Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 1

Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 1
112 SIÐUR B/C 134. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nærföt í mimi- ingu Mozarts Japanskt fyrirtæki í Tókýó hefur hafið framleiðslu á kvennærfatasetti, brjóstahaldara og nærbuxum, í tilefni 200. ártíðar tónskáldsins W.A. Mozarts. Brjóstahaldarinn er þeirri náttúru gæddur að þegar honum er krækt þá leikur hann tilbrigði við lagstúf eftir Mozart í heila mínútu. Nærbuxurnar eru í stíl við brjóstahaldarann og eru báðar flíkur skreyttar örsmáum ljósa- perum sem blikka meðan tónlistin er leikin. Vanntæpar 80 milljónir króna Harolyn Couch frá Springfield í Massachusetts í Bandarikjunum hafði aldeilis heppnina með sér á föstudaginn þegar hún freistaði gæfunnar í fyrsta skipti í spilavítaborginni frægu, Las Vegas í Nevada. Hún var búin að eyða þremur dölum í spilakassa þegar hún fékk stóra vinninginn — nærri 1,3 rnilij- ónir dala eða tæpar 80 milljónir ÍSK. Að sögn talsmanna fyrirtækisins, sem rekur keðju slíkra spilakassa, er þetta stærsti vinningur sem fengist hefur í 25 centa-vél. Gjafmild börn í Norður-Kóreu í tilefni af því að 45 eru liðin frá stofn- un Bandalags kóreskra barna tóku norður-kóresk skólabörn sig saman og keyptu rausnarlega gjöf handa her lands síns. — Þau færðu honum 45 skriðdreka. Tengdamæðg- ur ná sáttum Kínverjar hafa fundið upp aðferð til að koma á sáttum milli tengdamæðra og tengdadætra, að sögn breska dag- blaðsins Independent. 250.000 áhorf- endur mættu til að horfa á íþrótta- keppni í Shandong-héraði fyrir skömmu þar sem tengdamæður kepptu við eiginkonur sona sinna í ýmsum keppnisgreinum, s.s. kapphlaupi á svínsbaki og öðru þar sem tengda- mæðgurnar hlupu bundnar saman bak I bak. Einar tengdamæðgurnar, sem ekki höfðu talast við árum saman, eru nú bestu vinkonur þrátt fyrir að tengdamóðirin hafi eitrað fyrir hænsni tengdadótturinnar. Norman Schwarzkopf hershöfðingi: Upplýsingar CIA voru næst- ÍSKRÚÐGÖNGU Morgunblaðið/Þorkell um gagnslausar í stríðinu Washington. The Daily Telegraph. NORMAN Schwarzkopf hershöfðingi, yfirmaður herafla bandamanna í stríðinu fyrir botni Persaflóa, hefur gagnrýnt Ieyniþjónustu Bandaríkjanna fyrir upplýsingarnar sem hún veitti í stríðinu og sagt að þær hafi verið svo óáreiðanlegar að legið hafi við að þær hafi ekki komið að neinu gagni. Hershöfðinginn sagði á fundi með banda- rískri þingnefnd að leyniþjónustan hefði dreg- ið svo úr gildi eigin upplýsinga með allskonar fyrirvörum að við hefði legið að glundroði hefði skapast í höfuðstöðvum hans. Mat leyni- þjónustunnar á tjóni íraka vegna loftárása fjölþjóðahersins hefði verið alltof varfærnis- legt. „Ef við hefðum reitt okkur á mat þeirra til að ákveða hvenær heíja ætti landhernað væri biðinni í eyðimörkinni ekki enn lokið,“ sagði hann. Yfirstjóm fjölþjóðahersins fékk upplýs- ingar frá CIA og leyniþjónustu bandaríska hersins, sem byggðar voru á gervihnatta- myndum. Mat þeirra á ástandinu í írak var yfirleitt mun varfærnislegra en ástæða var til samkvæmt upplýsingum, sem bárust frá njósnaflugvélum og myndavélum í árásarþot- um. Schwarzkopf kvartaði ennfremur yfir því að hafa aldrei fengið myndir af vígvellinum fyrr en sólarhringi eftir að þær voru teknar. Hann sagði þetta hafa verið afar bagalegt því vígvallarstaðan hefði oft breyst mjög skjótt. Upplýsingar leyniþjónustunnar höfðu sætt nokkurri gagnrýni áður en Schwarzkopf tjáði sig um þær og þegar hafa verið gerðar ráð- stafanir til að bæta njósnastarfsemi hennar. Embættismenn í Hvíta húsinu hafa þó neitað að þéssi gagnrýni hafi átt átt þátt í því að George Bush Bandaríkjaforseti féllst nýlega á afsagnarbeiðni yfirmanns CIA, Williams Websters. Sérfræðingar kanna hugsan- lega kjarnavopnasmíði Iraka New York. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR á vegum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna munu á næstunni kanna staði í írak þar sem hugsanlegt er að fari fram kjarnorkusprengjusmíði. Kemur þetta fram í frétt í bandaríska dagblaðinu New York Times á laugar- dag. Var tekin ákvörðun um að skoða þessa staði eftir að Bandaríkjamenn létu Samein- uðu þjóðunum í té nýjar upplýsingar sem fengist höfðu frá íröskum kjarneðlisfræðingi sem flúði til Vesturlanda í síðustu viku. New York Times hefur eftir bandarískum embættismönnum að sérfræðingur þessi hafi upplýst að írakar stundi aðallega kjarn- orkurannsóknir á átta stöðum. Þrír þessara staða urðu fyrir miklum loftárásum í Persa- flóastríðinu. Sögðu embættismennirnir að enn ætti eftir að sannreyna flestar upplýs- ingar sem frá íraska kjarneðlisfræðingnum væru komnar. 10 BRIIDL eöa brýn NAUÐSYN NY BYLTING Í RÚSSLANDI Mér þykir vænt um u ’blað m vimi HÁNS r 1 DRAUMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.