Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 NEYTENDAMÁL * ir kaupa e.t.v. meira af frosnum matvælum eða málsverðum. Næst- um öll heimili í Bandaríkjunum hafa örbylgjuofn og nær öll matvælafyrir- tæki smá og stór framleiða matvæli í örbylgjuofna. Það þykir auðvelt að kaupa matinn, setja í frysti og bregða síðan inn í örbylgjuofninn. Um 1980 eða eftir að hjón fóru að vinna bæði úti varð ákveðin breyt- ing á neyslumunstrinu. Fólk fór að taka með sér heim tilbúinn mat úr sérverslunum eins og t.d. salöt, ofn- rétti og smárétti sem hægt var að hita upp og bera fram sem máls- verði. Eða það keypti hluta af aðal- rétti eins og hálfan grillaðan kjúkl- ing og útbjó síðan meðlætið heima. Þetta er að breytast nú vegna sam- dráttar í efnahagslífi þjóðarinnar. Breyting er einnig að verða á lífsstíl fólks almennt, nú er aftur orðið vinsælt að bjóða vinum heim. Fyrir margt ungt fólk þýðir þetta matargerð í fyrsta sinn. Fjölskyldur eru einnig farnar finna fyrir þörf á að ná betur saman en áður og er nú meiri áhersla lögð á það en áður að hún borði saman eina máltíð á dag.“ Rækjur og síld á banda- rískan markað Jeanne Maraz var spurð hvaða möguleika hún teldi að íslensk mat- vælafyrirtæki hefðu á bandarískum markaði, þ.e. hvort framleiðslan gæti höfðað til bandarískra neyt- enda? „Ég get aðeins dæmt framleiðslu þeirra fyrirtækja sem ég hefi skoð- að,“ svaraði hún. „í Bandaríkjunum eru ákveðnar bylgjur í gangi sem gætu gefið íslenskum matvælafyrir- tækjum góða markaðsmöguleika. Bandaríkjamönnum er mjög umhug- að um heilsu sína og að borða heilsu- samlegan mat, það býður upp á mikla möguleika fyrir fyrirtæki sem framleiða vörur úr fiski og fisk- tengdum afurðum. Fiskneysla hefur vaxið í Bandaríkjunum og fer vax- andi með hveiju ári, þó að hún sé ekkert í líkingu við neysluna hér á iandi. Annar mikiivægur þáttur sem taka þarf tilllit til er þróaðri smekk- ur bandarískra neytenda. Þeir prófa nú meira en áður matvæli frá öðrum iöndum. Þar gætu verið mögöleikar fyrir íslenska framleiðslu eins og t.d. reykt hreindýrakjöt, reykt lambakjöt og mismunandi reykt matvæli eins og pylsur sem við sáum hjá Sláturfé- lagi Suðurlands. Reykt kjöt gæti átt góða möguleika hjá ákveðnum hópi neytenda." Viðhorfsbreyting hefur orðið til mataræðis - Er meiri áhugi á heilbrigðari lífs- háttum en áður hjá í Bandaríkjun- um? „Það má segja að fyrir um 6 árum hafi orðið almenn viðhorfsbreyting til mataræðis. Við fórum að líta á mat, ekki með því hugarfari hvað við ættum að forðast til að halda heilsu, heldur til að borða fremur það sem eykur okkur heilbrigði eða til að laga það sem úrskeiðis hafði farið. Við erum það sem kalla má jákvæð gagnvart fæðunni. Fólk íhugar nú meira en áður hvað það lætur ofan í sig og hvers vegna, eins og gulrót tii að fá karótínið og físk vegna omega 3 fitusýru o.s. frv. Að vísu hafa í gegnum árin komið fram fullyrðingar vísindamanna um lækn- ingamátt ákveðinna fæðutegunda sem síðan stóðust ekki. Fólk hefur því tilhneigingu til að taka allar full- yrðingar um töframátt hinna ýmsu fæðutegunda með meiri varúð en áður, en það gerir sér jafnframt grein fyrir því, að það hefur ávinn- ing af fjölbreyttu fæði í hæfilegu magni. Áhugi fólks á líkamlegu heil- brigði er mikill, og við viljum gjarn- an lifa lengur." Vinsældir fisks fara vaxandi í Bandaríkjunum - Fiskur inniheldur fleiri heilsu- þætti en omega 3 fitusýrur, í fisk- holdi er einnig að finna snefílefnið ISLENSK MATVÆLI markaðssetning- og möguleikar á erlendum markaði og þráavarnarefnið „selen“ sem virkar gegn þránun í frumum og hindrar öldrun. Jeanne spurð var því spurð hvort ekki væri möguleiki, í framhaldi á þessari heilsuvakningu, að selja meiri fískafurðir úr fleiri fisktegundum til Bandaríkjanna? Hún sagði að þar í landi hefði túnfiskur alltaf verið vinsæli fískur svo og lax. Þar til fyrir 10 árum. borðuðu Bandaríkjamenn aðallega flatfísk eins 'og smálúðu, eða pollok; ufsa- og þorsktegundir sem er að finna í fiskbitum, en nú er framboð af fleiri tegundum.„Við erum mjög hrifin af rækjum, en vegna salts í rækjum borðar fólk þær með var- kárni. Lax er einn vinsælasti fískur- inn á veitingastöðum. Það vekur athygli að nú eru fleiri sem panta sér físk en nautakjöt þegar þeir fara út að borða. Það getur að hluta til stafað af því, að margir vita ekki hvernig á að matreiða fisk svo vel sé. Veitingastaðir kunna það og þeim tekst einnig að gera fiskrétti girnilega. Á undanförnum árum hefur orðið einskonar heilsuvakning hjá mat- reiðslumeisturum veitingahúsa, í sambandi við matargerð, sem hefur haft áhrif út í þjóðfélaginu. Hún hefur leitt til hvatningar á neyslu léttari og heilnæmari fæðu, meiri grænmetisneyslu, hagkvæmni í fæðuvali og fæðuvali eftir árstíðum. Nú læra mörg börn ung að árum að borða físk, sem þau vilja frekar en kjúkling eða nautakjöt. Fiskur er mildur á bragðið og auðmeltur og góður próteingjafí. Þetta er rétt að hafa hugfast þegar litið er til í framtíðar." íslensk fyrirtæki eru að þróa áhugaverð matvæli - Jeanne Maraz var spurð hvort markaður væri fyrir tiibúna rétti úr léttum matvælum eins og íslenskt- franskt eldhús hefur þróað og vakið hafa athygli erlendis? „íslensk-franska eldhúsið er að framleiðir mjög áhugaverð matvæli úr fiski eins og fískpaté," svaraði hún. „Þar sem vaxandi áhugi er fyr- ir fiski þá tel ég að þar gætu verið möguleikar á markaðnum. Ég tel að margir bandarískir matreiðslu- meistarar myndu sýna þessari vöru áhuga. Það sem mér fannst sérstak- lega áhugavert er að enginn ijómi eða eggjarauður eru látnar í þessi paté. Það er mjög gott, vegna þess að eggjaneysla í Bandaríkjunum hefur minnkað mjög mikið vegna kólesterólsins í eggjarauðum.“ Matvæli framleidd fyrir örbylgjuofninn - Eru tilbúin matvæli keypt meira nú, eftir að húsmæður fóru að vinna meira utan heimilis, en áður? „Já og nei. Ungt fólk og einhleyp- VÖXTUR og velgengni í iðnaði byggir á fjórum grunnþáttum; góðri framleiðslu, stöðugri vöruþróun, markaðskönnunum og réttri mark- aðssetningu. Fjárhagur fyrirtækja stendur og fellur með þessum grunnþáttum en ekki öfugt eins og margir vilja álíta. Þegar slakað er á einhveijum þessara þátta, blasir við hrun fyrirtækja eins og dagleg dæmi sanna. Islensk matvælafyrirtæki eiga fyrir sér mikla framtíð á markaði ef rétt er að málum staðið, þetta kemur fram m.a í viðtali við Jeanne Maraz markaðsráðgjafa sem var hér á landi á vegum Félags ís- lenskra iðnrekenda til að kynna sér framleiðslu íslenskra matvælafyr- irtækja og möguleika unnina íslenskra matvæla á bandarískum mark- aði. Jeanne Maraz hefur mjög víðtæka þekkingu og reynslu í markaðs- setningu matvæla og kynningu á þeim vestan hafs, bæði í ræðu og riti, hún vann m.a. að markaðssetningu á nýsjálenska lambakjötinu í Bandaríkjunum. Þegar markaðssetja á vöru eins og matvæli verður að vera til stað- ar þekking á markaðsaðstæðum og viðhorfum neytenda til vörunnar. Af þeim ástæðum er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir aðstæðum og óskum neytenda í sölulandinu. Jeanne Maraz bendir á leiðir að markaðnum. Framleiðendur hér gera sér nú betur grein fyrir því en áður, að söluaðferðin að leita uppi einhvern til að kaupa það sem okkur dettur í hug að framleiða, fellur undir „gamaldags sölumennsku". En að kanna vel aðstæður og aðlaga síðan framleiðsluna að óskum kaupenda í viðkomandi sölulandi er „nútima markaðssetning“. Fiskpaté. íslensk-franska eldhúsið framleiðir mjög áhugaverð matvæli úr fiski. Vaxandi áhugi er fyr- ir fiski sem getur aukið möguleika á markaðnum. - Ef félagslífið fer nú fram á heim- ilum og fólk býður meira heim en áður, er ekki möguleiki að það vilji kaupa tilbúna ljúffenga rétti til að bæta á matarborðið hjá sér? „Jú, ég tel að réttir eins og fisk- paté vera mjög áhugverða. En þar geta komið upp tvö vandamál, annað er ef matvælin verða mjög dýr og hitt er að matvælategundin geti ver- ið neytendum framandi, þ.e. að þeir þekki hana ekki og viti ekki hvernig eigi að bera hana fram. Neytendur geta verið tregir til að eyða háum fjárhæðum í matvöru sem þeir þekkja ekki. Ég álít einnig að mark- aður geti verið fyrir ykkar litlu rækj- ur í Bandaríkjunum. Þær má nota á marga vegu t.d. í sósur og í skreyt- ingu á mat. Rækjur eru og hafa alltaf verið taldar tii lúxusfæðu. Einnig held ég líka að gera megi meira með síldina ykkar, ég sé mög- uleika eftir að hafa smakkað síld á hótelinu hér. Síldin hér er miklu fín- gerðari og ljúffengari en sú síld sem nú er á markaði í Bandaríkjunum. - Telur þú að möguleika á að markaður sé fyrir sild í Bandaríkjun- um? „Síld er seld í Bandaríkjunum og sú síld er ekki slæm, en hún er ekk- ert spennandi og höfðar helst til þeirra sem eiga uppruna sinn í norð- urhluta Evrópu. Síldin hér er aðal- lega í feitum ijómasósum, majonesi eða sterkum ediklegi með miklum Elín Hilmarsdóttir matvælafræðingur hjá Félagi íslenskra iðnrek- enda og Jeanne Maraz markaðsráðgjafi - Þið hafið hreinna um- hverfi fram yfir önnur lönd og því einstakt tækifæri til að koma vörum ykkar á framfæri á markaði. Paella frá Frostmar. Nokkur íslensk fyrirtæki ætla að kynna vörur sínar á „Fancy Food Show“ sem haldið verður í New York 7.-I0. júlí í suraar, Fjölmörg matvælafyrirtæki frá löndum víðsvegar úr um heiminum kynna þar vörur sínar og kanna viðbrögð matvælakaupenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.