Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 23 JR*Y0uii&I*feií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Breytt starfsemi SIS Kaupfélögin og Samband íslenzkra Samvinnufé- laga hafa átt í rekstarlegri vök að verjast um nokkurt árbil, eins og reyndar margs konar annar atvinnurekstur í landinu. Aðalfundur SÍS, sem haldinn var í júnímánuði 1990, brást meðal annars við vand- anum með ákvörðun um rót- tæka endurskipulagningu á starfseminni; ákvað að „gera Sambandið að eignarhaldsfé- lagi og yfirfæra rekstur þess til sex nýrra hlutafélaga, sem yrðu a.m.k. í helmingseign Sambandsins". Ársskýrsla SÍS 1990 ber með sér að Sambandið hefur rétt nokkuð úr kútnum. í ávarpi Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS, í ársskýrslunnþ segir að „rekstrarniðurstaða Sambandsins sýni nú hagnað, 330 milljónir króna, í saman- burði við 751 m.kr. halla árið 1989“. í ársskýrslunni segir: „Þegar niðurstaða ársins er skoðuð verður að hafa í huga þær miklu breytingar sem verða á efnahag Sambandsins og þeirra óreglulegu tekna og gjalda, sem verða vegna skipu- lagsbreytinggrinnar. Rekstr- arhagnaður fyrir fjármagnsliði og óreglulega liði nam 215 m.kr. á móti 203 m.kr. árið áður. Aftur á móti er halli á reglulegri starfsemi 30 m.kr. á móti 606 m.kr. árið áður“. í skýrslunni segir og: „Batinn stafar því að lang- mestu leyti af lækkun fjár- magnskostnaðar og þá fyrst og fremst af gengisfalli dollar- ans á árinu“. Þannig voru bók- færð vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur 2.724 m.kr. árið 1989 en 1.360 m.kr. árið 1990. í skýrslunni er og áréttað að óreglulegir liðir vegi þungt í uppgjöri SÍS. Þannig nam hagnaður af sölu eigna 1.247 m.kr. á árinu 1990 á móti 282 m.kr. árið áður. Viðskiptakröf- ur og ábyrgðir voru færðar niður um 827 m.kr. á móti 336 m.kr. árið áður. Það má lesa út úr skýrsl- unni að það er einkum þrennt sem hefur stuðlað að betri rekstrarniðurstöðu^ 1990 en árin þar á undan. í fyrsta lagi bætt almenn rekstrarskilyrði atvinnulífsins, sem m.a. segja til sín í hagnaði Sjávarafurða- deildar og Skipadeildar SÍS. Bætt rekstrarskilyrði byggð- ust annars vegar á hjöðnun verðbólgu, í kjölfar þjóðarsátt- ar aðila vinnumarkaðarins, og hins vegar á hærra útflutn- ingsverði sjávarvöru. í annan stað endurskipulagnipg og hagræðing í rekstri. í þriðja lagi söluhagnaður eigna, m.a. samfara breytingu á rekstrar- formi Sambandsins um sl. ára- mót. Fagna ber þegar ytri að- stæður, endurskipulagning og hagræðing leiða til bættrar rekstrarniðurstöðu atvinnu- vega og fyrirtækja, sem hafa víðfeðm áhrif á atvinnu og afkomu mikils fjölda fólks. Þetta gildir um margháttaða starfsemi, sem fram fer á veg- um samvinnuhreyfingarinnar, ekki sízt í strjálbýli. Reynslan ein getur síðan skorið úr um það, hvort endurskipulagning samvinnuhreyfingarinnar nægir henni til að halda velli í harðnandi samkeppni nútíma samfélags. Það hafa verið bæði skin og skúrir hjá samvinnuhreyfing- unni næstliðin misseri. Nokkur stijálbýliskaupfélög hafa horf- ið af sjónarsviðinu. Sú stað- reynd að ekkert hefðbundið kaupfélag er starfandi á höf- uðborgarsvæðinu, eftir að KRON beið lægri hlut í sam- keppni við einkareksturinn, segir og sína sögu. En sam- vinnuhreyfingin hefur sýnt viðleitni í þá átt að laga sig að breyttum tímum, m.a. með því að hagnýta sér hlutafé- lagaformið. Það var meira en tímabært. Mikilvægt er fyrir allan rekstur, hvort heldur hann er á vegum einkaaðila eða sam- vinnuhreyfingar, að varðveita þann stöðugleika, sem vannst í kjölfar þjóðarsáttar, til að festa bætt almenn rekstrar- skilyrði í sessi. Vert er að hafa í huga að margs konar hættu- teikn eru á lofti í þjóðarbú- skapnum, m.a. hrikalegur ríkissjóðshalli og lánsfjárhung- ur hins opinbera, sem þrýsta upp vöxtum. Fjöldi óleystra vandamála fylltu skemmu frá- farinnar ríkisstjórnar, eins skuldastaða og margs konar fjárhagslegar skuldbindingar hins opinbera, rekstrarstaða Síldarverksmiðja ríkisins, vandi fiskeldis o.fl. vitna um. Sumir fyrrum ráðherrar blása og til aðfarar að þjóðarsátt á haustdögum. Rekstraröryggi fyrirtækjanna í landinu, hvert sem rekstrarform þeirra er — sem og atvinnuöryggi lands- manna — veltur á því að sú aðför verði að engu. MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 7. JUNI 1991 Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga: Hagiiaðnr Sambandsins 330 milljónir á síðasta ári Afkomubatinn að mestu rakinn til sölu- og gengishagnaðar HEILDARHAGNAÐUR Sambands íslenskra samvinnufélaga nam á sl. ári um 330 milljónum króna samanborið við 771 milljón króna tap árið áður. Þessi umskipti í afkomu skýrast að langmestu leyti af óregl- ulegum tekjum og gjöldum síðastliðins árs svo og misgengi milli þróun- ar verðlags og gengis á árinu. Um 30 milijóna tap var á reglulegri starfsemi og má að miklu leyti rekja þessa slöku afkomu til mikils tapreksturs verslunardeildarinnar. A aðalfundi Sambandsins í gær komu fram miklar áhyggjur yfir afkomunni á sl. ári. Samkvæmt áætlunum fyrir yfirstandandi ár er hins vegar gert ráð fyrir að afkom- an muni batna verulega í verslunarrekstrinum. Samkvæmt ársreikningi Sam- bandsins lækkuðu nettó fjármagns- gjöld Sambandsins úr 809 milljónum í 245 milljónir milli ára eða um 564 milljónir og má fyrst og fremst rekja það til gengisfalls dollars á árinu. Tap af reglulegri starfsemi varð því um 30 milljónir samanborið við 606 milljónir árið áður. Hagnaður af sölu eigna Sambandsins til nýju hlutafélaganna nam 1.217 milljón- um. Þá voru viðskiptakröfur færðar niður um 827 milljónir samanborið við 336 milljónir árið áður. Afskriftir vegna Álafoss 96 milljónir Fram kom hjá Sigurði Markús- syni, stjórnarformanni Sambands- ins, að af niðurfærslu viðskipta- krafna eru 646 milljónir bókfærðar í fjárhagsdeildinni en 181 milijón í öðrum deildum. Lagðar eru til hliðar 205 milljónir vegna Þöngiabakka 1 hf. þar sem Kaupstaður var til húsa, en þar er Sambandið í verulegri áhættu, að sögn Sigurðar. Þá eru lagðar til hliðar 200 milljónir vegna Miklagarðs en þar af er talið að 100 milljónir hafi þegar tapast vegna neikvæðrar eiginfjárstöðu Mikla- garðs um sl. áramót. Afskriftir vegna Áiafoss eru 96 milljónir og sagði Sigurður að með því væri öll áhætta vegna fyrirtækisins þegar metin og lagt til hliðar fyrir henni. Þá eru lagðar til hliðar 55 milljónir vegna ísfilm sem Sambandið var í ábyrgðum fyrir og er sú áhætta nú talin að fullu metin. Afskrift vegna íslandslax nemur 39 milljónum og Frá aðalfundi Sambandsins í húsi þess á Kirkjusandi er sú áhætta einnig að fullu metin. Ennfremur eru lagðar til hliðar 17 milljónir vegna gjaldþrots Kaup- félags Vestur-Barðstrendinga, 10 milljónir vegna Kaupfélags ísfirð- inga, 17 milljónir vegna annarra kaupfélaga og 17 milljónir vegna annarra viðskiptamanna. Hjá versl- unardeild eru 86 milljónir afskrifað- ar, þar af 33 milljónir vegna Kaup- félags ísfirðinga, 25 milljónir hjá Jötni, 25 milijónir hjá skipadeild, 1 Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Fyrirtæki í eigu ríkisins eiga ekki að njóta forréttínda Við verðum að komast inn í þann tíma, að menn hagi sér eftir aðstæðum, í stað þess að horfa sífellt til ríkissjóðs RÍKISSTJÓRNIN hefur undanfarið rætt vandamál í rekstri einstakra ríkisfyrirtækja og atvinnugreina. Fiskeldi hefur verið dæmt vonlaus atvinnugrein og Ijóst þykir að miHjarða tap sé framundan í fjölda- gjaldþrotum innan greinarinnar, Álafoss stendur frammi fyrir gjald- þroti að óbreyttu, ríkið á stóran hluta þess fyrirtækis, Sildarverk- smiðjur ríkisins vantar 1.300 miHjónir króna um næstu áramót, rækju- vinnslan og frystihúsin eiga í erfiðleikum og fjárfestingarlánasjóðir hins opinbera horfa fram á milljarða króna tap þegar á næstu mánuð- um. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra vill taka á þessum málum á annan hátt en gert hefur verið, hann vill gera menn ábyrga fyrir rekstri sínum, sé fyrirtæki gjaldþrota beri mönnum að horfast í augu við það og taka fyrirtækið til gjaldþrotaskipta í stað þess að sækja fé til áframhaldandi tapreksturs i ríkissjóð. Að þessu leyti eigi eitt að gilda, jafnt gagnvart ríkisfyrirtækjum sem öðrum. Morg- unblaðið ræddi við Friðrik um viðhorf hans til þessara vandamála sem nú eru að koma fram í dagsljósið. — Hvaða vandi er þetta? Álafoss hefur gengið betur en á „Þegar fyrrverandi ríkisstjórn undanförnum árum. Tapið er minna tók við á haustdögum 1988, var sagt að þá ætti að bjarga atvinnu- fyrirtækjunum,“ segir Friðrik. „Það var gert með því að taka erlend lán o g stofna til Atvinnutryggingasjóðs útflutningsgreina og Hlutafjár- sjóðs. Svo var lengt í hengingaról þessara fyrirtækja, þau héldu áfram að starfa, söfnuðu skuldum mörg hver og komust í mikil vandræði. Hlutafjársjóður tapar, lánastofnan- ir afskrifa hlutdeildarskírteini sín í sjóðnum. Síðan þurfa þessir sjóðir að standa skil á hinum erlendu lán- um og þá kemur í ljós að höfuðstóll- inn er neikvæður. Ymsar skuldbind- ingar eru því núna að falla á ríkis- sjóð með miklum þunga og skatt- borgaramir taka á sig tapið, sem nú er meira en ella vegna þess að ekki var staðið að málunum með réttum hætti í upphafi. Að mati Atvinnutryggingardeild- ar Byggðastofnunar, áður Atvinnu- tryggingarsjóðs, eru hugsanlegar afskriftir vegna fyrirtækja sem eru orðin gjaldþrota, eða hætta er á að verði gjaldþrota, samtals um tveir milljarðar, kannski á þriðja milljarð, sem álitið er að þessi sjóður þurfi að afskrifa vegna tapaðra útlána. Þessar skuldbindingar eru nú að falla á ríkissjóð. Þá kemur einnig í ljós að Síldarverksmiðjur ríkisins hafa verið reknar með slíkum hætti að um næstu áramót verða skuldir fyrirtækisins um 1.300 milljónir. en áðuf, en það er áfram tap. Rækjuverksmiðjurnar eru éínnig í miklum vandræðum, á lánsfjárlög- um er heimild til að skuldbreyta hjá þeim 200 milljónum, en miklu meiri peninga þarf til, ef á að bjarga þeim. Síðan eru mörg frystihús á barmi gjaldþrots. Þetta er nú ástandið í öllu þessu góðæri. Á sama tíma og stjórnar- herrarnir héldu því fram að allt væri í fullum blóma og þeir hefðu gert ráðstafanir til þess að bjarga atvinnurekstrinum, kemur í ljós að þetta voru að mestu leyti víxlar sem núna eru að falla á ríkissjóð, úr þessum bjargráðasjóðum fyrrver- andi ríkisstjórnar. í öðru lagi lét ríkisstjórnin undir höfuð leggjast mánuðum saman að taka á vanda fiskeldisins, sem þýðir að nú verður það að gerast. Þetta aðgerðarleysi þýðir að verið var að sólunda pen- ingum sem lendir-á ríkinu að greiða. Síldarverksmiðjurnar og Alafoss eru auðvitað vandamál sem við sitj- um uppi með af því að frestað var að taka á þeim þangað til eftir kosningar." Ríkisfyrirtæki njóti ekki forréttinda — Hvað á að gera? „Mér finnst að fyrirtæki sem skulda ríkinu eða eru í eigu ríkisins eigi alls ekki að njóta einhverra forréttinda fram yfir önnur fyrir- tæki sem eru í einkaeign og þess vegna hljóti að vera eðlilegt að skoða rækilega þann kost, að þau sæti sams konar meðferð og einka- fyrirtækin. Þar á meðal eigi að líta á það hvort gjaldþrotaskipti sé ekki eðlilegust og hagkvæmust. Mér finnst það ekkert óeðlilegt að viðurkenna þá staðreynd, þegar hún blasir við, að þessi fyrirtæki séu gjaldþrota. Á síðustu tveimur árum hafa um 20 ríkisstjórnarfundir verið haldnir um vanda fiskeldisins. Nú, þegar þessi ríkisstjórn tekur við, lætur Halldór Blöndal fara fram könnun á stöðunni í fiskeldinu og það kem- ur því miður í ljós að varla er ljós punktur í greininni. Það er ljóst að bankarnir ætla að hætta að lána afurðalán og þá er ekkert nema dauðinn framundan. Spurningin er: Hvernig á að setja punkt aftan við þetta dæmi, því að ekki er enda- laust hægt að reka fyrirtæki úr rík- issjóðnum og allra síst ríkissjóði sem á minna en ekki neitt.“ Nokkrir milljarðar falla á ríkið — Hve há upphæð er í hættu fyrir ríkissjóð eða þegar fallin? „Við getum ekki sagt hvað raun- verulega fellur á ríkissjóð vegna fiskeldisins. Það á eftir að gera þetta dæmi allt upp. Fjárbindingin er hátt í átta millj- arðar, þar af er þegar búið að af- skrifa 500 milljónir. Þá sitja eftir rúmir sjö milljarðar, en auðvitað fæst eitthvað upp í þetta. Það eru örugglega nokkrir milljarðar sem þarna falla á ríkið. Áætluð heildarfjárþörf Sfldar- verksmiðja ríkisins til áramóta er tæplega 800 milljónir. Ef við fáum síðan meðalloðnuvertíð og meðal- lánstími lána verður tíu ár, þá er hugsanlegt að fyrirtækið geti staðið undir 800 til 900 milljóna króna skuld, sem þýddi að þó að við fær- um í það núna að veita þetta 300 milljóna króna lán, þá þyrfti að létta af fyrirtækinu 500 milljónum til viðbótar. Þetta er að vísu fyrirtæki sem gæti átt fyrir eignum. Samt má spyija: Er ekki betra að segja hér stopp. Þetta er fyrirtæki í sam- keppni við aðra. Er ekki betra að segja einfaldlega: Gott og vel, ef enginn banki vill lána, þá á ríkið ekki að gefa eftir eða lána þessu fyrirtæki frekar en öðrum. Er ekki eðlilegra að taka það til gjaldþrota- skipta eða selja. Við getum selt það í hlutum, því að fyrirtækið á marg- ar verksmiðjur. Þar að auki er alls óvíst að ríkið beri ábyrgð á skuld- bindingum fyrirtækisins umfram eignir þess.“ Menn verða að horfast í augu við staðreyndir — Ef rækjuvinnsla og fisk- vinnsla um allt land er í erfiðleikum má búast við þrýstingi frá jafnt stjórnmálamönnum sem almenningi á ríkisvaldið að það komi til hjálp- ar. Hvernig vilt þú bregðast við? „í rækjuvinnslu eru mjög fá ef nokkur opinber fyrirtæki. Við meg- um samt búast við að fyrirtækin þrýsti á fyrirgreiðslu frá ríkinu. Þá held ég að miklu betra sé fyrir okkur að geta sagt: Af hverju ætt- um við að gera þetta fyrir ykkur, þegar við höfum gert annað gagn- vart fyrirtækjum í eigu ríkisins, það er að viðurkenna í raun þær stað- reyndir að þau eru gjaldþrota. Ég held að í rækjunni sé margt sem má laga. Getur ekki verið að verðið fyrir hráefnið sé einfaldlega of hátt? Ætli verðið mundi lækka ef ríkið setti peninga í rækjuverksmiðjurn- ar? Væri ekki nær að segja nei. Þá verða menn að horfast í augu við að verðið sé of h'átt. Slík af- staða gæti einnig ýtt undir það, að til dæmis útgerðirnar komi með nýtt hlutafé inn í fyrirtækin til þess að tiyggja vinnsluna, svo að þær geti haldið veiðunum áfram. Ríkis- sjóður er ekki ótæmandi hít. Setji hann peninga beint í þetta núna, þá skapa stjórnvöld sér meiri vand- ræði í framtíðinni. Við verðum að komast inn í þann tíma, að menn hagi sér eftir að- stæðum, í stað þess að horfa sífellt til ríkissjóðs.“ — 360 manns missa atvinnuna ef rekstur Álafoss stöðvast, heil byggðarlög verða fyrir stóráföllum, er réttlætanlegt að grípa ekki inn í með því að tryggja á einhvern hátt áframhaldandi rekstur? „Það er engum greiði gerður með því að láta fólk vinna við fyrirtæki sem safnar upp tapi. Við megum ekki gleyma því að þótt gjaldþrot fari fram, þá þarf það ekki að þýða endalok starfseminnar sem slíkrar. Það er vel hugsanlegt að einhver kaupi þann hluta fyrirtækisins sem getur skilað hagnaði og ráði þá til sín fólk við þá starfsemi. Aðalatrið- ið er að eigendur og lánardrottnar verða að sætta sig við að skuldirn- ar hverfa með þeim hætti sem gjaldþrotaskipti gera ráð fyrir. Þess vegna má segja að gjaldþrotaskipti séu út af fyrir sig góð hreinsun fyrir fyrirtæki vegna þess að þá eru mestar líkumar fyrir því að nýr aðili sem tekur við fyrirtækinu taki við því á þeim grundvelli að það sé rekstrarhæf eining sem geti skil- að hagnaði og veitt fólki vinnu. Vandi Álafoss hefur meðal ann- ars falist í því að efnahagur fyrir- tækisins Jiefur verið allt of stór, það hefur setið uppi með kostnaðarsam- ar eignir sem skila engum arði og fyrirtækið heldur áfram að safna skuldum. Nú blasir gjaldþrot við, ríkið gæti tapað þar um 800 milljón- um, fyrir utan það sem Landsbank- inn tapar. Er betra að setja meiri peninga inn í fyrirtækið og fá stærri skell síðar? Gjaldþrot oft réttmætast og sanngjarnast Ég held að það geti ekki verið nokkru fyrirtæki til góðs að bjarga því með því einu að lengja sífellt í hengingarólinni. Það er í mörgum tilfellum þannig að réttmætasta og sanngjarnasta aðferðin er að fara í gjaldþrot, fremur en að neyða ríkisvaldið til að afskrifa það sem skattborgararnir, þjóðfélagið, á í slíkum fyrirtækjum og halda síðan taprekstri áfram. Það hlýtur að vera agaspursmál að þeir sem eru að reka fyrirtæki átti sig á því að þeir verða að bera ábyrgð á rekstrinum." — Fjárfestingarlánasjóðir ríkis- ins tapa væntanlega miklu fé, eru áætlanir um að leggja einhveija niður, sameina eða breyta þeim á annan hátt? „Það liggur fyrir ríkisstjórninni frumvarp frá iðnaðar- og viðskipta- Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra. ráðherra um að opna þessa sjóði og gefa þeim leyfi til þess að lána í fleiri þætti en þeir gera í dag, breyta þeim í hlutafélög, koma þeim yfír til annarra en ríkisins og gera þá aðila sem eiga sjóðina ábyrga fyrir rekstrinum og afkomu þeirra. Það hlýtur að vera til góðs að ríkið reyni að koma sér sem allra mest út úr afskiptum af atvinnurekstri, því að of mikil afskipti ríkisins af rekstri leiða alltaf til þiýstings á stjórnmálamenn til að þeir rétti fyr- irtækjunum hjálparhönd. íslending- ar verða að fara að uppgötva það að þeir geta ekki hagað sér öðru vísi en aðrar vestrænar þjóðir, ef þeir ætla að halda uppi svipuðum lífskjörum og þar er haldið uppi. Svo einfalt er það nú.“ Synd að sá ekki í þann jarðveg — Ríkisfyrirtæki sæti sömu meðferð og hver önnur einkafyrir- tæki gagnvart gjaldþrotum, ríkið hætti að veita fé í taprekstur. Ger- ir þú þér grein fyrir hve langan tíma þessar breytingar tækju, af á annað borð tekst að ná þeim fram? „Því fyrr sem verður byijað, þeim mun styttri tíma tekur það. Það er ljóst að ef ríkisstjórn tekur ekki á svona málum í upphafi ferils síns, þá á hún mjög erfitt með að byija á því síðar á kjörtímabilinu.“ — Er jarðvegur fyrir svona breytingum í þessari ríkisstjórn? „Ég held að það sé betri jarðveg- ur fyrir svona þankagangi í þessari ríkisstjórn heldur en í nokkurri ríkisstjórn sem hér hefur starfað á undanförnum áratugum og það væri synd ef ekki væri sáð í þann jarðveg. Ef við missum þetta kjör- tímabil frá okkur, þá verður upp- skeran lítil og við bara þeim mun meiri eftirbátar annarra þjóða í framtíðinni." milljón hjá iðnaðardeild og 45 millj- ónir hjá búvörudeiíd. Heildareignir Sambandsins í árs- lok námu alls 7.672 milljónum sam- anborið við 12.447 milljónir árið áður. Eigið fé og sjóðir námu 1.840 milljónum samanborið við 1.706 milljónir í ársbyijun. Samkvæmt ársreikningi var fjár- munamyndun reksturs neikvæð um 279 milljónir en var neikvæð um 487 milljónir árið áður. Tap verslunardeildar 485 milljónir Á fundinum var gerð nokkur grein fyrir afkomu einstakra deilda Sambandsins og kaupfélaganna á sl. ári. Fimm af sjö deildum skiluðu hagnaði á árinu en árið áður voru þær allar reknar með tapi. Þannig var sjávarafurðadeild með um 62 milljónir í hagnað, búvörudeild 7 milljónir, skipadeild 47 milljónir, skinnaiðnaður 29 milljónir og aðrar deildir 711 milljónir. Hins vegar var tap verslunardeildar 485 milljónir eða svipað og árið áður en einnig var Jötunn með 43 milljóna tap sem er verulegur bati frá árinu áður. Áætlanir gefa til kynna að skipu- lagsbreytingar á verslunardeild sem urðu í byijun ársins muni leiði til verulegrar hagræðingar þannig að takist að snúa taprekstri í viðunandi afkomu. Breytingarnar fólu sem kunnugt í sér að heildverslun á veg- um verslunardeildar var sameinuð starfsemi Miklagarðs hf., en um mánaðmótin mars/apríl 1990 hafði Mikligarður hf. tekið við þeirri smá- söluverslun sem fram að þeim tíma hafði verið starfrækt hjá KRON. Hlutafé Miklagarðs hf. aukið um 400 milljónir Fram kom á aðalfundinum að stjórn Sambandsins hefur samþykkt að veija 400 milljónum króna til hlutafjáraukningar í Miklagarði. Sigurður Markússon, stjórnarfor- maður, vék sérstaklega að þessu máli á fundinum. „Nú vilja kannski einhverjir spyija, hvort við Sam- bandsmenn höfum vaknað upp við þann vonda draum í lokaþætti end- urskipulagningarinnar, að Mikla- garð hf. vantaði 400 milljónir króna sem ekki hafði verið reiknað með. Hér er því til að svara að í okkar fyrstu áætlunum var gert ráð fyrir 400 til 500 milljónum króna í félag um heildsölustarfsemi Sambandsins. Nú gerist þessa ekki lengur þörf og sýnist ljóst að fjárfesting þessi sé mun betur komin í hinum endurskip- ulagða Miklagarði.“ Hagnaður af rekstri kaupfélag- anna nam á árinu 729 milljónum samanborið við 19 milljóna hagnað árið áður. Jókst eigið fé þeirra um tæpan 1,6 milljarð á árinu. Heildar- velta nam alls 33,4 milljörðum og hafði aukist um 5% frá árinu áður. Rekstrarhagnaður jókst um 14% milli ára og var 1.068 milljónir sam- anborið við 939 milljónir árið áður. Fjármunamyndun var jákvæð um 863 milljónir samanborið við 321 milljón árið áður. Eftirsóknarvert að opna hlutafélögin Nokkur umræða skapaðist á að- alfundi Sambandsins um hvort opna ætti hlutafélög þess til að afla eigin fjár á hlutabréfamarkaði.„Mér fynd- ist að það væri mjög eftirsóknarvert að þróunin yrði í þá átt að sem flest af félögunum yrðu opnuð almenn- ingi,“ sagði Sigurður Markússon. Er fyrirhugað að stjórn Sambands- ins taki þetta mál á dagskrá síðar í sumar. Hermann Hanson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Austur-Skaftfefl- inga, gerði að umtalsefni í umræð- um á fundinum hin nýju lög um samvinnufélög og þann möguleika, sem þar er gert ráð fyrir, að hægt sé að selja samvinnuhlutabréf. „Menn hafa misjafnlega mikla trú á því að þetta sé hægt, að menn vilji leggja fram fjármuni. Og-ég held að sé virkilega ástæða til þess líka að undirbúa það og fá til þess menn sem til þess eru hæfir að meta hvernig gæti markaður verið fyrir svona bréf þannig að við séum undir það búin að fara út á markað- inn og selja samvinnnuhlutabréf og kalla þannig inn áhættufjármagn inn í samvinnufélögin. Ef að það gengur ekki verður í ríkara mæli en verið hefur að hafa þann rekstur sem við höfum með höndum í opnum hlutafélögum. Og ég held að við verðum að fá á því raunhæft mat hvort að hægt sé að ná árangri í því að selja þessi samvinnuhluta- bréf.“ Fyrirhugað að selja hluta Sambandshússins I ræðu sinni um skipulagsmál Sambandsins sagði Sigurður Mark- ússon að áætluð hækkun eigin fjár Sambandsins væri um 1 milljarður á árinu 1991 þegar duldir varasjóð- ir kæmu fram við áætlaðar eignasöl- ur. Kom fram að þar væri um að ræða fasteignir og hlutabréf. í sam- tali við Morgunblaðið sagði Sigurður að fyrirhugað væri að selja 2-3 hæðir í húsinu við Kirkjusand. Þá er gert ráð fyrir að selja hlutabréf í nýju félögunum en þar á Samband- ið samtals 80% hlutafjár. Sam- kvæmt áætlun um eignasölur .er gert ráð fyrir að eiginfjárstaðan gæti verið komin 2.839 milljónir og eiginfjárhlutfall í 50% í lok ársins 1991. Hins vegar er talið rétt að hafa 400-500 milljóna fyrirvara á þessari áætlun. Áætlanir gera enn- fremur ráð fyrir samtals um 188 milljóna hagnaði hjá nýju hlutafé- lögunum á þessu ári og batnandi afkomu verslunarrekstrarins eða 39 milljóna tapi hjá Miklagarði. Nýju hlutafélögin engin allsherjarlækning Nokkrir fundarmenn lýstu yfir áhyggjum af afkomu Sambandsins á sl. ári. Hermann Hansson benti á að fjármagnsstreymið hjá Samband- inu hefði verið neikvætt þrátt fyrir þau góðu skilyrði sem talin hefðu hafa verið fyrir atvinnurekstur á sl. ári. „Það er kannski öðru fremur verslunarreksturinn sem hefur verið slæmur og við sjáum nú hvernig þessi blóðuga samkeppni er í versl- uninni. Vafalaust er það orsök fyrir talsverðum hluta af því sem þarna er niðurstaðan. Við höfum oft rætt um það áður á aðalfundum Sam- bandsins að verslunarreksturinn sé ekki í lagi og ég held að það sé virki- lega enn og aftur þörf á því að huga að því.“ Hermann sagðist telja þörf á því að hafin yrði ný sókn í verslunarmál- um til að ná betri árangri en verið hefur. „Það eitt að Mikligarður taki yfir bæði heildsölu- og smásölu sam- vinnumanna er ekki nóg. Við lendum upp á skeri fyrr enn varir, sjálfsagt á þessu ári.“ Hann benti ennfremur á að geng- isþróunin á þessu ári hefði breyst til verri vegar, vextir hækkað og verðbólgan væri að fara af stað. Þess vegna væri þörf á mikilli að- gæslu hjá nýju hlutafélögunum því stofnun þeirra væri engin allsheij- arlækning." Nokkur umræða varð um vaxta- mál á fundinum og lýstu fundar- menn yfir áhyggjum vegna vaxta- hækkana að undanfömu. Stjórn Sambandsins var endur- kjörin á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.