Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 56
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ
FIMMTUDAGUR 13. JUNI 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Veðurstofan spáir sunnanátt
Morgunblaðið/Sverrir
Blíðviðri var í höfuðborginni í gær en sólarlítið. Hið bezta veður til
að dytta að húsum eða til að fá sér kaffibolla utandyra. Veðrið
hefur leikið við Sunnlendinga síðasta hálfan mánuðinn en nú spáir
Veðurstofan breytingum. Um helgina mun vindur byija að blása
af suðri og þá fá Sunnlendingar væntanlega vætu en Norðlending-
ar fá bjartara veður.
Sláturfél-
agið stefn-
ir Goða hf.
SLÁTURFÉLAG Suðurlands hef-
ur höfðað mál á hendur Goða hf.
fyrir að nota í pylsuauglýsingum
orðalagið „... og vera grennstir
fyrir bragðið". Telur stefnandi að
með orðalaginu brjóti stefndi
gegn óskráðu vígorði sínu
„Fremstir fyrir bragðið" sem sé
löngu landsþekkt og hafi náð
markaðsfestu fyrir unnar kjötvör-
ur, þ.m.t. pylsur og því sé hætta
á því að villst verði á vígorðum.
Dómkröfur stefnanda eru í þremur
liðum. í fyrsta lagi að stefnda verði
dæmd óheimil í auglýsingu orðin „...
.grennstir fyrir bragðið“. í öðru lagi
að stefndi verði dæmdur til þess að
greiða stefnanda kr. 500.000,00 í
skaðabætur auk hæstu dráttarvaxta.
Þriðja dómkrafan er að stefndi verði
dæmdur til þess að greiða stefnanda
málskostnað.
Um málavexti segir í stefnunni
að Goði hf. hafi í pylsuauglýsingu í
Morgunblaðinu 31. maí 1991 ogsjón-
varpsauglýsingum notað orðalagið
.. að vera grennstir fyrir bragðið"
og telji stefnandi að með notkun
þessara orða bijóti stefndi gegn
óskráðum vígorðum stefnanda
„Fremstir fyrir bragðið“ en vígorð
þetta sé löngu landsþekkt og hafi
náð markaðsfestu fyrir unnar kjöt-
vörur, meðal annars pylsur, og hætt
sé við að villst verði á vígorðum.
Stefnandi fyrir hönd Sláturfélags-
ins er Brynjólfur Kjartansson hrl.
Stefnir hann Árna S. Jóhannssyni,
framkvæmdastjóra, fyrir hönd Goða
hf. Málið fer fyrir bæjarþing Reykja-
víkur 20. júní næstkomandi.
Lífeyrissjóðir alþingismanna og ráðherra:
Reykjavík:
Gasolía lak
í höfnina
UM 100 lítrar af gasolíu láku
úr ms. StapafeHi í höfnina
við Eyjagarð í Orfirisey síð-
degis í gær.
Lögreglunni barst tilkynning
um atburðinn klukkan rúmlega
fjögur, og voru starfsmenn
Reykjavíkurhafnar fengnir til
að hreinsa olíuna úr höfninni.
Skuldbmdingar sjóðanna
2,2 millj. og eignir engar
Iðgjöld þyrftu að vera 50% af launum til þess að standa undir réttindum
ÁFALLNAR skuldbindingar líf-
eyrisjóða alþingismanna og ráð-
herra umfram eignir námu sam-
tals tæpum 2,2 milljörðum króna
Bjöm Vignir Sigurpáls-
son ritstjómarfulltrúi
Björn Vignir Sigurpálsson, hefur
verið ráðinn ritstjórnarfulltrúi við
Morgunblaðið. Björn Vignir er 45
ára að aldri. Hann starfaði sem
blaðamaður við Morgunblaðið frá
1964-1979. Árið 1979 tók hann
þátt í stofnun Helgarpóstsins og
var ritstjóri þess blaðs ásamt Árna
Þórarinssyni. Árið 1982 réðst
Björn Vignir til starfa hjá mynd-
bandafyrirtækinu ísmynd og starf-
aði þar til ársins 1984.
Björn Vignir kom til starfa á
Morgunblaðinu á ný í ársbyrjun
-1985 og tók að sér umsjón með
viðskiptablaði Morgunblaðsins,
sem hóf þá göngu sína. Frá sumri
1990 hefur hann annast umsjón
sunnudagsblaðs Morgunblaðsins
ásamt viðskiptablaði.
Björn Vignir heldur áfram um-
sjón þessara tveggja blaða, en tek-
ur auk þess að sér ný verkefni á
ritstjórn Morgunblaðsins.
Björn Vignir Sigurpálsson
Björn Vignir Sigurpálsson er
kvæntur Kristínu Olafsdóttur og
eiga þau tvö börn.
í árslok 1989 samkvæmt trygging-
arfræðilegri úttekt sem Jón Erl-
ingur Þorbjörnsson, trygginga-
stærðfræðingur hefur gert á sjóð-
unum. Það þýðir að væri sjóðunum
lokað nú þá þyrfti framangreinda
upphæð úr rikissjóði til að full-
nægja þeim réttindum sem félagar
hafa áunnið sér þegar, en eignir
sjóðanna eru engar.
Fjárhæðin skiptist þannig milli
sjóðanna að.áfallin skuldbinding Líf-
eyrissjóðs alþingismanna nemur
1.945 milljónum og áfallin skuldbind-
ing Lífeyrissjóðs ráðheiTa nemur
samtals 248 milljónum.
Lífeyrissjóðir alþingismanna og
ráðherra eru ekki söfnunarsjóðir
heldur gegnumstreymissjóðir og
greiðir ríkissjóður árlega halla sjóð-
anna. Iðgjöld til þeirra á árinu 1989
námu 13,1 milljón króna, en lífeyr-
isgreiðslur voru á árinu samtals 84,1
milljón, þar af voru lífeyrisgreiðslur
úr Lífeyrissjóði ráðherra 8,9 milljón-
ir. Greiðslan frá ríkissjóði nam 87%
af lífeyrisgreiðslum úr Lífeyrissjóði
ráðherra, en 82% af lífeyrisgreiðslum
úr Lífeyrissjóði alþingismanna. Sam-
tals nam framlag ríkissjóðs til sjóð-
anna tveggja á árinu 1989 69,1 millj-
ón króna.
Ef iðgjöld ættu að standa undir
þeim réttindum sem Lífeyrissjóður
alþingismanna veitir þyrftu iðgjöld
að hækka í 50% af launum. Hins
vegar reiknast iðgjaldaþörf Lífeyris-
sjóðs ráðherra vera um 85% af laun-
um til þess að standa undir þeim
réttindum sem sjóðurinn veitir. Þá
er miðað er við 2% ávöxtun sjóðanna
umfram launabreytingar.
Lífeyrisþegar í Lífeyrissjóði al-
þingismanna voru nær 100 árið 1989
og fengu samtals,75,2 milljónir króna
í lífeyri eða 750-800 þúsund krónur
að meðaltali á árinu. Lífeyrisþegar
úr Lífeyrissjóði ráðherra voru 21 á
árinu 1989 og fengu samtals 8,9
milljónir eða rúm 400 þúsund krónur
að meðaltali hver. í desembermánuði
1989 námu greiðslur úr Lífeyrissjóði
alþingismanna um 70 þús. kr. en
rúmum 36 þús. úr Lífeyrissjóði ráð-
herra, en þær koma til viðbótar
greiðslum úr Lífeyrissjóði alþingis-
manna.
Sjá ennfremur fréttir og viðtöl
á bls. 24.
Fáskrúðsfjörður:
Fékk tundurdufl í nótina
TUNDURDUFL kom í dragnót
26 tonna báts í Fáskrúðsfirði á
miðvikudag. Sprengjusérfræð-
ingar Landhelgisgæslunnar fóru
á staðinn en duflið reyndist vera
tómt.
Tilkynnt var um tundurdufl í
dragnót bátsins Kambavíkur um
hálf tvö leytið á miðvikudag. Fóru
sprengjusérfræðingar Landhelgis-
gæslunnar strax á staðinn og ætl-
uðu að eyðileggja duflið. Þeir kom-
ust hins vegar að því að ekkert
sprengiefni var í duflinu og var
skelin því afhent lögreglunni á
Fáskrúðsfirði sem væntanlega
hendir því á haugana.
Tundurduflið, eins og flest tund-
urdufl við landið,
heimsstyijöldinni.
er ur semm
Arblik kaupir
þrotabú Hildu
FYRIRTÆKIÐ Árblik hefur keypt
alla starfsemi Hildu hf. í Banda-
ríkjunum. Hilda var tekin til gjald-
þrotaskipta á síðasta ári. Kaupin
ná til heildverslunar og sjö versl-
ana víðsvegar um Bandaríkin.
Árblik hefur starfað síðan árið
1980. Starfsmenn hér á landi er um
70, en um 20 starfsmenn verða í
verslununum vestan hafs.
Sjá viðskiptablað B-2