Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 43
rsei iKut er HUOAQUTMMra aiQAjaviuoíioi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 18. JUNÍ1991 43 Hestamót Harðar: I . ! Muni efstur í B-flokki Hestar Valdimar Kristinsson SÚ HEFÐ virðist hafa skapast að þeir hestar sein ná að sigra í gæðingakeppni á landsmótum hafa orðið friðhelgir frá allri keppni. Eigandi Muna frá Ketils- stöðum sem sigraði í A-flokki gæðinga á síðasta landsmóti, Sveinbjörn Sævar Ragnarsson, lét þessa hefð lönd og leið á hestamóti Harðar sem haldið var á Varmárbökkum um helgina. Sævar mætti með Muna nú í B-flokk gæðinga og gerðu þeir sér lítið fyrir og sigruðu af miklu öryggi. Fer nú ekki milli mála að Muni er nánast jafnvígur á báðum vígstöðvum og sannar þessi árangur enn frekar fjöl- hæfni hans og gæði. Harðarfélagar voru sannarlega heppnir með veður þegar þeir héldu mót sitt sem hófst á föstudag með forkeppni í A- og B-flokki gæðinga. Einkunnir voru í heildina nokkru lægri en verið hefur undanfarin ár en eigi að síður verða Harðarfélag- ar með ágætan hestakost á ijórð- ungsmótinu sem haldið verður síðar í þessum mánuði. í A-flokki sigraði stóðhesturinn Blakkur frá Hvítár- bakka sem Trausti Þór Guðmunds- son sýndi. Ekki gat hann þó sýnt hestinn í úrslitum þar sem hann var að sýna í gæðingakeppni hjá And- vara en þar var hann einnig með efsta hross í A-flokki. Þess má svo geta í framhjáhlaupi að Trausti var einnig með tvo efstu hesta hjá Fáki á dögunum. Erling Sigurðsson gerði það einn- ig gott um helgina er hann kom fjórum gæðingum inn á íjórðungs- mót, einum í B-flokki og þremur í A-flokki. Þá var hann einnig með fljótasta hestinn í 250 metra skeiði en það telst nú ekki til stórtíðinda þótt Erling vinni skeiðið hjá Herði. Ágæt þátttaka var í skeiðgrein- um kappreiða en aðeins einn riðill í brokki og keppni í stökki féll nið- ur þar sem aðeins einn keppandi var skráður. Tímar í skeiðinu voru sæmilegir en þess má geta að knapi á fyrsta hesti í 150 metra skeiði var sá kunni Harðarfélagi Kristján Þorgeirsson sem aldrei lætur sig vanta á Harðarmótin. Kristján sem er heiðursfélagi í Herði er nú á áttræðisaldri en hann var einn af stofnendum félagsins. Úrslit urðu sem hér segir: A-flokkur gæðinga 1. Blakkur frá Hvítárbakka, eig- andi og knapi í forkeppni Trausti Þór Guðmundsson, knapi í úrslitum Ragnar Ólafsson, 8,52. 2. Þróttur frá Tunguhálsi, eig- endur Hjálmar Guðjónsson og Erl- ing Sigurðsson, knapi Erling Sig- urðsson, 8,52. 3. Þokki frá Hraðastaðakoti, eig- andi og knapi Erling Sigurðsson, 8,19. 4. Þorri frá Meðalfelli, eigandi Erling Sigurðsson, knapi í for- keppni Erling Sigurðsson, knapi í úrslitum Lárus Sigmundsson, 8,42. 5. Gosi frá Syðri-Brekkum, eig- andi Þröstur Karlsson, knapi Þor- varður Friðbjörnsson, 8,16. 6. Örp frá Mosfellsbæ, eigandi Ingimundur Eymundsson, knapi Þórunn Þórarinsdóttir, 8,17 B-flokkur gæðinga 1. Muni frá Ketilsstöðum, eigandi og knapi Sveinbjörn Sævar Ragn- arsson, 8,71. 2. Pjakkur frá Torfunesi, eigandi og knapi Ragnar Ólafsson, 8,50. Pjakkur var jafnframt valinn feg- ursti gæðingur mótsins. 3. Snjall frá Gunnarsholti, eig- andi Herdís Hjaltadóttir, knapi Erl- ing Sigurðsson, 8,25. 4. Baldur frá Ey, eigandi Ósk Siguijónsdóttii', knapi í forkeppni Trausti Þór Guðmundssonj knapi í úrslitum Birgir Hólm Ólafsson, 8,37. ___________________________________________ Morgunbladið/Valdimar Kristinsson Hörður sendir sex hesta í B-flokki á fjórðungsmót en þeir eru frá vinstri talið: Krummi og Brynhildur, Stígur og Lúther, Baldur og Birgir, Snjall og Erling, Pjakkur og Ragnar og Muni og Sævar. Fulltrúar Harðar í barnaflokki á fjórðungsmótinu frá vinstri: Svein- björn á Hvelli, Garðar á Skafrenningi, Magnea Rós á Drottningu, Sölvi á Geysi og sigurvegarinn, Guðmar Þór á Limbó. 5. Stígur frá Viðvík, eigandi og knapi Lúther Guðmundsson, 8,35. 6. Krummi frá Saurum, eigandi og knapi Brynhildur Þorkelsdóttir, 8,26. U nglingaflokku r 1. Gunnar Þorsteinsson á Fagra- Blakk frá Mosfellsbæ, eigandi Svanlaug Aðalsteinsdóttir, 8,13. 2. Theódóra Mathiesen á Hvini frá Haugi, eigandi Bjarni Mathies- en, 8,11. 3. Egill Þórarinsson á Glæsi frá Kolkuósi, eigandi Egill Þórarinsson, 7,94. 4. Svanhildur Jónsdóttir á Fjölni frá Árnanesi, eigandi Svanhildur Jónsdóttir, 7,54. Barnaflokkur 1. Guðmar Þór Pétursson á Limbó frá Holti, eigandi Hákon Pétursson, 8,26. 2. Sölvi Sigurðarson á Geysi frá Hala, eigandi Valdimar Kristinsson, 8,13. , 3. Magnea Rós Axelsdóttir á Drottningu frá Reykjavík, eigandi Axel Blomsterberg, 8,06. 4. Garðar Hólm Birgisson á Skaf- renningi frá Ey, eigandi Birgir Hólm Olafsson, 8,03. 5. Sveinbjörn Sveinbjömsson á Hvelli frá Þórisstöðum, eigandi Sveinbjörn Sveinbjörnsson, 7,94. Unghross í tamningu 1. Prins frá Keflavík, eigandi Gunnar Pétursson, knapi Þorvarður Friðbjörnsson. 2. Tarsan frá Meðalfelli, eigandi og knapi Sigurþór Gíslason. 3. Hrafntinna frá Brúarhóli, eig- andi Sigvaldi Haraldsson, knapi Haraldur Sigvaldason. 150 metra skeið 1. Blakkur, eigandi og knapi Kristján Þorgeirsson, 17,25 sek. 2. Trítill frá Borgarnesi, eigandi Albert Rútsson, knapi Sigurður Sig- urðarson. 3. Feykir frá Stóra-Dal, eigandi og knapi Þorvarður Friðbjörnsson. 250 metra skeið 1. Vani, eigandi og knapi Erling Sigurðsson, 23,5 sek. 2. Pæper frá Varmadal, eigandi og knapi Björgvin Jónsson. 300 metra brokk 1. Húni frá Enni, eigandi Jónas Sigurðsson, knapi Brynjar Gunn- laugsson, 40,7 sek. 2. Flosi frá Stórholti, eigandi og knapi Guðfinnur Vilhjálmsson., 3. Garpur frá Svanavatni, eig- andi og knapi Vilhjálmur Þorgríms- son. 300 metra brokk 1. Húni, eigandi Jónas, knapi Bi-ynjar Gunnlaugsson á 40,7 sek. }saHyo\ Bíltæki Sáttasemjarar verðs og gæða ECD8000 - tækið með öllu. Geislaspilari, 2x25 vatta magnari og útvarp með LW/MW/FM. Beinn útgangur fyrir kraftaukamagnara, aðskilinn bassi og „discant“, „Pre-fader“. Útvarp með 36 stöðva minni, sjálfvirkum stöðvaleitara, styrkstilli á bestu tíðni, langbylgju fyrir ferðalagið og sér umferðarrás „SDK“, með geislaspilara. Kr. 45.570,- stgr. BImb 88 li S-.^SC 3 2 3 AST é íSMTt G WV sásíyo mms Á*) 5' STniiM.S.Í i’PSC 1 2 3 SST WM s MTt ft ® FXOI - útvarps- og segulbandstæki. Bíltæki sem sameinar allt það helsta og frábært verð, 2x7,5 W magnari með stillingu fyrir há- og lágtíðni, segulband sem spilar báðum megin, útvarp með sjálf- virkum stöðvaleitara, 36 stöðva minni og fallega upp- lýstu stjórnborði. Kr. 17.955,- stgr. ) fy MMI OD * | —yv • , i-m FX21 - bíltæki með 2x25 W magnara. Kraftmikill magnari með útgangi fyrir fjóra hátalara, „Fader“, aðskildum bassa og „discant“, útgangi fyrir „Sub-Woofer“, segulband sem spilar beggja vegna með Dolby B, útvarp með 36 stöðva minni, sjálfvirk leitun á mesta styrk, innbyggt í sleða „Quick release" o.fl. o.fl. Kr. 25.935,- stgr. '**. SA&YO V FX31 - lOO vatta tækið. 4x25 W magnari með aðskildum bassa og „discant“, beinum útgangi fyrir annan kraftmagnara, „Fader“, útgangi fyrir ,,Sub-Woofer“, sjálfvirku“ Loudness“, segulbandi með Dolby B, lagaleitari, spilar beggja vegna, velur milli Cr02/metal og normal bands. Útvarp með 36 stöðva minni, sjálfvirkum leitara, SDK, mæli fyrir útsending- arstyrk, truflanaeyði og sjálfvirka leitun á bestu tíðni. Stafrænt og vel upplýst stjórnborð, innbyggt í sleða o.fl. o.fl. Kr. 32.400,- stgr. Gunnar Asgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 • Sími 680780 DOVCS 5GS2R FARM (ORGANIC) Vörur úr lífrænt ræktuðu komi Faxafell hf. snni 51775 VARMO SNJÓBRÆÐSLA 4 REYKIALUNDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.