Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 41
ll I i2I .1*1 HUOAOl)TMMFi QIQAJ8MU0510W: MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 41 Sólstingur með réttu Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Með sólsting („Too Much Sun“). Sýnd í Regnboganum. Leik- stjóri: Robert Downey. Aðal- hlutverk: Robert Downey, Laura Ernst, Jim Haynie, Eric Idle, Ralph Macchio. í þessum hvimleiða og þreytandi kalíforníska sumarfarsa, sem reyndar heitir því viðeigandi nafni Með sólsting, leika Eric Idle og Laura Ernst systkini er von eiga á hundruða milljóna dollara arfi eftir föður sinn. Eina sem þau þurfa að gera er að eignast barn innan 12 mánaða. Það er aðeins einn hængur þar á. Hann er hommi og hún lesbía. Þar með er sett í gang einhver hallærislegasta endaleysa sem maður hefur orðið vitni að i bíó í langan tíma. Til að gera langa og leiðinlega sögu stutta kemur í ljós að systkinin eiga, nánast fyrir til- viljun, sinn soninn hvor frá því í gamla daga og þeir eru nú, fyrir ennþá meiri tilviljun, félagar í fast- eignabraski. En áður en það kemur í ljós verður þú að sitja undir nán- ast óþolandi lönguvitleysu. Það er erfitt að sjá nákvæmlega um hvað gamanið á að snúast því hér er engu gríni til að dreifa. Kannski í kringum hina ótrúlega yfirborðskenndu veröld samkyn- hneigðra, eins og henni er lýst í myndinni. Systkinin eru verulega ófyndnar skrípafígúrur sem búa með öðrum ófyndnum skrípafígúr- um. í höndum leikaranna er hver og ein persóna myndarinnar hrút- leiðinleg. Yfirdrifinn ofleikur er boðorð dagsins og það keppast all- ir við að standa sig. Þetta á meira að segja við um breska háðfuglinn Eric Idle, sem þó er skárstur af liðinu og reynir a.m.k. að sýna gamanleik. Allir aðrir reyna að láta eins og bjánar. Synina týndu leika karatestrák- urinn Ralph Macchio og Robert Downey og kannski eru þeir ófyndnastir af öllum. Macchio er svona stælgæi sem reddar öllu í gegnum þráðlausan síma og er svalur með afbrigðum en Downey er leiklistarnemi sem er með ægi- lega „fyndinn“ breskan hreim á hreinu. Af hveiju þeir reka saman fasteignasölu sem selur land í Sov- étríkjunum er fyrir hvem sem er að ráða í en hefur eflaust eitthvað að gera með „fjörlegan" húmor myndarinnar. Kannski er til nærtæk skýring á vitleysunni. Kannski hafa hlutað- eigandi verið með sólsting allan tímann. Kannski vona þeir að svo hafi verið. BRÆÐRABYLTA Með tvo í takinu („Sibling Riv- alry“). Sýnd í Bíóhöllinni. Leik- stjóri: Carl Reiner. Aðalhlut- verk: Kirstie Alley, Bill Pullman, Carrie Fisher og Jamie Gertz. í hinni svart kómísku gaman- mynd Með tvo í takinu fer Kirstie Alley með hlutverk heldur bældrar eiginkonu læknis, sem hefur mun meiri áhuga á læknavísindunum en konunni sinni og er hið mesta dauðyfli. Hún heldur því framhjá honum með næsta karlmanni sem hún hittir. Hann stendur við af- greiðslukassa í stórmarkaði en inn- an skamms liggja þau bæði inni á næsta hótelherbergi. Ekki nóg með það. Hann vaknar ekki eftir ástaratlotin og hún held- ur að hún hafi drepið hann í ákafa sínum. Hún lætur sig hverfa en inn í herbergið kemur gardínusölu- maður og sá heldur að hann hafi drepið hann þegar hann rekur gardínustöng óvart í höfuðið á honum. Hann finnur veski eigin- konunnar, hringir í hana og játar á sig verknaðinn. Sölumaðurinn á bróður í löggunni sem stefnir á lögreglustjóraembættið og má ekki vamm sitt vita. Sá fer að vera með systur eiginkonunnar. Og loks kemur í ljós að líkið á hótelinu er mágur eiginkonunnar, bróðir læknisins leiðinlega. Með tvo í takinu er kannski dulítið flókin en sárameinlaus og fislétt gamanmynd frá Carl Reiner („AIl Of Me“), tilviljanakennd með afbrigðum en skopleg að mörgu leyti og með mörgum ágætis lei- kurum og hlægilegum persónu- gerðum. Ber þar hæst Bill Pullman í hlutverki örvinglaða gardínusölu- mannsins sem gengur inná líkið og tekur alla sök á sig. Pullman gefur frábærlega kómíska lýsingu á aulabárði, hokinn og hálfslóttug- ur og heimskulegur. Þá er fjöl- skylda læknisins hin spaugilegasta með Carrie Fischer í fararbroddi. Allir eru þar læknar sem líta niður á ómenntaða eiginkonuna og syst- ur hennar og gi’ípa allir ábúðarm- iklir til friðþjófsins þegar- heyrist bíb. Þá er Sam Elliott góður í ör- litlu hlutverki friðilsins. Reiner kann vel að mynda upp- nám og óðagot úr kringumstæðum sem oft.teygja dulítið á raunveru- leikanum og hann á gott með að fá leikara inná sína tíðni. Og þótt frásögnin detti sumstaðar niður og endirinn sé full alvörugefmn og sykursætur miðað við það sem á undan er gengið (Reiner er ekki sterkastur á því • sviði), leiðist manni sjaldan heldur hefur lúmskt gaman af. HJOLABRETTABUÐIN SKEIFUNNI 11 (kjallara), sími 679890 Opnum í dag með nýjar vörur frá: Pacer, Santa Cruz, New Deal, H- Street, Life, Small Room, World Industries, Blind, Real, S.M.A., Planet Earth, Blockhead, Alva, o.fl. o.fl. HJOLABRETTADEILD SKEIFUNNI 11 i i i i ! i i i i ! I I I Kópal-Steintex Úrvals málning á venjuleg hús Þcgar þú málar húsið þitt þarftu að gera þér grcin fyrir þcim kostum scm bjóðast. Sé húsið þitt steinhús, í eðlilegu ástandi og ekki er að vænta nokk- urra breytinga á því, þá not- ar þú Kópal-Steintex frá Málningu hf., hefðbund- na, vatnsþynnanlega, plast- málningu í hágæðaflokki. Kópal-Steintex er auðvelt í notkun, gefur steininum góða vatnsvörn, sem auka má enn með VATNS- VARA-böðun fyrir málun, án þess að hindra „öndun" steinsins. Kópal-Steintex gefur slétta og fallega áfcrð, hylur vel og fæst í mörgum falleg- um litum, og einn þeirra er örugglega þinn. Til að ná bestu viðloðun við stein skaltu grunna hann fyrst tneð Steinakrýli og mála síðan yftr með Kópal-Stein- texi, einkum ef um duft- smitandi fleti er að ræða. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er Imálning't - það segir sig sjdlft-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.