ári en 7 komust til fullorðinsára, Ágústa, fædd 6. nóvember 1937, húsfrú í Útihlíð, gift Birni Sigurðs- syni, þau búa í Úthlíð og eiga 4 börn. Kolbeinn, fæddur 3. júní 1940, býr í Hjámholti, Kristinn, fæddur 10. mars 1945, bílstjóri, giftur Guðbjörgu Sigurðardóttur, þau búa á Selfossi og eiga 3 böm. Kristín Lára, fædd 4. júní 1946, bankastarfsmaður, gift Guðmundi Jónssyni, þau búa á Selfossi og eiga 3 börn, Þormóður, fæddur 26. nóv- ember 1951, bóndi, giftur Valdísi Bjarnþórsdóttir, þau búa í Iijálm- holti og eiga 3 börn. Sigurður, fæddur 17. september 1953, bóndi í Hjálmholti, og Bergur Ingi, fædd- ur 12. júlí 1958, bóndi í Hjálm- holti. Barnabörnin voru orðin 13 og barnabarnabörn 6. Munda var alltaf létt í skapi og var mikið fyrir ijölmenni. Það var henni alltaf tilhlökkunarefni þegar fjölskyldan kom saman á jóladag og skemmti sér og drakk kaffi sam- an. Var alltaf mikið fyrir þessum degi haft enda voru allir glaðir og kátir. Munda var gestrisin kona, hún var hlýleg og vildi öllum gera gott. Hún var félagslynd og var virk fé- lagskona í kvenfélaginu. Eg kveð Mundu með sárum söknuði og þakka henni fyrir góðar stundir. Ég á margar yndislegar minningar um hana áfram. Megi Munda hvíla í friði, og guð blessi minningu hennar. Valdís Bjarnþórsdótlir MORGUNBLAÐIÐ FÖ8TUDAGUR [7. JÚNÍ 1991 Adolf V. Theódórs- son málari - Minning• Fæddur 30. október 1914 Dáinn 23. apríl 1991 Góður vinur minn, Adolf Valdi- mar Theódórsson, er látinn. Hann andaðist 23. apríl síðastliðinn eftir erfiða sjúkdómslegu og var jarð- settur 3. maí. Kynni okkar hófust árið 1930, er hann hóf nám í málaraiðn hjá sama meistara og ég var við nám hjá, Guðbergi Johannssyni. Hann var nokkuð umsvifamikill málara- meistari á þess tíma mælikvarða og hafði því oft allmikla vinnu, þó kreppan heijaði á þennan ára- tug. Við Adolf urðum fljótt góðir vinir og seinna bættust tveir góðir nemar í hópinn, þeir Magnús heit- inn Sæmundsson og Bjarni Karls- son. Þessi hópur ásamt nokkrum sveinum átti eftir að vinna saman svo til samfleytt í þtjú ár. Það var oft glatt á hjalla í þessum góðra drengja hópi. Adolf var yngstur okkar, glæsilegur ungur maður, fríður sýnum og vel að manni. Hann lauk námi á tilsettum tíma árið 1934. Að námi loknu vann hann hjá ýmsum málarameistur- um og þótti jafnan vandvirkur og góður fagmaður. Um nokkurra ára skeið vann hann á skiltavinnustofu Augusts Hákansson, sem var á sínum tíma ein þekktasta skilta- vinnustofa borgarinnar. Það er ekki á allra færi að vera fjölhæfur í skiltamálun. Þar þarf bæði næmt auga og styrka hendi og það hafði hann. Á seinni árum vann hann mikið að málun á Keflavíkurflugvelli. Samstarfsmenn hans þar minnast hans með söknuði sakir mann- kosta og vandaðrar framkomu á alla lund. Adolf gekk í Málarasveinafélag- ið árið 1934, en tók lítinn þátt í félagsmálum. Það var annað sem heillaði þennan unga mann, en það var hljómlistin. Jafnframt málar- Arni Þ. Kristjáns- son - Kveðja Sárt þótti okkur að heyra um veikindi Árna en við bjuggumst ekki við að heyra þessa sorgar- frétt að kveldi 29. maí sl. Þegar við vorum kornung var farið reglulega í Austurbæjarbíó, það varð að vana að ganga þar inn og út, okkur fannst við eiga þetta með honum, þannig var framkoma Árna, enda kölluðum við hann frænda. Það var þá þeg- ar við hlökkuðum svo mjög til jól- anna að við biðum eftir því að koma á Bugðulæk. Við þökkum liðnar stundir. Systir okkar, Sigríður og maður hennar Anton, sem nú búa í Bandaríkjunum senda frænku sinni og frændum samúðarkveðj- ur. Systkinin Haukanesi 16. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORSTEINU HELGADÓT i JR. Kristþór B. Helgason, Kristín I. Benediktsdóttir, Birgir Helgason, Valdimar Helgason, Margunnur Kristjánsdóttir, Kristín S. Helgadóttir, Árni Njálsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu, GÍSLÍNU HELGU MAGNÚSDÓTTUR Hrefna Birgitta Bjarnad., Björn Ottó Halldórsson, Laufey K. Kristjánsd. Miljevic, Stanko Miljevic, Helga Elísabet Kristjánsd., Aðalsteinn Sigurhansson, Heiðrún Lára Kristjánsd., Guðmundur Guðmundsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRUNNAR SIGURÐARDÓTTUR. Páll Jónsson, Amalía Svala Jónsdóttir, Sigurður Karl Sigurkarlsson, Sindri Karl Sigurðsson, Þórunn Sigurðardóttir, Anna Sigríður Sigurðardóttir. anámi stundaði hann nám í hljóð- færaleik og lék hann á saxófón. Reyndar var hann einnig liðtækur við píanóið. Hann lék síðan í mörg- urn hljómsveitum, m.a. á Hótel íslandi sem þá var og í Alþýðuhús- inu. Á þessum æskudögum okkar vorum við Adolf nánir vinir. Hann var skákmaður góður og tefldum við töluvert mikið saman. Það verður að segjast að oftar en ekki fór hann með sigur af hólmi; „mát góði“! Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu biaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við vorum ellefu ungir menn sem stofnuðum saman klúbb er við nefndum Kippan ellefu. Tak- mark klúbbsins var að halda hóp- inn og efla góða vináttu, hittast heima hjá einhverjum okkar eða hittast niðri á Hotel íslandi, en þar áttum við sérstakt borð og komum þar oft saman. Tveir úr hópnum voru góðir hagyrðingar og ortu mikla drápu um meðlim- ina. Adolf var fremstur í tónlistinni, hann samdi lag sem hann nefndi Kippu. '’sinn og var oft spilaður á Hotel Iuandi og var þá óspart stig- inn dans af þessum kátu ungu mönnum. Þetta voru góðir dagar sem gaman er að minnast. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt vináttu Adolfs og minnist hans með sökn- uði. Ég votta eiginkonu hans, Guð- nýju Elínborgu Guðjónsdóttur,y dætrum hans og öðrum ástvinum innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Sæmundur Sigurðsson málari LP þakrennur fylgihlutirhlutir LP þakrennukerfiö frá okkur er heildarlausn. Nýösterkt, fallegt, endist og endist. Verðið kemur þér á óvart. Leitið upplýsinga BLIKKSMIÐJAN m SMIÐSHÖFÐA 9 112 REYKJAVÍK SiMI: 91 -685699 Hádegisverður á Hótel Holti Á Hótel Holti verður í sumar tilboð í hádeginu. sem samanstenduraf forrétti. aðalrétti ogeftirrétti, sem hver og einn velur af seðli dagsins. Uval skemmtilegra fiskrétta. HOLTSVA GNINN Úr Holtsvagninum bjóðum við grísahrygg með puru ásamt forrétti og eftirrétti VerÖ kr. 995,- Forréttur, aðalréttur og eftirréttur á viðráðanlegu verði, án þess að slakað sé á í gæðum. Bergstaðastræti 37, Sími 91-25700 CHÁTEAUX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.