Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 15
___________MORGUNBLAÐIÐ FIMf4TUftAG,UR UL JÚNÍ ,193,1,_ Sinfónía með djasssveiflu reglna. Honum er ekki ætlað að kveða upp svokallaða forúrskurði, sem eru eitt helsta einkenni dóm- stóls EB. í því felst að einstakling- ar og lögaðilar geta í dómsmálum innanlands borið fyrir sig EB-rétt og krafist þess að EB-dómstóllinn kveði upp forúrskurð. Innlendum dómstólum er alltaf heimilt og í mörgum tilfellum skylt að verða við þeirri kröfu og eru bundnir af niður- stöðu hans. ESS-dómstóllinn er þess vegna langt frá því að hafa sama verk- svið og vald og EB-dómstóllinn hefur innan bandalagsins. Hæsti- réttur verður áfram æðsta dóms- vald í öllum málum milli ríkjanna sem eiga aðild að EES um brot á ákvæðum samningsins. Og verður það að teljast eðlileg ráðstöfun. Varla sættum við okkur við að t.d. breskur dómstóll ætti að dæma í máli sem við höfðuðum gegn Bret- um vegna þess að við teldum þá hafa brotið samninginn. Ekki er sennilegt að íslendingar verði mikið varir við dómsvald þessa nýja dóm- stóls, það gildir að minnsta kosti um allt málaþras sem íslendingar stunda fyrir íslenskum dómstólum, þar verður engin breyting á og þar mun Hæstiréttur eiga síðasta orðið eins og hingað til. EES-dómstóllinn verður að mörgu ■ leyti hliðstæður öðrum alþjóðlegum dómstólum sem íslendingar hafa viðurkennt að hafi lögsögu í vissum málum sem ísland varða. Höfundur er lögfræðingur hjá Félagi ísl. iðnrekenda á sviði alþjóðlegra viðskipta. eftir Vernharð Linnet Sinfóníutónleikarnir í kvöld verða um margt sérstæðir. Þeir hefjast á því að kvartett Sigurðar Flosasonar leikur þrjú lög. Síðan stjórnar bandaríski hljómsveitar- stjórinn og bassaleikarinn John Clayton hljómsveitinni og verða flutt verk eftir Szymon Kuran og Stefán Ingólfsson svo og Henri Manchini og Johnny Mandel í út- setningu John Claytons. Þá stígur stórsveit á sviðið og leikur ópusa eftir John Clayton, Hoagy Carmic- hael, Johnny Mandel og Ray Brown. Semsagt ekta djass og sinfónísk þriðjastraums tónlist í bland. John Clayton er einn fárra tón- listarmanna sem eru jafnvígir á djass og sinfóníska tónlist. Hann lærði við Indiana-háskóla og fór síðan að spila á bassa með píanist- anum Monty Alexander. Það var góður undirbúningur fyrir inn- gönguna í stórsveit Counts Basies, en með henni lék hann í tvö ár og skrifaði jafnframt fyrir bandið. Síðan lá leið Claytons til Amster- dam þarsem hann var fyrsti bassa- Ieikari hjá Fílhannoníusveitinni þar í borg. Þar kynntist hann Marten van der Valk, og hafa þeir brallað margt saman um dagana. 1984 flutti Clayton aftur heim til Bandaríkjanna og hefur stjórnað stórsveit í Los Angeles í samvinnu við trommarann Jeff Clayton og blæs þar m.a. bróðir hans, Jeef Clayton, í saxafóna. Fyrir utan að vera frábær hljóm- sveitarstjóri og útsetjari er Clayton hörku bassaleikari, sem best má heyra á skífu þeirra Ray Browns: Super Bass. Það var síðasta skífan sem Mr. Rhythm, gítarieikari Co- unts Basies í áratugi, Freddie Green, lék á. Ég man aðeins eftir tveimur öðrum bassaleikurum sem hafa gefið út dúóskífur með Ray Brown: Niels-Henning 0rsted Ped- ersen og Árna Egilssyni. Stórsveitin sem John stjómar á fimmtudagskvöldið verður skipuð íslenskum hljóðfæraleikurum, sem margir hveijir léku nýlega með stórsveitum Per Husbys og Pierre Dorge, auk tveggja erlendra gesta. Það eru saxafónleikarinn Jeef Clayton og fínnski trompetleikar- inn Esko Heikkinen, sem tvívegis hefur blásið hér í stórsveitum áð- ur. Með Jukka Linkola og UMO- stórsveitinni. Er hann einn fremsti stórsveitartrompetleikari Evrópu. íslensku verkin sem Sinfónían flytur undir stjórn Johns Claytons eru In the Light of Etemity, djass- John Clayton 15 messa eftir Szymon Kuran og Snerting eftir Szymon og Stefán Ingólfsson bassaleikara. Þeir voru saman í Súldinni í þijú ár og héldu tvívegis á djasshátíðina í Montreal með hijómsveitinni. Þá lét einn gagnrýnandi svo um mælt að af þeim þúsundum hlóðfæraleikara sem heyra mætti á hátíðinni ættu menn að leggja tvo sérstaklega á minnið: Wynton Marshalis og Szymon Kuran, fiðlarann í íslensku hljómsveitinni Súld, sem var eitt af undrum hátíðarinnar. Kvartett Sigurðar Flosasonar skipa auk saxafónleikarans Kjart- an Valdimarsson píanisti, Þórður Högna bassisti og Matthías M.D. Hemstock trommari. Meðal verka er kvartettinn leik- ur er In memoriam, sem Sigurður skrifaði í minningu Sveins Ólafs- sonar, djasssaxafónleikara og lág- fiðluleikara í Sinfóníunni um ára- tugaskeið. Djassmessa Szymons Kurans er einnig helguð minningu Sveins Ólafssonar, en með þeim tókst góð vinátta eftir að Szymon settist í stól annars konsertmeist- ara Sinfóníunnar 1984. Er gleði- legt að minningu þessa merka brautryðjanda í íslensku tónlist- arlífi skuli sýnd þessi virðing á sviðinu þarsem hann sat með lág- fiðluna til dauðadags og hæfir að tónlistin sé bæði af sinfónískri og djassætt. Höfundur ritar um djass í Morgunblaðið. í tilefni þess að sumarið er komið bjóðum við frábært verð á úrvalsvörum PINOTEX viðarvörn fyrir íslenskar aðstæður 15% afsláttur FJÖLBREYTT ÚRVAL AF GARÐÁHÖLDUM malmnqarP O pjónustan hf akranesi #Or#77C7 HAFNARFIROI M ALNIN GARDAGAR Nú er rétti tíminn til að mála úti og inni. í tilefni þess höldum við sérstaka MÁLNINGARDAGA og bjóðum 10-50% afslátt af inni- og útimálningu frá Hörpu og Sadolin. BYGGINGARVELTA - við lánum í allt að þrjú ár. Gólfteppi, verð frá 440 krónum m2 Gólfflísar, verð frá 2.190 krónum m2 p ■ --------* Gólfdúkar, tilboðsverð frá 690 krónum m2 METRÓ i MJÓDD Állabakka 16 • Reykjavlk Slmi 670050 Grensásvegi 11 • Reykjavlk • Slmi 83500 Járn & Skip KEFLAVÍK G.Á. Böðvarsson hf. SELFOSSI SUMAR ÚTIOGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.