Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.06.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 Eigum á lager mjög góöa og ódýra íþróttaskó á börn og fullorðna EUingsen flutti í húsnæðið í Hafnarstræti árið 1917. Þar er nú til húsa veitingastaðurinn Hornið. Morgunblaðið/Kristján Sigtryggur Jónsson skrifstofustjóri i versluninni á Grandagarði. Innanbúðar í versluninni í Hafnarstræti. auglýsingum sem nú birtast því for- ráðamenn fyrirtækisins leggja enn mikla áherslu á það sem frumkvöð- ullinn lagði grunninn að í upphafi. Einnig auglýsti Eilingsen: „Þar sem jeg tiefi 20 ára reynslu (þar af 14 ár á íslandi) í skipagerð og fisk- veiðiútgerð, hafið þjer, með því að versla við mig, mestar líkur til að fá það, sem yður er hentugast." Ahrif Dana í verslun hér á landi voru mikil á þessum árum og var viðskiptalífið að mestu tengt Dan- mörku. Ellingsen leitaði á önnur mið og keypti mikið af varningi frá Nor- egi og Englandi. Einnig beindi hann viðskiptum sínum til Ameríku og var einn sá fyrsti sem keypti þaðan bens- ín-bátavélar sem var þá alger nýjung hér og markaði mikil tímamót í út- gerð. Ellingsen lést árið 1936 og var þá fyrirtækinu breytt í hlutafélag sem sonur stofnandans og alnafni Othar Ellingsen hefur veitt forstöðu síðan. Þegar viðskiptin fóru að aukast og verslunin í Hafnarstrætinu var orðin helst til lítil var byggt nýtt húsnæði á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu þar sem nú er veitinga- staðurinn Svarta Pannan. Lokið var við bygging- una árið 1956 og var þá veiðar- færa- og vinnu- fatadeild flutt þangað. Með ár- unum jukust enn viðskiptin og vöruúrval og varð til þess að árið 1974 var verslunin flutt í nýtt húsnæði að Ánanaustum við Grandagarð, þar sem Ellingsen er nú til húsa. Enn er verslunin í ná- lægð við athafna- svæði útgerðar- manna og í grennd við mið- borgina, líkt og þegar hún var í Hafnarstrætinu. Nú eru í for- svari fyrir versl- unina sonur og tveir sonarsynir stofnandans. Það eru Othar Ellingsen forstjóri sem tók við árið 1936 og bræðumir Óttar B. og Arið 1989 keypti Ellingsen víra- verkstæðið Ingvar og Ari hf. sem hefur þjónað útgerð og iðnaði frá árinu 1967. „Með kaupunum gátum við aukið þjónustuna við sjávarútveg- inn og aðrar atvinnugreinar," segja þeir. Óttar og Sigtryggur segja að stöð- ugleikinn í efnahagslífínu undanfarið geri gæfumuninn um afkomu fyr- irtækisins. Það hafí verið stöðug aukning í veltu, sérstaklega núna á síðustu 2-3 árum. „Ellingsen hefur upplifað margar kollsteypur með sjávarútveginum í gegnum árin, í gengismálum og þeirri aðstöðu sem sjávarútveginum er búin hveiju sinni. Við vonumst til að stöðugleikinn haldist, það er öllum til hagsbóta." í versluninni eru nú þijár kynslóð- ir sem starfa saman því börn bræðr- anna Óttars og Steingríms eru þar við störf. „Húsnæðið sem við erum nú í er orðið heldur þröngt en engar ákvarðanir hafa verið teknar í því sambandi. Hvað sem verður þá verð- ur áfram byggt á þeim grunni sem afí lagði í upphafí rekstrarins,“ sagði Óttar að lokum. Stofnandinn Othar Ellingsen og kona hans Marie sem komu frá Noregi árið 1903. Steingrímur Ellingsen framkvæmda- stjórar. Skrifstofustjóri er Sigtrygg- ur Jónsson. í samtali við þá Óttar B. og Sig- trygg kemur fram að þeir telja ástæðuna fyrir því að verslunin hefur náð svo háum aldri fyrst og fremst þá hversu gott starfsfólk þeir hafa verið með í gegnum árin. Einnig hafí verið lögð áhersla á breitt vöru- úrval og til marks um það eru núna um 10.000 vörutegundir á skrá. Helstu vöruflokkar eru útgerðarvör- ur, veiðarfæri, skoðunarvörur, verk- færi og málningarvörur. Hægt er að fá allt frá minnstu skrúfu upp í akk- eri fyrir stórskip. Að auki er seidur fatnaður. Á fyrstu árum verslunar- innar var seldur sjófatnaður, síðan var hægt að fá vinnufatnað og nú er seldur kuldafatnaður, regnfatnað- ur og hvers konar hlífðarfatnaður. Um 25 manns starfa hjá Elling- sen, þar af eru 10 sem hafa verið lengur en 20 ár hjá fyrirtækinu. „Fyrir vikið höfum við starfsfólk með mikla reynslu og þekkingu," segja þeir. „Við reynum að fylgjast með þeim breytingum sem verða á vörunum og þjóna hveijum tíma sem best,“ segja þeir minnugir þess sem stofn- andinn kappkostaði, að hafa vörur sem tryggja öryggi sjómanna. Þó má finna vörur í versluninni sem ekkert hafa breyst í áranna rás. Tjar- an sem nú er seld er eins og sú sem var í hillum verslunarinnar á fyrstu árunum. Verslunin getur einnig stát- að af mörgum gömlum og grónum viðskiptasamböndum sem haldist hafa í fjölda ára. Stefnan sem mörkuð var fyrir 75 árum er enn í fullu gildi. „Stefnan er fyrst og fremst að þjóna atvinnu- vegunum og einstaklingum, sér í lagi sjávarútvegi, eftir bestu getu og fylgjast með nýjungum í þeim vörum sem þessir atvinnuvegir þurfa á að halda. Við leggjum mikla áherslu á að eiga vöruna til og koma henni til viðskiptavinanna á sem skemmstum tíma,“ segja þeir Óttar og Sigtrygg- ur. Ellingsen er bæði heildsala og smásala og er um helmingur veltunn- ar vegna heildsölunnar. Heildsalan seiur m.a. til kaupfélaganna allt í kringum landið og netagerða. Helstu viðskiptavinir í smásölunni eru út- gerðarfyrirtæki, fiskvinnsla, verk- takar og opinber fýrirtæki. Að ógleymdum sjómönnunum á minni bátunum sem koma gjarnan við í Ellingsen áður en haldið er á haf út. Verslunin er nú auglýst sem versl- un athafnamannsins og segja þeir Óttar og Sigtryggur að það sé mik- ill vöxtur í sölu til einstaklinga. „Breyting hefur orðið þar á frá því verslunin var stofnuð því nú erum við líka með vörur fyrir sumarbú- staðaeigendur, ferðalanga og húseig- endur.“ IÞiNKA UPA S TJÓRAR 1 Þægindi - ðryggi - arðsemi Teg: 1009 Sv. Teg: 1009 Gr. Stærðir: 24-31 Teg: 920 Stærðir: 24-35 Teg: 976-H Stærðir: 36-45 Teg: LT-7769 Stærðir: 37-46 Mest seldu iarðýturnar á íslandi í dag. ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF V = ^ SKÚTUVOGI 12C.SÍMI 687550 Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 76633.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.