Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson 40 ára afmæli Þorlákshafnar: Nýtt björgunarsveitarskýli var vígt í Þorlákshöfn uni helgina og var forseti ís- lands, frú Vigdís Finnboga- dóttir mætt til Þorlákshöfn í tilefni dagsins og gróður- setti tré í Skrúðgarðinum ásamt æsku bæjarins. Hátíðahöld í tilefni dagsins Þorlákshöfn. ÞORLÁKSHAFNARBÚAR fjölmenntu í nýja íþróttahúsið sitt laug- ardaginn 1. júní. Þegar forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, gekk í salinn geislaði eftirvænting af andlitum þeirra 700 manna sem biðu. Dagskráin hófst með leik Lúðra- sveitar Þorlákshafnar undir stjórn Róberts Darlings síðan setti odd- viti Ölfushrepps, Einar Sigurðsson, afmælishátiðina sem stendur til 9. júní. Söngfélag Þorlákshafnar söng undir stjórn Karls Sighvats- sonar, sem lést í hörmulegu bíl- slysi daginn eftir. Sigríður Ella Magnúsdóttir söng einsöng við undirleik Jónasar Ingimundarson- ar. Skólakór Gnmnskólans söng en honum stjórna Róbert Darling og Ester Hjartardóttir. Hátíðar- ræðuna flutti Gunnar Markússon bóka- og minjavörður. Kynnir á samkomunni var Halldór Sigurðs- son skólastjóri. Að lokum bauð sveitastjórn öllum kaffiveitingar i umsjá Kvenfélags Þorlákshafnar. Másbakarí hafði bakað og komið fyrir í húsinu 25 metra langri af- mælistertu sem allir gátu fengið nóg af. Að lokinni vel heppnaðri hátíð í íþróttahúsinu fylgdi manníjöldinn forseta Islands í Skrúðgarðinn þar sem hún gróðursetti tré. Því næst gekk forseti að Grunnskólanum þar sem hún opnaði sýningar sem opnar verða alla hátíðina en þar er meðal annars sögusýning sem spannar sögu Þorlákshafnar frá byrjun 19. aldar til dagsins í dag. Ágústa Gunnarsdóttir listfræð- ingur annaðist uppsetningu með dyggri aðstoð Gunnars Markús- sonar sem hefur safnað munum og undirbúið þessa sýningu í það minnsta tvö ár. Án hans óbilandi dugnaðar og þrautseigju hefði þessi sýning aldrei orðið að veiu- leika eins og oddvitinn gat um í setningarræðu sinni. Þegar lokið var við að skoða sýningarnar heimsótti frú Vigdís kirkju, nýja heilsugæslu og björg- unarsveitarhús. Þar með lauk fyr- irfram ákveðinni dagskrá frú Vig- dísar en hún óskaði þá eftir að fá aö skoða íbúðir fyrir aldraða sem hún hafði heyrt af og var að sjálf- sögðu orðið við þeirri beiðni. Það sem eftir lifði dagsins var dagskráin í höndum sjómanna- dagsráðs, og lauk með sjómanna- dansleik um kvöldið. - J.H.S.- Gróðursetning* 1.000 plantna í Arnarholti Kiðafelli, Kjós. SIÐASTLIÐINN laugardag mætti hópur Lionsfélaga úr Lionsklúbb- num Viðari að Arnarholti á Kjalarnesi til afhendingar á tækjum til endurhæfingar vistmanna s.s. þrekhjóli og róðrarbekk ásamt öðrum minni tækjum, en félagarnir höfðu innréttað um 50 fm pláss fyrir þetta. Þá gáfu þeir húsgögn í setustofu sem þeir höfðu innréttað. Þeir sem tóku á móti gjöfunum voru Jóhannes Pálpason forstjóri Borgarspítalans, Árni Sigfússon borgarfulltrúi og Ferdinant Ferdin- antsson forstjóri í Arnarholti. Þeir sem afhentu gjöfina f.h. Viðars voru Guðmundur Guðmundsson fráfarandi formaður, Kjartan Mog- ensen landslagsarkitekt formaður verkefnisnefndar, en hann hafði og hannað gerð skjólbelta um 1.000 tijáa sem gróðursett höfðu verið um daginn. Það kom fram að þessi þrektæki nýttust einnig starfsfólkinu á staðn- um og sjúklingum af Borgarspítal- anum sem koma uppeftir í æfingu. Lionsmenn þökkuðu samstarfið við staðarhaldara og stjórn, starfs- fólk og tæknideild Borgarspítalans. Það voru 14 Lionsmenn úr Viðari ásamt 23 áhangendum sem mættu við gróðursetningu þessara 1.000 plantna af brúnum Alaskavíði en meðal þeirra voru 5 Víetnamar, þar af einn sem kom til landsins 2 dög- um áður á vegum Rauða krossins, en Björn Friðfinnsson var með í förinni. Áður höfðu félagar í Viðari inn- réttað 100 fm pláss og gefið í það þrekþjálfunartæki svo þetta var við- bót við það. - Hjalti. Morgunblaðið/Reynir Þorgrímsson Á myndinni sést hluti af því sem gróðursett var. ifc 11: j$i Ht D. Ifc I)| cimar'ste-mmtKQ' Fyrstu gestunum veröur doóíö upp á konurJglegar veitingar frá og Ijúfan II \ drykk. MYLLAN ÞAU ERU KOMIN AÐ NORÐAN! Já, það verOur líf og fjör um helgina, sem endranær þegar góOa gesti ber aO garOi. Nú mæta unnendur góOrar danstónlLstar og taka þátt í ekta norOlenskri sveiflu ! HLJÓMSVEIT HARMONIKKUVEISLA 14 JÚNÍ MUNIÐ 10 ÁRA AFMÆLISFAGNAÐ SAMBANDS ÍSLENSKRA H ARMONIKKULEIKARA BREYTT OG BETRA DANSHÚS ! Aögangseyrir kr. 800.- Snyrtilegur klæönaöur. Opiö frá kl. 22 - 03. DANSHÚSID CLÆSIBÆ SÍMI686220 Laugavegi 45 - s. 21255 Um helgina: SNIGLABANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.