Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 199Í
Móðir okkar, t
ERNA ÁSGEIRSDÓTTIR,
Neðstaleiti 2,
Reykjavík,
lést þann 5. þ.m. í Landspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar.
Börn hinnar látnu.
Móðir okkar, t JENSÍNA EGILSDÓTTIR,
Strandgötu 19,
Hafnarfirði,
er látin. Börn hinnar látnu.
t
Maðurinn mínn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRNI BJÖRNSSON
bifreiðastjóri,
Háaieitisbraut 52,
lést í Landspítalanum 31. maí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Guðríður Jóhannesdóttir,
Jóhannes Árnason,
Gunnar Árnason, Jóna Kristjánsdóttir,
Árni Gunnarsson.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BÆRING ELÍSSON,
Borg,
Stykkishólmi,
sem andaðist 30. maí sl., verður jarðsunginn frá Stykkishólms-
kirkju laugardaginn 8. júní kl. 11.00.
Jón Bæringsson,
Maria Bæringsdóttir,
Gróa Bæringsdóttir,
Högni Bæringsson,
Þorbergur Bæringsson,
Þórður Haraldsson,
Guðný Jensdóttir,
Svavar Jensson,
Bjarndís Þorgrímsdóttir,
Helgi Pétursson,
Hansa Jónsdóttir,
Sesselja Pálsdóttir,
Guðrún Júliusdóttir,
Steinar Ragnarsson,
Þóra Elísdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
VALGERÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Austurkoti,
Vatnsieysuströnd,
verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 8. júní
kl. 14.00.
Rafn Simonarson,
Björg Einarsdóttir,
Erla Helgadóttir,
Valberg Helgason,
Alfreð Steinar Rafnsson,
Hörður Rafnsson,
Simon Rafnsson,
Bryndís Rafnsdóttir,
Guðmundur Rafnsson,
Birkir Jónsson,
Ríta Helgason,
Karólina Ingvarsdóttir,
Margrét Pétursdóttir,
Edda Friðþjófsdóttir,
Sigurður Kristinsson,
Hrafnhildur Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær unnusti minn, faðir, bróðir, son-
ur og stjúpsonur,
KARL JÓHANN SIGHVATSSON,
tónlistarmaður,
sem lést af slysförum 2. júní síðastlið-
inn, verður jarðsettur frá Dómkirkjunni
mánudaginn 10. júní kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en
þeim, sem vildu minnast hans, er bent á einkareikning Orgel-
sjóðs Þorlákskirkju nr. 7817 í Landsbankanum, Þorlákshöfn.
Sigriður H. Pálsdóttir,
Orri Grímur Karlsson,
Sigurjón Sighvatsson,
Sighvatur Karlsson,
Ragnar Ingólfsson
og vandamenn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður
okkar,
FRIÐRIKS HAFSTEINS RUNÓLFSSONAR.
Magna og Vigdis.
Minning:
Guðmunda Guðjóns-
dóttir, Hjálmholti
Fædd 15. ágúst 1914
Dáin 30. mai 1991
Á fegursta degi vorsins berst
mér sú harmafregn að tengdamóðir
mín í Hjálmholti sé látin. Guðmunda
er gengin til æðri heima eftir far-
sælt ævistarf, svo sem veðrið á
hennar hinsta degi hér á jörð. Sú
dánarfrétt kom fjölskyldunni ekki
á óvart því hún hafði um skeið
dvalið á sjúkrahúsinu á Selfossi við
góða ummönnun. Skyndilega var
komið að vistaskiptum. Húsfreyjan
í Hjálmholti aftur farin í vist til
bónda síns, Ólafs Ögmundssonar
er bjó allan sinn búskap á föður-
leifð sinni í Hjálmholti. En Ólafur
lést 15. febrúar 1982.
Guðmunda var fædd í Hrygg í
Hraungerðishreppi 15. ágúst 1914.
Hún var elst bama hjónanna sem
þar bjuggu, Guðjóns Sigurðssonar
og Kristínar Láru Gísladóttur. Þeim
hjónum varð níu barna auðið, þar
af lifa fimm Guðmundu. Með þeim
systkinum var mjög kært alla tíð.
Á árunum sem Guðmunda var
að vaxa úr grasi var hart í ári hjá
fátæku bændafólki og unglingar
fljótt látnir vinna sem þeir gátu.
Guðmunda var fljótt afburða dug-
mikil stúlka og stoð og stytta for-
eldra sinna sem elsta barn í stórum
barnahópi. Er Guðmunda var 22
ára gömul kom hún sem kaupakona
til Ólafs í Hjáimholti og móður hans,
ti! að létta undir með umönnun á
háöldruðum tengdaföður hennar.
Hjálmholtsheimilið hafði frá fornu
fari verið höfuðból. Ólafur bóndi,
þá 37 ára, hafði bútð með móður
sinni frá 1925. Hún var dóttir Ólafs
Þormóðssonar bónda og smiðs í
Hjálmholti. Ögmundur, tengdafaðir
Guðmundar, var þá látinn en Kol-
beinn afi Olafs lifði í hárri elli.
Hann hafði fylgt Ögmundi syni sín-
um er hann settist að í Hjálmholti.
Ólafur í Hjálmholti var einstakur
maður af allri gerð. Hann var fjöl-
greindur gleðimaður. Þegar Guð-
munda kom til hans sem kaupakona
hafði hann um tíu ára skeið glímt
við erfiðan sjúkdóm, sem var lömun
í fótum. Um skeið hafði hann dval-
ið á sjúkrahúsi í Danmörku. Þar
var talið að hann gæti í mesta lagi
lifað í 5 ár. En úr þeim teygðist,
því hann lifði í 82 ár. Ólafur og
Guðmunda hófu sambýli á vordög-
um árið 1937 en giftu sig 1. ágúst
1949.
Þau hjónin bjuggu myndar búi
alla tíð. Þau voru landsfræg fyrir
framgang í kynbótum á kúm. Þau
áttu oft á tíðum verðlaunagripi fyr-
ir afurðir. í þeim efnum gaf hús-
freyjan ekkert eftir, sinnti oft ein
stóru fjósi svo og öllum öðrum bú-
störfum, hvort sem var úti eða inni.
Á efri árum þeirra sem bænda stóðu
þau að því með ungum sonum sín-
um, er þá höfðu stofnað með þeim
félagsbú, að byggja allt upp í annað
sinn, fjós og hlöðu og glæsilegt
íbúðarhús.
Þau hjónin eignuðust níu börn
en tvö dóu í bernsku. Þau sem upp
komust eru: Ágústa Margrét, fædd
6. nóvember 1937, húsfreyja í Út-
hlíð í Biskupstungum, gift Bimi
Sigurðssyni bónda þar. Þau eiga
fjögur börn. Elstur er Ólafur hér-
aðsdómslögmaður á Selfossi,
kvæntur Ingu Margréti Skúladóttur
félagsráðgjafa og eru þau búsett á
Selfossi ásamt börnum sínum
tveimur. Sigríður, við nám í dýra-
lækningum í Óslóarháskóla, sam-
býlismaður hennar er Ólafur Ingi
Sigurgeirsson, líffræðingur í Ósló.
Hjördís, íslenskufræðingur, gift
Þorsteini Sverrissyni, tölvunarfræð-
ingi, og eiga þau tvo drengi. Jónína
Bima, stúdent, unnusti er Hjörtur
Freyr Vigfússon, einnig stúdent.
Kolbeinn, fæddur 3. júní 1940,
ókvæntur og heimilismaður í
Hjálmsholti alla tíð. Kristinn, fædd-
ur 11. mars 1945, bifreiðastjóri á
Selfossi. Hans kona Guðbjörg Sig-
urðardóttir frá Selfossi. Böm þeirra
eru: Fjóla Steindóra og Sigurður
Óli, bæði við nám í Fjölbrautaskóla
Suðurlands. Sonur Kristins er Ingi-
mundur, vélvirki á Selfossi. Kristín
Lára, fædd 4. júní 1946, gift Guð-
mundi Jónssyni framkvæmdastjóra
á Selfossi. Börn þeirra em: Jón
Birgir, íþróttakennari og við nám í
sjúkraþjálfun í Ósló. Hans sambýlis-
kona er Ragnhildur Sigurðardóttir,
íþróttakennari. Börn hennar era
tvö, Ólafur, stundar nám við
Iþróttakennaraháskóla íslands.
Haukur, stúdent á Selfossi. Þor-
móður, fæddur 26. nóvember 1951,
kvæntur Valdísi Bjarnþórsdóttur og
eiga þau tvo syni, Ólaf og Brynjar
Þór. Áuk þess á Valdís Þórdísi. Sig-
urður, fæddur 17. september 1953,
bóndi og skólabílstjóri í Hjálmholti.
Bergur Ingi, fæddur 12. júlí 1958,
bóndi í Hjálmholti.
Eins og á þessari upptalningu
má sjá er fjölskylda Guðmundu orð-
in stór. Hún fylgdist grannt með
öllum og lagði sig fram um að
mæta í bamaafmæli og önnur boð
sem lutu að fjölskyidunni.
Það eru rúm þijátíu ár síðan
undirritaður kvaddi dyra í Hjálm-
holti þeirra erinda að fastna sér
konu, elstu dótturina, sem verið
hafði foreldram sínum styrk stoð.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
RAGNARS Þ. GUÐLAUGSSONAR
blikksmiðs,
Hátúni 10.
Kristin L. Guðjónsdóttir,
Guðjón Ragnarsson, Kolbrún Zophoníasardóttir,
Hanna G. Ragnarsdóttir, Jón Kr. Stefánsson,
Halldóra G. Ragnarsdóttir, Gunnar Loftsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför
INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR,
Miðhúsum,
Reykhólasveit.
Ólína Jónsdóttir, Sveinn Guðmundsson,
Jón Sveinsson,
Ingibjörg Sveinsdóttir, Böðvar Þorsteinsson,
Þrymur Sveinsson,
Guðmundur Sveinsson,
Auðunn Daníelsson.
Á eftir fylgdu æ fleiri tengdabörn
og hverjum var fagnað af þeim hlý-
hug er fylgir foreldram sem stað-
ráðin era í að láta hamingju og ást
til barnanna ganga fyrir öllu öðra.
Þegar nýr ættliður fór að sjá dags-
ins ljós og hlutverk ömmunnar varð
að veraleika kom í ljós hve vel hún
hugsaði um bömin sín og barna-
börn. Á stuttum tíma var hópur
barnabamanna orðinn stór, 13, og
amma í Hjálmholti gleymdi engum
og gjafirnar allar stórfenglegar.
Mikil var gleðin er unga fólkið kom
í heimsókn í Hjálmholt og þegar
stokkið var upp um hálsinn á ömmu
var uppskorið svo sem sáð hafði
verið. Með mildu hamingjubrosi
sagði hún: „Það er ekkert að
þakka.“
Guðmunda í Hjálmholti safnaði
hvorki gulli né silfri á veraldar vísu
en hún safnaði gulli í bijóst ástvina
sinna og vinanna mörgu sem
bjuggu í kringum hana. Hún hafði
á yngri árum plægt og sáð í akur-
inn og þar uppskar hún ríkulega á
efri áram. Hún var elskuð og virt
sem glæsileg eiginkona, húsmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma.
Með slíkan bakgrann er ljúft að
skilja við ástvinina hér á jörð og
hverfa á vit vinanna sem á undan
era gengir. Mild mun moldin á
móti taka, og mjúkur mun beður
þinn.
Eg kveð þessa kæru móður og
bið henni blessunar í æðri heimi.
Björn Sigurðsson, Úthlíð.
Mig langar með þessum fátæk-
legu orðum að minnast ömmu í
Hjálmholti sem jarðsett er í dag,
7. júní.
Langri og farsælli ævi er lokið.
Amma var fædd og uppalin í
Hrygg í Hraungerðishreppi en
fluttist svo að Hjálmholti i sömu
sveit. Hún giftist afa mínum Ólafi
Ögmundssyni bónda þar en hann
er látinn fyrir tæpum áratug.
Afi og amma bjuggu miklu
rausnarbúi í Hjálmholti alla sína
tíð, og amma hélt þar heimili þang-
að til um síðustu jól er hún veiktist
og átti ekki afturkvæmt eftir það.
Margir langir og strangir vinnu-
dagar eru að baki. Amma uppskar
eins og hún sáði og því voru verk-
in hennar ekki bara vinna heldur
lífsstíll sem fól í sér ánægju og hún
var sátt við. Sjö börn komust á
legg og það er stór hópur barna-
barna og langömmubama sem
kveður ömmu sína hinsta sinni í
dag.
Heimilið var stórt og rekið með
miklum myndarbrag. í erli dagsins
tókst ömmu að skapa þægilegan
heimilisanda sem mun lifa lengi í
minningunni. Gestrisni hefur alltaf
verið mikil í Hjálmholti og nægur
tími til að taka á móti vinum og
kunningjum.
Fjölskyldan var í miklu fyrirrúmi
og amma ræktaði fjölskylduböndin
vel. Hún var svo heppin að hafa
fóikið sitt flest í nágrenninu en
bestar þóttu henni þær stundir
þegar allir komu saman í Hjálm-
holti. í hennar stóra hjarta var nóg
pláss fyrir alla og það mátti helst
engan einn vanta. Hún fylgdist vel
með afkomendum sínum og öðram
ættingjum og vissi hvar hver og
einn var niðurkominn.