Morgunblaðið - 16.06.1991, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 16.06.1991, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JUNI 1991 lítið upp úr innihaldinu en meir forminu. Með þessum hætti tókst okkur að ná töluverðri ieikni og nokkrum hraða við kveðskapinn. Nú á síðustu árum hef ég sama sem ekkert ort og finn að ég er orðinn stirður í fræðunum. Svo er maður heldur ekki jafnkærulaus og áður hvað kveðskap varðar og vill reyna að vanda sig. Við náðum ótrúlegri leikni í að ríma, þótt gæðin væru misjöfn enda gekk leikurinn út á það. Ég man að við sátum einu sinni þrír á KEA yfir kaffibolla. Jón Sigurðsson, sem nú er viðskiptaráðherra byrjaði: Kveð ég óðum lífs míns ljóð... og tók fram að óðum væri atviks- orð. Ég bætti við: Logi að glóðum hnígur... Hjörtur Pálsson skáld: Hringatróðan hlýraijóð... Ég aftur: hjartablóð mitt sígur. Þessar hendingar komu viðstöðu- laust.“ Halldór segir að sér þyki vænt um sumar af þessum gömlu vísum og lætur tvær þeirra fljóta með: Mér er orðin mikil þörf á meynni þýðu Verst er að þurfa að standa í stríðu við stúlkumar um þeirra blíðu. Og: Ungri sætu ef ég mæti út á stræti og ástin bregður fyrir fæti fyndi ég mér eftirlæti A menntaskólaárum sínum hafði Halldór lítil afskipti af pólitík fyrir norðan en var óragur við að taka til máls á fundum og í kaffihléum ef honum þótti svo við horfa. En mjög fljótlega eftir að hann útskrif- aðist frá MA 1959 fór hann að taka virkan þátt í pólitík, m.a. í Verði, félagi ungra sjál- fstæðismanna á Akureyri. Alinn upp í mjög pólitískri fjölskyldu „Ég er alinn upp í stórri fjöl- skyldu sem jafnframt var mjög tengd pólitík og atvinnumálum og ræddi mikið um þau mál,“ segir Halldór. „Alveg frá því ég man eftir mér sem lítill drengur var pólitík á næsta leyti og því kannski ekki að undra þótt ég hafi orðið stjórnmálamaður. Eftir mennta- skóla ætlaði ég í háskólanám en einhvern veginn varð aldrei neitt úr því þótt ég hafi á sínum tíma tekið svokölluð forpróf í lögfræði. Eftir stúdentspróf starfaði ég ýmist sem blaðamaður eða kennari á Akureyri og í Reykjavík en á sumr- in vann ég í hvalstöðinni í Hval- firði einar fimmtán vertíðir. Ég var þar fyrst 15 ára gamall," segir Halldór og bætir því við að honum hafi ætíð fallið vel við þessa vinnu, þetta var útivinna og þar eignaðist hann marga góða vini. „Áhuga minn á pólitík sæki ég bæði til föður míns og móður en þar með er ekki nema hálf sagan sögð. Ég ólst upp í pólitísku um- hverfi og hafði alltaf gaman af að tala og skrifa, þannig að pólitísk afskipti lágu kannski beinast við sem æskilegur starfsvettvangur. Margir þingmanna hér og erlendis hafa verið blaðamenn og kennarar. Líttu á Jón Baldvin og Ragnar Arnalds og ótal fleiri." í framboð 1971 Halldór Blöndal fór fyrst í fram- boð fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1971 í Norðurlandskjördæmi eystra. Hann telur að hann hafi þar notið að nokkru orðstírs afa síns, Benedikts Sveinssonar, en það kom honum á óvart að farið var fram á það við hann að gefa kost á sér. „Á þessum tíma hafði ég tekið þá ákvörðun að fara nú loks- ins í nám í Háskólanum og var raunar búinn að taka tvö próf með þokkalegum árangri," segir Hall- dór. Á þessum tíma var Halldór skilinn við Renötu og giftur seinni konu sinni, Kristrúnu Eymunds- dóttur, en með henni eignaðist hann soninn Pétur sem varð stúdent í vor. „Ég átti ekki von á því að vera beðinn að fara í framboð. Ég var hættur í pólitík og þetta var erfið ákvörðun fyrir okkur hjónin. En Það er ekki hægt að lækka kjötverðið um 20% á næstu 5-6 árum ef einhver ætlar að verða stikkfrí. Það verða allir að taka sig á og bæta sig. 11 Alveg f rá því ég man eftir mér sem lítill drengur var pólitík á næsta leyti og því kannski ekki að f urða þótt ég hafi orðið stjórnmálamaður. 66 það varð úr að ég færi norður og hefði samband við flokksfólk til að meta þann stuðning sem ég hafði. Ég tók sæti Bjartmars Guðmunds- sonar á Sandi og var fulltrúi Þing- eyinga á listanum. Bjartmar hafði þrívegis náð kjöri sem þriðji lands- kjörinn þingmaður Sjálfstæðis- flokksins en í kosningunum fékk flokkurinn ekki nema tvo uppbótar- menn svo að ég náði ekki kjöri þótt útkoman í kjördæminu væri þokkaleg.” Halldór settist fyrst á þing 2. desember 1971 sem varamaður Magnúsar Jónssonar frá Mel. Átta árum síðar tók hann sæti sem kjör- inn þingmaður, aftur 2. desember en þessi dagur er afmælisdagur afa hans, Benedikts.„Mér hefur alltaf þótt afarvænt um þessa tilviljun og talið hana vita á gott. Ég á ein- ungis bjartar minningar um afa minn og hef viljað líkjast honum. í skoðanakönnun DV fyrir kosning- arnar 1979 var gömul kona í Norð- ur-Þingeyjarsýslu spurð hvað hún myndi kjósa. Hún sagðist hafa kos- ið Benedikt Sveinsson 1931 og ætlaði að láta mig njóta hans.“ Mikil breyting á þingstörfum Þó Halldór hafi ekki verið kjörinn á þing fyrr en 1979 hafði hann kynnst starfsháttum þingsins áður. Haustið 1961 varð hann þingfrétta- ritari Morgunblaðsins og sat þing- flokksfundi eins og þá var venja. „Þeir einstaklingar sem þá sátu á þingi mótuðust í allt öðru umhverfi en nú. Ekki var litið á þingstörfín sem atvinnu er gæfi nægilega af sér til lífsviðurværis, heldur héldu þingmenn út í atvinnulífið eða hófu störf hjá hinu opinbera í þinghléum. Viðfangsefni þeirra voru önnur og mér þykir meir til ýmissa stjórnmál- amanna þess tíma koma en þeirra sem nú eru og nefni ég fyrstan Ólaf Thors. Fjölmiðlar hafa breytt mjög ímynd stjórnmálamanna, einkum eftir að sjónvarpið kom til sögunn- ar og Morgunblaðið fór að opna síður sínar fyrir hveijum sem taldi sig eiga þangað erindi. Nú er svo komið að leifturmynd í sjónvarpi g'etur ráðið miklu um örlög stjórn- málamanna en flokksmálgögn duga skammt enda úrelt fyrirbæri. Ef ég kem svo aftur að saman- burðinum á þingmönnum nú og fyrir 30 árum leynir sér ekki að núna eru í hópi þingmanna menn og konur sem að mörgu leyti búa yfír víðtækari þekkingu en þá var algengt. Enda skilyrði til menntun- ar og náms og starfa erlendis allt önnur en þá var,“ segir Halldór. „Nú er búið að sameina Alþingi í eina málstofu. Ég trúi þvi að það muni hafa mikil og góð áhrif á störf þingmanna ög starfshætti þing- nefnda. Því var ekki að leyna að á stundum hefur verið losarabragur á nefndarstörfum og þá skákað í því skjólinu að frumvörp færu til afgreiðslu í annarri þingdeild.“ Egilssaga og aðrar góðar Halldór er unnandi íslendinga- sagna og les þær reglulega. Hann segir að sér þyki vænt um þessar sögur enda séu þær skrifaðar á I góðu máli, st.íllinn heillandi og knappur og sumar sagnanna hrein- ustu listaverk. Að öðrum sögum ólöstuðum þykir honum vænst um Egilssögu. „Það hefur margt verið rætt og ritað um þessar sögur í gégnum tíðina, tilurð þeirra og sannleiks- gildi,“ segir Halldór. „í mínum huga er það svo að ég hef ekki áhyggjur af hveiju sé ofaukið í þeim og hveiju ekki. Sagan er sönn- ust eins og sögumaður segir hana hveiju sinni. Ég hef ekki kynnt mér nema lítið af því sem skrifað hefur verið um íslendingasögurnar og af því þykir mér einna vænst um það sem Pétur frændi minn Benediktsson hefur ritað um Egil Skallagrímsson og kvæði hans, Höfuðlausn. Þar setur Petur fram þá kenningu að fundir þeirra Eiríks blóðaxar og Egils hafi verið svið- setning til að hrinda af konungi þeim álögum er Egill flæmdi hann af löndum með rúnaristum sínum. Áhugamálin að öðru leyti eru pólitík og aftur pólitík en inn á milli þykir mér gott að hafa næði til að líta í bók eða slappa af með einhveijum sem mér þykir vænt um.“ Mörg stór verkefni Halldór hefur setið á þingi frá 1979 sem þingmaður Norðurlands- kjördæmis eystra. Er núverandi stjórn tók svo við í vor var honum falið að taka við landbúnaðar- og samgönguráðuneytinu og hann lenti strax í sviðsljósinu vegna bág- borinnar stöðu fiskeldis í landinu. „Það var nauðsynlegt að gera sér strax grein fyrir stöðu fiskeldis- ins. Eldislaxinn var í svelti en í hönd fór mesti vaxtartíminn og ljóst að mörg fyrirtæki voru ekki rekstrarhæf," segir Halldór. „Við þessar kringumstæður var nauð- synlegt að stefna stjórnvalda lægi ljós fyrir til þess að eigendur fisk- eldisfyrirtækja vissu hvar þeir stæðu. Það hafa verið gerðar marg- ar vitleysur og mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir ófyrirsjáanlegum óhöpp- um. Á sama tíma hefur markaðs- verðið hrapað. Nú verður að reyna að fóta sig áfram þannig að þekk- ing og reynsla í fískeldi njóti sín og úr því fáist skorið hvernig hægt sé að standa að þessum rekstri svo að fískeldi geti orðið álitleg útflutn- ingsgrein.“ Það kemur einnig í hlut Halldórs að koma nýgerðum búvörusamn- ingi við bændur í framkvæmd en samningurinn hefur það markmið áð draga úr opinberum framlögum til stéttarinnar um leið og verð á landbúnaðarvörum á að lækka. „Það er ljóst að búvörusamningur- inn gerir ekki aðeins kröfur til bænda heldur verða allir aðrir sem koma að búvöruframleiðslunni að taka sig á. Þá er ég að tala um sláturleyfíshafa og aðra milliliði, kaupmenn og kjötvinnslumenn,“ segir Halldór. „Það er ekki hægt að lækka kjötverðið um 20% á næstu 5-6 árum ef einhver ætlar að verða stikkfrí. Það verða allir að taka sig á og bæta sig. Það er einnig þýðingarmikið í þessu sambandi að geta þess að ég hef gefíð út reglugerð sem heim- ilar sölu á framleiðslurétti á mjólk innan samlagssvæða. Hinni nýju skipan er ætlað að ýta undir hag- kvæmni í greininni og auðvelda kynslóðaskipti." „Hér í samgönguráðuneytinu eru mörg spennandi verkefni. Ég nefni fyrst ferðamálin. Ég var svo hepp- inn að fá Knút Óskarsson mér til hjálpar við mótun nýrrar ferða- málastefnu sem verður reist á því að gefa einstaklingum og einstakl- ingsframtakinu sem mest svigrúm en hafna miðstýringu,“ segir Hall- dór. „Ég er sannfærður um að ein- mitt á þessu sviði liggi okkar stóru möguleikar núna til að auka gjald- eyristekjurnar sem er forsenda þess að lífskjör geti batnað hér í takt við það sem gerist í nálægum lönd- um. Ég veit ekki hvort öllum er ljóst að þessi geiri skilar okkur nú 11% af gjaldeyristekjunum og þar af fáum við um helminginn með beinum hætti frá Flugleiðum. Vel- gengni þess fyrirtækis er okkur Islendingum mikil búbót. Um samgöngumálin almennt vil ég segja að ég mun beita mér fyr- ir því að einkavæða ýmsa þjónustu sem nú er undir opinberum rekstri. Ég nefni sem dæmi Skipaútgerð ríkisins.“ Velliow'1*' Skrúðgangan leggur ó stað fró Hlemmi kl. 13.35. Fornbílarnir aka á undan niður Laugaveg og bílarnri verða til sýnis á Bakkastæði. Allir velkomnir á Laugaveginn á 17. júní. Laugavegur í þjóðhátíðaskapi. Kaupmenn á Laugaveginum. GAMLI MIÐBÆRINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.