Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.06.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚNÍ 1991 Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Skilyrða bæri efnahags- aðstoð við Sovétríkin „ÞAÐ sem mér fannst athyglisverðast á fundinum var matið á stöðu mála i Sovétríkjunum," sagði Jón Baldvin Hannibaisson utanríkisráð- herra um fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins (NATO) í símasamtali við Morgunblaðið i gær. Reuter Mannskæð átök í Alsír Chadli Benjedid, forseti Alsírs, lýsti yfír umsátursástandi í landinu í fyrrinótt og nokkrum klukkustundum síðar brutust út átök á milli öryggissveita og félaga í Islömsku frelsisfylkingunni (FIS) með þeim afleiðingum að tveir menn létust og fjórtán særðust. Að sögn APS- fréttastofunnar í Alsír brutust átökin út þegar öryggissveitir reyndu að leysa upp mótmælaaðgerðir sem félagar í FIS stóðu fyrir. Á mynd- inni gengur alsírsk kona framhjá eftirlitssveit hersins í bænum Annaba. „Það er ljóst að sovésk stjómvöld leita nú mjög ákveðið eftir meirihátt- ar efnahaghsaðstoð á Vesturlöndum. Menn tala jafnvel um Marshall- aðstoð við Sovétríkin. Tölur sem nefndar eru í þessu sambandi um óskir Sovétstjómarinnar em 30 millj- arðar dollara á ári, jafnvirði 1.800 milljarða ÍSK.“ „Ég lýsti því viðhorfí okkar, að greining á efnahagsástandi í Sov- étríkjunum væri þess eðlis að efna- Rudolf Streicher, samgönguráð- herra Austurríkis, gaf út yfirlýsingu um síðustu helgi þar sem sagði að bilun hefði orðið í tölvubúnaði þot- unnar með þeim afleiðingum að ann- ar hreyfíllinn hefði skyndilega farið í „bakgír". Við það hefði þotan orð- ið stjómlaus, brotnað í sundur og hrapað til jarðar. Lauda sagðist í gær hafa gert til- raunir í flughermi í London þar sem líkt var eftir flugi þotunnar er fórst í Thailandi. Fyrst hefði verið kannað hvemig innbyggður öryggisbúnaður virkaði sem slökkva ætti á hreyfli ef honum yrði skyndilega gagnbeitt á flugi. Allt hefði starfað eðlilega og flugið haldið áfram eins og ekk- ert hefði í skorist. Síðan var gerð hagsaðstoð til alríkisstjómarinnar væri eins og að moka peningum ofan í svarta holu, hún væri þýðingarlaus. í þessari stöðu ættu vesturveldin að skilyrða efnahagsaðstoðina því að raunverulegar áætlanir lægju fyrir með skuldbindandi hætti um upp- stokkun á þessu hmnda efnahag- skerfí. Þar giltu ekki lengur gömlu klisjumar um perestrojku. Menn yrðu að athuga það að framtíð Sovétríkj- anna byggist mjög á því að forystu- tilraun þar sem þessi búnaður var fýrirfram gerður óvirkur. „Flug- hermirinn var á sjálfstýringu í 26.000 fetum. Ég reyndi að hugsa um eitthvað allt annað til þess að viðbragðstíminn yrði sem lengstur. Eftir að biluninni var skellt á fór flughermirinn í 25 gráðu halla. Ég tók sjálfstýringuna úr sambandi og náði tiltölulega auðveldlega stjóm á vélinni. Draga má af þessu þá álykt- un að þotan á ekki að brotlenda þó svona bilun eigi sér stað,“ sagði Lauda. Hann sagðist álíta að önnur vandamál hefðu fylgt f kjölfarið og leitt til hins hörmulega slyss. Um borð í þotu Lauda Air vom 223 menn og biðu þeir allir bana. aðilar lýðræðisaflanna haldi velli og ráði framhaldi þróunarinnar. Þá er ekki að finna í alríkisstjóminni, held- ur í lýðveldunum, í Rússlandi og ein- stökum lýðveldum, ekki síst Eystra- saltsríkjunum. Vesturveldin ættu þess vegna að beina efnahagsaðstoð sinni að lýðveldunum, hvort heldur er á vegum opinberra aðila eða að því er varðar samstarf á efnahags- og tæknisviði milli fyrirtækja. Auk þess ætti að skilyrða slíka efnahags- aðstoð, eins og gert hefði verið í Austur-Evrópu, því að lýðræðisleg þróun á gmndvelli réttarríkis og blandaðs hagkerfís héldi áfram, og sérstaklega því að Sovétríkin skuld- bindi sig til að hefja alvöru samninga við Eystrasaltsríkin. Undir þessi sjónarmið tók Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Dana, sem talaði á eftir mér, en að öðm leyti fluttu Danir enga tillögu um sérstaka stuðningsyfírlýsingu við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkj- anna. Ég tók vel eftir því að James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, lagði mikla áherslu á Eystra- saltsríkin í upphafsræðu sinni, miklu skilmerkilegar en nokkm sinni fýrr,“ sagði Jón Baldvin. Að öðm leyti vom aðalmál fundar- ins samskipti austurs og vesturs, ástand mála í Sovétríkjunum og mat á þróun mála í Austur-Evrópu. Enn- fremur framhald vinnu frá leiðtoga- fundi NATO í Lundúnum fyrir ári um breytingar á vamarstefnu banda- lagsins, spumingar um styrkingu á Evrópuþætti bandalagsins í varnar og öryggismálum, sérstaklega um hugmyndir Frakka um uppbyggingu Vestur-Evrópubandalagsins sem ör- yggis- og vamarmálabandalags Evr- ópubandalagsins. Þá var rætt um afvopnunarsamningana, sérstaklega samkomulag sem tekist hefur að fmmkvæði Bandaríkjanna við Sovét- menn að þeir standi við CFE-IA samningin um hefðbundin vopn í Evrópu. ■ BELFAST - Leiðtogar fjög- urra helstu stjómmálaflokka Norð- ur-írlands komust á miðvikudag að samkomulagi um að hefja við- ræður um framtíðarskipan stjóm- mála á svæðinu eftir sex vikna deil- ur um hvemig þeim skuli háttað. Árangur þessi er helst þakkaður Norður-Irlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, Peter Brooke, sem reynt hefur að miðla málum í 16 mánuði. Enn hefur ekki náðst samkomulag um hver skuli stýra viðræðunum en ríkis- stjóm írlands mun eiga fulltrúa í þeim. Viðræðumar hefjast 17. júní undir stjóm Peter Brookes ef ekki hefur tekist samkomulag um ein- hvem annan til að stýra þeim fyrir þann tíma. ■ NIKÓSÍU - Forseti írans, Ak- bar Hashemi Rafsanjani, hefur boðað aukin samskipti milli írans og Saudi-Arabíu eftir fund sem hann átti með utanríkisráðherra Saudi-Arabíu, Saud al-Faisal prins, á fímmtudag. í útvarpsum- Qöllun í íran sagði að samskipti milli ríkjanna fæm stöðugt batn- andi en beimsókn Sauds prins þýddi þó ekki að öll deilumál væm úr sögunni. ■ BANGKOK - Rauðu kmer- arnir skipuðu skæmliðum sínum í gær, fímmtudag, að grípa á ný tii vopna og bundu þannig enda á fyrsta vopnhléð í stríði því sem staðið hefur í Kambódíu i 12 ár. Áður en síðustu friðarviðræður hóf- ust hótuðu Rauðu kmeramir að binda enda á vopnahléð ef stjóm- völd gengju ekki að öllum þeim skilyrðum sem sett vom í áætlun Sameinuðu þjóðanna. Niki Lauda um afdrif þotu sinnar í Tælandi; Gagnverkan hreyfla olli varla þotuslysinu Vínarborg. Reuter. NIKI Lauda, eigandi Boeing-767 þotunnar sem fórst á dögunum í Tælandi, sagðist í gær vantrúaður á að þotan hefði farist vegna gagn- verkunar hreyfla hennar. Vikublaðið The European í forystugrein: Brýnt að mynda ný samtök til að stjórna hvalveiðum EVRÓPSKA vikublaðið The European birti í gær forystugrein um hvalveiðimál þar sem hvatt er til að Alþjóða hvalveiðiráðið verði lagt niður og ný stofnun sett á laggimar í staðinn til að stjórna hvalveiðum. Ætti hlutverk þeirrar stofnunar að vera að vemda hvalastofna jafnt sem samfélög sem háð era hvalveiðum. Ekki eigi að syrgja Alþjóða hvalveiðiráðið. Fundur þess í Reykjavík hafi ein- kennst af óljósri hugsun og pólitískri tilgerð. Það sé því nauðsyn- legt að mynda ný samtök þar sem hvalveiðimenn jafnt sem friðunar- sinnar eigi sína fulltrúa. Ef þessir aðilar hunsi hvom annan bitni það einungis á hvölunum. Heimila eigi hvalveiðar meðan stofnarnir leyfa en hvalveiðiþjóðirnar verði að bera kostnaðinn af mjög ströngu eftirliti með því. í forystugrein The European segir m.a.: „Nauðsynlegt er að hafa mjög strangt eftirlit með verksmiðjuskipunum sem bera mikla sök á því að hvölum var nánast útrýmt. Minni samfélög hafa hvorki útbúnað til að tortíma lifíbrauði sínu né neina ástæðu. Þegar í stað verður að hefjast handa við að mynda nýja hvalveið- istofnun því brátt munu aðrar hvalveiðiþjóðir fylgja fordæmi ís- lands, segja sig úr hvalveiðiráðinu og mynda samtök hvalveiðiþjóða. Ef Álþjóða hvalveiðiráðið hefði haft almennilega stjóm á hvalveið- um hefði andstaðan gegn þeim aldrei orðið eins mikil og raun ber vitni og ráðið hefði ekki verið tek- ið yfír af friðunarsinnum." Siðferðilegxi rökin taka við Þá segir að friðunarsinnar megi ekki bera þær þjóðir ofurliði sem séu háðar hvalveiðum. Sendi- nefndir margra þjóða á fundi ráðs- ins hafí verið skipaðar friðunars- innum og greinilega ekki viljað neitt samkomulag. Nú þegar sum- ir hvalastofnar standi mjög vel hætti menn að nota þau hagnýtu rök að hvalir séu í útrýmingar- hættu og noti í staðinn siðferðileg rök, þ.e. að hvalveiðar væru harðn- eskjulegar. Þessi röksemd sé hval- veiðiþjóðum mun hættulegri þar sem í henni felist að aldrei verði hægt að heimila hvalveiðar á ný, fallist menn á hana á annað borð. Friðunarsinnar reyni meðal annars að vísa til sérstakra gáfna hvala og að þeir séu móttækilegri fyrir sársauka en aðrar tegundir. Um þetta séu mjög skiptar skoðanir meðal dýrafræðinga. í besta falli sé hægt að segja að þetta sé ekki sannað. í lok forystugreinarinnar segir: „Hvalveiðar eru ekkert frábrugðn- ar öðrum veiðum. Allur saman- burður við vinnulag í sláturhúsum koma því málinu ekki við. Hval- veiðiþjóðir væru hins vegar hyggn- ar ef þær reyndu að fínna mann- eskjulegri aðferð við að leggja bráðina að velli. Þegar öllu er á botninn hvolft eru hinar nýju rök- semdir friðunarsinna frekar til þess fallnar að spila á tilfínningar almennings en höfða til skynsemi hans. Þar til þeir geta borið fram eitthvað trúverðugra verða ákvarðanir um hvalveiðar að byggjast á ástandi hvalastofna einvörðungu." Forsíðufrétt um sjónarmið Islendinga í síðustu viku var aðalforsíðu- frétt blaðsins frétt um að íslenskir hrefnuveiðimenn væru staðráðnir í að hefja veiðar á ný í sumar. „Við gerum engum mein heldur erum einungis að reyna að fram- fleyta okkur. Við getum ekki leng- ur leyft útlendingum að segja okk- ur fyrir verkum. Ef einhver reynir að stöðva okkur verður blóðbað," segir talsmaður þeirra m.a. við blaðið. Þá segir m.a. að reiði sé meðal þjóðarinnar vegna hval- EtJROPEAM WtN The rebel whalers £ síðustu viku fjallaði aðalfrétt- inn á forsíðu The European um að íslenskir hrefnuveiðimenn vildu hefja veiðar á ný hvað sem það kostaði. veiðibannsins og mikill stuðningur við að veiðar verði hafnar að nýju. Mikið af reiðinni beinist gegn al- þjóðlegum umhverfissinnum og telji Islendingar og nágrannar þeirra í N-Atlantshafí sig vera fórnarlömb óréttláts áróðurs. Vilja kynna hina hliðina Bima Helgadóttir, blaðamaður á The European í London, sem skrifaði umrædda frétt, sagði í samtali við Morgunblaðið, að mik- ill áhugi væri á hvalveiðimálum í Bretlandi. Hefði þannig verið mik- ið rætt um fund Álþjóða hvalveiði- ráðsins í breskum fjölmiðlum. Bima sagði að það sem fyrir henni hefði vakað með fréttinni hefði verið að kynna sjónarmið hvalveið- imannanna sjálfra. Það hefði af- skaplega lítið af fréttum komið sem skýrðu frá þeirri hlið mála. Flestir blaðamenn létu sér nægja að endurvarpa sjónarmiðum Grænfriðunga og annarra sam- taka. „Fyrir mig persónulega sem íslending er mikilvægt að sjónar- mið hvalveiðimanna komi fram og fólk sjái að þetta séu ekki bara einhveijir villimenn sem eru að drepa hvali af hreinni mann- vonsku. Það kom t.d. mörgum hér á ritstjóminni á óvart að til væri önnur hlið en hlið friðunarsamtak- anna,“ sagði Bima. Bima sagðist ekki vera alveg nógu ánægð með þær ljósmyndir sem fylgdu greininni en þær eru frá Grænfriðungum komnar. Sýnir önnur þeirra blóðrauðan sjó eftir að hvalur hefur verið veiddur með skutli. Hún hefði ekki tekið þátt í að velja myndimar og væri það hennar skoðun að greinin fengi á sig nokkuð annan svip vegna þeirra. Fyrir um þremur vikum birtist grein eftir Birnu í The European þar sem viðhorf hvalveiðiþjóða vom kynnt almennt. Sagði hún Útflutningsráð íslands m.a. hafa notað þá grein í kynningu sinni meðan á fundi Alþjóða hvalveiði- ráðsins í Reykjavík stóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.