Morgunblaðið - 16.06.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.06.1991, Qupperneq 17
MQRGUNBLÁfllÐ SUNNUDAGUR 1G. uaau... — 17 HATIÐARHOLD 17. JUNI Hafnfirðingar fagna á Thorsplani HÁTÍÐARHÖLDIN í Hafnarfirði munu að mestu fara fram á Thors- plani. Þar verða tónleikar, söngur og dans. Dagskráin í Hafnarfirði hefst í morgunsárið og stendur fram yfir miðnætti. Dagskráin hefst með hátíðarmóti íþrótta- og leikjanámskeiðanna í frjálsum íþróttum á Kaplakrikavelli kí. 10. Yngri flokkar Hauka og FH munu keppa í knattspyrnu á Víði- staðatúni. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur og Karlakórinn Þrestir syngur í Hellisgerði kl. 13.30. Síðan verður helgistund sem séra Einar Eyjólfs- Hátíðardag- skrá á Sel- # tjarnarnesi Á SELTJARNARNESI verður haldið upp á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, með hátíðardagskrá á Eiðistorgi sem hefst kl. 13.30. Dagskráin hefst með skrúðgöngu með fánaborg og lúðrablæstri. Gengið verður frá dælustöðinni við Lindarbraut upp Hofgarða eftir göngustígum Strandahverfís og niður Nesveg að Eiðistorgi þar sem hátíðin fer fram. Að loknu setningarávarpi Guð- rúnar Brynju Vilhjálmsdóttur vara- formanns Tómstundaráðs Seltjarn- arness Ieikur Skólahljómsveit Sel- tjarnarness undir stjórn Kára Ein- arssonar. Þá ávarpar fjallkonan við- stadda, Skólahljómsveitin leikur og Ásgerður Halldórsdóttir formaður Gróttu flytur hátíðarræðu. Því næst skemmta jass-bandið Blái fiðringur- inn og Linda Gísladóttir og stúlkur úr fimleikadeild Gróttu sýna listir sínar. Að lokum eru leikþáttur und- ir stjórn Ásu Ragnarsdóttur og danssýning á vegum dansskóla Hermanns Ragnars Stefánssonar. Vestmannaeyjar: Hátíðarræða og barnaball LEIKFÉLAG Vestmannaeyja stendur fyrir hátíðahöldunum þar í bæ 17. júní. Þau fara eink- um fram á Stakkagerðistúni. Skrúðganga frá Iþróttamiðstöð- inni að Stakkagerðistúni hefst kl. 13.30. Þegar þangað er komið mun Lúðrasveit Vestmannaeyja leika nokkur lög, Bragi I. Ólafsson flytur hátíðarræðu dagsins, kirkjukórinn syngur og fjallkonan flytur ávarp. Auk þess verða á staðnum Leikfé- lag Vestmannaeyja og hljómsveitin Papar. Enn fremur verður haldið barnaball á Stakkagerðistúni og verðlaun verða afhent fyrir Há- steinshlaup sem fer fram fyrr um daginn (hefst kl. 11). Runólfur Gíslason er kynnir dagsins. Um kvöldið er dansleikur í bíósal Samkomuhússins og hefst hann kl. 22. Þar mun hljómsveitin Papar leika fyrir dansi. Ef veður hamlar. munu hátíðar- höldin flytjast inn í íþróttamiðstöð að venju. son sér um. Gengið verður í Skrúð- göngu frá Hellisgötu á Thorsplan þar sem Árni Guðmundsson æsku- lýðsfulltrúi setur hátíðina kl. 15. Síðan ávarpar Jóna Ósk Guðjóns- dóttir forseti bæjarstjórnar sam- komuna og fjallkonan flytur ávarp. Þá hefst vegleg skemmtidagskrá. Leikskólaböm syngja, Fimleikafé- lagið Björk sýnir dans, Tóti trúður og Bjartmar Guðlaugsson skemmta, Haukar verða með kar- atesýningu og Flensborgarskóli verður með rokkóperu. Við Strand- götu verða skátar með tívolí og minigolf. Þá verður hestaleiga við Hafnarborg og bátaleiga við Hval- eyrarvatn. Unglingahljómsveitir halda tón- leika á Thorsplani kl. 17 og á sama tíma fer 17. júnímótið í handknatt- leik fram í íþróttahúsinu við Strand- götu. Kvöldskemmtun hefst á Thors- plani kl. 20.30. Meðal þeirra sem koma fram eru Lúðrasveit Hafna- fjarðar, íslandsmeistarar í sam- kvæmisdönsum, hljómsveitin Is- landica, söngkonan Margrét Eir, Spaugstofan og Stjórnin leikur fyr- ir dansi. Einnig mun nýstúdent flytja ávarp. Gömlu brýnin leika gömlu og nýju dansana í félagsmið- stöðinni Vitanum frá kl. 21 en há- tíðahöldin standa til kl. 1. Strætisvagn- arakaeftir helgidaga- áætlun 17. júní STRÆTISVAGNAR Reykja- víkur aka eftir tímaáætlun helgidaga 17. júní, en auka- vögnum verður bætt á einstak- ar leiðir eftir þörfuin. Nokkr- ar breytingar verða frá klukk- an 13 á leiðum þeirra vagna, sem venjulega aka um Lækjar- götu, vegna hátíðarhaldanna, sem þar verða. í fréttatilkynningu frá Stræt- isvögnum Reykjavíkur kemur fram, að frá því hátíðarhöldin hefjast í Lækjargötu muni vagn- ar á leiðum 2, 3, 4 og 5 á vestur- leið aka Sæbraut og Tryggva- götu og hafa viðkomu í Tryggva- götu, við brúna upp á Tollstöð. Á austurleið munu þessir vagnar hafa viðkomu í Hafnarstræti. Vagnar á leiðum 6, 7, 13 og 14 á austurleið, sem venjulega hafa endastöð við Lækjartorg, munu frá klukkan 13 hafa viðkomu við Tollstöðina. Vagnarnir muni aka þar til dagskrá hátíðarhaldanna lýkur og síðustu ferðir úr mið- bænum verða um klukkan 1 eft- ir miðnætti. Fjölbreytt dagskrá í miðbæ Reykjavíkur FJÖLBREYTT dagskrá verður í miðborg Reykjavíkur í tilefni af þjóð- hátíðardegi íslendinga, 17. júní. Þá verður hátíðardagskrá í Árbæjar- safni, skemmtun eldri borgara á Ilótel íslandi og tekið verður á móti víkingaskipi í Reykjavíkurhöfn. Kópavogur: Þjóðhátíð á Rútstúni HATÍÐARHOLDIN í Kópavogi munu að mestu fara fram á Rútstúni. Þar verður fallhlífar- stökk, Spaugstofan, Jóhannes Krisljánsson eftirherma, atriði úr barnasýningu Leikfélags Kópavogs og unglingahljóm- sveitin Timburmenn spilar. Dagskráin hefst með því að Skólahljómsveit Kópavogs leikur við Kópavogshæli kl. 10. Keppt verður í víðavangshlaupi á Kópa- vogsvelli kl. 11 í flokkum stúlkna og drengja upp að 16 ára aldri. Skrúðganga frá Kópavogsskóla hefst kl. 13.30. Hornaflokkur Kópa- vogs leiðir gönguna að Rútstúni þar sem Þorgerður Aðalsteinsdóttir for- maður handknattleiksdeildar Breiðablikur setur hátíðina. Síðan verður fallhlífarstökk og Sigurður Geirdal bæjarstjóri tekur við kefiinu í Landshlaupi FRÍ. Fjallkonan flytur ávarp og samkór Kópavogs syngur undir stjóm Stefáns Guðmundsson- ar. Kristján Guðmundsson flytur hátíðarræðu kl. 15 og því næst mun Leikfélag Kópavogs flytja atriði úr barnaleikritinu í Súrmjólkurþorpi. Margrét Gylfadóttir nýstúdent mun flytja ávarp og Leikfélag Kópavogs mun flytja dagskrá með söngvum úr ýmsum verkum sem leikfélagið hefur flutt síðastliðin 30 ár. Jóhann- es Kristjánsson eftirherma og Spaugstofan skemmta og sigurveg- urum úr Víðavangshlaupi Kópavogs verða afhent verðlaun. Að lokum mun unglingahljóm- sveit úr Kópavogi, Timburmenn, leika á Rútstúni. Kynnir á hátíðinni verður Sigurður Grétar Guðmunds- Dagskráin verður með hefðbundn- um hætti fram að hádegi. Forseti borgarstjórnar leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar í Kirkjugarð- inum við Suðurgötu kl. 10. Þá hefst hátíðardagskrá við Austurvöll kl. 10.40. Eftir setningarávarp Júlíusar Hafstein borgarfulltrúa leggur Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpar viðstadda. Þá verður ávarp fjallkonunnar. Karlakór Reykjavíkur syngur og Lúðrasveit V erkalýðsins leikur. Guðsþjónusta í Dómkirkjunni hefst kl. 11,15. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson predikar og Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar. Einsöngvari er Signý Sæ- mundsdóttir. Skrúðganga leggur af stað frá Hlemmi kl. 13.40 og önnur frá Haga- torgi fimm mínútum síðar. Skátar, Egilsstaðir: Hátíðarkaffi og Karíus og Baktus HÁTÍÐARDAGSKRÁ á þjóðhátíð- ardaginn, 17. júní, hefst með guðs- þjónustu í Egilsstaðakirkju kl. 13.30. Að henni lokinni hefst skrúðganga þar sem lúðrasveit er í fararbroddi að hátíðarsvæði við sundlaugina. Þar mun fjallkonan flytja ávarp og margt verður til skemmtunar s.s. lúðra- sveit, gervihljómsveitarkeppni, Kar- íus og Baktus, minigolf, hestar, þrautaleikir og trúðar. Hátíðarkaffí Bláklukkunnarer í Hótel Valaskjálf. Kvölddagskrá við Grunnskóla Eg- ilsstaða hefst kl. 20. Þar verða kynnt úrslit í gervihljómsveitarkeppni og síðan teþur við dansleikur. Hljóm- sveitin Ýmsir flytjendur mun leika fyrir dansi til miðnættis. Mosfellsbær: Sundmót og dansleikir I MOSFELLSBÆ verður mikið um að vera á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Þar má nefna sundmót, víðavangshlaup, leikþátt og dansleiki. Dagskráin hefst með sundmóti í Varmárlaug kl. 9.30. Árlegt Víða- vangshlaup UMFA hefst kl. 11 á Varmárvelli. Skrúðganga hefst kl. 13.30 og verður gengið frá versluninni Nóa- túni að íþróttahúsinu. Skólahljóm- sveit Mosfellsbæjar undir stjóm Birgis D. Sveinssonar leiðir gönguna ásamt hestamönnum og ungu íþróttafólki. Kl. 14 hefst svo fjölskylduskemmtun í íþróttahúsinu m.a. með ávarpi fjallkonu. Eftir dagskrána í íþróttahúsinu er boðið upp á kaffi og kökur í Hlégarði. Kvöldskemmtun í íþróttahúsinu hefst kl. 20.30 en auk þess verður boðið upp á diskótek fyrir börn í ísafjörður: Hátíðadagskrá á sjúkrahústúni Á ÍSAFIRÐI hefjast hátíðarhöld á sjúkrahústúni kl. 13.45. Auk þess er unglingadansleikur í Sjallanum uin kvöldið og fjölskyldudansleik- ur í Neðstakaupstað. Hátíðin hefst með leik Lúðra- sveitar Isafjarðar. Síðan er setning- arávarp formanhs bæjarráðs, Hans Georgs Bæringssonar og einnig ávarpa samkomuna fulltrúar vina- bæja ísafjarðar á Norðui(löndum, fjallkonan og Bera Einarsdóttir flyt- ur hátíðarræðu. Sunnukórinn syng- ur og Ágústa Ágústsdóttir syngur einsöng. Kvenfélagið Hlíf sýnir og Litli leikklúbburinn flytur jþátt úr Kardimommubænum. Því næst sýna unglingar úr félagsmiðstöð dans. Auk þess verða á svæðinu sölutjöld, skátar með þrautir og leiki, golfklúbbur með minigolf, hestamenn og kl. 16.30 hefst kassa- bílarall 9-12 ára barna. Kl. 21 hefst unglingadansleikur í Sjallanum. Hljómsveitin Galileo leikur fyrir dansi. Klukkusturídu síðar hefst fjölskyldudansleikur í Neðstakaupstað. Þar sér Harmon- ikkufélag Vestfjarða um fjörið. Hlégarði og unglingadansleikur hefst þar kl. 22. Að lokum er vert að geta þess að Flugklúbbur Mosfellsbæjar býð- ur upp á útsýnisflug frá flugvellin- um á Tungubökkum að lokinni fjöl- skylduskemmtun í íþróttahúsinu ef veður ieyfir. Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðra- sveitin Svanur verða í fararbroddi. Skemmtidagskrá hefst á fjórum leik- sviðum í Miðbænum kl. 14 á Lækjar- torgi, í Lækjargötu, í Hallargarðinum og í Hljómskálagarðinum. Meðal þeirra sem þar koma fram eru Bubbi Morthens, Spaugstofan og fleirri Á Tjörninni verða röðrabátar og sýning módelbáta. Friðarhlaupinu frá Þing- völlum lýkur í Hljómskálagarðinum kl. 13.50 og fímm mínútum síðar hefst Landshlaup FRÍ frá sama stað. Félagsstarf aldraða gengst fyrir skemmtun fyrir ellilífeyrisþega á Hótel íslandi milli kl. 14 og 18. í Árbæjarsafni verða kynnt vinnu- brögð fyrri tíma í sérstakri hátíðar- dagskrá frá kl. 10 til 18. Fombíla- klúbburinn mun sýna gamla bíla á Laugavegi og á Bakkastæði sem hefst kl. 13.20. Landsfrægir skemmtikraftar munu heimsækja barnadeildir Landsspítalans og Landakotsspítala. Við Grófarbryggju í Reykjavíkur- höfn verður tekið á móti víkingaskipi og forseti Islands mun gefa skipinu nafn. Norskir og íslenskir skemmti- kraftar koma fram. Um kvöldið leika Sálin hans Jóns míns, Síðan skein sól, Fjallkonurnar og GCD á tónleikum í Miðbænum. Á Þórshamarsplani verða gömlu dans- arnir við harmonikkuspil. Keflavík: Messa, töfra- brögð og harm- onikkuleikur Þjóðhátíðardagskráin 17. júní fer einkum fram í skrúðgarði bæjarins, á Tjarnargötunni og í K-17. Dagskráin hefst kl. 13 með þjóð- hátíðarmessu í Keflavíkurkirkju. Skrúðganga leggur af stað frá kirkj- unni að hátíðarsvæðinu kl. 13,50. Þar fer fram fánahylling, Karla- og kvennakór Keflavíkur syngur þjóð- sönginn og forseti bæjarstjómar, setur hátíðina. Síðan flytja fjallkonan og nýstúdent ávörp og boðið verður uppá fjölbreitta skemmtidagskrá. Kvölddagskrá í K-17 hefst kl. 20.30. Þar skemmta m. a. íslands- meistarar í samkvæmisdansi, auk' fjökla annarra. Á Tjarnargötu verður líka kvöld- dagskrá og hefst kl. 19.30. Pandóra og Glerbrot munu leika fyrir dansi en auk þess koma fram Bubbi Morth- ens, Rúnar Júlíusson og hljómsveitin GCD. Garðabær: Víðavangshlaup, listflug og siglingar I Garðabæ verður haldið upp á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, með umfangsmikilli dagskrá sem hefst kl. 9.30. Krakkar á aldrinum 6-13 ára munu keppa í víðavangshlaupi við íþróttamiðstöðina Ásgarð er hefst kl. 10. Þá fer einnig fram knatt- spyrnukeppni milli bæjarhluta, í flokki karla 30 ára og eldri...Sigl- ingakeppni hefst á Arnarnesvogi kl. 9.30 og Björn Thoroddsen mun sýna listflug á tvíþekju við Ránar- grund kl. 11. Við Hofsstaðaskóla hefst dag- skráin kl. 14 með hátíðarstund í umsjón séra Braga Friðrikssonar. Síðan skemmtir götuleikhópurinn Auðhumla í upphafí skrúðgöngu sem leggur af stað frá Ilofstaða- skóla kl. 14.25. Förinni er heitið á hátíðarsvæði við Flataskóla en þar mun Erling Ásgeirsson setja hátíð- ina. Lúðrasveit mun leika og fjall- konan ávarpa samkomuna. Síðan mun fjöllistarmaðurinn Gareth Will- iams sýna listir sínar og hljómsveit- in Stjórnin skemmta. Hestamanna- félagið Andvari gengst fyrir reið- sýningu á hátíðarsvæðinu og kl. 16 hefst kaffisala Kvenfélags Garða- bæjar í Garðalundi. Spaugstofan mun skemmta í Ásgarði og hefst sú skemmtun kl. 17. Þar verða einnig íslandsmeist- arar í Suður-Amerískum dönsum og félagar úr skólakór Garðabæjar. Auk þess má nefna fimleikasýn- ingu, boltafjör, ruðningssýningu, trúða og hljómsveitin 1. apríl skemmtir milli atriða. Um kvöldið mun svo diskótekið Dísa skemmta bæjarbúum í Garða- lundi og reka smiðshöggið á þjóð- hátíðina í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.