Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 50
50 MQBGUNBLAÐIÐ FIMÍÆTUPAGUR 1,3- JÚNÍ 1991 * Ast er... . . . að veifa honum í kveðjuskyni. TM Reg. U.S. PatOff.—all rights reserved ° 1991 Los Angeles Times Syndlcate Við hefðum átt að kaupa hina tvo líka'... Ég eyðilegg buxurnar á hjól- inu og skelli teygjuböndunum á skálmarnar! í>essir hringdu . . . Verðlagning í dollurum Kona hringdi: „Oft hefur verið vakin athygli á því að verð í fríhöfninni í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar eru öll í dollurum og þar sjást ekki íslensk- ar verðmerkingar. Þetta er í hæsta máta óeðlilegt og undarlegt að ekki sé úr því bætt. I fríhöfnum erlendis eru verð jafnan skráð í gjaldmiðli viðkomandi lands en auk þess verðmerkt í dollurum eða pundum. Þeir sem sjá um rekstur fríhafnarinnar hér ættu að sjá sóma sinn í að koma þessu í lag og hafa hafa íslenskar verðmerk- ingar. Drukku af sama kaleik Afi hringdi: „Víkveiji skrifar um altaris- göngur 23. maí og segir að ekki tíðkist sá siður legnur í Reykjavík að allir drekki af sarna kaleik. Þetta er ekki rétt. Ég var við fermingu í Háteigskikju í vor og þar voru allir látnir drekka af sama kaleik. Þetta skapar smit- hættu ætti fyrir löngu að heyra sögunni til.“ Frakki Frakki var tekinn á veitinga- húsinu Berlín laugardagskvöldið 8. júní. í frakkanum voru húslykl- ar og skór. Vinsamlegast hringið í síma 28395 eða skilið frakkanum í afgreiðlsuna í Berlín. Köttur Svartur, hvítur og gráflekkótt- ur fressköttur tapaðist frá Víði- grund fyrir hálfum mánuði. Vin- samlegast hringið í síma 42599 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Kettlingar Tvo átta vikna kettlinga, sem eru hvítir og gulbröndóttir, vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 670958. Kettlingur Svört og hvít læða, mannelsk og um það bil tveggja mánaða kom í hús í grennd við Rafstöðina á laugardag. Upplýsingar í síma 33493. Gleraugu Gleraugu töpuðust á leiðinni frá Sundlaugunum í Laugadal inn Sundlaugarveg og Laugarásveg. Finnandi er vinsmlegast beðinn að hringja í síma 38023. Úr Gullúr með svartri ól tapaðist fyrir nokkru. Úrskífan er alsett steinum og annar vísirinn laus. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Aðalheiði í síma 615441. FJAÐRAFOK Ég verð að játa það að ég hafði sömu tiifinningu, og að hafa keyrt yfir hænu, þegar ég las fjaðrafokið eftir S. Guðjón Bergsson í blaðinu þ. 4. þ.m. Góði maður reyndu að halda þér við efnið. Hvað kemur það aramæ- iskunni við, eða hvort Kristur var Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi livetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sein vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða hirt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn lilut ekki eftir liggja hér í dálkunum. læs, að ég tók inntökupróf í Verzló árið 1936. Eða þá dagsetning vikuritsins „Spiegel", á hún að ráða úrslitum um læsi Krists? Gengur Guðjóni eitthvað illa að lesa það sem hann sjálfur skrifar, eða fara læsi og rit- hæfni alls ekki saman hjá honum? Guðjón getur auðvitað staðhæft hvað eina sem honum hentar, eins og að flestallir gyðingar hafi verið læsir fyrir 2000 árum síðan, og hafi kennt börnum sínum að lesa. Ég sé gyðingabörnin hans Guðjóns fyrir mér 1.500 árum fyrir fæðingu Gutenbergs, með bókastafla í hand- akrikanum á leið til kennslu! Það er örugglega ekki margir íslendingar (aðrir en S.G.B.) sem ekki vita að ólæsi hefur alltaf verið útbreitt í Miðausturlöndum, og er enn í dag. En látum Guðjón rausa. Það alvarlegasta er ef það skyldi fyrirfinnast annað fólk, sem reynir að niðurlægja Krist, eins og Guðjón þráfaldlega gerir. Hvernig átti Kristur að vita það að Ararat er ekki hæsta fjall í heimi? Hvernig átti Kristur að þekkja Ameríku, Ástralíu, ísland? Hvernig átti Kristur að vita það að jörðin er ekki flöt eins og pönnukaka, eða að hún er ekki miðdepill sólkerfis Algjörlega út í hött tmn 15. maf .krifaði Einnig er það fáránicgt hjá honum tycl (trein I Velvakanda sem bar leitið „Ilvaða mál talaði Kristur" >K svaraði undirritaður þeirri grein >g fjarstæðukenndum staðhæfing- um hans í groin sem birtist & sama stað þann 17. mal. En Richardt ir ekki hættur. Hann skrifaði grein undir fyrireögninni „Var Kristur læs“ og birtist hún 30. ma(. Sú grein er I raun og veru mik- ið vitlausari en hin fyrri og skal ég ncfna hversvegna í örfáum orð- að segja að „menn verða ckki tru- aðir af að lesa Biblluna, heldur lesa menn Hiblíuna af þvl að þeir eru trúaðir", sem svar við þvl að Bibllan Uli um að Jesús hafi lesið. Margir hafa komist til kristinnar trúar af þvl að lesa Biblluna, Ld. fyrir starf Gldeonmanna. Richardt Ryel sagðist Icsa (slensku og gutla I einum 8-9 öðr- um tungumálum til viðbóUr. Ég dreg þýskukunnáttu hans I cfa, þar sem sögnin „schreiben" er eitt okkar, eða að sólin er margfalt stærri en jörðin. Hvað um margföld- un, deilingu að maður tali nú ekki um æðri stærðfræði, hver eða hvar átti Kristur að læra þetta? Auðvitað vita mörg 10-12 ára börn margt sem Kristur ekki vissi eða gat vit- að. Er hann minni maður fyrir það S.G.B.? Með því að tileinka Kristi þekkingu sem Kristur alls ekki gat tileinkað sér, er Guðjón að gera lít- ið út þekkingu Krists, og er það þó sjálfsagt öfugt við það sem hann ætlapi sér!!! Fukyrði og skammir eru alltaf vottur þess að menn séu að komast í rökþrot. Haltu þó áfram S.G.B., ég er ekkert hörundsár. Kristur var mikill persónuleiki. Kristur var gáfumaður. Kristur var boðberi siðgæðis og drengskapar. Kristur var mikill spámaður. Tvö þúsund ára menningarsaga hefur sannað okkur þetta. Ég endurtek því „Það þarf ekki að taka upp hanskann fyrir Jesúm Krist.“ Richardt Ryel HÖGNI HREKKVISI „06 Bíj S/VifO'H SU'CMA LAGAf) ?" Víkverji skrifar Aútmánuðum kom kona frá Sov- étríkjunum til læknisaðgerðar hér á landi og stóð einstaklingur á Akranesi fyrir fjársöfnun vegna ferðar konunnar og eiginmanns hennar hingað til lands. Ekki er vitað annað en að vel hafi tekist til. Þessi frétt kom upp í huga Vík- veija er hann rakst á dögunum á klausu í norsku blaði þar sem sagt var frá því að 5 ára drengur frá Murmansk hefði fengið synjun á læknismeðferð vegna krabbameins í N-Noregi. Ástæðan fyrir synjun- inni var sögð sú að í Norður-Noregi hefðu menn nóg með sig og sína og hefði m.a. þurft að senda barn á sjúkrahús í Ósló í vetur vegna mikilla anna á sjúkrahúsinu í Tromsö. í N-Noregi vaxa með hverju ári samskipti við Sovétmenn, og þá á flestum sviðum mannlífs- ins, og í fyrrnefndri fréttaklausu var því komið að, að læknar í Tromsö hefðu ekki viljað styggja kollegana í Murmansk. að er ábyggilegt að engu verð- ur logið um fjölbreytileika veðursins á íslandi. Vinur Víkverja vaknaði árla einn morguninn fyrir um viku og þurfti þá að skera sig í gegnum hrollkalda þokuna í Bú- staðahverfinu. Er hann kom í vest- urborgina var komið allt annað veð- ur, bjart og nánast heiður himinn. Leiðin lá norður í land og ofarlega í Mývatnssveitinni var hvít jörð. í ábæti í hádeginu fékk hann síðan hressilegt haglél. Um kvöldið var svo aftur flogið inn í bjartviðri og miðnætursól syðra. Annars veltir Víkveiji fyrir sér þessari vaxandi óþolinmæði fólks eftir sumrinu. Það er ekkert nýtt að kalt sé í júnímánuði. Fyrir nokkr- um árum var skrifari staddur á Vopnafirði á Jónsmessunni. Þá snjóaði hressilega og fjallvegir urðu illfærir. XXX Glöggir menn, sem allan ársins hring leika golf á Suðurnesi við Seltjarnarnes, hafa veitt því athygli í vor, að óvenju mikið virð- ist af sel á þessum slóðum. Segja þeir sem til þekkja, að hann liggi þarna í hrognkelsunum. Dýrið lætur mannaferðir fáa metra í burtu lítil áhrif hafa á sig og sannarlega er selurinn skemmtilegur granni á þessu ótrúlega fjölskrúðuga nesi, sem svo lítið lætur yfir sér. Annars ræður krían ríkjum þarna á Nesinu á þessum árstíma, en æðurin og tjaldurinn gera sér einnig hreiður á sama blettinum ár eftir ár. Kylfing- arnir taka fullt tillit til þessara vina sinna og iðka íþrótt sína með félög- um sínum og fjölskyldum. Útivistar- svæðið á Nesinu verður að vernda og það verður vart gert á betri hátt en, með því að nýta svæðið fyrir golfvöll og náttúruskoðun. Þetta tvennt fer vel saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.