Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1991 Skuldbindingar lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins: Vinna er að hefjast við að taka á málinu - segir fjármálaráðherra - ljóst er að áimnin réttindi verði ekki af mönnum tekin FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að í byrjun næsta mán- aðar verði hafist handa við að taka á vanda lífeyrissjóðs starfs- manna ríksins, um leið og hann hefur fengið í hendur skýrslu um störf nefndar um lífeyrismál. Nefndin hefur ekki starfað um sinn þar sem formaður hennar sagði af sér við rikisstjórnarskiptin. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær eru skuldbindingar lífeyrissjóðs- ins metnar um 56 milljarðar króna umfram eignir. Friðrik sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hvað sem gert verði í málefnum lífeyrissjóðsins sé Ijóst að þegar áunnin lífeyrisréttindi verði ekki af mönnum tekin. Heildarskuldbindingar lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins hafa ríf- lega tvöfaldast á ellefu árum. Síð- ast þegar heildarútekt var gerð á stöðunni sýndi hún að heildarskuld- bindingarnar voru í árslok 1989 um 88 milljarðar króna umfram eignir, en þegar áfallnar skuldbindingar um 56 milljarðar umfram eignir. Næsta úttekt þar á undan, 1978, sýndi stöðuna vera 43 milljarða umfram eignir. Orsök aukningar- innar er meðal annars fjölgun ríkis- starfsmanna og niðurskurður ríkis- framlags að sögn Friðriks Sophus- sonar. „í tíð síðustu ríkisstjórnar gerðist það, að hún lagði til hliðar miklu • • Ogmundur Jónasson, formaður BSRB; Munum standa vörð um réttíndi okkar „Menn geta reiknað það upp og niður og út og suður hvað þessi sjóður skuldar, en það sem eftir stendur er að þetta er lög- bundinn sjóður. Hann er tilorðinn vegna kjarasamninga og er óumdeilanlega okkar réttindi," sagði Ögmundur Jónasson, formað- ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, aðspurður um áfallnar skuldbindingar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem eru 56 millj- arðar umfram eignir samkvæmt niðurstöðu tryggingarfræðilegrar úttektar sem gerð hefur verið á sjóðnum miðað við árslok 1989. „Við höfum varað við því að í jákvæðan farveg og menn hugsi um hvernig við förum að því að tryggja elllífeyrisþegum góð kjör. Ráðið er ekki að skerða kjör þeirra sem búa við betri kjör. í síðustu kjarasamningum var lífeyris- sparnaði gefið aukið vægi með hækkun frítekjumarksins og mér finnst það vera spor í rétta átt.“ Hann sagðist vilja leggja áherslu félagslega þáttinn í lífeyri- skerfinu og væri algjörlega mót- fallinn því að bankar og verðbréfa- fyrirtæki kæmu klónum í þessa peninga, en þessi fyrirtæki aug- lýstu nú grimmt útflutning á fjár- magni úr landi. Lífeyrissjóðimir hefðu á hinn bóginn reynt að nota fj ármagnið til uppbyggingar hús- næðisins. „Hvorki fyrrverandi rík- isstjóm né núverandi hefur lýst því yfir að hún vilji hrófla við þess- um réttindum né hreyfa við þeim löfum semmþessir sjórðir eiga við að styðjast. Og það er sdú afstaða stjórnvalda sem við þekkjum,“ sagði Ögm.unduirt að lokum. veikja þennan sjóð eins og gert hefur verið á tveimur undanföm- um árum þar sem ríkið hefur ekki staðið við lögbundin framlög. Eftir stendur að þetta em okkar rétt- indi sem hafa orðið til fyrir til- verknað kjarasamninga og era lögbundin og við munum að sjálf- sögðu ekki sætta okkur við að þau verði skert,“ sagði Ögmundur enn- fremur. Hann sagði að BSRB hefði harðlega mótmælt skerðingum á lögbundnum framlögum til sjóðs- ins. Það þýddi ekkert að fara á taugum þó menn væra að átta sig á því að það kostaðj peninga að verða fullorðinn á Islandi. „Við munum standa vörð um okkar lög- bundnu réttindi,“ sagði Ögmundur ennfremur. Hann sagði að þó réttindi sem LSR veitti sjóðfélögum sínum væru meiri en margir aðrir nytu þá yrði enginn ofsæll af greiðslum úr þessum sjóði. „Mér finnst mjög mikilvægt að þessi umræða beinist minna fé en áður hafði verið gert upp í þessar skuldbindingar og safnaði þess vegna upp skuldum sem ríkissjóður þarf að greiða síð- ar,“ sagði Friðrik. „Þetta er auðvit- að mjög stórt mál og sýnir vel vanda ríkissjóðs, sýnir það í raun og veru hvernig menn eru, í fortíðinni og nútíðinni, að skuldbinda framtíð- ina.“ Nefnd hefur verið starfandi um lífeyrismálin undir forustu Más Guðmundssonar, sem var efnahags- ráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi fjármálaráðherra. Már sagði hins vegar af sér sem formað- ur nefndarinnar við ríkisstjórnar- skiptin. „Ég hef beðið varaformann nefndarinnar, Haligrím Snorrason, að kalla nefndina saman og skila inn skýrslu um störf hennar og ég vonast til þess að sú skýrsla liggi fyrir í byijun næsta mánaðar. Þeg- ar hún liggur fyrir mun ég setja af stað vinnu í þessu máli,“ sagði Friðrik. Hann kvaðst ekki á þessu stigi geta sagt hvernig yrði tekið á mál- um, en benti á að bönkunum hefði verið gert að greiða verulegar upp- hæðir til þess að á bak við lífeyris- skuldbindingar þeirra væru eignir. „En á meðan þessu vindur fram hefur ríkið ekkert hirt um þessi mál, farið í þveröfuga átt, og nú og í framtíðinni sitji menn uppi með stórkoslegar skuldbindingar sem þjóðin þarf að borga þegar opinber- um starfsmönnum á eftirlaunum fjölgar,“ sagði Friðrik Sophusson, ijármálaráðherra. URRIÐAVEIÐIN í Laxá í Mý- sem er í Mývatnssveit. Hólmfríður vatnssveit og Laxárdal hefur ekki - gengið að óskum þrátt fyrir nokkuð líflega byrjun. Miklir kuldar nyrðra hafa sett strik í reikninginn og valdið því að heildarveiðin er slök miðað við það sem best gerist á þess- um slóðum. Skiptar skoðanir „Menn skiptast algerlega í tvo hópa sem hér veiða, þeir sem telja töluvert af fiski, hann bara taki ekki, og þeir sem telja lítinn sem engan físk vera á ferðinni. Þeir síðamefndu hafa yfirleitt lítið orð- ið varir og byggja sitt á því, en margir hinna eru hagvanari hér um slóðir og því hef ég tilhneig- ingu til að trúa þeim betur,“ sagði Hólmfríður Jónsdóttir á Arnar- vatni, en hún hefur um árabil verið veiðivörður á efri hluta urr- iðasvæðis Laxár, þann hlutann Morgunblaðið/gg • Vænn urriði þreyttur á Hagatá í Geldingaey á urriðasvæði Laxár í Mývatnssveit. sagði að 245 urriðar hefðu verið skráðir síðan 1. júní, sem væri mun lakari veiði heldur en oft áður á sama tíma. „Þetta byijaði ágætlega, en svo gerði þetta kuld- akast. Það era 3-4 gráður á dag- inn og frost á nóttum og fiskurinn er lítið á hreyfingu við slík skil- yrði.“ sagði Hólmfríður og bætti við að ástandið væri orðið svo slæmt að brögð væru að því að endur afræktu hreiður sin vegna átubrests. Besti dagurinn til þessa var 6. júní, en þá veiddu þeir Heimir Barðason og Holger Gíslason báð- ir kvótann niður á Hamri, 10 stykki hvor. Var meðalvigtin 3 pund og stærstu fiskamir rúm 5 pund. Sama dag veiddi Óskar Páll Sveinsson stærsta urriða sumarsins á svæðinu til þessa, 5,5 punda fisk í Geirastaðaskurði. Piltarnir á Hamri notuðu báðir flugu sem heitir Svartur Nobbler stærð nr. 10. Ekki síður kalt í Laxárdal Að sögn veiðivarðar í Laxárd- alnum hefur veiðin ekki gengið sem skyldi síðustu daga og í fyrra- kvöld höfðu 118 urriðar verið færðir til bókar. Veiðivörður sagði fiskinn í sæmilegu ásigkomulagi og algeng stærð væri frá 3 til 5 pund. Þrír 5,5 punda urriðar eru stærstir til þessa. „Þetta gekk vel í byijun, en svo skall þessi líka kuldi á og það dró úr veiðinni um Ieið. Þetta lítur ekki nógu vel út ef það fer ekki senn að hlýna," sagði stúlkan og hryllti sig. Páll Halldórsson, formaður BHMR: Lífeyrissjóðurinn er hlutí af launakjörum ríkisstarfsmanna „Það sem mér finnst skipta höfuðmáli í þessu sambandi er að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er hluti af launakjörum ríkis- starfsmanna og sá hluti sem kannski hefur ráðið mestu um að marg- ir hófu og hafa haldið út í störfum hjá ríkinu og ríkið er að sjálf- sögðu ábyrgt fyrir þessum hluta kjaranna eins og öðrum hlutum þeirra," sagði Páll Halldórsson, formaður Bandalags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna aðspurður um þær niðurstöður tryggingar- fræðilegrar úttektar á LSR að 56 miHjarða skorti upp á eignir sjóðs- ins til þess að hann geti staðið við skuldbindingar sínar. Hann sagði að þó iðgjöld sjóðsins ingar yrðu efndar, sagði Páll: „Því stæðu ekki undir þeim réttindum sem hann tryggði breytti það engu um það að þetta væri hluti þeirra kjara sem ríkið hefði skuldbundið sig til að greiða starfsmönnum sín- um. Aðspurður hvort óhætt væri að treysta því að þessar skuldbind- miður höfum við ekki haft góða reynslu af ríkisvaldinu að undan- förnu, því undirritaðir samningar hafa verið sviknir. Hins vegar verð- um við að treysta því að slíkir starfshættir séu ekki til frambúðar, því ef það verður reglan að það sem lofað hefur verið sé svikið, er allt samfélagið í upplausn. Ég ætla bara að vona það að þeir menn sem hafa staðið fyrir slíku verði ekki treyst fyrir landstjóminni í framtíð- inni.“ Hann sagði að frá öndverðu hefði verið ljóst að iðgjöld stæðu ekki undir þeim réttindum sem sjóðurinn veitti. Engu að síður hefði ríkið samið um þetta og yrði að standa við það. Hins vegar hefði ríkið ekki staðið við lögbundin framlög sín til sjóðsins á síðustu tveimur árum og það væri afar alvarlegt mál, sem BHMR hefði harðlegá) mótmælt. Með þessu máli verður fylgst eftir Eyjólf Konráð Jónsson Fyrir nokkram dögum birtist fregn í Morgunblaðinu frá fréttarit- ara í Brussel undir sakleysislegri fyrirsögn „um samskiptasamning við EB“. En þegar á „fréttina“ h'ður segir: „Samkvæmt heimildum í Brussel gera íslendingar kröfur um toll- fijálsa verslun með sjávarafurðir innan evrópska efnahagssvæðisins auk þess sem EB viðurkenni fyrir- vara íslendinga vegna fjárfestinga útlendinga í íslenskum sjávarútvegi og fískvinnslu en falli frá öllum kröfum um veiðiheimildir sem greiðslu fyrir greiðari aðgang að mörkuðum fyrir sjávarafurðir. ís- lendingar ítrekuðu á hinn bóginn þann vilja sinn að hafnar yrðu við- ræður um samskiptasamning á sviði sjávarútvegs við EB sem m.a. fæli í sér samstarf um vísindi og rann- sóknir, skipti á upplýsingum og gagnkvæm skipti á veiðiheimildum t.d. úr vannýttum fískstofnum við ísland. Er þetta í samræmi við hug- mynd þá um gagnkvæm skipti á veiðiheimildum sem Halldór Ás- grímsson, þáverandi sjávarútvegs- ráðherra, kynnti í viðræðum við ráðamenn innan EB í marsmánuði 1989. Eyjólfur Konráð Jónsson Tilgangur viðræðnanna sem færa fram á næstu dögum ýrði áð „En nú hefur það gerst að Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráð- herra hefur í viðtali við DY sagt að „gagn- kvæmar veiðiheimildir milli íslendinga og Evr- ópubandalagsins séu alls ekki útilokaðar“. Ef af slíku yrði væri þverbrotin öll stefna Islendinga í mesta hagsmunamáli okkar í áratugi.“ undirbúa mögulega lausn á deilun- um fyrir sameiginlegan ráðherra- fund EFTA og EB 17. eða 18. júní nk. Forsenda þess að EB geti í samningaviðræðunum fallið frá k'röfunum um veiðiheimildir er að ráðherrar bandalagsins breyti samningsumboði framkvæmda- stjórnarinnar á þann veg.“ Þetta sýndist mér vera furðufrétt enda enginn ábyrgur maður fyrir henni borinn. En nú hefur það gerst að Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra hefur í viðtali við DV sagt að „gagnkvæmar veiði- heimildir milli Islendinga og Evr- ópubandalagsins séu alls ekki úti- lokaðar“. Ef af slíku yrði væri þver- brotin öll stefna Islendinga i mesta hagsmunamáli okkar í áratugi. Mér er skylt að benda á að þessi draugur, sem vakinn var upp 1989 en kveðinn niður, er nú aftur kom- inn á kreik. Með þessu máli verður því fylgst enda ekkert hægt að semja um án þess að málið komið áður fyrir utanríkismálahefnd Al- þingis og þingflokk Sjálfstæðis- flokksins. Höfundur er formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.