Morgunblaðið - 13.06.1991, Síða 15

Morgunblaðið - 13.06.1991, Síða 15
___________MORGUNBLAÐIÐ FIMf4TUftAG,UR UL JÚNÍ ,193,1,_ Sinfónía með djasssveiflu reglna. Honum er ekki ætlað að kveða upp svokallaða forúrskurði, sem eru eitt helsta einkenni dóm- stóls EB. í því felst að einstakling- ar og lögaðilar geta í dómsmálum innanlands borið fyrir sig EB-rétt og krafist þess að EB-dómstóllinn kveði upp forúrskurð. Innlendum dómstólum er alltaf heimilt og í mörgum tilfellum skylt að verða við þeirri kröfu og eru bundnir af niður- stöðu hans. ESS-dómstóllinn er þess vegna langt frá því að hafa sama verk- svið og vald og EB-dómstóllinn hefur innan bandalagsins. Hæsti- réttur verður áfram æðsta dóms- vald í öllum málum milli ríkjanna sem eiga aðild að EES um brot á ákvæðum samningsins. Og verður það að teljast eðlileg ráðstöfun. Varla sættum við okkur við að t.d. breskur dómstóll ætti að dæma í máli sem við höfðuðum gegn Bret- um vegna þess að við teldum þá hafa brotið samninginn. Ekki er sennilegt að íslendingar verði mikið varir við dómsvald þessa nýja dóm- stóls, það gildir að minnsta kosti um allt málaþras sem íslendingar stunda fyrir íslenskum dómstólum, þar verður engin breyting á og þar mun Hæstiréttur eiga síðasta orðið eins og hingað til. EES-dómstóllinn verður að mörgu ■ leyti hliðstæður öðrum alþjóðlegum dómstólum sem íslendingar hafa viðurkennt að hafi lögsögu í vissum málum sem ísland varða. Höfundur er lögfræðingur hjá Félagi ísl. iðnrekenda á sviði alþjóðlegra viðskipta. eftir Vernharð Linnet Sinfóníutónleikarnir í kvöld verða um margt sérstæðir. Þeir hefjast á því að kvartett Sigurðar Flosasonar leikur þrjú lög. Síðan stjórnar bandaríski hljómsveitar- stjórinn og bassaleikarinn John Clayton hljómsveitinni og verða flutt verk eftir Szymon Kuran og Stefán Ingólfsson svo og Henri Manchini og Johnny Mandel í út- setningu John Claytons. Þá stígur stórsveit á sviðið og leikur ópusa eftir John Clayton, Hoagy Carmic- hael, Johnny Mandel og Ray Brown. Semsagt ekta djass og sinfónísk þriðjastraums tónlist í bland. John Clayton er einn fárra tón- listarmanna sem eru jafnvígir á djass og sinfóníska tónlist. Hann lærði við Indiana-háskóla og fór síðan að spila á bassa með píanist- anum Monty Alexander. Það var góður undirbúningur fyrir inn- gönguna í stórsveit Counts Basies, en með henni lék hann í tvö ár og skrifaði jafnframt fyrir bandið. Síðan lá leið Claytons til Amster- dam þarsem hann var fyrsti bassa- Ieikari hjá Fílhannoníusveitinni þar í borg. Þar kynntist hann Marten van der Valk, og hafa þeir brallað margt saman um dagana. 1984 flutti Clayton aftur heim til Bandaríkjanna og hefur stjórnað stórsveit í Los Angeles í samvinnu við trommarann Jeff Clayton og blæs þar m.a. bróðir hans, Jeef Clayton, í saxafóna. Fyrir utan að vera frábær hljóm- sveitarstjóri og útsetjari er Clayton hörku bassaleikari, sem best má heyra á skífu þeirra Ray Browns: Super Bass. Það var síðasta skífan sem Mr. Rhythm, gítarieikari Co- unts Basies í áratugi, Freddie Green, lék á. Ég man aðeins eftir tveimur öðrum bassaleikurum sem hafa gefið út dúóskífur með Ray Brown: Niels-Henning 0rsted Ped- ersen og Árna Egilssyni. Stórsveitin sem John stjómar á fimmtudagskvöldið verður skipuð íslenskum hljóðfæraleikurum, sem margir hveijir léku nýlega með stórsveitum Per Husbys og Pierre Dorge, auk tveggja erlendra gesta. Það eru saxafónleikarinn Jeef Clayton og fínnski trompetleikar- inn Esko Heikkinen, sem tvívegis hefur blásið hér í stórsveitum áð- ur. Með Jukka Linkola og UMO- stórsveitinni. Er hann einn fremsti stórsveitartrompetleikari Evrópu. íslensku verkin sem Sinfónían flytur undir stjórn Johns Claytons eru In the Light of Etemity, djass- John Clayton 15 messa eftir Szymon Kuran og Snerting eftir Szymon og Stefán Ingólfsson bassaleikara. Þeir voru saman í Súldinni í þijú ár og héldu tvívegis á djasshátíðina í Montreal með hijómsveitinni. Þá lét einn gagnrýnandi svo um mælt að af þeim þúsundum hlóðfæraleikara sem heyra mætti á hátíðinni ættu menn að leggja tvo sérstaklega á minnið: Wynton Marshalis og Szymon Kuran, fiðlarann í íslensku hljómsveitinni Súld, sem var eitt af undrum hátíðarinnar. Kvartett Sigurðar Flosasonar skipa auk saxafónleikarans Kjart- an Valdimarsson píanisti, Þórður Högna bassisti og Matthías M.D. Hemstock trommari. Meðal verka er kvartettinn leik- ur er In memoriam, sem Sigurður skrifaði í minningu Sveins Ólafs- sonar, djasssaxafónleikara og lág- fiðluleikara í Sinfóníunni um ára- tugaskeið. Djassmessa Szymons Kurans er einnig helguð minningu Sveins Ólafssonar, en með þeim tókst góð vinátta eftir að Szymon settist í stól annars konsertmeist- ara Sinfóníunnar 1984. Er gleði- legt að minningu þessa merka brautryðjanda í íslensku tónlist- arlífi skuli sýnd þessi virðing á sviðinu þarsem hann sat með lág- fiðluna til dauðadags og hæfir að tónlistin sé bæði af sinfónískri og djassætt. Höfundur ritar um djass í Morgunblaðið. í tilefni þess að sumarið er komið bjóðum við frábært verð á úrvalsvörum PINOTEX viðarvörn fyrir íslenskar aðstæður 15% afsláttur FJÖLBREYTT ÚRVAL AF GARÐÁHÖLDUM malmnqarP O pjónustan hf akranesi #Or#77C7 HAFNARFIROI M ALNIN GARDAGAR Nú er rétti tíminn til að mála úti og inni. í tilefni þess höldum við sérstaka MÁLNINGARDAGA og bjóðum 10-50% afslátt af inni- og útimálningu frá Hörpu og Sadolin. BYGGINGARVELTA - við lánum í allt að þrjú ár. Gólfteppi, verð frá 440 krónum m2 Gólfflísar, verð frá 2.190 krónum m2 p ■ --------* Gólfdúkar, tilboðsverð frá 690 krónum m2 METRÓ i MJÓDD Állabakka 16 • Reykjavlk Slmi 670050 Grensásvegi 11 • Reykjavlk • Slmi 83500 Járn & Skip KEFLAVÍK G.Á. Böðvarsson hf. SELFOSSI SUMAR ÚTIOGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.