Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 21 ÞJÓÐARSÁTT Blöndal sem á sterkar rætur í lög- fræðingastétt og er trúlega einnig mikið höfuðborgarbarn. Allir ráð- herrarnir nema einn eru karlar. Án þess að vera haldinn fordómum gegn ákveðinni stétt eða landshluta þá hlýtur þetta að teljast óeðlilegt. Síðustu tvö þrjú árin hefur Al- þýðuflokkurinn talið sig sameining- arafl jafnaðarmanna og hvatt til myndunar stórs og öflugs flokks þeirra. Þessi áróður hefur skilað sér í minni fylgisaukningu en flokkurinn bjóst við, en þó hafa allnokkrir geng- ið í flokkinn, sem ekki eiga það sem ástríðufullt markmið að koma Sjálf- stæðisflokknum til vaida. Fróðlegt væri að heyra viðhorf þessa fólks, þar nefni ég til dæmis Óssur Skarp- héðinsson, Margréti Björnsdóttur, Hrafn Jökulsson og Ólínu Þorvarðar- dóttur. Einnig væri gott að heyra álit Ingólfs Margeirssonar ritstjóra Alþýðublaðsins, Sigurðar Pétursson- ar formanns Félags ungra jafnaðar- mannna og Kjartans Valgarðssonar hjá Birtingu. Hvernig finnst þessu fólki og öðrum sem dreymt hefur um „stóran og sameinaðan" jafnað- armannaflokk að sjá Alþýðuflokkinn taka aftur á sig hlutverk „litla íhaldsflokksins"? Höfundur starfar hjá Rannsóknarstofu í lífeðlisfræði og hjá Styrktarfélagi vangefinna. Grein þessi hefur beðið birtingar í u.þ.b. einn mánuð vegna þrengsla. eftir Gísla Sigurbjörnsson Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum í landinu, og er henni ósk- að alls hins besta í störfum hennar fyrir land og þjóð. Miklar breytingar hafa orðið i stjórnmálum á flestum sviðum, en nú er verið að vinna að því að þjóð- arsáttin haldi. Ef það gerist ekki eru miklar líkur á, að margt fari úr böndum og þá tekur við, að margra dómi, öngþveiti — kaos — sem aldrei má verða. Það er með öllu tilgangslaust að deila um hveijum það er að kenna, að svo er komið. Eitt er nauðsynlegt, þjóðin verð- KONUM gefst kostur á að taka þátt í sérstöku kvennahlaupi í Garðabæ laugardaginn 22. júní. Sams konar hlaup fór fram í fyrra í Garðabæ sem liður í íþrótta- hátíð íþróttasambands íslands. Þá tóku rúmlega tvö þúsund konur „Þjóðin verður að vakna til starfa og dáða, skilja að við erum smá þjóð í stóru og erf- iðu landi, við verðum að geta unnið saman.“ ur að vakna til starfa og dáða, skilja að við erum smá þjóð í stóru og erfiðu landi, við verðum að geta unnið saman. Við getum ekki til lengdar lifað á happdrætti og er- lendum lántökum. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti, við getum ekki orðið Golíat. Of lengi hafa íslendingar lifað um efni fram. Við verðum að hætta að þátt í hlaupinu. Að sögn Gunnars Richardssonar í íþróttamiðstöðinni Ásgarði í Garðabæ gera menn þar sér vonir um enn meiri þátttöku í ár. Hlaupið hefst klukkan 14 og fá þátttakendur að velja hvort þeir hlaupa, skokka eða ganga tveggja eða fimm kílómetra leið. Gísli Sigurbjörnsson gera sífelldar kröfur. Við viljum fá allt, helst fyrir ekki neitt, ríkið á að borga allt. Breytingin, sem verða þarf og öllu mun breyta, er sú að í stað eyðslu og óhófs, ofstjórnar. og óstjórnar verður að koma sparnað- ur hjá öllum og allsstaðar. Þjóðar- hagur verður að sitja í fyrirrúmi. Við, sem eldri erum og lítum yfir farinn veg, óskum þess eins, að Guð og gæfan hjálpi þjóðinni til þess. Höfundur er forstjóri Elliheimilisins Grundar. Kjörnir í Vísindafélag Norðmanna TVEIR íslendingar voru kjörnir til setu í hugvísindadeild Vísinda- félags Norðmanna 14. mars. Björn S. Stefánsson hlýtur sæti í flokki þjóðhagfræði, félags- fræði og stjórnmálafræði og Hörður Agústsson í flokki Iist- fræði. Bjöm hlýtur sæti sitt fyrir fram- • lag sitt.til íslenskra þjóðfélagsrann- sókna. í fréttatilkynningu sem bor- ist hefur Morgunblaðinu segir að tillögumenn um kosningu Björns telji að hann „hafi af þrautseigju fylgt nokkrum grundvallarhug- myndum með þeim árangri, að far- ið sé að taka frekar tillit til þeirra. Er þar síðast getið fágaðra og skarplegra skoðanaskipta hans við Arrow (Nóbelsverðlaunahafa í hag- fræði 1972) vegna grundvallarrök- villu Arrows að dómi Björns." Um Hörð segir í áðurnefndri fréttatilkynningu : „Rit Harðar um íslenska byggingarlist eru þjóð- kunn, nú síðast ritin Dómsdagur og helgir menn á Hólum (1989) og Skálholtskirkjur (1990), en fyrir það rit hlaut hann bókmenntaverð- laun félags bókaútgefenda í vetur.“ Kvennahlaup í Garðabæ Létt og faHeg fyrir sumarið Regngallar st. XS-S-M-L-XL 1.295. Regnslár stærð ein Vandaðar vörur á góðu verði KAUPSTADUR Peysurfrá 1A95.» Bolirfrá Buxur frá Stuttbuxur JXL IMJODD AIIKLIG4RDUR VIÐ SUND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.