Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1931 25 Y estmannaeyj ar: Eyjamenn fögnuðu skipverjum á Gaiu Vestmannaeyjum. VÍKINGASKIPIÐ Gaia kom til hafnar í Vestmannaeyjum um klukkan fjögur aðfaranótt miðvikudags, eftir tveggja og hálfs sólarhrings siglingu frá Þórshöfn í Færeyjum. Eyjamenn tóku vel á móti skipi og skipshöfn, þó skipið kæmi til hafnar um miðja nótt, bátar sigldu á móti Gaiu austur fyrir Eyjar og fylgdu henni síðasta spölinn til hafnar og þó nokkur hópur fólks fagnaði skip- inu við bryggju. Gaia hefur reynst vel Nokkrir smábátar og Lóðsinn héldu til móts við Gaiu um klukk- an hálf þijú. Er Gaiu var mætt nokkrum mílum austan Bjarna- reyjar voru skipshorn þeytt til heiðurs skipi og skipshöfn. Flestir þeirra sem héldu til móts við Gaiu voru ættingjar og vinir Eyja- mannsins Gunnars Marels Eg- gertssonar sem er stýrimaður á víkingaskipinu, en einnig fóru fulltrúar Vestmannaeyjabæjar til móts við skipið. Er Gaia hafði lagst að bryggju ávarpaði Bragi I. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, áhöfnina og bauð þá velkomna til Eyja og óskaði' þeim góðrar ferðar á leið sinni vestur um haf um leið og hann færði Gunnari Marel og félögum hans blómakörfu frá Vestmanija- eyjabæ. Gunnar heilsaði síðan upp á ættingja og vini og urðu fagnaðar- fundir. Meðal þeirra sem tóku á móti Gaiu á bryggjunni í Eyjum var tollheimtumaðurinn í Eyjum. Hann sinnti þar embættisverkum sínum en haft var á orði að líklega hefðu Leifur heppni og hans menn ekki þurft að fara í gegnum toll- skoðun á siglingu sinni vestur um haf. Gaia mun verða í Eyjum til laugardags eða sunnudags en þá heldur skipið til Reykjavíkur þar sem það á að koma til hafnar þjóðhátíðardaginn 17. júni. Grímur Gunnar Marel Eggertsson, stýrimaður, með blómakörf- una, sem Vestmannaeyjabær færði áhöfn Gaiu. - segirGunnar Marel Eggerts- son, stýrimaður Vestmannaeyjum. „ÞAÐ ER meiriháttar gaman að vera kominn heim og ég er yfir mig ánægður með móttökurn- ar,“ sagði Gunnar Marel Egg- ertsson, stýrimaður á Gaiu við komuna til Eyja. „Ferðin hefur gengið mjög vel alla leið. Við höfum mestan part ferðarinnar haft ágætis veður. Þó lentum við í brælu við Shetlands- eyjar, á leið okkar til Orkneyja, en náðum í var og lágum þar í þijá sólarhringa. Frá Færeyjum höfum við síðan haft mjög góðan byr enda var siglingin nánast æv- intýraleg. Skipið gekk oft átta til tíu mílur en meðalhraðinn hefur verið um sjö og hálf míla sem er mjög gott. Oft og tíðum vildi skip- ið jafnvel fara enn hraðar en mað- ur vildi sjálfur og það var eins og að vera á brimbretti þegar það fleytti keriingar á öldunni," sagði Gunnar. Hann sagðist vera mjög ánægður með skipið og skipsfélaga sína. í áhöfn Gaiu eru 10 manns og standa þeir sex tíma vaktir, fimm á hvorri vaki. „Þetta er eins og hver önnur sjómennska og aðbún- aðurinn er ágætur þannig að mað- ur sefur alveg ljómandi vel á frívaktinni. Ég er stýrimaður en leiðangursstjórinn er skipstjóri. Það má segja að ég sé svona eigin- lega skipstjóri á móti honum,“ sagði Gunnar, en hann stýrði Gaiu til hafnar í Eyjum. Gunnar sagði að nú væri ákveð- ið að Gaia færi hnattsiglingu og sigldi áfram vestur um frá Ameríku. „Leiðangrinum á að ljúka í Sevilla á Spáni þegar heims- sýningin hefst þar á næsta ári. Það er búið að bjóða okkur pláss áfram í ieiðangrinum og eins og staðan er í dag þá ætla ég með alla leið,“ sagði Gunnar. Hann sagði að þeir myndu hafa viðdvöl í Eyjum í íjóra til fimm daga en þeir yrðu að vera komnir til Reykjavíkur 17. júní. „Ef það verður útlit fyrir góðan byr þá þurfum við ekki að leggja af stað héðan fyrr en á laugardag eða sunnudag," sagði Gunnar. Grímur Hefur verið eitt ævintýri - segirRíkarð- ur Pétursson Vestmannaeyjum. TVEIR íslendingar eru þátttak- endur í leiðangri Gaia, Gunnar Marel Eggertsson og Ríkarður Pétursson.- Ríkarður var skip- verji á Gaiu frá Noregi til Fær- eyja en frá Færeyjum til íslands sigldi hann á aðstoðarskipi sem fylgir víkingaskipinu. „Þetta hefur verið eitt ævintýri frá upphafi," sagði Ríkarður við komuna til Eyja. „Allt hefur geng- ið vel og við höfum yfirleitt verið langt á undan áætlun. Við höfum siglt fyrir seglum alla leið en Gaia er auk þess búin litlum utanborðs- mótor sem við notum til að sigla inn í hafnir og leggjast að bryggju. Skipið hefur í alla staði reynst vel og er hið besta sjóskip," sagði Ríkarður. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Gaia siglir til Eyja í fylgd nokkurra báta er sigldu til móts við skipið. Betra, uerd ODYRAR PYLSUR EIGA EKKI AÐ KOSTA MIKIÐ Þratt fyrir gylliboö annarra i odyrum pylsum eru Búrfellspylsur á sértilboði langódýrastar Verðið er aðeins 474 kr./kg, sem er 10% lægra verð en á næstódýrustu pylsunum. Þegar þu færð þer odyrar pylsur skaltu fá þér Búrfellspylsur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.