Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 6

Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 6
6 FRETTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JUNI 1991 Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofnunar: L egg ekki til að stofnimin láni til rækjuvinnslunnar FORSTJÓRI Byggðastofnunar treystir sér ekki til að leggja til við stjórn stofnunarinnar að hún taki 200 milljónir króna að láni hjá ríkissjóði og endurláni rækjuvinnslufyrirtækjum, þar sem tryggingar eru ekki fyrir þeim lánum. Þetta sagði Guðmundur Malmquist for- stjóri stofnunarinnar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að sam- kvæmt samantekt stofnunarinnar sé framlegð sérhæfðrar rækju- vinnslu nú -4%, eða verri en frystiiðnaðurinn hefur nokkru sinni komist í. Byggðastofnun hefur þegar aug- lýst eftir umsóknum um lán til end- urskipulagningar og skuldbreyting- ar fyrirtækjanna. Guðmundur sagði að undanfarið hefði innan stofnunar- innar verið unnið að úrvinnslu gagna vegna þessara umsókna. „Ég hef sagt það að ég mun ekki treysta mér til þess að gera tillögu til stjórnar Byggðastofnunar um að hún taki þetta að láni hjá ríkissjóði til þess að endurlána þetta," sagði Guðmundur. Hann var spurður hvers vegna. „Vegna þess að það eru ekki til tryggingar fyrir iánunum," sagði hann. Guðmundur var þá spurður hvort hvergi væru nægar tryggingar hjá rækjuvinnslufyrirtækjunum. „Á fæstum stöðurn," sagði hann. „Sér- staklega þar sem kannski er gert ráð fyrir því að þetta eigi að koma að sem mestu gagni, það er að segja hjá rækjuvinnslufyrirtækjum sem eru einvörðungu í rækjuvinnslu. Það eru frekar deildaskiptu fyrirtækin sem hafa kannski veð,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að stjóm Byggða- stofnunar ætti þó síðasta orðið, þar sem endanleg ákvörðun er í hennar valdi. Stjórnin kemur saman til fund- ar þriðjudaginn 25. júní næstkom- andi. Guðmundur sagði að samkvæmt gögnum Byggðastofnunar væru fyr- irtæki sem einungis stunduðu rækju- vinnslu með -4% framlegð til af- skrifta og vaxta. „Það er nú verra heldur en frystiiðnaðurinn fór nokk- urn tíma í,“ sagði hann. „Hins vegar þar sem þetta er blandað er fram- legðin 10%.“ Orkustofnun: Framhlaup jökulsins er ótengt væntanlegu Grímsvatnahlaupi FRAMHLAUP það, sem nú stend- ur yfir í Skeiðaráijökli, er að mestu ótengt væntanlegu jökul- hlaupi úr Grímsvötnum, að því er fram kemur í frétt frá Orkustofn- un. Svo virðist sem framgangur jökulsins hafi breytt rásum vatns- ins undir honum þannig að Skeið- arárvatn eða hluti þess leiti nú í vatnsrásir Gígju. Mælingar á Skeiðarárjöklí 8. júní sl. sýndu að jökullinn hafði færst fram um 102 m við Sæiuhússkvísl frá því sl. haust. Ef miðað er við loftmyndir frá 1986 hefur hann skriðið fram um eina 400 m við stærsta lónið í Gígjukvisl sem er við miðbik jökulsporðsins. Austast og vestast hefur jökuljaðarinn nánast ekkert hreyfst. Heimamenn telja framskriðið munu hafa hafist um páskaleytið. Ekki er gott að segja hve lengi þessu heldur fram en framskriði sem þessu lýkur oft innan árs frá því þess varð vart. Þetta framhlaup jökulsins virð- ist vera ótengt hiaupi úr Grímsvötn- um sem menn bíða nú eftir. Skeiðaráijökull hefur verið mæld- ur reglulega frá 1930. Þessar mæl- ingar hafa sýnt að Skeiðaráijökull hopaði jafnt og þétt frá 1930 fram yfir 1964. Síðan hefur hann gengið smávegis fram öðru hveiju milli þess sem hann hopar. Mest ruddist hann fram 1985 og 1986, um 450 km á vestasta merkinu en einnig um nokkra tugi metra austar. Jafnframt því sem jökullinn hefur færst fram hefur verið óvenju lítið vatn í Skeiðará. Hins vegar hefur sjaldan mælst meira rennsli í Gígju. í stað þess að Gígja sé einungis um þriðjungur af Skeiðará eins og verið hefur er Skeiðará nú einungis þriðj- ungur af Gígju. Nærtakasta skýring þess virðist vera sú að gangur í Skeiðaráijökli hafí breytt rásum vatnsins undir jöklinum þannig að Skeiðarárvatn eða hluti þess leiti nú í vatnsrásir Gígju. Orkustofnun hefur tekið sýni til mælinga úr öllum Skeiðarárhlaupum síðan 1954 og síðan 1974 hefur ver- ið fylgst reglulega með rennsli, fram- burði og styrk uppleystra efna. Fjög- ur Skeiðarárhlaup hafa verið síðan 1974. Þau hafa farið minnkandi. Þannig var heildarrennsli í hlaupinu 1986 helmingi minna en í hlaupinu 1976. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Fulltrúar á aðalfundi SS skoðuðu kjötvinnslu fyrirtækisins á Hvolsvelli áður en aðalfundurinn hófst. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands: Hagstæð skilyrði og hagræð- ing skópu rekstrarhagnað Selfossi. „Aðalviðfangsefni stjómarinnar hefur verið að bjarga rekstri félags- ins,“ sagði Páll Lýðsson, formaður stjórnar Sláturfélags Suðurlands, á aðalfundi félagsins á Hvolsvelli sl. föstudag. Forsvarsmenn félagsins vömðu við of mikilli bjartsýni þrátt fyrir 79 milljóna rekstrarhagnað, framundan væri frekari hagræðing og sókn á innanlandsmarkaði. „Við getum ekki sætt okkur við taprekstur deilda til lengri tíma,“ sagði Steinþór Skúlason, forsljóri SS. Hagur Sláturfélagsins batnaði ver- ulega á síðasta ári, úr ríflega 91 milljónar rekstrartapi í 78 milljóna hagnað. Forsvarsmenn fyrirtækisins þökkuðu þennan bata hagræðingu í rekstri og góðum skilyrðum í fyrir- tækjárekstri ásamt hagstæðri geng- isþróun en 53 milljónir af rekstrar- hagnaðinum urðu til vegna gengis- þróunar. Greiðslustaða fyrirtækisins batn- aði um 200 milljónir en þarf að batna enn til þess að unnt sé að greiða inn- leggjendum eins og lög gera ráð fyr- ir. Steinþór Skúlason lagði áherslu á að greiðslustaðan þyrfti að batna til þess að SS gæti bætt samkeppnis- stöðu sína gagnvart bændum. Á síð- asta ári náðist að greiða bændum 73% af innleggi. Bæði formaður stjórnar og forstjóri þökkuðu bændum þolin- mæðina gagnvart fyrirtækinu. Sem dæmi um stöðuna nefndu menn það að samkeppnisaðilinn á Suðurlandi, Þríhyrningur hf., sækti kýrnar til slátrunar en SS kálfana því kýrin fengist staðgreidd. Á fund- inum lýstu bændur áhyggjum sínum með það að með aukinni áherslu á vinnsluna þá gæti framleiðandinn gleymst. Nokkur óánægja hefur verið með það að slátrun leggst niður á Hvolsvelli og nokkrir bændur í Fljóts- hlíð lögðu fram mótmæli vegna þess við stjóm félagsins. Hjalti Hjaltason, fjármálastjóri, sagði mikilvægt að bæta greiðslu- stöðuna og auka eigið fé fyrirtækis- ins með því að minnka skuldir. Stein- þór Skúlason lagði áherslu á það að þrátt fyrir að SS skilaði 150 milljóna rekstrarhagnaði fyrir fjármagnsgöld og stefnt væri að enn meiri hagnaði þá mættu menn vera ánægðir með það að vera með reksturinn í jafn- vægi á þessu ári því á þetta ár kæmi vinnslunnar á Hvolsvöll og að endan- legt sölutap vegna Laugamesshúss- ins kæmi fram á árinu. „Það er lykil- atriði að allt íjármagn sé notað þann- ig að það skili arði,“ sagði Steinþór. Eftir flutning kjötvinnslu SS á Hvolsvöll vinna þar nú um 120 manns. Þessi flutningur markaði þáttaskil hjá félaginu. Páll Lýðsson sagði flutninginn hafa mikið fordæm- isgildi fyrir landsbyggðina. Það væri nýtt að 120 manna verksmiðja væri flutt milli landshluta án áfalla. SS hefur nú leyfí til eins árs með rekst- ur við Skúlagötuna í Reykjavík og næsta verkefni er að byggja upp sölu- og dreifíngaraðstöðu í Reykjavík. Páll sagðist því hafa orðtak eftir Sig- urð Þórðarson frá Brunnhóli sem sín lokaorð: „Hældu aldrei hálfjárnuðum hesti, við eigum kannski eftir verri hliðina." Sig. Jóns. Fjöldi dansara og kennara er þegar búinn að gefast upp A — segir Nanna Olafsdóttir, fyrrum listdansstjóri Þjóðleikhússins „STJÓRNVÖLD og yfirstjórn Þjóðleikhússins bera algerlega ábyrgð á þeim vanda sem listdansinn er kominn í,“ sagði Nanna Olafsdótt- ir, fyrrum listdansstjóri Islenska dansflokksins, í samtali við Morgun- blaðið, vegna fréttar sem birtist í blaðinu í gær. í þeirri frétt kem- ur fram að enginn listdansstjóri hefur starfað með flokknum frá því um áramót og enn hefur enginn listdansstjóri verið ráðinn til að móta stefnuna næsta vetur. „Fyrir tveimur árum var ég skip- uð í nefnd, að tilstuðlan þáverandi menntamálaráðherra. Sú nefnd átti að skila áliti um átak í málefnum listdansskólans og íslenska dans- flokksins," sagði Nanna ennfrem- ur. „Við skiluðum álit og úr því var unnin reglugerð sem hefur ver- ið á þvælingi síðan. Það síðasta sem við fréttum af henni var að stjórn íslenska dansflokksins hefði fengið hana í hendur og gert breytingar á henni. Til hvers var verið að skipa nefnd? Eg spyr. Við væntum okkur mikils af Svavari Gestssyni, þegar hann var menntamálaráðherra, og á þeim tíma voru mál okkar i deiglunni, en hann fór áður en þau komust á einhvern rekspöl og við höngum núna í lausu lofti, hvað framtíðina varðar. Það er gert ráð fyrir okkur í listaháskólanum og við höfum fólk til að kenna. En hversu lengi við höfum það fólk veit ég ekki. Það er algerlega háð fjárveitingum og vilja ráðuneytisins. Fólk eyðir ekki allri ævi sinni í vonlausa bar- áttu. Nanna kvað marga sem hefðu barist fyrir framtíð listansins hafa horfíð til útlanda til starfa nú þegar. Nefndi hún sem dæmi að Om Guðmundsson, sem lengst hefur starfað sem framkvæmda- stjóri flokksins, starfí nú sem list- dansstjóri á Álandseyjum, Hlíf Svavarsdóttir sé að taka við skóla og flokki í Hollandi, síðasti list- dansstjórinn, Einar Sveinn Þórðar- son, sé 'farinn til Bandaríkjanna, Sveinbjörg Alexanders, sem starf- að hefur sem dansari og dansahöf- undur í Þýskalandi, sé við aka- demískt kennslunám í Banda- ríkjunum og ekki að sjá að hún ætli að koma heim. Auk þess eru þrír af okkar bestu ballettdönsur- um starfandi erlendis, þau Jóhann- es Pálsson, í Kóreu, Katrín Hall og Þóra Guðjohnsen í Þýskalandi. Nanna hefur í vetur þjálfað elsta úrvalshópinn i Listdansskóla Þjóð- leikhússins og kvað flest þeirra vera á leið til útlanda á ballett- akademíur í haust. „Þau hafa ekki að neinu að stefna hér,“ sagði hún, „þau fara út til að víkka sjóndeild- arhringinn og til að sækja sér fyrir- mynd. Dansflokkurinn hér er ekki nein fyrirmynd. Okkur vantar alla hvatningu fyrir þessa krakka. Það sorglega er, að krakkamir stefna allir að því að koma aftur að námi loknu, en þegar þau hafa séð hvern- ig góður ballett lítur út og starfar er engin von til að þau komi aftur ef aðstæður breytast ekki hér.“ Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær hefur verið leitað til Maríu Gísladóttur um að taka að sér listdansstjórastöðuna, en hún neitað, nema tilkomi stórfelldar breytingar. Þegar Morgunblaðið spurði Maríu hvort hún hyggðist hverfa til starfa erlendis svaraði hún: „Já, það hefur hvarflað að mér í vetur. Ég kom heim fyrir einu ári, vegna þess að mig langar að búa hér og starfa. En það er ekki hægt að bíða endalaust við þessar aðstæður, eftir að eitthvað gerist." Nanna kvað vanrækslu yfir- stjórnar Þjóðleikhússins, hvað list- dans varðar, vera þyngri en támm taki. Sem dæmi um það sagði Nanna að þótt skólinn hefði starfað í rétt tæp fömtíu ár hefðu kennar- ar verið fastráðnir þar í fyrsta sinn í vetur. „Og kjarni málsins er sá,“ hélt hún áfram, „að dansflokkurinn hefur aldrei fengið það tækifæri til þroska og þróunar sem hann þarf.“ Aðspurð hvort ekki hefðu verið of mikil átök milli meðlima íslenska dansflokksins, annarsvegar, og annarra sem að ballettmálum starfa, hinsvegar, sagði Nanna: „Barátta innan veggja leikhússins er bara afleiðing af þeirri bágu stöðu sem listdansinn hefur. Átökin verða út af neyðinni. Sá rammi sem þessari listgrein hefur verið sniðinn er svo þröngur að hún hefur aldrei átt framtíð fyrir sér hér.“ Nanna kvað yfírstjórn ballett- mála hafa bæði verið í höndum menntamálaráðuneytisins og yfir- stjómar Þjóðleikhússins. „Yfírvald okkar hefur verið eins og tvíhöfða þurs. Við sem vit höfum á ballett höfum engu fengið að ráða. Það hefur verið ráðskast með okkur í aðgerðarleysi og ég held að ógöng- umar verði varla meiri en nú blas- ir við. Það að enginn listdansstjóri skuli starfa við húsið sýnir að ástandið getur ekki orðið verra. í álitinu sem nefndin vann lögðum við til að listaaansinn yrði sjálfstæð listgrein í beinu sambandi við mentamálaráðuneytið, en eins og ég segi, við höfum engin viðbrögð fengið við áliti okkar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.