Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 32

Morgunblaðið - 16.06.1991, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR SUNNUDAGUR 16. JÚNI 1991 t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGJALDUR ÍSAKSSON, frá Fífuhvammi, andaðist að morgni 14. júní sl. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey. Henrietta T. ísaksson og börn. t STEINUNN HANNESDÓTTIR Hofsvaliagötu 16, Reykjavík, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, föstudaginn 14. júní. Jarðarförin verður auglýst siðar.. Vandamenn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRG RAGNHILDUR EINARSDÓTTIR, Víðivangi 5, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum þann 1 2. júní sl. Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 18. júní kl. 15.00 frá Víðistaða- kirkju. Einar H. Óskarsson, Leslie Óskarsson, Kristín S. Óskarsdóttir, Helgi Aðalsteinsson, Björgvin Þ. Óskarsson og barnabörn. t Útför FINNBOGA Þ. ÞORBERGSSONAR frá Efri-Miðvík, Hátúni 10, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. júní kl. 13.30. Ingibjörg Jónsdóttir, Oddný Finnbogadóttir, Björn Fr. Björnsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, SIGTRYGGUR STEFÁNSSON byggingafulltrúi, Norðurbyggð 20, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 19. júní kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Maj-Britt Stefánsson, Arnar Stefánsson, Percy B. Stefánsson, Alex Stefánsson, Stefán B. Sigtryggsson, óskírður Stefánsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIGERÐUR EGGERTSDÓTTIR, Egilsgötu 16, Reykjavík, sem lést 8. júní sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðju- daginn 18. júní kl. 16.30. Einar Guðjónsson, Guðborg Einarsdóttir, Jónas Þórðarson, Þuríður Einarsdóttir, Ólafur Vignir Albertsson, Sigurberg Einarsson, Steinunn Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma ERLA UNNUR ÓLAFSDÓTTIR frá Strönd í Vestmannaeyjum, Álftamýri 20, Reykjavík, verður jarðsett þriðjudaginn 18. júní kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabba- meinsfélag íslands. Sigurður Elli Guðnason, Guðmunda Kristinsdóttir, Arndís Guðnadóttir, Sigurður G. Sigurðsson, Ólafur Guðnason, Guðmunda Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabarn og aðrir vandamenn. Erla U. Olafsdóttir, Vestmannaeyjum Fædd 22. nóvember 1922 Dáin 9. júní 1991 Nu er dagur að kveldi kominn hjá henni ömmu minni, sem dó 9. júní, á einum fallegasta degi þessa sumars. Hver hefði getað ímyndað sér að nokkur manneskja hefði getað sýnt svo mikinn styrk og kærleika eins og hún gerði í veikindum sínum. Nu veit ég að hún er í góðum höndum og líður vel. Amma vár einn af mínum bestu vinum og áttum við fjölmargar ynd- isfagrar samverustundir. Allt vildi hún fyrir mig gera og aldrei var hún ráðalaus, þegar ég spurði hana ráða. Hver hefði getað óskað sér betri ömmu og vinar. Það er sárt til þess að vita að nú er hún amma farin. Eg veit að allir í fjölskyldunni munu sakna hennar jafn sárt og ég. Ég ætla að gera hennar orð að mínum orðum „Guð geymi“ elsku ömmu mína og þakka ég henni af alhug allar góðu stundirnar okkar saman. Far vel heim heim í drottins dýrðargeim! Náð og miskunn muntu finna. meðal dýpstu vina þinna. Friðarkveðju færðu þeim. Far vel heim. (M. Jochumsson) Guðni Hjörtur Sigurðsson. Árla morguns, á fögrum sumar- degi, hinn 9. júní sl. andaðist Erla frænka mín á Vífilsstaðaspítala eft- ir löng og erfið veikindi. Með nokkr- um orðum langar mig að minnast hennar. Erla Unnur fæddist 22. nóvem- ber 1922 á Strönd í Vestmannaeyj- um. Hún var dóttir hjónanna Guð- rúnar Bjarnadóttir og Ólafs D. Sig- urðssonar. Var hún yngst 10 systk- ina, en nú eru aðeins 2 systur eftir- lifandi, þær Guðrún og Lilja, sem t Systir okkar, KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR, áður til heimilis á Hverfisgötu 84, sem andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 12'. júní sl., verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. júni kl. 13.30. Systkini og frændfólk. t Bróðir okkar, PÉTUR SIGURÐSSON frá Görðum, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 19. þessa mánað- ar kl. 13.30. Systkini. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- LE( M Hamars íSTEIN AR F. 181960 OSAIK H.l höfða 4 — sfmi € [ Legsteinar I Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. 1 Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf 1 um gerð og val legsteina. | 1 K S.HELGASON HF 1 | STEINSMIÐJA | ■■ SKEMMUVEGI 48-SlMI 76677 1 nú sakna systur sinnar. Erla giftist 24. desember 1942 Guðna H. Arna- syni frá Vestmannaeyjum, en hann andaðist fyrir aldur fram í október 1965. Erla og Guðni eignuðust 3 börn: Sigurð Ella, Arndísi og Ólaf. Erla sýndi mér ætíð mikla hlýju og ástúð, enda þótti mér afar vænt um hana. Það var alltaf ánægjulegt að spjalla við hana. Hún hafði þann eiginleika að geta hiustað. Eins vár mjög gott að leita ráða hjá henni, þegar ég þurfti á að halda, ekki síst í sambandi við matargerð, því hún kunni svo sannarlega að elda góðan mat. Erla vissi ávallt hvaða krydd skyldi nota, til að ná fram rétta bragðinu hveiju sinni. Hún var einnig mikil hannyrðakona og með afbrigðum vandvirk. Erla frænka var smekkleg í klæðaburði og hafði gaman af því að punta sig. Þegar hún hafði klætt sig uppá sást best hversu glæsileg kona hún var. Hún þjáðist mikið í veikindum sínum, en kvartaði ekki. Örlögunum mætti hún af æðruleysi. Trúin var henni styrkur. Nú fær hún að hitta Guðna sinn og verða áreiðanlega fagnaðarfundir með þeim hjónum. Elsku Addý, Siggi, Óli og fjöl- skyldur. Ég og Ragnar sendum ykkur hugheilar samúðarkveðjur. Með söknuði og jafnframt þakklæti kveð ég Erlu frænku mína. _ Lóa BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. fíiðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öli kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. %

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.